Jökull - 01.12.1967, Síða 85
143 (1 cm), 147 (lýý, cm), 155 Reknar voru niður 3 stikur. Hver stika er
159-171,5 „ (i/2 cm), 158 (i/2 cm). Fínkornóttur snjór. 4.6 m að lengd, ljóst tré niður í 2.5 m, en tjörguð svört fyrir neðan það.
171,5-173 „ Blátt íslag. Svört nrerki eru 0.5, 1.0, 1.5, 2.0 m frá toppi
173-204 „ Fínkornóttur snjór. Gul merki 2.5 og 3.0 m frá toppi.
204-205 „ Ogreinilegt, blátt íslag. Fyrsta stika var rekin niður á mótum hæðar-
205-245 | Fínkornóttur snjór. enda frá Nýjafelli og línu Pálsfjall—Kerling.
245 „ Vetrarlag. Hæð fyrir ofan snjó 193 cm.
Eðlishyned: Á 23 cm dýpi 0,57, á 135 cm dýpi 0,56, Önnur stika er 2 km innar á jökli á fram- haldi Nýjafellslínu. Hæð fyrir ofan snjó 190 cm.
- 61 - - 0,49, - 165 - - 0,50, Þriðja stika er 2 krn inn á jökli á sömu línu.
- 91 - - 0,54, - 210 - - 0,49. Hæð fyrir ofan snjó 179 cm.
Sig. Þórarinsson.
Hlutföll vetnisísótópa í jökulís
Árið 1962 hófust á Eðlisfræðistofnun Háskól-
ans að frumkvæði dr. Gunnars Böðvarssonar og
prófessors Þorbjörns Sigurgeirssonar umfangs-
miklar grunnvatnsrannsóknir, sem felast í mæl-
ingu styrks tvívetnis og þrívetnis í vatni. Þess-
um mælingum hefur verið haldið áfram á
Raunvísindastofnun Háskólans.
Tvívetni er stöðugur ísótópur, sem er i til-
tölulega litlu magni í vatni. Að jafnaði eru
um 160 tvívetnisatóm í hverri milljón vetnis-
atóma, en þetta getur þó verið nokkuð mis-
munandi eftir aðstæðunr. í skýjum verður t. d.
nokkurs konar þrepaeiming, sem veldur því, að
úrkoman verður æ snauðari af tvívetni, því
lengra sem dregur inn til landsins frá ströndu.
Mælingar hafa sýnt, að kaldar, staðbundnar
lindir hafa sama tvivetnisstyrk og nreðalárs-
gildi úrkomu á sama stað. Ennfremur hefur
komið í ljós, að margir hverir og heitt vatn
úr borholum eru nrun tvívetnissnauðari en úr-
koma á sama stað. Þessi rnunur er túlkaður
svo, að heita vatnið sé regnvatn, sem falli ná-
lægt miðju landsins, en streymi þaðan á all-
miklu dýpi í átt til strandar. Gætu þessar mæl-
ingar þvi gefið mikilvægar upplýsingar um
rennsli vatnsins.
Þrivetnið er geislavirkur ísótópur með lið-
lega 12 ára helmingunartíma. Hann myndast
að langmestu leyti við tilraunir með vetnis-
sprengjur, en þó einnig örlítið af völdum geim-
geisla. Mjög miklar sveiflur hafa verið í þrí-
vetnisstyrk regnvatns undanfarin ár. Þessar
sveiflur endurspeglast síðan á ýmsa vegu í yfir-
borðsvatni og grunnvatni, allt eftir eðli vatns-
rásarinnar. Sé fylgzt með tímasveiflum í styrk
þrívetnis má fá mjög nytsamar upplýsingar
um rennsli grunnvatns.
Einn meginþáttur tvívetnismælinganna hef-
ur verið að ákvarða meðalgildi tvívetnis í regni
sem víðast á landinu. Hefur athyglin fram að
þessu einkum beinzt að suðvesturhluta lands-
ins. I stað þess að mæla tvívetnisstyrk úrkom-
unnar beint, er mælt tvívetni í köldunr lind-
um og jafnast þannig út skammvinnar sveiflur,
senr geta verið í tvívetnisstyrk úrkomunnar.
Hefur nii fengizt allgóð mynd af Suðvestur-
landi, en eyður eru í myndina á jöklum. Er
eyðan á Langjökli einkum til baga vegna hugs-
anlegra tengsla grunnvatnsstreymis frá Lang-
jökli við jarðhita í Reykjavík og Borgarfirði.
Árið 1967 voru því farnar þrjár ferðir á
Langjökul til þess að afla sýna. Var fyrsta ferð-
in farin á þyrlu um mánaðamótin apríl—maí
og önnur skömmu síðar á vélsleða. Tilgangur
JÖKULL 17. ÁR 319