Jökull


Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 78

Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 78
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Haustið 1971 voru lengdarbreytingar mæld- ar á 48 stöðum. Jökuljaðar hafði gengið fram á 9 stöðum, haldizt óbreyttur á öðrum 9 stöð- um, en hopað á 30 stöðum. Heildarniðurstaðan er ámóta og undanfarin ár, enn halda jökl- arnir áfram að hopa. Tungnaárjökull hjá Jökulheimum dregur að sér athyglina, enn sem fyrr. Nú hefur hann stytzt um 77 metra. Frá því, er mælingar hóf- ust hjá Jökulheimum 1953, liefur hann hopað um 1291 m. Eins og lesendur Jökuls kannast við kom það fram í grein Sigmundar Freysteinssonar um Tungnaárjökul í Jökli 1968, að Tungnaár- jökull hljóp fram á árabilinu 1915—20 og svo aftur 1945, og nú liggur hann óhreyfður, bráðn- ar aðeins og hopar þar með. Hve lengi heldur svo áfram? Snæfellsjökull Síðastliðinn vetur (1970/71) var snjóþungur, einkum á Vesturlandi. Þar snjóaði mikið síðari hluta vetrar. Þrátt fyrir sólríkt sumar eru miklir skaflar óleystir, segir Haraldur Jónsson í Gröf. Hinn 29. sept. 1971 var 28 cm haustsnjór neðst á jöklinum. Kaldalón í bréfi segir Aðalsteinn á Skjaldfönn: „ ... hríðarkast gerði 20. sept., svo að ekkert varð úr mælingu á þessu hausti, fé fennti; upp á fjalli voru allt að 5 m djúpir skaflar. í öðru lagi var geysimikill snjór frá síðasta vetri, sem liuldi allan jökulinn i haust, nema smá skjamba, rétt hæst við Votubjörgin. A síðasta vetri var hér tíð vond, norðanhríðar og oft mikill snjóburður, þó mest í sumarmálahretinu 17.—22. apríl 1971. Þegar það hret birti upp, var hér að norðanverðu í dalnum slétt af brún- um, enda nær hann sér ekki hér megin, þegar hann er mikill út í norðrinu. Eg hef aldrei séð jafnmikið snjódýpi hér upp af bænum, eins og eftir þetta hret. Tel ég, að þar sem skaflinn var dýpstur hér upp af bænum, hafi þykkt hans verið 25—30 metrar. Af þessum snjó var eftir 6—8 metra þykkt lag í haust og dálítið af eldri snjó undir því. Eg tel, að síðasti vetur hafi verið hér með þeim verri, sem komið hafa frá 1940, innistaða á fé varð þó meiri 1951, var 76 JÖKULL 21. ÁR þá 95 dagar, en á síðastliðnum vetri ekki nema 84 dagar.“ Leirufjarðarjökull I bréfi með mælingaskýrslunni segir Sólberg Jónsson m. a.: „Vetrarsnjórinn þakti nálega 95% af yfirborði jökulsins þann 2. sept. Voru skaflar í Leirufirði meiri en nokkru sinni áður á sama tíma og sást hvergi í snjó frá 1969. Skaflar voru í ca. 50 m hæð y. s. I jöklinum sjálfum sást hvergi sprunga og þar, sem áin kemur undan jöklinum, var ekkert port, vetrar- snjórinn sleikti vatnsyfirborðið." Gljúfurárjökull Vignir Sveinsson tekur fram: „Jökull sléttur og lítt sprunginn, æði mikil niðurföll. Fannir minni í fjöllum en á sama tíma í fyrra, enginn nýr snjór á jöklinum.“ Hofsjökull Halldór Olafsson tekur fram, að Nauthaga- jökull hafi breytzt lítið síðan í fyrra haust, jökuljaðar brattur og lónið ámóta nú og þá. Ofarlega á jöklinum ber þó meira á sprungum en i fyrra haust. Vesturjaðar Múlajökuls hefur litið breytzt, en 300 metra inn á jöklinum er jökulísinn að rísa og springa. Þá er heljarmikil sprunga að opnast skammt sunnan við mæl- ingastaðinn. Við suðurjaðar Múlajökuls hafa orðið miklar breytingar frá haustinu 1970. Þrír miklir gúlpar rísa hver upp af öðrum sundur- sprungnir. Raunar hefur allur jökullinn upp af mælingastaðnum risið. Komið er 10 m stál, þar sem gengið var á sléttan jökulinn í fyrra, víða er stálið 15 m. Hlaup jökulsins virðist rétt að hefjast, hann hefur ýtt nýsnævi á und- an sér og svo var að brotna úr honum meðan staldrað var við. Nálega 200 metra langt (NV til SA) og 100 metra breitt jökullón hefur myndazt austan við mælingastaðinn. Þar var allt þurrt í fyrra. Gigjökull Lón er framan við Gígjökulinn og mæling því gerð um hávetur, þegar ís er á lóninu. Aksel Piihl segir í mælingaskýrslunni: „Traust- ur og sléttur ís á lóninu, ísþykkt ekki athuguð. Jökulröndin var óvenju lág og hef ég ekki séð hana lægri áður. Ekki sjáanlegt, að hreyfing hafi verið á jökulröndinni í lengri tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.