Jökull


Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 40

Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 40
III. Snjóflóðakort SIGURJÓN RIST Auk þess að birta snjóflóðaannál Ólafs Jóns- sonar áranna 1958—71, sem hér hefur verið gert, er eitt af meginverkefnum þessarar grein- ar að clraga skýrt fram, hvar aðalsnjóflóðasvæði landsins eru. Lagt hef ég annál Ólafs til grund- vallar, bæði annálinn í Skriðuföllum og snjó- flóðum og framhaldið hér í Jökli, og merkt snjóflóðastaðina á íslandskort. Við notkun kortanna ber að hafa það í huga, að hvorki annállinn né kortin ná til alls þess aragrúa af snjóflóðum, sem falla árlega í óbyggð- um dölum og árgljúfrum. Fjölmörg snjóflóð, sem falla í byggð, komast ekki að heldur á skrá. Grundvallarreglan er þessi: Ætlazt er til, að á kortunum séu sýndir allir þeir snjóflóðastaðir, þar sem manntjón hefur orðið. Að auki eru sýnd snjóflóð, sem valdið hafa tilfinnanlegu eignatjóni, og loks snjóflóð, sem aðeins hafa orsakað vegatafir og annað því um líkt. Það et gert til þess að fá sem gleggsta mynd af snjó- flóðadreifingunni og snjóflóðahættunni í land- inu. Frá síðustu aldamótum eru skráð 326 snjó- flóð. Utilokað er að sýna þau öll á korti ásamt ártali í jafnlitlum mælikvarða og heildaryfir- litskort 20. aldarinnar er. Framhaldsþróun í þessu máli er að sýna þau öll á sérkortum svæð- anna, og þá nákvæma legu þeirra í landslag- inu, en það bíður síðari tíma. Frá fyrri öldum eru sagnir af snjóflóðum, þótt manndauða yllu, iðulega svo óljósar, að staðirnir verða ekki ákvarðaðir á landabréfi. A 19. og 20. öld er staðsetning skýrari, í flestum tilfellum er auðið að setja slysastaðina allná- kvæmlega á vfirlitskort, eða eins og mælikvarði kortanna leyfir. Sé athyglinni beint að snjóflóðakortunum sést, að aðalsnjóflóðasvæðin eru fjögur: 1. Miðnorðurland. 2. Vestfirðir. 3. Austfirðir. 4. Mýrdalur. Þar að auki verða einstakir staðir víðs vegar út um land fyrir barðinu á snjóflóðum. Snjóflóð greinast í nokkra flokka. Sama teg- 38 JÖKULL 21. ÁR undin fellur á sama stað æ ofan í æ, en l'remur er fátítt, að tvær eða fleiri tegundir snjóflóða falli á sama stað. A yfirlitskortunum hvarf ég frá því ráði að greina snjóflóðin eftir tegund- um, sökum þess hve lýsingarnar eru sundur- leitar. Fjölmörgum snjóflóðum er að vísu svo vel lýst, að það fer ekki á milli mála, hvaða tegund hefur verið á ferð, en heildarmyndin yrði engu að síður æði gloppótt. A sérkortum hinna einstöku snjóflóðasvæða er ástæða til að greina hlaupin i flokka og tegundir, svo langt sem komizt verður. Ártöl snjóflóðanna standa á öllum kortunum, að auki er mánuðurinn skilgreindur á síðasta kortinu þannig: / fyrir janúar, F fyrir febrúar o. s. frv. Með sæmilegri vissu reyndist kleift að skipta snjóflóðum 20. aldarinnar í þurr og vot, auðkennd með Þ og V. Snjóflóðakort 19. og 20. aldarinnar sýna, að mannskæðust eru þurru snjóflóðin. Stærstu og geigvænlegustu snjóflóðin eru venjulegast til orðin á þann hátt, að snjóhengja í fjallsbrún brestur og setur af stað snjódyngju, kófhlaup, eða og jafnvel einnig samtímis snjóbreiðu af nýjum nokkuð vindbörðum snjó, flekahlaup. Snjóbreiðan (snjóflekinn) hvílir á gljáfægðu hjarni og hefur lítið viðnám. Flekahlaup eru mjög algeng hér á landi. Það er ekki nauðsyn- legt, að snjóhengja falli til að koma þeim af stað. Venjulega þarf ekki nema einhverja smá- muni til að setja snjóflekann á hreyfingu. Spenna í efsta vindbarða snjólaginu vegna sigs snævarins getur orðið það mikil, að fönnin springi, þar sem teygjan er mest. Sé um út- hverfa brekku að ræða springur fönnin skammt fyrir neðan brúnina, eða þar sem brekkan er orðin æði brött og dýpi nýsnævarins töluvert. Snjór eða regn, sem íellur ofan á snjóbreið- una, getur sprengt fram flekann, ennfremur sólbráð, hljóð og síðast en ekki sízt göngu- eða skíðaslóð, t. d. neðst í brekkunni, sem veldur þjöppun og sigi og slítur þannig undirstöðuna, þ. e. a. s. burðarviðnámið, frá meginflekanum. Flekinn eða flekarnir springa svo fram ofar. Brotlínan er breið og skörp eins og þverstífður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.