Jökull


Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 38

Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 38
húsfreyjuna, sem hafði alveg færzt í kaf. Tók það ekki langan tíma en hún kenndi meiðsla í brjósti og var flutt á sjúkrahús. Ekki munu þó meiðsl hennar hafa reynzt alvarleg. Miklar skemmdir urðu á húsinu og þó eink- um á innanstokksmunum. Til marks um afl hlaupsins er, að það reif upp með rótum fimm metra hátt grenitré er stóð sunnan undir hús- inu, og fannst það niðri á næstu lóð. Snjóflóð þetta olli einnig nokkrum skemmd- um á kirkjugarðinum og braut niður áhalda- hús í suðvesturhorni garðsins. Snjóflóð þetta kom úr fjallinu upp af miðj- um bænum. í þau 26 ár, sem Kjartan hafði búið þarna, hafði snjóflóð aldrei komið nærri húsinu. (Nr. 318.) Aðfaranótt mánudagsins 15. febrúar féll svo snjóflóð sunnar í fjallinu, niður yfir fjárhúsa- hverfi bæjarins, braut það niður þrjú hús og drápust þar 75 kindur. Þriðja snjóflóðið féll svo á mánudagsmorgun- inn 15. febrúar á Hvanneyrarströnd, braut þar niður eitt fjárhús og drap ellefu kindur. Enn- fremur tók það sumarbústað, færði hann niður í fjöru og stórskemmdi. (Nr. 320. Snjóflóð hjá Munaðarnesi við Ingólfs- fjörð. Eleimild: Morgunblaðið 24. marz 1971.) Um kl. 9 árdegis mánudaginn 22. marz féll mikið snjóflóð úr fjallinu fyrir ofan býlið Mun- aðarnes við Ingólfsfjörð. Það var meira en kíló- meter á breidd, braut og tók með sér átta síma- staura og stóran hluta af túngirðingunni og bar á sjó fram, skemmdi geymsluhús utarlega á tún- inu og jeppa. Flóðið nam staðar skammt frá íbúðarhúsinu. Um nóttina liafði kyngt niður miklum snjó ofan á harðfenni. (Nr. 321. Snjóflóð á Skipadal, Hrafnseyrarheiði. Heimild: Morgunblaðið 23. og 24. marz 1971.) Um hádegisbil mánudaginn 22. marz fóru þeir Sigurður Þórðarson, 30 ára bóndi, Auð- kúlu, Arnarfirði, og Jón Elfars Valdimarsson, 15 ára piltur frá Blönduósi, frá Auðkúlu og ætluðu til Þingeyrar við Dýrafjörð. Var svo um talað, að þeir létu vita, er þeir kæmu í sælu- liúsið á heiðinni. Er ekkert heyrðist frá þeim Sigurði á tilsett- um tíma, var leit hafin bæði frá Auðkúlu og Þingeyri. Þeir félagar höfðu ekið á bíl að svo- nefndri Geldingadalsá, en er komið var upp á Skipadal, um klukkustundar gang frá bílnum, hafði snjóflóð mikið fallið þar úr norðurhlíð dalsins og þar þraut slóð þeirra. Var þá safnað liði og leitað í flóðinu og fundust lík þeirra Sigurðar og Jóns á þriðjudagsnóttina eftir mikla leit neðarlega í dalnum, alllangt frá vegi. Voru um tveir metrar niður á lík Jóns Elfars, en lík Sigurðar á fjögurra metra dýpi. Viðauki frá S. Rist. Skipadalur er örstuttur, fláandi dalur með sléttar og brattar urðarskriður. Hann gengur vestnorðvestur í fjöllin út frá Hrafnsevrardal. Þjóðbrautin, Vestfjarðavegur, liggur um Skipa- dal í miklum sveig. Skafrenningur úr norðlæg- um áttum safnar snjó í norðurkinnina. Brekka norðurkinnarinnar nyrzt og austast er úthverf. Snjóflóðið 22. marz var flekahlaup. Dagana 5.-8. marz var asahláka og rigning við Arnar- fjörð. Næstu daga þar á eftir aðgerðalítil veð- ur, en síðan frosthörkur og stöku él fram að 20. Rifahjarn á fjöllum. Síðla dags h. 20. tók að snjóa. Kyngdi þá niður miklum snjó á harð- fennið. Kóf mikið var af austri og norðaustri síðari hluta dags h. 21., en veður gekk niður að morgni 22. og þá tók að draga úr frosti. Ingólfur Guðmundsson, Mjólkárvirkjun, sendi mér skýrslu um hlaupið. Hann segir m. a.: „ .. . Það var norðurkinn Skipadals, sem hljóp. Brotlína var upp við kinnarenda að norð- an og lá svo í sveig vestur neðan brúnar um 300 m á breidd. Brotið var þverstífður stallur um 1 i/g—2 m á hæð. Lengd hlaupsins 600 m. Það hefur sennilega byrjað að renna undan fótum þeirra Sigurðar og Jóns, því að slóð þeirra var rakin, þar til hún hvarf undir snjó- flóðið, rétt við veginn. Hundur hafði fylgt þeim að heiman. Hann var við jeppann, er Hreinn Þórðarson, bróðir Sigurðar, kom þar að. Sáust för eftir hundinn, þar sem hann hafði komizt úr hlaupinu, en honum hefur tekizt að halda sig ofan á því, og voru förin fyrir miðju hlaupinu nálægt 50—60 metrum fyrir neðan veg, skammt frá þeim stað, er menn- irnir fundust síðar. Leitin. Hreinn kom fyrstur á slysstaðinn eða 36 JÖKULL 21. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.