Jökull


Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 71

Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 71
— Um kvöldið fórum við allir niður í íshellana í Grímsfjalli, sem voru sæmilega opnir. Var dvalizt þar um hríð, m. a. við myndatöku og skoðun á íslögum. Víða er bláminn þar ævin- týralegur, þar sem dagsbirtan nær að skína í gegnum rifur við opin, en neðra er niðarnyrkur. 4. júní, miðvikudagur. Hvílzt var í skálanum á Grímsfjalli til kl. 11:30, en þá hafin matar- gerð, borðað og tekið til í skálanum. Síðan gengið frá honum til brottfarar. Nú var hins vegar komin blindþoka, útsýni hreint ekki neitt, þótt birtan væri mikil. Við lögðum af stað frá Grímsfjallaskála kl. 15. Var ekið mjög hægt að Vestari Svíahnúk, um þriggja km leið. Yfir þetta varhugaverða sprungusvæði gekk maður á undan bílnum. Eftir tveggja tíma akst- ur var komið að Svíahnúk vestari. Var öku- hraðinn þannig 1,5 km/klst. Útsýni var ennþá ekkert, þoka og rigningarsuddi. Var nú tekin áttavitastefna að snjóvörðunni, sem við hlóð- um á uppleið utan í Háubungu, þar sem ákveð- ið var að grafa síðustu snjógryfju ferðarinnar. Var komið þangað kl. 21, borðað, og síðan strax byrjað að grafa gryfjuna, og unnið við það fram eftir nóttu. 5. júni, fimmtudagur. Enn var verið að grafa snjógryfjuna utan í Háubungu, þegar sást til ferða Jökuls II í þokunni um kl. 02. Urðu fagnaðarfundir miklir, þegar Bárðarbungu- menn óku í hlað. Vinnu var þó haldið áfram við gröft, borun og sýna-söfnun að venju, og loks kl. 06 var lagt af stað í samfloti áleiðis til jökulrandar, en þangað var komið kl. 10:30. Gekk vel að aka niður af jökli. Voru sleðar skildir eftir í bili inni við jökul, en snjóbílun- um ekið til Jökulheima og nokkru af farangri í Rauð og á bíl Magnúsar Eyjólfssonar. Var komið að Jökulheimum kl. 11:45 og þegið kaffi hjá Pétri Sumarliðasyni, veðurathugunarmanni. Síðan var farið aðra ferð upp að jökli, á meðan kokkar Bárðarbungu- og Suðurjökla-manna sáu um matseld úr afgöngum frá báðum leiðang- urshópunum. Var gerður sæmilegur rómur að réttum þeim, sem voru á borð bornir um kl. 15—16:30. Var þetta sagður margréttaður mat- ur: kjötréttir eftir vali, baunir, gulrætur, súpa og kaffi með tilheyrandi viðbiti í nýja skála í Jökulheimum. Að máltíð lokinni var lagzt til svefns, og sofið til kl. 21:30. Var þá unnið við að taka farangurinn úr snjóbílunum, og síðan drukkið kvöldkaffi. Nú var komin suddarign- ing, kyrrt veður, en útsýni lítið. Þó sá til jökuls, og var greinilega sama veður þar líka. Um kl. 01 var aftur lagzt til svefns í Jökulheimum. 6. júni, föstudagur. Að morgni var búist til heimferðar frá Jökulheimum og ekið til Reykja- víkur, með hefðbundinni dvöl við pylsubarinn á Selfossi. Var þar með lokið árangursríkri og ánægjulegri sumarferð Jöklarannsóknafélags ís- lands á Bárðarbungu og suðurjökla árið 1969. JÖKULL 21. ÁR 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.