Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 66
Mynd 2. Á leið úr Hermannaskarði til Öræfa jökuls. Þuríðartindur t. h., Esjufjöll í baksýn
Fig. 2. On the way to Örœfajökull. Thurídartindur to the riglit, Esjufjöll in the background.
Photo: Hjálmar R. Bárdarson May 27, 1969.
á áttavita og mældi lengdina á slóðinni með
jöfnu millibili til að staðsetja hana á kort.
Þegar komið var suður undir Hermannaskarð
var beygt nokkuð í vestur frá stefnunni á
Þuríðartind, og ekið niður í skarðið. Sleðar
voru skildir eftir í brekkunni upp úr Her-
mannaskarði, til að létta á bílunum, áður en
jökullinn tók að hækka að ráði suður á við,
upp á Jökulbak og Öræfajökul, sem er hækkun
úr 1350 m í yfir 2000 m. Vegna fyrirhugaðrar
lengri dvalar okkar á Gosa á Öræfajökli urð-
um við enn síðbúnari, því að við þurftum að
taka mikinn farangur úr sleðanum og setja inn
í Gosa. Að því búnu var ekið áfram upp yfir
Jökulbak (1922 m), niður í Tjaldskarð (1844
m) og þaðan upp á Snæbreið (2041 m) í Öræfa-
jökli, en þar blasti hæsti tindur landsins,
Hvannadalshnúkur, við okkur í suðaustri í um
tveggja kílómetra fjarlægð. Veður var enn hið
fegursta, glaða sólskin, þótt liðið væri á dag.
Var staðnæmzt augnablik á hábungu Snæbreið-
ar, en þar höfðu hinir tveir snjóbílarnir beðið
komu okkar á Gosa, en síðan renndu þeir sér
léttilega niður að rótum Hvannadalshnúks.
Þegar við komum þangað um kl. 23, höfðu
allir úr hinum tveimur snjóbílunum lagt af stað
upp á Hvannadalshnúk. Litlu síðar voru farar-
stjóri Gosa og ljósmyndarinn líka ferðbúnir
64 JÖKULL 21. ÁR
með talstöðvarbúnað og myndavélar. Var geng-
ið á mannbroddum vegna mikillar ísingar á
leiðinni upp. Veður var ennþá dásamlega
fagurt. Síðustu geislar kvöldsólarinnar roðuðu
hátind Hvannadalshnúks, en neðra hafði kvöld-
húmið blálitað ísbreiður gígskálar Öræfajök-
uls. Skýjabakkar huldu „láglendið“ fyrir neðan
1000 metra hæð, en norður yfir breiður Vatna-
jökuls var ennþá bjart og skyggni ágætt allt til
Kverkfjalla. Þegar við Gosa-menn komum á há-
tindinn eftir nokkrar tafir við ljósmyndun,
voru áhafnir hinna snjóbílanna þegar lagðar
af stað niður aftur. Kvöddumst við þar á
Hvannadalshnúk í þetta sinn, því að þeir höfðu
ákveðið að nota þetta góða veður til að komast
til baka aftur norður á meginjökulinn. Þótt
köld væri miðnæturgolan i 2119 metra hæð var
erfitt að slíta sig frá þessu stórbrotna útsýni,
og varð dvölin þar á hátindinum um li/2 klst.
Lögðum við út 50 metra loftnet, og átti Carl
viðtal við Reykjavík með lítilli transistortal-
stöð, sem hann hafði haft með upp. Komum
við aftur niður að réttum Hvannadalshntiks um
kl. 04. Var slegið upp tjaldi þar, og vorum við
ekki lengi að festa svefn, enda orðnir svefn-
þurfi, eftir langan vinnudag og vinnunótt í
Grímsvötnum og síðan akstur án svefns að
Hvannadalshnúk.