Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 64
Magnúsar Eyjólfssonar og Gunnars Guðmunds-
sonar. Bílalestin öll hélt að mestu hópinn sem
leið liggur austur fyrir fjall. Að fornum sið
var höfð nokkur viðdvöl við pylsubarinn á
Selfossi, og síðan keypt þar mjólk til leiðang-
ursins, áður en ekið var áfram austur.
Nú var í fyrsta sinn á leið á Vatnajökul ekin
nýja brúin á Tungnaá, þannig að Hófsvað
varð ekki farartálmi að þessu sinni. Ekki er það
fráleit tilhugsun, að sumir kunni að sakna akst-
ursins yfir Hófsvað, sem var sjálfsagt upphaf
allra Vatnjökulsferða hin síðari ár. Þegar lengra
kom inn eftir, meðfram Þórisvatni, tók færð að
þyngjast nokkuð vegna snjóskafla í lægðum,
einkanlega fyrir stóru flutningabílana með
snjóbílana á palli, og dreifðist því bílalestin
nokkuð. Fyrstir komu jepparnir til Jökulheima
um kl. 17.30, en Rati kom um kl. 22, enda
hafði þurft að gera við vél hans á leiðinni.
Vélin var nýsett í bílinn og hafði ekki verið
reynd fyrr en á þessari leið.
Kjötsúpa var soðin i Jökulheimum og henni
gerð góð skil af leiðangursmönnum, áður en
hafin var viðgerð og aðalskoðun á snjóbíl fé-
lagsins, Jökli II, sem að venju hafði liaft vetur-
setu í snjóbílageymslunni í Jökulheimum. Var
Jökull II strax settur í gang, ekið út úr skýlinu
og á mettíma skiptu þaulvanir bifreiðasérfræð-
ingar félagsins um tanndrifhjól á hægra belti,
auk annarra „smá“-viðgerða að þeirra dómi. —
Að því búnu var lagt af stað á jeppum til að
leita að leið upp að jökulrönd. Reyndist bezta
leiðin vera allnokkru ofar en fram til þessa.
Var síðan strax lagt af stað með snjóbílana og
sleðana upp á jökulrönd, til undirbúnings brott-
farar snemma á sunnudagsmorgni. Var þessum
flutningum að mestu lokið um kl. 1:30 eftir
miðnætti og þá gengið til náða í Jökulheimum.
25. maí, hvításunnudagur. Kl. 08:30 var skrið-
ið úr svefnpokunum í Jökulheimum, matast,
gengið frá farangri og Jökli II ekið upp að
jökulrönd á vörubíl Vegagerðarinnar. Farið var
á snjóbrú við jökulrönd yfir upptakakvísl
Tungnaár, en nokkurn tíma tók að koma far-
angri fyrir á sleðunum, sem tengdir voru aftan
í snjóbílana .Eyrstur var Guðmundur Jónasson
ferðbúinn og lagði af stað á Gusa upp frá
jökulrönd um kl. 13:30. Bílar Jöklarannsókna-
félagsins, Gosi og Jökull II, svo og 2 snjóbílar
Flugbjörgunarsveitarinnar og Naggur urðu síð-
62 JÖKULL 21. ÁR
búnari, — Iögðu af stað um kl. 14. Veður var
hið bezta. Skýjað loft, en sólarglæta á milli.
Fyrst var leiðin krókótt, þar sem sneiða þurfti
hjá ójöfnum og vatnselg, en fljótlega batnaði
færðin, þegar ofar dró, og var þá tekin stefna
beint á Grímsfjall. Kl. 21:15 var komið að þeim
stað, þar sem borhola I var boruð árið 1968.
Þessi staður er utan í vesturhlíð Háubungu, í
1425 metra liæð og 29 km leið frá jökulrönd
í áttina að Grímsfjalli. Þarna var nii hlaðin
snjóvarða, og Carl siglingafræðingur aðstoðaði
áhöfnina á Jökli II við að taka stefnuna á
Bárðarbungu. Kl. 22:15 skildu leiðir. Leiðang-
ur Jöklarannsóknafélagsins á Bárðarbungu hélt
undir stjórn Páls Theodórssonar svo til í há-
norður, en snjóbílarnir Gusi, Gosi og Naggur
áfram í áttina til Grímsfjalla. Snjóbílar Flug-
björgunarsveitarinnar höfðu dregizt aftur úr,
þegar hér var komið sögu. Veður tók nú að
versna, kom brátt hríð og slydduél og síðan
skafrenningur, sem lokaði öllu útsýni. Varð
Guðmundur Jónasson á Gusa viðskila við Gosa
og Nagg, sem héldu saman í hríðinni, og héldu
stefnu eftir áttavita. Viðtækið í talstöð Gusa
hafði bilað, svo að Guðmundur Jónasson varð
að senda út „blint“. Sagðist hann bíða í blind-
byl, en vissi ekki nákvæmlega hvar. Var þó
kominn yfir hrygginn við Háubungu. Carl Ei-
ríksson miðaði Gusa með transistortæki, og var
síðan breytt um stefnu í áttina til hans, farið
norðar, enda hliðarhalli farinn að gefa til
kynna að komið væri í námunda við Grímsfjall.
Var ekið mjög hægt og gengu tveir menn á
undan í bandi fyrir framan Gosa. Loks var
komið í slóð Gusa, en skafið hafði í hana, svo
að liún var orðin óskýr. Síðar varð hún greini-
legri, en hlykkjótt mjög. Loks sást svört rnó-
bergsþúst upp úr snjónum. Reyndist þar vera
Saltarinn, ekki langt frá skálanum á Gríms-
f jalli, og var nú ekið rakleitt upp að skálanum.
Þar var þá fyrir 15—20 mínútum kominn Guð-
mundur Jónasson á Gusa, en Gosi kom þangað
kl. 03:30 (að morgni).
26. maí, mánudagur, annar í hvitasunnu.
Áhöfn Gusa hafði þegar mokað snjógöng inn
að dyruin og gluggum Grímsfjallaskála. Við
komuna að skálanum var ennþá hríðarbylur og
allhvasst, skafrenningur, útsýni aðeins fáir
metrar, sannkölluð blindhríð. í talstöð fréttist
af Flugbjörgunarsveitar-snjóbílunum tveimur.