Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 64

Jökull - 01.12.1971, Qupperneq 64
Magnúsar Eyjólfssonar og Gunnars Guðmunds- sonar. Bílalestin öll hélt að mestu hópinn sem leið liggur austur fyrir fjall. Að fornum sið var höfð nokkur viðdvöl við pylsubarinn á Selfossi, og síðan keypt þar mjólk til leiðang- ursins, áður en ekið var áfram austur. Nú var í fyrsta sinn á leið á Vatnajökul ekin nýja brúin á Tungnaá, þannig að Hófsvað varð ekki farartálmi að þessu sinni. Ekki er það fráleit tilhugsun, að sumir kunni að sakna akst- ursins yfir Hófsvað, sem var sjálfsagt upphaf allra Vatnjökulsferða hin síðari ár. Þegar lengra kom inn eftir, meðfram Þórisvatni, tók færð að þyngjast nokkuð vegna snjóskafla í lægðum, einkanlega fyrir stóru flutningabílana með snjóbílana á palli, og dreifðist því bílalestin nokkuð. Fyrstir komu jepparnir til Jökulheima um kl. 17.30, en Rati kom um kl. 22, enda hafði þurft að gera við vél hans á leiðinni. Vélin var nýsett í bílinn og hafði ekki verið reynd fyrr en á þessari leið. Kjötsúpa var soðin i Jökulheimum og henni gerð góð skil af leiðangursmönnum, áður en hafin var viðgerð og aðalskoðun á snjóbíl fé- lagsins, Jökli II, sem að venju hafði liaft vetur- setu í snjóbílageymslunni í Jökulheimum. Var Jökull II strax settur í gang, ekið út úr skýlinu og á mettíma skiptu þaulvanir bifreiðasérfræð- ingar félagsins um tanndrifhjól á hægra belti, auk annarra „smá“-viðgerða að þeirra dómi. — Að því búnu var lagt af stað á jeppum til að leita að leið upp að jökulrönd. Reyndist bezta leiðin vera allnokkru ofar en fram til þessa. Var síðan strax lagt af stað með snjóbílana og sleðana upp á jökulrönd, til undirbúnings brott- farar snemma á sunnudagsmorgni. Var þessum flutningum að mestu lokið um kl. 1:30 eftir miðnætti og þá gengið til náða í Jökulheimum. 25. maí, hvításunnudagur. Kl. 08:30 var skrið- ið úr svefnpokunum í Jökulheimum, matast, gengið frá farangri og Jökli II ekið upp að jökulrönd á vörubíl Vegagerðarinnar. Farið var á snjóbrú við jökulrönd yfir upptakakvísl Tungnaár, en nokkurn tíma tók að koma far- angri fyrir á sleðunum, sem tengdir voru aftan í snjóbílana .Eyrstur var Guðmundur Jónasson ferðbúinn og lagði af stað á Gusa upp frá jökulrönd um kl. 13:30. Bílar Jöklarannsókna- félagsins, Gosi og Jökull II, svo og 2 snjóbílar Flugbjörgunarsveitarinnar og Naggur urðu síð- 62 JÖKULL 21. ÁR búnari, — Iögðu af stað um kl. 14. Veður var hið bezta. Skýjað loft, en sólarglæta á milli. Fyrst var leiðin krókótt, þar sem sneiða þurfti hjá ójöfnum og vatnselg, en fljótlega batnaði færðin, þegar ofar dró, og var þá tekin stefna beint á Grímsfjall. Kl. 21:15 var komið að þeim stað, þar sem borhola I var boruð árið 1968. Þessi staður er utan í vesturhlíð Háubungu, í 1425 metra liæð og 29 km leið frá jökulrönd í áttina að Grímsfjalli. Þarna var nii hlaðin snjóvarða, og Carl siglingafræðingur aðstoðaði áhöfnina á Jökli II við að taka stefnuna á Bárðarbungu. Kl. 22:15 skildu leiðir. Leiðang- ur Jöklarannsóknafélagsins á Bárðarbungu hélt undir stjórn Páls Theodórssonar svo til í há- norður, en snjóbílarnir Gusi, Gosi og Naggur áfram í áttina til Grímsfjalla. Snjóbílar Flug- björgunarsveitarinnar höfðu dregizt aftur úr, þegar hér var komið sögu. Veður tók nú að versna, kom brátt hríð og slydduél og síðan skafrenningur, sem lokaði öllu útsýni. Varð Guðmundur Jónasson á Gusa viðskila við Gosa og Nagg, sem héldu saman í hríðinni, og héldu stefnu eftir áttavita. Viðtækið í talstöð Gusa hafði bilað, svo að Guðmundur Jónasson varð að senda út „blint“. Sagðist hann bíða í blind- byl, en vissi ekki nákvæmlega hvar. Var þó kominn yfir hrygginn við Háubungu. Carl Ei- ríksson miðaði Gusa með transistortæki, og var síðan breytt um stefnu í áttina til hans, farið norðar, enda hliðarhalli farinn að gefa til kynna að komið væri í námunda við Grímsfjall. Var ekið mjög hægt og gengu tveir menn á undan í bandi fyrir framan Gosa. Loks var komið í slóð Gusa, en skafið hafði í hana, svo að liún var orðin óskýr. Síðar varð hún greini- legri, en hlykkjótt mjög. Loks sást svört rnó- bergsþúst upp úr snjónum. Reyndist þar vera Saltarinn, ekki langt frá skálanum á Gríms- f jalli, og var nú ekið rakleitt upp að skálanum. Þar var þá fyrir 15—20 mínútum kominn Guð- mundur Jónasson á Gusa, en Gosi kom þangað kl. 03:30 (að morgni). 26. maí, mánudagur, annar í hvitasunnu. Áhöfn Gusa hafði þegar mokað snjógöng inn að dyruin og gluggum Grímsfjallaskála. Við komuna að skálanum var ennþá hríðarbylur og allhvasst, skafrenningur, útsýni aðeins fáir metrar, sannkölluð blindhríð. í talstöð fréttist af Flugbjörgunarsveitar-snjóbílunum tveimur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.