Jökull


Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 67

Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 67
28. maí, miðvikudagur. Kl. 12 á hádegi vakti sólin okkur 5, áhöfn Gosa, sem nú vorum einir eftir undir rótum Hvannadalshnúks. Hinir snjó- bílarnir, Gusi og Naggur, höfðu haldið til baka s.l. nótt og tjaldað norðan við klettadranginn Þumal i randfjöllum Vatnajökuls, ofan við Morsárdal. — Já, þegar við vöknuðum var enn komið glaða sólskin. í baksýn við tjaldstað okk- ar var Hvannadalshnúkur hreinn, en neðan við 1000 til 1500 m hæð voru skýjabólstrar, llkt og mikið og úfið haf yfir að líta. Þessi skjanna- birta freistaði ljósmyndarans meira en að hann gæti staðizt, og hann lagði því aftur upp á Hvannadalshnúk með myndavélakassa á bak- inu, rneðan tjald var fellt og Gosa ekið til baka um 2 km leið upp á Snæbreið (2041 m), en þar skyldi grafa næstu snjógryfju, en þangað gekk ljósmyndarinn síðan að myndatöku á Hvannadalshnúk lokinni. Snjógryfja var grafin 2x4 metrar að flatarmáli efst, en síðan stall af stalli niður fyrstu 5 metrana. Síðan var út- búinn strigapoki og snjórinn dreginn með handafli upp úr gryfjunni. Var snjógryfja þessi orðin hið mesta mannvirki áður en lauk, enda unnið stanzlaust við snjómokstur til kl. 06 (að morgni 29. maí). 29. maí, fimrnudagur. Þoka var á um nóttina, en við sólarupprás rofaði nokkuð til efra, þótt ennþá væri skýjaþykkni yfir lágsveitum. Þrátt fyrir sólbjartan dag voru menn orðnir slæptir af vinnu, og var því farið að sofa um kl. 06:30. Aftur var skriðið úr svefnpokunum í tjaldinu á Snæbreið á Öræfajökli kl. 12. Veður var enrt- þá bjart, og nú sást lítið eitt niður á láglendið um tíma, en fljótlega huldu þó lágský útsýnið neðra. Hins vegar var áfrarn bjart inn yfir Vatnajökúl, yfir Breiðamerkurjökul til Esju- fjalla og yfir Skaftafellsjökulsvæðið. Unnið var allan daginn sleitulaust við handborun niður úr botni gryfjunnar, og var komizt niður í 13,2 metra dýpi frá yfirborði efstu bungu Snæbreið- ar. Voru síðan tekin sýni úr allri dýpt snjó- gryfjunnar og úr borkjarnanum, skráð íslög og mæld og sýni sett í plastdósir. — Þegar þessum áfanga var náð, var eldaður rnikill matur og borðað í blæjalogni utan tjalds í sólskini. Að máltíð lokinni var tekinn saman farangur og um kl. 17:30 var ekið af stað frá tjaldstað okk- ar og djúpu borholunni á Öræfajökli. Þegar lagt var af stað var komin þoka yfir jökulinn, en við fylgdum slóðinni frá för okkar upp á Öræfajökul. Var ekið niður í Tjaldskarð, yfir Jökulbak og niður í Hermannaskarð, þar sem sleði okkar var geymdur. Var nú sett mikið af farangrinum aftur á sleðann, og ekið síðan með hann í eftirdragi upp úr Hermannaskarði, að næsta borstað, sem var um 6 km norðar. Var komið þangað kl. 22:30 og strax tjaldað og byrjað að grafa gryfjuna. Var hún líka 2x4 metrar að fleti efst. Var grafið niður á 3 metra dýpi um kvöldið og fram til kl. 01:30 að nóttu, Mynd 3. Áhöfn Gosa matast á Snæ- breið í 2041 m hæð. Ljós- myndarinn og Hvannadals- hnúkur sjást í spegli bílsins. Fig. 3. A snack on Snœbreidur, 2041 m a. s. I. The photographer and the peak Hvannadals- hnúkur are seen in the mirror. Photo: Hjálmar R. Bárdarson May 29, 1969. JÖKULL 21. ÁR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.