Jökull


Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 27

Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 27
II. Snjóflóðaannáll 1958—1971 ÓLAFUR JÓNSSON GREINARGERÐ Annáll þessi, sem hér er skráður, er fram- hald eða viðbót við rit mitt, Skriðuföll og snjó- flóð, en sá annáll var aðeins til ársins 1957. Engum er ljósara en mér, að sá annáll er engan veginn tæmandi og er gerð grein fyrir því í ritinu. Þótt nú sé aðeins liðinn röskur einn ára- tugur síðan umrætt rit kom út, þá hefur safn- azt fyrir allmikið efni um þau fyrirbæri, sem það fjallar um, og ekki er þess að vænta, að þetta annálsbrot, sem hér verður skráð, sé tæm- andi, því frásagnir um mörg þessi fyrirbæri kom- ast aldrei á blað, en auk þess eru heimildir þær, sem kanna þarf, orðnar svo margar og fyrirferðarmiklar, að ógerlegt má heita að kanna þær allar til hlítar. Við rannsókn mína á þessu efni hef ég fylgt þeirri aðferð að leggja frásagnir Veðráttunnar um fyrirbærin til grundvallar. Skráning Veður- stofunnar á þessum fyrirbærum er þó engan veginn tæmandi og auk þess mjög fáorð. Eg hef því orðið að leita annarra gagna til upp- fyllingar og koma þá dagblöðin helzt til greina. Þau eru þó bæði það mörg og fyrirferðarmikil að ógerlegt má heita að þaulkanna þau öll. Eg hef því orðið að láta mér nægja að kanna eitt þeirra, Morgunblaðið, og hafa hin til hliðsjón- ar, eftir því sem ástæða gafst til. Ekki dreg ég í efa, að mér hefur sézt yfir eitthvað á þennan hátt, en ég ætla þó, að allt það markverðasta hafi skilað sér. Nokkuð getur það orkað tvímælis, hvað eigi að taka með og hverju að sleppa, þegar ritað er um svona atburði. Eg hef einkum gert mér far um að greina frá við hverjar aðstæður og með hvaða hætti atburðirnir hafa orðið, svo og liverju tjóni þeir ollu eða hvaða háski mönnum, búfé eða mannvirkjum stafaði af þeim. Augljóst er, að eigi skráning þessi að vera nokkuð tæmandi og koma að verulegum not- um, verður hún að framkvæmast skipulega og af nægilega mörgum athugunarmönnum, er dreifðir eru um landið og fyrst og fremst þar, sem fyrirbærin verða tíðast, og tilgreina eftir ákveðnum reglum það, sem mestu varðar að vita í sambandi við þau. Nú eru þessi fyrirbæri svo nátengd veðurfari, að eðlilegt virðist, að Veðurstofan hafi þetta verkefni með höndurn og hafi sína athugunarmenn, er gæfu henni skýrslu um atburðina eftir ákveðnum reglum, staðsetta á hagkvæmum stöðum utan hinna föstu veðurathugunarstöðva. Hitt er allt of handahófskennt og ónákvæmt að láta venjulega fjölmiðla um þetta, svo sem nú tíðkast. 1958 (Nr. 245. Snjóflóð i Hvalfirði 13. janúar. Heim- ild: Örn Pétursson, bifreiðarstjóri, Akureyri.) Aðfaranótt 13. janúar voru vörubifreiðir frá Akureyri staddar í Hvalfirði á suðurleið í verstu færð og slydduhríð. Höfðu þær tveggja tíma viðdvöl á Miðsandi, en þá tók veðrið heldur að lægja, svo afráðið var að halda áfram. Þegar kom x lægðina innan við Staupastein, var þar nýfallið snjóflóð. Hafði það fallið á tveim stöð- um yfir veginn og lokað honum gersamlega. Auk þess höfðu smáskriður hlaupið þar á nokkr- um stöðum niður fjallshlíðina. Náðu sumar niður undir veg en aðrar skemur. Bílstjórun- um tókst að ryðja slóð gegnum hlaupið. Þetta mun hafa verið um klukkan 12—1 um nóttina, er þeir komu þarna. Þetta hafa sennilega verið vot lausasnjóðflóð. Bleytuhríð gert ofan á lausa- snjó. (Nr. 246. Snjóflóð d Öxnadalsheiði. Heimild: Örn Pétursson.) Þriðjudaginn 28. janúar var Örn Pétursson, bifreiðarstjóri á Akureyri, staddur á Öxnadals- heiði á norðurleið. Kom hann þá að nýlega föllnu snjóflóði í Giljareitnum. Hafði það hlaupið niður gilið næst austan við Dagdvelj- una, sem er vestasta giiið í reitnum. Flóðið hafði hrúgazt upp á veginn og var þar 3—4 mannhæðir á þykkt, en um 50 m breitt. Veður var ágætt, hægviðri og þíða, en daginn áður, JÖKULL 21. ÁR 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.