Jökull - 01.12.1971, Blaðsíða 69
Myncl 5. Útsýni til suðurs frá borliolu V. 16, sem var 15 km SA af Grímsfjalli. Þumall og
randfjöllin sjást.
Fig. 5. view to south from borehole V. 16, about 15 km SE of Grimsfjall.
Photo: Hjálmar R. Bárdarson June 2, 1969.
að koma undan jöklinum í framhaldi af hrygg
Esjuíjalla. Hafði Sigurður Þórarinsson beðið
leiðangurinn að reyna að ná í grjót-sýni úr
þessu jökulskeri til rannsóknar. Þrátt fyrir tölu-
verða leit fannst þetta jökulsker ekki í þok-
unni, en við töldum okkur hafa séð það sem
svartan blett frá Oræfajökli. Er ekki ósenni-
legt, að það sé betur sýnilegt sunnan frá en
norðan, þar sem jökullinn liggur upp að því.
Að lokum var svo ekið að næsta borstað, V. 15,
ca. 10 km N frá Esjufjöllum. Byrjað var að
grafa þar snjógryfjuna um kl. 16, en aðalmatur
dagsins var snæddur um kl. 18:30. Að máltíð
lokinni var haldið áfram greftri og síðan bor-
un með handbornum, mæling og skráning ís-
kjarna, vigtun og söfnun í plastkrúsir. Samtímis
vann ljósmyndarinn við makroljósmyndun af
kristöllum í ískjörnum í mismunandi dýpt úr
jöklinum. Einnig var makromyndað nýsnævi á
jökulfletinum, svo og einstakir snjókristallar.
Frost var nú orðið — 5,2° C, og um 2 cm þykkt
laust lag af nýsnævi þakti jökulhjarnið. Vinnu
við mælingar og söfnun sýna var lokið urn kl.
01:30. Var þá tekinn saman farangur, drukkið
kaffi, sett benzín úr tunnu á tanka Gosa, og kl.
03 var lagt af stað aftur í átt til gömlu slóðar-
innar að Grímsfjalli, en við þá slóð var ákveðið
að grafa næstu holu, V. 16. — Veður var nú
orðið bjart yfir mestum liluta jökuls, kyrrt veð-
ur og frost.
2. júní, mánudagur. Þessi næturakstur var
einhver sá eftirminnilegasti, sem um getur. Kl.
03:30 kom rauðglóandi sólarkringlan upp fyrir
hjarn jökulbungunnar. Frostið hafði hert ís-
kristalla nýsnævisins á jökulhjarninu, og sólar-
geislarnir glitruðu í þúsundum þeirra á lágum
jökulþúfunum, og allar ójöfnur jökulsins vörp-
uðu löngum skuggum eftir lijarninu. Þessar
þúsundir glitrandi iskristalla líktust mest þeirri
tilfinningu, að flogið væri í rökkri yfir upplýsta
stórborg. Við skiptumst á að sitja uppi á þaki
Gosa og njóta þessa ævintýralega fyrirbæris,
meðan ekið var býsna greitt beinustu leið að
slóðinni að Grímsfjalli. Kl. 06 var komið að
slóðinni og ekið lítið eitt eftir henni að næsta
holu-stað, V. 16, ca. 15 km í loftlínu frá Svía-
hnúk eystri. Bjart var nú orðið og sást vel til
skála Jöklarannsóknafélagsins þar á hnúknum.
Útsýni var líka fagurt til Hvannadalshnúks,
JÖKULL 21. ÁR 67