Jökull


Jökull - 01.12.1971, Síða 69

Jökull - 01.12.1971, Síða 69
Myncl 5. Útsýni til suðurs frá borliolu V. 16, sem var 15 km SA af Grímsfjalli. Þumall og randfjöllin sjást. Fig. 5. view to south from borehole V. 16, about 15 km SE of Grimsfjall. Photo: Hjálmar R. Bárdarson June 2, 1969. að koma undan jöklinum í framhaldi af hrygg Esjuíjalla. Hafði Sigurður Þórarinsson beðið leiðangurinn að reyna að ná í grjót-sýni úr þessu jökulskeri til rannsóknar. Þrátt fyrir tölu- verða leit fannst þetta jökulsker ekki í þok- unni, en við töldum okkur hafa séð það sem svartan blett frá Oræfajökli. Er ekki ósenni- legt, að það sé betur sýnilegt sunnan frá en norðan, þar sem jökullinn liggur upp að því. Að lokum var svo ekið að næsta borstað, V. 15, ca. 10 km N frá Esjufjöllum. Byrjað var að grafa þar snjógryfjuna um kl. 16, en aðalmatur dagsins var snæddur um kl. 18:30. Að máltíð lokinni var haldið áfram greftri og síðan bor- un með handbornum, mæling og skráning ís- kjarna, vigtun og söfnun í plastkrúsir. Samtímis vann ljósmyndarinn við makroljósmyndun af kristöllum í ískjörnum í mismunandi dýpt úr jöklinum. Einnig var makromyndað nýsnævi á jökulfletinum, svo og einstakir snjókristallar. Frost var nú orðið — 5,2° C, og um 2 cm þykkt laust lag af nýsnævi þakti jökulhjarnið. Vinnu við mælingar og söfnun sýna var lokið urn kl. 01:30. Var þá tekinn saman farangur, drukkið kaffi, sett benzín úr tunnu á tanka Gosa, og kl. 03 var lagt af stað aftur í átt til gömlu slóðar- innar að Grímsfjalli, en við þá slóð var ákveðið að grafa næstu holu, V. 16. — Veður var nú orðið bjart yfir mestum liluta jökuls, kyrrt veð- ur og frost. 2. júní, mánudagur. Þessi næturakstur var einhver sá eftirminnilegasti, sem um getur. Kl. 03:30 kom rauðglóandi sólarkringlan upp fyrir hjarn jökulbungunnar. Frostið hafði hert ís- kristalla nýsnævisins á jökulhjarninu, og sólar- geislarnir glitruðu í þúsundum þeirra á lágum jökulþúfunum, og allar ójöfnur jökulsins vörp- uðu löngum skuggum eftir lijarninu. Þessar þúsundir glitrandi iskristalla líktust mest þeirri tilfinningu, að flogið væri í rökkri yfir upplýsta stórborg. Við skiptumst á að sitja uppi á þaki Gosa og njóta þessa ævintýralega fyrirbæris, meðan ekið var býsna greitt beinustu leið að slóðinni að Grímsfjalli. Kl. 06 var komið að slóðinni og ekið lítið eitt eftir henni að næsta holu-stað, V. 16, ca. 15 km í loftlínu frá Svía- hnúk eystri. Bjart var nú orðið og sást vel til skála Jöklarannsóknafélagsins þar á hnúknum. Útsýni var líka fagurt til Hvannadalshnúks, JÖKULL 21. ÁR 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.