Jökull - 01.12.1994, Qupperneq 75
rafla 1 AFKOMA NOKKURRA JÖKLA 1987- 1993
MASS BALANCE 1987-1993
Ár Vetur Sumar Áriö Jafnvægislína
Year Winter Summer Net Equilibr. line
m m m m y.s.(m.a.s.l.)
Sátujökull
1987-1988 1,31 -2,27 -0,96 1330
1988-1989 1,74 -1,24 0,50 1190
1989-1990 1,45 -2,05 -0,60 1340
1990-1991 1,94 -3,35 -1,41 1490
1991-1992 1,87 -0,81 1,06 1160
1992-1993 1,77 -0,86 0,91 1165
samt. ’87-'93 -0,50
Þjórsárjökull
1988-1989 2,22 -1,22 1,00 1010
1989-1990 1,75 -1,64 0,11 1160
1990-1991 2,09 -3,08 -0,99 1230
1991-1992 2,59 -0,98 1,61 1000
1992-1993 2,57 -1,45 1,12 1170
samt. ’88-'93 2,85
Blágnípujökull
1988-1989 1,73 -1,28 0,45 1160
1989-1990 1,35 -2,02 -0,68 1300
1990-1991 1,73 -3,21 -1,49 1340
1991-1992 1,96 -1,28 0,68 1180
1992-1993 1,73 -1,60 0,13 1230
samt. '88-'93 -0,90
Þrándarjökull
1990-1991 2,25 -3,24 -0,99 >1240
1991-1992 2,27 -1,88 0,39 950
1992-1993 2,14 -1,43 0,72 985
samt. ’90-'93 0,12
Eyjabakkajökull
1990-1991 2,28 -3,19 -0,90 -1150
1991-1992 2,11 -2,07 0,04 1070
1992-1993 2,07 -1,33 0,74 1010
samt. '90-'93 -0,12
Tungnaárjökull
1991-1992 1,75 -1,51 0,24 1120
1992-1993 1,87 -1,74 0,13 1130
samt. '91-'93 0,37
Dyngjujökull
1992-1993 1,60 -0,33 1,27 1100
Brúarjökull
1992-1993 1,63 -0,54 1,09 1070
Vals Jóhannessonar „lág að framan og slétt að ofan,
lítið sprungin og lítið sandorpin. Sýnist vera góð yfir-
ferðar. Tekin ný mælilína aðeins vestar....” A Jökul-
haus er hann hins vegar „sprunginn og sandorpinn að
framan. Að horfa yfir .... sýnist jökuldalurinn upp
með Hvítmögu alveg slétt fullur, jökulfossar eða brot
alveg horfin, virkar sléttur og hreinn yfir að líta. Hef
ekki séð dalverpið eins fullt af ís síðan ég kom þama
fyrst fyrir rúmum þrjátíu árum.” Austurtungan er að
mati Vals „Lægri og ávalari en undanfarin ár enda
komin yfir allar fyrirstöður.
Öldufellsjökull - Samkvæmt mælingunni hefur
jökullinn gengið fram 57 m frá því 1989. Líkur eru
því til að gangur hafi verið í jöklinum skömmu eftir
mælinguna 1989, enda gerist það á nærri 10 ára frest.
Síðast var gangur í jöklinum 1984 og gekk hann þá
fram um 250 m.
Öræfajökull
Kvíár-, Hrútár-, Fjalls- og Breiðamerkurjökull V -
Helgi Bjömsson á Kvískerjum skrifar 20. nóvember
1993 bréf með mælingaskýrslum. Þar segir m.a. um
skriðjöklana: ,,..að þeir hafa minnkað í ár. Einkum er
það áberandi með Breiðamerkurjökul. Þegar farið er
um sandinn sjást randimar lengra uppeftir en áður. Og
þegar horft er af brún Bæjarskers austur er nú orðið
sjónfrítt að Reynivöllum og yfir sléttlendið að Felli
vegna þess hve jaðarinn austan við Jökulsárlón hefur
lækkað. Svo er minnkun sérstaklega áberandi vestan
við Máfabyggðarönd, vegna klettanna þar, en í haust
er nú fyrst orðin samfelld klettabrún frá Máfabyggða-
rönd vestur að röndinni sem gengur fram í Breiðárlón
vestarlega og eru þar sérstaklega áberandi tveir
hnausar hvor sínum megin við útfall Breiðár. Sá vestri
kom fyrst í ljós seint í sumar, en er nú farinn að skaga
fram úr jökulbreiðunni og komið holrúm í kring, helst
þó að vestanverðu.... Vestast í Breiðárlóni var klettur
að byrja að koma í ljós í haust.
Fjallsjökull hefur líka greinilega minnkað í ár,
bæði jaðarinn og jökullinn í heild, enda í sléttara lagi.
Nálægt Breiðamerkurfjalli fram eftir í átt að Fjallsár-
lóni hefur orðið furðumikil breyting. Á þessu svæði
hefur alllangur urðarrani eða kambur verið að koma í
ljós síðustu ár. I haust var jökuljaðarinn kominn vest-
ur fyrir þennan kamb og virtist þar taka við fremur
JÖKULL, No. 44
73