Jökull


Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 41

Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 41
En fargbreytingum jökla lauk ekki með síðasta jökulskeiði hér á landi. Jöklar jukust mikið á kalda tímabilinu sem hófst um 1200 AD og lauk um síðustu aldamót. A þessari öld hafa jöklar hins vegar minnkað mikið. Vegna hinnar lágu seigju undir landinu ætti jarðskorpan þegar að hafa brugðist við þessum breyt- ingum. Búast má við mestum hreyfingum umhverfis Vatnajökul. I þessari grein er reynt að meta hversu miklar hreyfingarnar ættu að vera. Auk þess er lýst mælingum sem fram fóru árið 1991 í Austur-Skafta- fellssýslu til að ákvarða hreyfingamar. Fargbreyting Vatnajökuls á þessari öld var metin með því að bera saman kort frá 1904-1938 og gervi- tunglamynd frá 1978. Flatarmálsbreytingin var notuð til að meta rúmmálsbreytinguna og var þá reiknað með skífulaga jökli. Þykkt jökulsins er þá einfalt fall af þvermáli hans. Reikna má þykktarbreytingu jökulsins sem fall af fjarlægð frá miðju hans (2. mynd) og áætla fargbreytinguna og dreifingu hennar. Gerðir eru útreikningar fyrir líkan með þykkt fjaðrandi lags á bil- inu 10-20 km (3. mynd), og seigju undirlagsins á bilinu 1018 - 1020 Pa s (4. mynd). Þykkt fjaðrandi lagsins var valin með tilliti til mesta dýpis jarðskjálftaupptaka hér á landi. Neðan þess dýpis má ætla að jarðskorpan sé ekki stökk eða fjaðrandi, heldur hnígi undir álagi. Seiga lagið í líkaninu samsvarar því neðri hluta jarð- skorpunnar og möttlinum undir henni. Líkanreikning- arnir benda til þess að umtalsvert landris eigi sér stað um þessar mundir í Austur-Skaftafellssýslu, og að ris- hraðinn geti numið allt að 2 cm á ári. Hann er talsvert háður þykkt fjaðrandi lagsins og seigju undirlagsins. Reiknaður rishraði er nægilega hár til þess að breytingar ættu að vera mælanlegar með endurteknum land- og þyngdarmælingum á 5-10 ára fresti. I þessu skyni voru gerðar frummælingar árið 1991 sem nota má til síðari viðmiðunar. Notuð var ný tegund land- mælinga, svokallaðar GPS-landmælingar. Aðferðin byggist á merkjum sem send eru frá gervitunglum GPS-leiðsögukerfisins. Viðtækjum fyrir merkin er stillt upp á nokkrum landmælingapunktum samtímis og merki frá nokkrum tunglum skráð um tíma. Með tölvuúrvinnslu og samanburði milli punktanna má reikna út innbyrðis afstöðu þeirra með mikilli ná- kvæmni. Ovissa í staðsetningu punktanna er á stærðar- þrepinu sentimetri, og við hagstæðar aðstæður má enn minnka hana. Helstu kostir mæliaðferðarinnar, í viðbót við nákvæmnina, eru þeir að ekki þarf að sjást milli mælistaðanna, mælingarnar má gera í nánast hvaða veðri sem er, og mæla má langar vegalengdir án þess að nákvæmni minnki verulega. Þannig má nú fram- kvæma mælingar sem áður var ógjömingur að gera nema með miklum tilkostnaði. Þessi mæliaðferð opnar nýja möguleika til rannsókna á jarðskorpuhreyfingum. GPS-landmælingar voru gerðar á neti 10 punkta sem náði frá jökli til strandar á svæðinu milli Djúpa- vogs og Breiðamerkursands. Hnit punktanna, bæði jarðmiðju- og sporvöluhnit, ásamt óvissum eru gefin í 2. og 3. töflu. Gerðar voru þyngdarmælingar á öllum GPS- punktunum ásamt allmörgum öðrum punktum, eldri þyngdarmælingapunktum og hæðarmælingapunktum. Þyngdargildi eru gefin í 4. töflu. Vísbendingar fund- ust um breytingar á þyngdarhröðun, sem eru í sam- ræmi við landris um fáeina millimetra á ári. JÖKULL, No. 44 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.