Jökull


Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 80

Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 80
Steinunn Jakobsdóttir og Ámi Páll Ámason við GPS mæl- ingar norðan Grímsvatna. Ljósm. Magnús T. Guðmundsson. það risið um 15 m á einu ári. Verði hækkun vatns- borðs með svipuðum hætti og áður má gera ráð fyrir að hlaupi árið 1996. Auk vatnshæðarinnar var mæld hæðin í Grímsvatnaskarði austan vatnanna. 2. Vetrarákoma var mæld á hefðbundnum borstað á miðri íshellu Grímsvatna (64° 25.0' N, 17° 20.0' V) þann 19. júní. Ákoman reyndist 5.08 m, vatnsgildi 2875 mm og meðaleðlismassi 570 kg m*3. Er vatns- gildið heldur ofan við meðaltal síðustu 40 ára. 3. Unnið var að viðhaldi og endurbótum á sjálf- virku mælistöðinni á Grímsfjalli. Stóra mastrið vestan við gamla skálann var tekið niður og stefna á sendi- loftneti inni í skálanum lagfærð. Bættu þessar breyt- ingar til muna gæði merkja frá jarðskjálftamælinum sem staðsettur er á fjallinu. 4. Merki um jarðhita á Grímsfjalli voru með meira móti. Ketilsigin SV af Svíahnúk Eystri voru óvenju áberandi og opin á tveimur stöðum. Lagði þar gufu uppúr. Ketillinn undir Gríðarhomi (64° 24.7' N, 17° 16.4' V) var einnig óvenju djúpur og stór um sig. I botni hans var vatn, 20-30 m í þvermál. Ekki varð komist ofaní ketilinn því mjög bratt var niður að vatnsborði og snjóhengja nánast allan hringinn. 5. Á Bárðarbungu var vetrarákoma mæld í um 1970 m hæð (64° 38.3' N, 17° 31.5' V) þann 21. júní. Reyndist hún 3.93 m, vatnsgildi 1920 mm og meðal- eðlismassi 490 kg nr3. Er þetta nokkru minna en mældist vorin 1992 og 1993. 6. Til að kanna innri gerð Bárðarbungueldstöðvar- innar voru gerðar þyngdarmælingar á Bárðarbungu dagana 18. og 20. júní. Var þyngdarsvið mælt í rúm- lega 50 punktum með þyngdarmæli Orkustofnunar og hæðir mældar með GPS GIS tækjum. Með mælinum er fundinn breytileiki í þyngdarsviði frá einum stað til annars og má þannig kanna eðlismassa jarðlaga og jarðmyndanna. 7. Unnið var við íssjármælingar dagana 18.-21. júní. í fyrsta lagi voru mæld nokkur snið yfir íshellu Grímsvatna. Hefur það verið gert með 1-2 ára milli- bili undanfarin ár til að fylgjast með hægfara breyt- ingum á þykkt íshellunnar og þar með stærð og rúm- taki Grímsvatna. í öðru lagi voru gerðar tilraunir til að greina öskulög í ísnum en þau geta komið fram sem endurkastsfletir. I því augnamiði voru prófaðar mis- munandi gerðir af loftnetum og m.a. farið með íssjána austur á Brúarjökul og á svæðið milli Grímsvatna og Bárðarbungu. 8. Dagana 16., 21. og 22. júní unnu nokkrir leið- angursmanna við mælingar á ísskriði á Tungnaárjökli, Sylgjujökli og norðan Grímsvatna. Voru GPS GIS tækin notuð í þetta verk. Þessar mælingar eru liður í rannsóknum á framhlaupum jökla sem unnið er að á Raunvísindastofnun með tilstyrk Landsvirkjunar. 9. Farið var með sjálfvirka veðurstöð Landsvirkj- unar á Brúarjökul daga 19.-20. júní. Var stöðinni komið fyrir í 1200 m hæð á miðjum jöklinum (64° 34.4' N, 16° 19.4' V). Gert er ráð fyrir að stöðin standi á jöklinum fram á haust en hún mælir lofthita, raka- stig, vindhraða og snjóbráðnun. 78 JOKULL, No. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.