Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 80
Steinunn Jakobsdóttir og Ámi Páll Ámason við GPS mæl-
ingar norðan Grímsvatna. Ljósm. Magnús T. Guðmundsson.
það risið um 15 m á einu ári. Verði hækkun vatns-
borðs með svipuðum hætti og áður má gera ráð fyrir
að hlaupi árið 1996. Auk vatnshæðarinnar var mæld
hæðin í Grímsvatnaskarði austan vatnanna.
2. Vetrarákoma var mæld á hefðbundnum borstað
á miðri íshellu Grímsvatna (64° 25.0' N, 17° 20.0' V)
þann 19. júní. Ákoman reyndist 5.08 m, vatnsgildi
2875 mm og meðaleðlismassi 570 kg m*3. Er vatns-
gildið heldur ofan við meðaltal síðustu 40 ára.
3. Unnið var að viðhaldi og endurbótum á sjálf-
virku mælistöðinni á Grímsfjalli. Stóra mastrið vestan
við gamla skálann var tekið niður og stefna á sendi-
loftneti inni í skálanum lagfærð. Bættu þessar breyt-
ingar til muna gæði merkja frá jarðskjálftamælinum
sem staðsettur er á fjallinu.
4. Merki um jarðhita á Grímsfjalli voru með meira
móti. Ketilsigin SV af Svíahnúk Eystri voru óvenju
áberandi og opin á tveimur stöðum. Lagði þar gufu
uppúr. Ketillinn undir Gríðarhomi (64° 24.7' N, 17°
16.4' V) var einnig óvenju djúpur og stór um sig. I
botni hans var vatn, 20-30 m í þvermál. Ekki varð
komist ofaní ketilinn því mjög bratt var niður að
vatnsborði og snjóhengja nánast allan hringinn.
5. Á Bárðarbungu var vetrarákoma mæld í um
1970 m hæð (64° 38.3' N, 17° 31.5' V) þann 21. júní.
Reyndist hún 3.93 m, vatnsgildi 1920 mm og meðal-
eðlismassi 490 kg nr3. Er þetta nokkru minna en
mældist vorin 1992 og 1993.
6. Til að kanna innri gerð Bárðarbungueldstöðvar-
innar voru gerðar þyngdarmælingar á Bárðarbungu
dagana 18. og 20. júní. Var þyngdarsvið mælt í rúm-
lega 50 punktum með þyngdarmæli Orkustofnunar og
hæðir mældar með GPS GIS tækjum. Með mælinum
er fundinn breytileiki í þyngdarsviði frá einum stað til
annars og má þannig kanna eðlismassa jarðlaga og
jarðmyndanna.
7. Unnið var við íssjármælingar dagana 18.-21.
júní. í fyrsta lagi voru mæld nokkur snið yfir íshellu
Grímsvatna. Hefur það verið gert með 1-2 ára milli-
bili undanfarin ár til að fylgjast með hægfara breyt-
ingum á þykkt íshellunnar og þar með stærð og rúm-
taki Grímsvatna. í öðru lagi voru gerðar tilraunir til að
greina öskulög í ísnum en þau geta komið fram sem
endurkastsfletir. I því augnamiði voru prófaðar mis-
munandi gerðir af loftnetum og m.a. farið með íssjána
austur á Brúarjökul og á svæðið milli Grímsvatna og
Bárðarbungu.
8. Dagana 16., 21. og 22. júní unnu nokkrir leið-
angursmanna við mælingar á ísskriði á Tungnaárjökli,
Sylgjujökli og norðan Grímsvatna. Voru GPS GIS
tækin notuð í þetta verk. Þessar mælingar eru liður í
rannsóknum á framhlaupum jökla sem unnið er að á
Raunvísindastofnun með tilstyrk Landsvirkjunar.
9. Farið var með sjálfvirka veðurstöð Landsvirkj-
unar á Brúarjökul daga 19.-20. júní. Var stöðinni
komið fyrir í 1200 m hæð á miðjum jöklinum (64°
34.4' N, 16° 19.4' V). Gert er ráð fyrir að stöðin standi
á jöklinum fram á haust en hún mælir lofthita, raka-
stig, vindhraða og snjóbráðnun.
78
JOKULL, No. 44