Jökull


Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 73

Jökull - 01.12.1994, Blaðsíða 73
Jöklabreytingar 1930-1960, 1960-1990 og 1992-1993 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík YFIRLIT Jöklamælingamenn komu á 46 staði við jökul- sporða haustið 1993. Aðstaða til mælinga var góð á 38 stöðum og hafði jaðarinn hopað á 25 þessara staða, gengið fram á 11, en staðið í stað á tveim. A 8 stöðum var ómælanlegt vegna vatnagangs, aurs eða snjóskafla. Sumarið 1993 var svalt sem og sumarið á undan. Brá þó til betri tíðar í lok ágúst og haustið var hlýtt. Bráðnuðu jökusporðar langt fram í október og jafnvel nóvember sunnanlands. Af þeim jöklum sem ekki eru þekktir framhlaups- jöklar skriðu sjö fram en 8 hopuðu. Framhlaup Múla- jökuls hélt áfram og er nú orðið rúmir 200 m í þetta skiptið. Skeiðarárjökull vestanverður hefur snúið við dæminu og er nú farinn að hopa. Framskrið Sól- heimajökuls á nú brátt aldarfjórðungs afmæli og þarf enn að herða kuldatíð hérlendis ef hann á að geta haldið áfram ótrauður. A þessum tíma hefur hann gengið hálfa þá leið fram sem hann hafði hopað næstu 40 árin þar á undan. Nær nákvæmlega það sama gildir um Gígjökul í Eyjafjallajökli. Það er sérkennilegt hve líkt þessir tveir jöklar hegða sér. AFKOMUMÆLINGAR Hér er eins og í síðasta árgangi Jökuls gerð grein fyrir helstu stærðum sem komu fram við afkomumæl- ingar Orkustofnunar og Raunvísindastofnunar Há- skóla Islands (sjá töflu 1). Raunvísindastofnun hefur nú aukið við mælingamar og ná þær einnig til Dyngju- jökuls og Brúarjökuls. Er stórfróðlegt að bera þessar tölur saman svo ólíkar sem þær em. Til samanburðar eru einnig í töflunni samsvarandi tölur fyrri ára. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Drangajökull Kaldalóni - Indriði á Skjaldfönn hefur flutt merki á heppilegri stað og mældi því á tveim stöðum í þetta sinn. Hann lýsir árferðinu við Inndjúp svo: „Veturinn lagðist hér að í fyrra um miðjan nóvember með ó- dæma bleytuhríðum sem svo frasu í ógurlega íshellu, sem lá yfir túnum og sléttlendi fram á útmánuði, enda var mjög mikið kal í túnum og nokkuð í úthaga. Svo undarlega brá við, að það drapst sem fyrst kom undan - hólar, þúfukollar og hryggir, en allt óskemmt sem var hulið klaka og fönn fram yfir sumarmál. Vetur í meðallagi og ekki stórviðrasamur eftir áramót. Vor kalt og áfellasamt út maí, hret ekki eftir það en kalt og of þurrt. Úthagi greri seint og kjarr ekki orðið vel grænt fyrr en um 10. júní. Sumarið til ágústloka heldur hryssingslegt, en heyskapartíð bjargleg. September mjög hlýr. Ber náðu þá góðum þroska, næturfrost ekki fyrr en í október en veðrátta til þess með miklum ágætum. Fannir miklar hér í brúnum móti suðri þó mjög hafi þær rýmað frá ágústlokum og Skjaldfönn bústin og þykk. Dilkar afarvænir í haust eftir áfallalaust sumar og gróður í blóma út september. Þeir voru því að bæta við þyngd sína til dauðadags. Þó jökulrýmun mælist ekki mikil í metmm hefur hún þó orðið gríðarmikil í raun, því þynning við rönd- ina og upp eftir að Úfnum, beggja vegna hans og í kverkinni undir honum, er afar áberandi og hvergi nýr snjór þar. Uppeftir jöklinum að sjá voru þó áhöld um hvort meira bæri á nýlegum fönnum eða gamalbláum ís, en til þessa hefur þó verið jökulhjöðnun og nú [1. nóvember] í um 10 daga hafa bæði Mórilla og Selá JOKULL, No. 44 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.