Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 21.–23. október 2014 „Hann kom svo vel fyrir“ n mikilvægt að kanna bakgrunn væntanlegra leigjenda, segir leigusali Á gúst Jensson leigði íbúð fjöl­ skyldu sinnar í Grafarholti út í nóvember í fyrra þegar þau fluttu norður á Akureyri. Leigjandinn greiddi aðeins fyrstu tvo mánuðina og er leiga fyrir febrúar og mars enn ógreidd. Skuldin er nú um 350.000 krónur með vöxtum og er í innheimtu hjá lögfræðingum. „Þetta gekk vel þangað til hann hætti að borga. Hann sagði að hann ætlaði ekki að borga, hann væri að bíða eft­ ir peningi og við yrðum bara að bíða líka. Við erum enn að bíða,“ segir Ágúst. Íbúðin var auglýst til leigu hjá Leigulistanum og hafði fjölskyldan áður fundið annan leigjanda sem svo hætti við á síðustu stundu. Þá voru þau flutt norður en vinir þeirra sáu um að leigja íbúðina út. „Maðurinn kom vel fyrir og við báðum ekki um meðmæli og það voru stór mistök. Ég vil benda leigusölum á að kynna sér alltaf bakgrunn leigjenda og að fá tryggingu og meðmæli,“ segir Ágúst. Vandræði við leigu íbúðar Ágústs og fjölskyldu eru ekki einsdæmi hér á landi og segir formaður Húseigenda­ félagsins, Sigurður Helgi Guðjóns­ son, vanskil talsvert algeng. „Þegar leigusalar lenda í skakkaföllum og fá ekki greitt eða skemmdir eru unnar á húsnæði, er yfirleitt um að kenna fyr­ irhyggjuleysi í upphafi. Ef leigusalar fá meðmæli og tryggingar gengur alla jafna vel. Fólk hefur tilhneigingu til að treysta hvert öðru í blindni. Við hjá Húseigendafélaginu getum fengið upplýsingar frá CreditInfo og kannað greiðslusögu væntanlegra leigjenda. Ég orða þetta stundum sem svo: „Látið hrapp úr hendi sleppa.“ Ef leig­ usalar gera það fer yfirleitt vel,“ segir Sigurður. Samningur eftir bréf um riftun Þegar engin greiðsla barst í janúar gerði Ágúst sér ferð til Reykjavíkur og bankaði upp á hjá leigjandanum og bað hann að greiða. „Hann sagði mér að hann myndi greiða þegar hann gæti, við yrðum við bara að bíða. Við höfðum fá úrræði nema að vona það besta. Á sama tíma bjuggum við í leiguíbúð á Akureyri og þurftum að standa í skilum þar.“ Íbúð Ágústs í Grafarholti var til sölu og í lok febrúar kom áhugasamur kaupandi sem ætlaði að leigja íbúðina út áfram í nokkra mánuði en salan fór í uppnám því sá vildi ekki kaupa íbúð og fá með leigjanda sem ekki greiddi leigu. Þá sendi lögfræðingur Ágústs leigjandanum bréf um riftun á samn­ ingi og að hann þyrfti að flytja úr íbúð­ inni innan viku. „Þá bað leigjandinn okkur að semja við sig um að trygging, sem jafngilti mánaðarleigu, færi upp í greiðslu fyrir janúar og að leigu fyrir febrúar og mars myndi hann greiða 1. júlí. Ég treysti honum og vildi líka vera sanngjarn svo hann myndi nú á end­ anum greiða alla upphæðina.“ Áhættan hjá leigusala Eftir að tryggingin gekk upp í leigu fyrir janúar komu engar frekari greiðslur. Íbúðin var svo seld í mars. „Við héldum að hann myndi standa við samninginn um að greiða okkur 350.000 í júlí. Maður beið og vonaði en svo kom aldrei neitt. Það er lítið sem við getum gert núna.“ Skuldin hefur verið til innheimtu hjá Motus og næsta skref er lögfræðileg inn­ heimta. „Ef innheimtan gengur ekki þurfum við að greiða fyrir lögfræði­ kostnaðinn, svo áhættan er öll okkar.“ DV náði tali af leigjandanum og kvaðst hann ætla sér að greiða skuldina en að illa hafi staðið á hjá sér. Miklir hagsmunir í húfi Sigurður segir leigusamninga sér­ staka að því leyti að hagsmunir þeirra sem undir þá skrifi séu svo ólíkir. „Leigusali lætur leigjanda í té fasteign upp á tugi milljóna og ber því áhætt­ una. Miðað við hvað hagsmunirnir eru miklir er ótrúlegt hve oft setn­ ingin „eins og hann kom nú vel fyrir“ heyrist. Ég hef heyrt hana mjög oft undanfarin þrjátíu til fjörutíu ár. Þess ber þó að geta að leigjendur eru upp til hópa hið besta fólk. Svo eru nokkrir svartir sauðir sem sveima um.“ Sigurður telur lög um húsaleigu góð og þræða milliveg á milli leigu­ sala og leigjenda. Skekkjan komi þegar vanefndir verði og leigusali þurfi að láta bera leigjanda út. „Þar taka réttarfarslögin við og ákveðinn flöskuháls þar. Það getur tekið tíma að ná fram rétti, þó að hann sé aug­ ljós.“ n Leiguíbúðir „Maðurinn kom vel fyrir og við báðum ekki um meðmæli og það voru stór mistök,“ segir Ágúst Jensson sem leigði íbúð sína í Grafarholti út í fyrravetur. Myndin er úr safni. Mynd Sigtryggur Ari Formaður Húseigendafélags- ins Sigurður Helgi Guðjónsson segir alla jafna ganga vel að leigja út fái leigusalar meðmæli og tryggingar. Mynd KArL PeterSSon dagný Hulda erlendsdóttir dagny@dv.is „Látið hrapp úr hendi sleppa. Ef leigusalar gera það fer yfirleitt vel. Vill fá svör um fanga og afplánun Hversu margir fá að afplána með samfélagsþjónustu, spyr þingmaður H elgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fyrir innanríkisráðherra þrjár spurningar um bið eftir afplánun í fangelsum á Íslandi og um samfélagsþjónustu og rafrænt eftirlit. Hversu margir dómþolar biðu 1. janúar síðastliðinn eftir að geta haf­ ið afplánun í fangelsi vegna a) aðal­ refsingar, b) vararefsingar, spyr Helgi Hrafn og vill einnig fá að vita hversu margir þeirra sem biðu afplánunar 1. janúar síðastliðinn hefðu sótt um að fullnusta refsinguna með sam­ félagsþjónustu og hverjar málalykt­ ir þeirra umsókna urðu. Þá óskar hann eftir því að fá að vita hversu margir dómþolar hafi hafið afplán­ un á árunum 2010–2014. „Svar ósk­ ast sundurliðað eftir kyni og aldri dómþola og eftir því hvort um er að ræða samfélagsþjónustu, rafrænt eftirlit, opið úrræði eða öryggisfang­ elsi,“ segir Helgi. Til að fá að afplána undir rafrænu eftirliti þarf fangi að fylgja mörgum skilyrðum Fangelsismálastofnunar. Þá þarf hann að stunda vinnu, nám, vera í starfsþjálfun, í meðferð eða sinna öðrum verkefnum sem Fang­ elsismálastofnun hefur samþykkt og er liður í aðlögun hans að sam­ félaginu á ný. DV fjallaði um rafræn ökklabönd og rafrænt eftirlit með föngum í síðasta helgarblaði. Þar kom fram að samkvæmt lögunum geti einstaklingur sem hefur verið dæmdur í 12 mánaða, eða lengra, óskilorðsbundið fangelsi, afplánað hluta dómsins undir rafrænu eftir­ liti. Sá sem fær 12 mánaða óskil­ orðsbundinn dóm gæti þannig fengið að taka út 30 daga af dóm­ inum með ökklabandi. Afplánun undir rafrænu eftir liti lengist um 2,5 daga fyrir hvern mánuð dóms og því gætu þeir sem hlotið hafa þunga fangelsisdóma afplánað allt að 240 dögum með ökklaband. n ritstjorn@dv.is Margar reglur Nokkrir fangar hafa brotið reglurnar um ökklabönd og eru þá sendir aftur í lokað fangelsi. Mynd Sigtryggur Ari Steypireyðurin varðveitt á Húsavík Ákveðið hefur verið að steypireyðurin sem rak á land við Skaga í ágúst árið 2010 verði höfð til varðveislu á Hvalasafni Húsavíkur. Það er eina hvalasafnið á Íslandi. Þetta tilkynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis­ og dómsmálaráðherra, á kjör­ dæmisþingi Framsóknarflokks­ ins, sem haldið var um helgina á Hallormsstað. Var það fréttasíða Norðurþings og nágrennis, 640.is, sem greindi frá málinu. Í frétt Náttúrustofnunar Ís­ lands frá því í september 2010 kemur fram að örfáar beina­ grindur séu til af steypireyði í heiminum. Steypireyðurin sem rak á land á Skaga var heilt dýr og hefur heila steypireyði afar sjald­ an rekið hér á land. Árið 1967 rak steypireyði á land í Skoruvík á Langanesi og árið 1964 undan Krossi í Berufirði. Árið 1998 fékk skip­ ið Húsvíkingur hauskúpu af steypireyði í rækjutroll á Halan­ um. Auk þess er líklegt að tvö illa farin hræ af steypireyði hafi rekið á fjörur eftir 1980. Steypireyður er stærsta dýrið sem lifað hefur á jörðinni, svo vit­ að sé. Hún getur orðið allt að 33 metra löng og vegið frá 110 til 190 tonna og líklega náð 80 til 90 ára aldri. Dýrið hefur verið alfriðað frá 1966. flugdólgur hafði í hótunum Óskað var aðstoðar lög­ reglunnar á Suðurnesjum síð­ astliðinn föstudagsmorgun vegna flugdólgs um borð í flugvél sem var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflug­ velli. Maðurinn hafði verið áberandi ölvaður og dóna­ legur, allt frá flugtaki vélar­ innar í Toronto. Hann hafði meðal annars í hótunum við áhöfn vélarinnar sem að lok­ um sá sér ekki annað fært en að yfirbuga hann og óla niður í sætið. Hann var handtekinn vegna brots á loftferðalögum og færður á lögreglustöð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.