Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Side 6
Vikublað 21.–23. október 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Svikahrappurinn var „eðlilegur nemandi“ Snjólfur Ólafsson ver fyrrverandi doktorsnema sinn, Linjie Chou S njólfur Ólafsson heldur því fram, í samtali við DV, að ekkert óeðlilegt hafi verið við fyrrverandi doktorsnema sinn, Linjie Chou. Á dögun- um fjallaði DV um mál Chou en hon- um var vikið úr doktorsnámi við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands fyrr á þessu ári. Enn er margt á huldu í máli Chou þar sem þeir sem komu að brottrekstri hans geta ekki tjáð sig um málið vegna trúnaðar. Svo virðist þó sem Chou hafi framvísað fölsuð- um prófskírteinum þegar hann sótti um námið. Það kom þó ekki upp fyrr en eftir sex ára doktorsnám. Snjólfur segir í samtali við DV að umfjöllun um kínverska doktorsnemann sé „út í hött“ en er þó ekki reiðubúinn að að útskýra nánar hvað hann á við með því eða hvað sé efnislega rangt. Löng slóð svika Líkt og kom fram í umfjöllun DV um Chou hefur hann skilið eftir sig langa slóð svika og blekkinga á internetinu. Má þar helst nefna að hann hefur reynt að selja Picasso-verk á samfé- lagsmiðlum, virðist tengdur fjölda pappírsmylla, eða „ háskólum“ sem selja gráður gegn vægu gjaldi, og að lokum vinnur hann fyrir mann sem titlar sig sem Stefán prins af Svart- fjallalandi. Stefán þessi er svika- hrappur sem selur gerviheiðurs- nafnbætur og gerviorður. „Ég er enginn sérfræðingur í Linjie Chou. Hann hefur gert mjög margt – af- kastamikill. Hann hefur tekið alls konar próf og hann er ekki með dokt- orspróf frá Háskóla Íslands,“ svarar Snjólfur spurður um hvort honum þyki eðlilegt að hans fyrrverandi doktorsnemi hafi titlað sig, og geri enn, sem doktor. Þrætir fyrir að brottvísun Snjólfur virðist þræta fyrir það að Chou hafi verið vikið úr háskól- anum. „Er það alveg öruggt? Af hverju segir þú að það sé öruggt?“ svarar Snjólfur spurður um tví- mælalausan brottrekstur Chou úr skólanum. Auk fjölda heimilda DV innan viðskiptafræðideildar er hægt að benda á að Chou var fjarlægður af lista doktorsnema á heimsíðu skólans fyrr á þessu ári. „Hvað heldur þú að það séu margir sem hafa verið á lista yfir dokt- orsnemendur og séu það ekki leng- ur og hafi aldrei klárað? Það eru rosalega margir. Það er staðreynd,“ svarar Snjólfur spurður um dokt- orslistann. Spurður um hvort hann meini með þessum orðum að Chou hafi ekki verið vikið úr skóla svarar Snjólfur að aðrir verið að tjá sig um það. Veit Íslendinga mest um Chou „Ég hef oft hitt hann og rætt við hann. Nú síðast upplýsti hann mig um það að eftir þessa umfjöllun í DV hafi verið hringt í hann frá Íslandi úr leyninúmeri, og ég ætla nú að segja sem minnst um það. Ég veit pínu- lítið um Linjie en ég veit miklu meira en flestallir Íslendingar um hann. Ég veit að Friðrik [Eysteinsson, fyrrver- andi aðjunkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands] hefur sagt rosalega margt sem er villandi eða rangt um hann,“ svarar Snjólfur spurður um hvernig Chou hafi komið honum fyrir sjónir. Þess má geta að frétt DV á dögunum var ekki byggð á heim- ildum Friðriks, sem þó vakti fyrst athygli á máli Chou fyrir rúmlega ári. Heiðursdoktor í mannfræði „Ég skal segja þeir eitt sem gerðist fyrir ári. Þá gengu sögur um hitt og þetta, um að það væri slóð blekk- inga og hann væri svikahrappur eða eitthvað slíkt. Ég fékk póst þar sem var vísað á nokkrar vefslóð- ir. Þá kíkti ég svolítið á þetta og það voru fleiri kollegar mínir sem kíktu á þetta og komust að því að þetta var steypa,“ segir Snjólfur og nefnir sem dæmi að á vefsíðum hafi aðrir kall- að Chou doktor en ekki hann sjálf- ur. Þrátt fyrir þessi orð Snjólfs þá má auðveldlega finna fjölda síða á netinu við einfalda leit í Google þar sem Chou titlar sjálfan sig sem dokt- or. Má þar meðal annars nefna Lin- kedin-síðu hans þar sem hann seg- ist vera heiðursdoktor í mannfræði við Pro Deo State University, sem er pappírs mylla. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Hann hefur tekið alls konar próf og hann er ekki með dokt- orspróf frá Háskóla Ís- lands. Leiðbeinandi og nemi Snjólfur var leiðbein- andi Chou í sex ára doktorsnámi hans. Chou var rekinn formlega úr Háskóla Íslands í upphafi árs. 3. október 2014 Ekið á gangandi vegfaranda Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fékk tilkynningu um að ekið hefði verið gangandi vegfaranda í Hamraborg í Kópavogi rétt eftir klukkan sjö á mánudagsmorgun. Hvort tveggja lögregla og sjúkra- lið var sent á vettvang. Vegfar- andinn reyndist vera karlmaður á þrítugsaldri sem hafði verið að hlaupa á milli strætisvagna og hlaupið utan í bifreið sem ekið var hjá. Hlaut karlmaðurinn mar eftir fall á akbrautina. Hann hélt svo sína leið til vinnu eftir að hafa verið skoðaður af sjúkraflutn- ingamönnum á vettvangi. Fjöldi inn- brota í ágúst Í afbrotatölum lögreglunnar kemur fram að heildarfjöldi inn- brota frá janúar til september í ár, 2014, hafi verið 879. Fjölgun innbrota miðað við sama tímabil í fyrra var 46. Lögregla segir að flest innbrot- in hafi verið framin í ágúst, tals- vert fleiri en í öðrum mánuðum ársins eða 139. Fara verður aftur til ársins 2012 til að finna svipaða tölu en þá var hálfgerður inn- brotafaraldur í Reykjavík. Á landsbyggðinni hafa flest innbrot það sem af er ári átt sér stað í umdæmi lögreglunnar á Selfossi en í fyrra á sama tímabili voru jafn mörg innbrot í um- dæmi lögreglunnar á Selfossi og í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Skylt að afhenda mótmælaskýrslu Eva Hauksdóttir hafði betur í baráttunni við lögregluna L ögreglunni ber að afhenda 270 blaðsíðna skýrslu sem ber heitið „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“. Þetta kemur fram í úr- skurði sem úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál felldi þann 8. október síðastliðinn. Eva Hauksdóttir pistlahöfundur óskaði fyrst eftir samantektinni þann 15. september 2012 en því synjaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta tók aldeilis tíma og þraut- seigju en hafðist þó á endanum,“ segir Eva Hauksdóttir um málið á Facebook. „Það tók tvö ár að fá stað- festingu á því að almenningur megi sjá þessa skýrslu. Nú verður áhuga- vert að sjá hversu langan tíma það tekur þá að afhenda hana.“ Eva hef- ur ekki enn fengið skýrsluna í hend- ur þrátt fyrir úrskurð þess efnis. „Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál hefur kynnt sér efni skýrslunn- ar í ljósi framangreinds, og 9. og 5. gr. upplýsingalaga, og er það niður- staða hennar að veita beri kæranda aðgang að skýrslunni en með tak- mörkunum í ljósi framangreindra sjónarmiða. Verða þær taldar upp í úrskurðarorði,“ segir meðal annars í niðurstöðu nefndarinnar. Í úr- skurðarorðum nefndarinnar segir að lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu sé skylt að veita kæranda aðgang að skýrslunni en þó með þeim hætti að upplýsingar um lög- reglumenn, handtekna einstaklinga og fleiri verði afmáðar. Eva leitaði til úrskurðarnefndar um upplýsingamál eftir að beiðni hennar var upphaflega synjað. Þá var synjun lögreglustjórans stað- fest en þó talið rétt að veita aðgang að umfjöllun um Evu sem og kafla sem fjallaði um gagnrýni á lögreglu og fjölmiðlaumfjöllun. Eva kvart- aði til umboðsmanns Alþingis og sendi málið svo á nýjan leik til úr- skurðarnefndarinnar sem endur- skoðaði fyrri afstöðu. n jonbjarki@dv.is Mótmælt á Austurvelli Lögreglan hafði mikinn viðbúnað á Austurvelli í mótmælun- um í janúar 2009.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.