Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Síða 10
Vikublað 21.–23. október 201410 Fréttir „Þá munum við berjast gegn þessu af fullum krafti“ Þ jónusta við blinda og sjón- skerta hefur ekki verið betri á Íslandi frá upphafi byggðar. Þetta er hins vegar ekki endi- lega tilfellið gagnvart þjón- ustunotendum hinna stofnananna,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, um fyrirhugaða sameiningu þjón- ustumiðstöðva fyrir fatlaða. Líkt og DV fjallaði um í síðustu viku verður frumvarp um nýja sameinaða stofn- un lagt fram á Alþingi í haust en til stendur að sameina Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjón- skerta og daufblinda og Heyrnar- og talmeinastöð auk Tölvumiðstöðv- ar fatlaðra. Kristinn Halldór seg- ir stöðuna í þjónustu við blinda og sjónskerta vera mjög góða og hef- ur áhyggjur af þeim vanköntum sem til staðar séu hjá hinum stofnunun- um – löngum biðlistum hjá Grein- ingarstöðunni og miklum gjaldtökum hjá Heyrnar- og talmeinastöð. „Þessi sameining má ekki leiða til þess að þessir gallar verði yfirfærðir á þjón- ustu við blinda og sjón- skerta,“ segir hann. Sparnaður ekki tilgangurinn Í frétt DV um samein- inguna frá því um síð- ustu helgi lýsir Stefán J. Hreiðarsson, forstöðu- maður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkis- ins, efasemdum sínum um að sameiningin hafi í för með sér fjárhags- legan ávinning. Í frum- varpi um nýja sameinaða stofnun sé gert ráð fyrir útvíkkun á greiningar- þjónustu stofnunarinn- ar sem muni krefjast aukins mannafla og að hluta til nýrrar sérþekk- ingar. Að mati Huldar Magnúsdóttur, forstjóra Þjónustu- og þekkingar- miðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, og Kristjáns Sverrissonar, forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðv- ar Íslands, eru þessar efasemdir málinu óviðkomandi enda sé fjár- hagslegur ávinningur ekki tilgangur sameiningarinnar. „Ráðherra lagði stífa áherslu á að þetta væri ekki gert til að spara peninga heldur til að nýta fjármagnið betur sem fer í þess- ar stofnanir. Ef það ætti eitthvað að reyna að spara með þessu þá myndu allir draga sig út úr þessu ferli,“ segir Kristján og Huld tekur í sama streng. Í samtölum við DV leggja þau bæði ríka áherslu á ánægju sína með gott samráð velferðarráðuneytisins við starfsfólk stofnananna og eru já- kvæð gagnvart sameiningunni. Ávinningur leiði til betri þjónustu Samkvæmt kostnaðarmati fjármála- ráðuneytisins sem fylgir frumvarp- inu er gert ráð fyrir að uppsafnað- ur ávinningur af sameiningunni geti orðið samtals hundrað millj- ónir króna á árunum 2015 til 2020. Sameinuð stofnun geti nýtt sér það svigrúm sem myndast við sameininguna til þess að standa undir aukinni þjónustu við fullorðna einstaklinga. „Við viðurkennum að það kunni að vera einhver fjárhagslegur ávinningur sem megi hafa af því að reka þessa þjónustu alla saman á einni stofnun. Hvort sá fjárhagslegi ávinningur er síðan nýttur til þess að bæta þjónustuna, eða hvort ríkið tekur hann í eitthvað annað, því er algjörlega ósvar- að,“ segir Kristinn Hall- dór. „Við gerum kröf- ur til þess að fjárhagsleg hagræðing sem kann að vera af sameiningunni verði nýtt til þess að bæta þjónustuna enn frekar. Ef þetta á hins vegar að vera einhver hagræðingarað- gerð þar sem ríkið ætlar að taka til sín þá fjármuni sem þetta gæti skilað í eitthvað allt annað, eða ef við stöndum uppi með það að gallarnir sem eru í þjónustu hinna stofn- ananna verði yfirfærðir á okkar hóp, þá munum við berjast gegn þessu af fullum krafti.“ Fyrri sameiningar- tilraunir mistekist Áður hafa verið gerðar tilraunir til þess að sam- eina þjónustustöð fyrir blinda og sjónskerta, þá Sjónstöð Íslands, og Heyrnar- og talmeina- stöð Íslands. Frumvarp þess efnis var síðast lagt fyrir Alþingi árið 2006 en sú sameining varð ekki að veruleika, meðal annars vegna þess að Blindra- félag Íslands lýsti sig alfarið mótfall- ið frumvarpinu vegna skorts á sam- ráði við notendur. Kristinn Halldór segir forsendur hafa breyst frá árinu 2006 og segir nýtt frumvarp byggja að mörgu leyti á sambærilegum grunni og lög um Þjónustu- og þekkingar- miðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. n Framkvæmdastjóri Blindrafélagsins setur fyrirvara við sameiningu stofnana fyrir fatlaða Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Ráðherra lagði stífa áherslu á að þetta væri ekki gert til að spara peninga heldur til að nýta fjár- magnið betur sem fer í þessar stofnanir. Setur fyrirvara við frumvarpið Kristinn Halldór Einarsson, fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins, leggur áherslu á að fjárhagslegur ávinningur sameiningarinnar verði nýttur til að bæta þjónustuna. mynd Sigtryggur ari Þjónustu- og þekkingarmið- stöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins. Heyrnar- og tal- meinastöð ríkisins. „Eðlilegt að við fáum að nota einnota hanska“ Flugliðar Icelandair eru ugg- andi vegna viðbragða félagsins þar sem áhöfnum er ekki gert að nota einnota hanska þegar rusli er safnað saman hjá farþegum eftir matarþjónustu. Samstarfsnefndarfundur Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands var haldinn í septem- ber. Þar var meðal annars rætt um hættuna á ebólusmiti og af þeirri ástæðu fór Flugfreyju- félag Íslands fram á að flug- áhafnir fengju að nota einnota hanska við rusltínslu hjá farþeg- um, enda koma farþegarnir alls staðar að úr heiminum. Fjöldi erlendra flugfélaga gerir slíkt og þykir það ekki kostnaðarsamt. Í kjölfarið hafði Icelanda- ir samband við trúnaðarlækni félagsins og óskaði álits. Hann taldi enga ástæðu til þess að inn- leiða notkun á einnota hönsk- um við þrif um borð í vélinni og sagði þá veita falskt öryggi. Þess í stað mælti hann með því að áhafnarmeðlim- ir notuðu sótt- hreinsunar- spritt. „Fólk kemur alls staðar að úr heimin- um. Okkur finnst það eðlilegt að við fáum að nota einnota hanska og við ósk- um eftir því,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir , formaður Flug- freyjufélags Íslands, í samtali við DV. „Hvort sem það er ebólufar- aldur eða annað þá er þetta mik- ilvægt út frá hreinlæti. Önnur flugfélög í heiminum gera þetta,“ segir hún. „Við förum bara eftir leið- beiningum frá sóttvarnarlækni um hvernig best er að standa að málum,“ segir Guðjón Arn- grímsson, talsmaður Icelanda- ir. „Við gefum ekki út að áhöfn þurfi að nota einnota hanska um borð, en engu að síður erum við að bæta við magnið af þeim um borð.“ Þá segir hann að starfsmönnum sé ekki bannað að nota hanskana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.