Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Síða 14
Vikublað 21.–23. október 201414 Fréttir Viðskipti
n 680 milljóna hagnaður á eignarhaldsfélögum þeirra
F
járfestarnir og viðskiptafé
lagarnir Árni Hauksson og
Hallbjörn Karlsson högnuðust
báðir um í kringum 680 millj
ónir króna í fyrra í eignarhalds
félögum sínum, Klappar ási og
Vattarnesi. Þetta kemur fram í ný
birtum ársreikningum félaga þeirra.
Gengið var frá ársreikningunum um
miðjan september síðastliðinn.
Til marks um góða stöðu félag
anna segir í skýrslu stjórnar Klappar
áss, eignarhaldsfélags Árna Hauks
sonar: „Samkvæmt rekstrarreikningi
námu tekjur félagsins á árinu 684,7
millj. kr. og nam hagnaður af rekstri
680,4 millj. kr. Samkvæmt efna
hagsreikningi námu eignir félagsins
2.509,5 millj. kr. Eigið fé í árslok nam
2.292,7 millj. kr. Félagið greiddi engin
laun á árinu.“
Félögin tvö eiga saman annað fé
lag sem heitir Vogabakki ehf. en það
félag heldur um 2/3 hlutafjár í fé
laginu Hagamel ehf. sem heldur utan
um hlutabréfaeign í smásölurisan
um Högum og tryggingafélaginu VÍS.
Hagamelur átti 8,2 prósenta hlut í
Högum í lok árs í fyrra og 5,2 pró
senta eignarhlut í VÍS. Í febrúar á
þessu ári seldi Hagamelur hins vegar
nærri sjö prósenta hlut í Högum fyr
ir rúmlega þrjá milljarða króna og var
kaupandinn Lífeyrissjóður verslun
armanna. Félagið heldur enn á hlut í
Högum upp á 1,53 prósent.
Söluhagnaðurinn ekki með
Söluverð hlutabréfanna í Högum var
um fjórfalt hærra en það verð sem
þeir Árni og Hallbjörn höfðu keypt
bréfin á í gegnum umrædd félög. Þeir
ávaxta því pund sitt í viðskiptunum.
Söluhagnaður eignarhaldsfélaganna
er hins vegar ekki inni í áðurnefndum
tölum um hagnað þeirra í fyrra þar
sem viðskiptin með Hagabréfin áttu
sér stað á þessu ári.
Á sama tíma og eignarhaldsfé
lög þeirra Árna og Hallbjarnar skil
uðu ársreikningum skilaði Vogabakki
sínum reikningi fyrir síðasta ár. Í hon
um kemur fram að hagnaður félags
ins hafi numið 8,4 milljónum evra í
fyrra, eða rúmlega 1.330 milljónum
króna. Tekið er fram að tekin verði
ákvörðun um arðgreiðslu á aðalfundi
félagsins. Hagnaður félagsins er auð
vitað hluthafanna, þeirra Árna og
Hallbjarnar, í gegnum eignarhalds
félögin tvö.
Árni og Hallbjörn geta því greitt
sér myndarlegan arð út úr Hagamel
á næsta ári vegna viðskiptanna með
Hagabréfin fyrr á þessu ári.
Til marks um góða stöðu Haga
mels ehf. þá voru bókfærðar eignir
félagsins metnar á rúmlega 5,4 millj
arða króna í lok árs í fyrra á meðan
skuldirnar námu einungis 1,8 millj
örðum. Þannig voru eignir félagsins
þrisvar sinnum hærri en skuldirnar.
Seldu og héldu að sér höndum
Þeir Árni og Hallbjörn hafa því hagn
ast vel á fjárfestingu sinni í Högum,
líkt og þeir högnuðust vel á fjár
festingu sinni í byggingavöruverslun
inni Húsasmiðjunni á árunum fyrir
íslenska efnahagshrunið 2008.
Húsasmiðjuna seldu þeir til félags
í eigu Baugs árið 2005 og innleystu
hagnað upp á 2 til 3 milljarða króna.
Ekki hefur verið greint frá nákvæmri
hagnaðartölu opinberlega. Í kjölfarið
fjárfestu þeir í útlöndum en héldu að
sér höndum í fjárfestingum á Íslandi
en komu svo aftur inn í íslenskt við
skiptalíf eftir hrunið og keyptu hluti
í Högum þegar verðið var hagstætt.
Sú fjárfesting margborgaði sig fyrir
þá eins og söluverð hluta bréfa þeirra
sýnir.
Þrátt fyrir fjárfestingar sínar á Ís
landi þá eiga þeir Hallbjörn og Árni
ennþá líka eignir erlendis en í árs
reikningi Vogabakka er meðal annars
rætt um erlent eignasafn þeirra í
svissneska bankanum Julius Bär sem
er um tæplega tveggja milljarða króna
virði: „Eignasafn félagsins í vörslu
Julius Bär, sem er bókfært á 10,8 millj
ónir EUR er veðsett fyrir skammtíma
skuld að fjárhæð 4,1 milljónir EUR í
árslok.“
Þeir Árni og Hallbjörn eiga því
milljarða eignir á Íslandi og í útlönd
um. n
Árni og Hallbjörn
mokuðu inn fé í fyrra
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Sitja á milljörðum Þeir
Árni Hauksson og Hallbjörn
Karlsson sitja á milljarða eign-
um eftir góðar fjárfestingar
á liðnum árum. Enn eiga þeir
lítinn hlut í Högum en seldu
bróðurpart bréfa sinna á árinu
á fjórum sinnum hærra verði en
þeir keyptu þau á. SamSett mynd.
„Samkvæmt
rekstrarreikningi
námu tekjur félagsins
á árinu 684,7 millj. kr.
Rúmlega 60 milljóna arður
Fasteignafélag sem byggir Skuggahverfið hagnast vel
E
igandi fasteignafyrirtækisins
Skuggabyggðar ehf., Kristján
Gunnar Ríkharðsson, sem
byggt hefur umtalsvert af íbúð
um í Skuggahverfinu í miðbæ Reykja
víkur, greiddi sér út tæplega 39 millj
óna króna arð í fyrra. Í ár hyggst hann
greiða út tæplega 24 milljóna króna
arð. Samtals er því um að ræða rúm
lega 60 milljóna króna arðgreiðslu
á tveimur árum. Þetta kemur fram í
ársreikningi Skuggabyggðar ehf. fyr
ir árið í fyrra sem nýlega var skilað
til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra.
Hagnaður félagsins í fyrra nam rúm
lega 237 milljónum króna.
Skuggabyggð er eigandi bygginga
verkefnis á Vatnsstíg 16 til 18 Reykja
vík, á svæðinu á milli Skúlagötu og
Hverfisgötu. Um er að ræða háa turna
með íbúðum sem selst hafa hratt
og vel. Byrjað var að reisa turnana á
svæðinu á árunum fyrir hrun og hef
ur því verið haldið áfram eftir það.
Kristján Gunnar er einnig einn
af eigendum eignarhaldsfélagsins
Skuggi 3 ehf. sem byggir íbúðaturna
á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20–22.
Í september var greint frá því í fjöl
miðlum að einungis viku hefði tek
ið að selja 19 af 36 íbúðum í turnin
um við Vatnsstíg. Söluverð íbúðanna
19 var sagt vera um 1.200 milljón
ir króna. Kristján Gunnar á hlut í
Skugga 3. ehf í gegnum Skuggabyggð
en það félag á helming í félaginu
Litluvellir ehf. sem á 50 prósent í
Skugga 3.
Fjárfestingar í byggingu íbúða
blokkanna í Skuggahverfinu virðast
því hafa verið góðar, ef marka má
stöðu Skuggabyggðar í dag og þegar
litið er til þess hversu mikil eftir
spurn er eftir nýjum og vel búnum
íbúðum á 101 svæðinu. n
ingi@dv.is
turnarnir í Skuggahverfinu Íbúðaturnarnir í Skuggahverfinu sjást hér gnæfa yfir
lágreista byggðina í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðirnar í turnunum seljast vel.
Tortóla-
félag lánaði
bræðrunum
Eignahaldsfélagið Alloa Fin
ance Limited fjármagnaði kaup
Bakkavararbræðranna Lýðs og
Ágústs Guðmundssona á hluta
bréfum í breska matvælafyrirtæk
inu Bakkavör. Hlutabréfin eiga
þeir í gegnum félagið Kork Invest
ehf. en Alloa er eini hluthafi þess.
Peningarnir voru fluttir til Íslands
í gegnum fjárfestingaleið Seðla
banka Íslands. Í árslok í fyrra nam
skuld Korks við Alloa tæplega 4,4
milljörðum króna. Þetta kemur
fram í ársreikningi Korks Invest
ehf. fyrir árið í fyrra.
Viðskipti Bakkavararbræðra
með hlutabréf í Bakkavör vöktu
talsverða athygli á Íslandi fyr
ir tveimur árum. Þá var greint
frá því að þeir hefðu flutt fjár
magn erlendis frá og til Íslands, í
gegnum Seðlabanka Íslands, og
keypt hlutabréfin af kröfuhöfum
sem tóku matvælafyrirtækið yfir
eftir hrunið 2008. Meðal þeirra
sem seldu bræðrunum hlutafé
voru þrotabú Glitnis, MP banki,
Lífeyris sjóður starfsmanna ríkis
ins og sjóðstýringarfyrirtæki í eigu
Íslandsbanka.
Í ársreikningnum kemur fram
að Korkur Invest þurfi ekki að byrja
að borga af skuldabréfinu fyrr en
árið 2017. Þá segir að eignarhlutur
Korks Invest í Bakkavör sé 17,3
prósent. Hluturinn í Bakkavör er
langstærsta eign Korks Invest en
hann er metinn á tæpa 3,8 millj
arða samkvæmt ársreikningnum.
Skuldabréfið frá Alloa var hins
vegar upp á tæplega 4,4 milljarða
króna. Tap félagsins í fyrra nam
rúmlega 8,4 milljónum króna.
Líkt og greint hefur verið frá í
DV tóku Bakkavararbræður arð út
úr íslenskum fyrirtækjum eins og
Exista og Kaupþingi – Exista var
stærsti hluthafi Kaupþings, fyrir
um níu milljarða króna á árunum
fyrir hrunið 2008. Þegar hluta
bréfaverð á Íslandi var í hæstu
hæðum, og hagnaður fyrirtækja
góður, var íslenska krónan
sömuleiðis sterk. Arði sem greidd
ur var út úr landinu og til erlendra
eignarhaldsfélaga – Bakkabræður
áttu félag í Hollandi sem þeir not
uðu – í góðærinu var því skipt fyrir
hærri upphæðir í erlendri mynt.
Hugsanlegt er að Bakkavarar
bræður hafi notað hluta af þeim
arði sem þeir tóku út úr Íslandi
fyrir hrun til að kaupa aftur hluta
bréf í Bakkavör sem þeir misstu
eftir hrun.
Þykist vera
Bjarni Ármanns
Sölusíða fyrir bitcoin notar
myndir af Bjarna Ármannssyni
til að villa á sér heimildir. VB.is
greindi frá þessu á mánudag.
Seljandinn segist vera fjár
festir með rafmyntir og kveðst
heita dr. Heinrich Vollmer.
Notar hann myndir af Bjarna
til að auglýsa sig. Hann hefur
að auki skrifað nokkra pistla
um bitcoin undir fölsku flaggi
til að reyna að auka trúverð
ugleika sinn en hann hélt áður
uppi Twitteraðangi þar sem
hann kallaði sig BTCMarket
Maker. Twitternotendur hafa
undanfarna daga lýst óheiðar
legum viðskiptaháttum BTC
MarketMaker og hefur hann
því breytt um stefnu og notar
þess í stað Bjarna sem auglýs
ingamynd fyrir starfsemina.