Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 21.–23. október 2014 Fréttir Erlent 17 Aðeins sex dýr eftir Fyrsti hvíti Norður-Afríku nas- hyrningurinn sem kom í heiminn í haldi drapst á dögunum á dýra- verndunarsvæði í Kenía. Hvíti nashyrningurinn sem kenndur er við Norður-Afríku er í bráðri útrýmingarhættu og nú eru að- eins sex dýr eftir og þar af aðeins eitt karldýr sem mögulega gæti enn fjölgað sér. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að þessi fá- gætu dýr hverfi af yfirborði jarðar á næstu árum. Dýrið sem drapst hét Suni og hafði verið flutt til Kenía úr tékkneskum dýragarði árið 2009. Var það liður í neyðar- aðgerðum til að reyna að bjarga tegundinni. Suni var eitt af tveim- ur eftirlifandi karldýrum sem mögulega gátu fjölgað sér. Ekki er talið að veiðiþjófar hafi verið að verki en þeir hafa um áratuga- skeið sótt í hin verðmætu horn nashyrninganna. Talið er að rúm- lega tvö þúsund dýr hafi verið til í heiminum árið 1960. „ Tegundin rambar nú á barmi útrýmingar og er það sorglegur vitnisburður um græðgi mannskepnunnar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu forráðamanna Ol Pejeta-dýra- verndunarsvæðisins í Kenía. Þar ætla menn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að huga að nashyrningunum þremur sem eftir eru þar í von um fjölgun. Skilaboðin miklu sterkari en skotvopn n Blaðamaðurinn Peter Greste skrifar í fangaklefanum í Egyptalandi V ið lifum á tímum sem eru hættulegir blaðamönnum. Þetta segir ástralski blaða- maðurinn Peter Greste, sem ásamt tveimur sam- starfsmönnum sínum frá Al Jazeera- sjónvarpsstöðinni situr í fangelsi í Eg- yptalandi. Ræðuna skrifaði hann að hluta í fangaklefanum en fjölskylda hans setti hana saman fyrir hann. Þau fá að heimsækja hann á tveggja vikna fresti í fangelsið. Ræðan, sem var flutt á vegum Frontline-samtakanna (samtaka sem vilja stuðla að framúrskarandi blaða- og fréttamennsku og frelsi blaða- manna, sérstaklega í stríðsátökum) í London á fimmtudag, hefur vakið mikla athygli. Í henni segir Greste frá þeirri áhættu sem margir blaðamenn gangast undir til að sinna störfum sín- um og frá vangaveltum sínum í fanga- klefanum. Fangelsaðir Greste og samstarfsmenn hans tveir frá Al Jazeera hafa verið í fangelsi síð- an í desember í fyrra. Þeir voru í júní síðastliðnum dæmdir fyrir að breiða út lygar og falskar fréttir sem sagðar voru stuðla að uppgangi Bræðralags múslima í Egyptalandi. Bræðralagið hefur verið sett á „svartan lista“ í ríkinu og starfsemi þess bönnuð með öllu. Bræðralagið var mjög valdamikið í Egyptalandi til ársins 2013 þegar stjórnvöld tóku til aðgerða gegn þeim. Fyrrverandi forseti Egyptalands, Mohamed Morsi, var leiðtogi samtak- anna en var steypt af stóli, ásamt sam- tökunum, í júní 2013. Umdeild réttarhöld Greste, Mohamed Fadel Fahmy og Baher Mohamed voru fangelsaðir eft- ir umdeild réttarhöld. Þau þóttu farsa- kennd og voru fordæmd um allan heim. Greste og Fahmy fengu sjö ára dóm, en Baher Mohamed var dæmd- ur í 10 ára fangelsi. Allir neita þeir staðfastlega ásökunum, enda tilhæfu- lausar með öllu. „Sjaldan hafa svo mörg okkar hafi verið fangelsuð, barin, verið hótað eða myrt við skyldustörf,“ segir Greste í ræðunni sem flutt var á vegum Frontline síðasta fimmtudag. Hann benti á að árið 2013 hefði 71 blaða- maður verið myrtur. 826 blaðamenn voru handteknir og 2.160 voru beittir líkamlegu ofbeldi. 87 var rænt. „Guð má vita hvernig tölur þessa árs verða,“ sagði í ræðu Greste. Greste tók sem dæmi morðin og aftökurnar á bandarísku blaða- mönnunum James Foley og Steven Sotloff í Sýrlandi í ágúst og september. Hann segir afdrif þeirra gefa öðrum blaðamönnum litla von. Breytingar á stríði Greste segir að hluti vandans sé þó breytingar á því hvernig bardagar og stríð séu háð. Hann segir átök og stríðsrekstur á síðustu fjórum áratug- um hafa tengst átökum um þjóðerni, landsvæði og auðlindir. Blaðamenn hafi getað starfað við slíkar aðstæður og sagt frá báðum hliðum. „Í þessum átökum hefur skotmarkið frekar verið skilaboðin en sá sem flytur þau,“ segir hann. Í stríðinu gegn hryðjuverkum, sem hann er afar gagnrýninn á, sé það hins vegar svo að ekki sé hægt að benda á nákvæmlega um hvað sé deilt, eins og áður. Það hafi engar línur verið dregn- ar hvort sem það varði hugmynda- fræðileg eða landafræðileg mörk. „Þetta eru átök sem snúast um viðhorf frekar en stríð um landsvæði eða steinefni,“ segir hann. „Í þessu stríði eru skilaboðin miklu sterkari en skot- vopn,“ segir hann og bendir á notkun ISIS á samfélagsmiðlum. Hann segir blaðamenn hvergi fá skjól og þeir verði alltaf sakaðir um að starfa fyrir óvininn. Hann sagði George Bush hafa markað reglurnar eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkj- unum 2001; „Annaðhvort ertu með okkur eða á móti okkur.“ „Þetta þýðir að það er ógerlegt fyrir blaðamenn að halda í heiðri siðareglum um jafn- vægi og sanngirni í starfi sínu án þess að vera sakaðir um að starfa fyrir óvin- inn.“ Verða að tryggja öryggi Hann segir að fangelsun hans og vinnufélaga hans og morðin á Foley og Sotloff minna fólk á mikilvægi blaðamennsku. „Það verður alþjóðlegur stuðning- ur sem bjargar okkur,“ segir Greste. Hann hvetur blaðamenn til að taka stuðning almennings ekki sem gefn- um hlut. Þeir þurfi að taka afstöðu með heiðarlegri og faglegri blaðamennsku. Það megi ekkert út af bregða. Hann segir að öryggi einstakra blaðamanna sé ekki tryggt en að alþjóðasamfélag- ið verði að taka höndum saman og tryggja frelsi og öryggi fjölmiðlafólks. Ræðu hans má lesa á vef Frontline- samtakanna, frontlineclub.com. n Að störfum Hér má sjá Peter Greste að störfum í Kongó árið 2013, nokkru áður en hann var fang- elsaður í Egyptalandi. „ Í þessum átökum hefur skotmarkið frekar verið skilaboðin en sá sem flytur þau. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Fangelsi Hér er Greste ásamt vinnu- félögum sínum, Mohamed Fahmy og Baher Mohamed, í Egyptalandi í júní sumar við réttarhöld þar sem þeir voru allir dæmdir til langrar fangelsisvistar. „Ég skil dauðann varla sjálf“ í barnaafmælið Bjóðum einnig upp á eggjalausar tertur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.