Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2014, Síða 34
34 Menning Sjónvarp Vikublað 21.–23. október 2014 Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Jennifer Lawrence og Bradley Cooper lofsama hvort annað Cooper líkir Lawrence við Di Niro Miðvikudagur 22. október 16.25 Frankie (3:6) (Frankie) Ljúf og skemmtileg þáttaröð frá BBC um hjúkrunar- fræðinginn Frankie. Umhyggjusöm og ósérhlífin eins og hún er, setur hún sjálfa sig iðulega í annað sæti. Aðalhlutverk: Eve Myles, Derek Riddell og Dean Lennox Kelly. e 17.20 Disneystundin (38:52) 17.21 Finnbogi og Felix (11:13) (Disney Phineas and Ferb) 17.43 Sígildar teiknimyndir (8:30) (Classic Cartoon I) 17.50 Nýi skólinn keisarans (17:18) (Disney's Emperor's New School) 18.15 Táknmálsfréttir (52) 18.25 Eldað með Niklas Ekstedt (9:12) (Niklas Mat) Meistarakokkurinn Niklas Ekstedt flakkar á einni viku á milli nokkurra bestu veitingahúsa heims og reynir að heilla eigend- urna uppúr skónum með matseld sinni. 18.54 Víkingalottó (8:52) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir Íþróttafréttir dagsins í máli og myndum. 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós Beittur viðtals- og fréttaskýringaþáttur fyrir þá sem vilja ítarlegri umfjöllun um fréttir líðandi stundar. 19.55 Óskalögin 20.00 Neyðarvaktin 8,9 (3:22) (Chicago Fire III) Bandarísk þáttaröð um slökkvi- liðsmenn og bráðaliða í Chicago en hetjurnar á slökkvistöð 51 víla ekkert fyrir sér. Meðal leikenda eru Jesse Spencer, Taylor Kinney, Lauren German og Monica Raymund. 20.45 Hæpið (3:8) #hæpið #gæði #netturþáttur #djammið #vaggogvelta 1337@unistefson og @ katrinasmunds. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 21.15 Kiljan (5) Bókaþáttur Egils Helgasonar. Stjórn upptöku: Ragnheiður Thorsteinsson. 22.00 Tíufréttir 22.15 Veðurfréttir 22.20 Háhyrningar til sýnis (Blackfish) Margverð- launuð heimildarmynd um háhyrninga og réttmæti þess að dýr af þessari stærð séu innilokuð í sædýrasöfn- um heims. Myndin var gerð í kjölfar slyss þar sem há- hyrningur drekkti þjálfara sínum árið 2010. 23.45 Höllin (3:10) (Borgen) Danskur myndaflokkur um valdataflið í dönskum stjórnmálum. Helstu persónur eru Birgitte Nyborg, fyrsta konan á forsætisráðherrastól, fjöl- miðlafulltrúinn Kasper Juul, og sjónvarpsfréttakonan Katrine Fønsmark. e 00.45 Kastljós e 01.05 Fréttir e 01.20 Dagskrárlok (50:365) Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 12:00 Arsenal - Hull 13:40 Football League Show 14:10 Stoke - Swansea 15:50 Southampton - Sunder- land 17:30 Messan 18:45 Premier League World 19:15 Newcastle - Leicester 20:55 Ensku mörkin - úrvalsd. 21:50 QPR - Liverpool 23:30 Pólland - Skotland 18:00 Strákarnir 18:25 Friends (12:24) 18:50 Little Britain (2:6) 19:20 Modern Family (11:24) 19:45 Two and a Half Men (7:22) 20:10 Örlagadagurinn (25:30) 20:40 Heimsókn 21:00 The Mentalist (21:24) 21:40 Chuck (17:22) Chuck Bartowski er mættur í annað sinn hér í hörku skemmtilegum og hröðum spennuþáttum. 22:25 Cold Case (3:23) (Daniela) Magnþrunginn mynda- flokkur um lögreglukonuna Lilly Rush sem starfar í morðdeildinni í Fíladelfíu. 23:10 E.R. (12:22) Sígildir þættir sem gerast á bráða- móttöku sjúkrahúss í Chicago þar sem erillinn er næstum óviðráðanlegur og læknarnir fá nánast engan tíma til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða. 23:55 Boss (9:10) 00:50 Örlagadagurinn (25:30) 01:30 Heimsókn 01:50 The Mentalist (21:24) 02:30 Chuck (17:22) 03:20 Cold Case (3:23) 04:10 Tónlistarmyndb. Bravó 11:20 Margin Call 13:05 There's Something About Mary 15:05 Hyde Park On Hudson 16:40 Margin Call 18:25 There's Something About Mary 20:25 Hyde Park On Hudson 22:00 The Watch 23:40 Nine Miles Down 02:40 The Watch 18:15 Last Man Standing (11:18) 18:40 Guys With Kids (15:17) 19:00 Hart of Dixie (12:22) 19:45 Jamie's 30 Minute Meals 20:10 Baby Daddy (7:21) 20:35 Flash (2:13) 21:20 Arrow (1:23) 22:00 Sleepy Hollow (1:18) 22:45 Wilfred (3:13) 23:10 Originals (10:22) 23:55 Supernatural (15:22) 00:40 Hart of Dixie (12:22) 01:25 Jamie's 30 Minute Meals 01:45 Baby Daddy (7:21) 02:10 Flash (2:13) 02:55 Arrow (1:23) 03:35 Sleepy Hollow (1:18) 03:35 Sleepy Hollow (1:18) 04:20 Tónlistarmyndb. Bravó 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Wonder Years (16:17) 08:30 Wipeout 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (70:175) 10:15 Spurningabomban (1:6) 11:00 Grand Designs (11:12) 11:50 Grey's Anatomy (12:24) 12:35 Nágrannar 13:00 Dallas (5:10) 13:45 Gossip Girl (5:10) 14:30 Smash (14:17) 15:20 Victorious 15:45 Grallararnir 16:10 Arrested Development 16:45 New Girl (2:25) 17:10 Bold and the Beautiful 17:32 Nágrannar 17:57 Simpson-fjölskyldan 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Bad Teacher (7:13) Banda- rískur gamanþáttur sem byggður er á samnefndri kvikmynd um kennslukonu sem er ekki starfi sínu vaxin en notar kynþokkann sér til framdráttar. 19:40 The Middle (23:24) Þriðja þáttaröðin af þessum stórskemmtilegu þáttum um hið sanna líf millistéttafólksins. Það er aldrei lognmolla hjá Heck-fjölskyldunni þar sem ofurhúsmóðurin Frankie hefur í mörg horn að líta. 20:05 Heimsókn (5:28) 20:25 A to Z (3:13) Frábærir nýir rómantískir gamanþættir þar sem við fylgjumst með Andrew sem starfar á stefnumótasíðu og hans helsti draumur er að hitta draumakonuna. Zelda er svo lögfræðingur sem kallar ekki allt ömmu sína og nennir engu kjaftæði þegar kemur að karlmönnum. Örlögin leiða svo Zeldu og Andrew saman og úr verður undarlega skemmtilegt ástarsamband. 20:50 Grey's Anatomy (4:24) 21:35 Forever (4:13) 8,4 Stórgóð þáttaröð um Dr. Henry Morgan, réttarmeina- fræðing, sem á sér afar litríka og langa fortíð. Hann getur nefnilega ekki dáið og í gegnum tíðina hefur hann þróað með sér ótrúlega næmni og færni í að lesa fólk eins og opna bók. Leynilögreglukonan Jo Martinez sér þessa einstöku hæfileika hans og fær hann til liðs við sig í að rannsaka flókin sakamál. Sá eini sem veit leyndarmálið um ódauðleika hans er hans besti vinur og trúnaðar- maður, Abe. 22:20 Covert Affairs (15:16) 23:05 Enlightened (7:8) 23:35 NCIS (10:24) 00:15 The Blacklist (4:22) 01:00 Person of Interest (3:22) 01:45 Giv'em Hell Malone 03:20 Extremely Loud & Incredibly Close 05:25 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (5:25) 08:20 Dr.Phil 09:00 The Talk 09:40 Pepsi MAX tónlist 15:30 The Royal Family (6:10) 15:55 Welcome to Sweden 16:20 Parenthood (5:22) 17:05 Extant (7:13) Glænýir spennuþættir úr smiðju Steven Spielberg. Geimfar- inn Molly Watts, sem leik- inn er af Halle Berry, snýr aftur heim, eftir að hafa eytt heilu ári í geimnum ein síns liðs. 17:50 Dr.Phil 18:30 The Tonight Show 19:10 The Talk 19:50 30 Rock (5:13) Liz Lemon og félagar í 30 Rockefeller snúa loks aftur með frá- bæra þáttaröð sem hlotið hefur fjölda verðlauna. Bæði Liz og Jack reyna að fá Jennu til að sannfæra kjós- endur í Flórída um að kjósa sitt hvorn frambjóðandann. 20:10 Survivor (3:15) Það er komið að 26. þáttaröðinni af Survivor með kynninn Jeff Probst í fararbroddi og í þetta sinn er stefnan tekin á Caramoan á Filippseyjum. Nú eru það tíu eldheitir aðdáendur þáttanna sem fá að spreyta sig gegn tíu vinsælum keppendum úr fyrri Survivor-seríum. 20:55 Remedy (5:10) Remedy er kanadísk læknadrama og fjallar um Griffin Gonnor (Dillon Casey) sem hættir í læknaskólanum og snýr aftur heim. Hann fær vinnu sem aðstoðarmaður á sjúkrahúsinu sem faðir hans stýrir og tvær metnað- arfullar systur starfa. Griffin líður hálfpartinn eins og svarta sauðnum í fjölskyldunni, eftir að hann hætti í miðju læknanámi, en lærir þó heilmargt á því að vinna sem aðstoðar- maður á spítalanum. Öllum er brugðið þegar greining Brunos reynist rétt og bjargar lífi sjúklings dr. Tuttle. Sjúklingur í brjálæð- iskasti sparkar í magann á hinni barnshafandi Sandy. 21:45 Unforgettable (5:13) Bandarískir sakamálaþætt- ir um lögreglukonuna Carrie Wells sem glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem gerir henni kleift að muna allt sem hún hefur séð eða heyrt á ævinni. Hvort sem það eru samræður, andlit eða atburðir, er líf hennar; ógleymanlegt. Carrie og Al verða að finna tengsl milli starfsmanns strandgæsl- unnar sem finnst myrtur og sprengingar um borð í báti þar sem frægur kokkur lét lífið. 22:30 The Tonight Show 23:10 Fargo (4:10) 00:00 Under the Dome (5:13) 00:40 Remedy (5:10) 01:25 Unforgettable (5:13) 02:10 The Tonight Show 02:55 Pepsi MAX tónlist Stöð 2 Sport 2 07:00 Meistarad. - Meistaram. 07:45 Meistarad. - Meistaram. 10:35 Chelsea - Maribor 12:15 Roma - Bayern Munchen 13:55 Barcelona - Ajax 15:35 CSKA Moscow - Man. City 17:15 Meistarad. - Meistaramörk 18:00 Meistarad. - upphitun 18:30 Liverpool - Real Madrid B 20:45 Meistarad. - Meistaram. 21:30 Anderlecht - Arsenal 23:20 Olympiakos - Juventus 01:10 Meistarad. - Meistaram. J ennifer Lawrence og Bradley Cooper leika nú saman í kvik- myndinni Serena, en það er í þriðja skipti sem leiðir þeirra liggja saman á hvíta tjaldinu. Þau hafa því kynnst ansi vel og í við- tali við Vanity Fair lofsamar Cooper mótleikkonu sína. „Mér finnst ég hafa unnið lottóvinning, að fá að vinna með Jennifer Lawrence.“ Hann segir hana hafa blásið lífi í persónu sína í kvikmyndinni og gefið henni mikla dýpt. Í Serena leika Lawrence og Cooper nýgift hjón sem reka timbur- fyrirtæki í Norður-Karólínu á fjórða áratug síðustu aldar. En brestir koma í hjónabandið þegar persóna Coopers áttar sig á því að kona hans getur ekki átt börn. „Hún hefur svo marga góða eiginleika,“ heldur Cooper áfram. „Sá stærsti er eflaust sá að hún slakar svo vel á þegar hún er að leika. Það er ótrúleg upplifun að fá að leika á móti henni, hún nær manni svo vel með sér inn í hlutverk- ið. Hún er svolítið eins og Robert De Niro, þau eru mjög lík á þennan hátt.“ Lawrence er líka ansi hrifin af Cooper sem mótleikara og segir gott að vinna með honum, enda þekk- ist þau svo vel að þau hafi smoll- ið strax saman í hlutverkum sínum í Serenu. „Svo er hann bara svo frábær. Að vinna með honum gerir allt auð- veldara. Ég var búin að ímynda mér persónu hans í huganum þegar ég las handritið og svo birtist Cooper bara og passaði akkúrat við þá mynd.“ n David Clarke lifir F jórða sería af Revenge hófst nýlega í Bandaríkjunum. Loksins þegar Emily hef- ur tekist að hefna sín á Gra- yson-hjónunum kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist. Emily Thorne, sem í rauninni heitir Am- anda Clarke, hefur unnið hörð- um höndum að því að hefna sín vegna föður síns sem hún trúir að Grayson-hjónin hafi prettað og myrt en nú hefur komið í ljós að faðir hennar, David Clarke, er á lífi. Í fjórðu seríu verða ýmsar breytingar á leikarahópnum þar sem tveir aðalkarakterarn- ir, Aiden Mathis og Conrad Gray- son, sem leiknir voru af Barry Sloane og Henry Czerny, eru látn- ir. Í þeirra stað hafa James Tupper, sem leikur David Clarke, og Kar- ine Vanasse, sem túlkar Margaux LeMarchal, fengið bitastærri hlutverk. Sem áður er það Emily VanCamps og Madeleine Stowe sem eru aðalstjörnur þáttanna. Fjórða serían mun snúast að miklu leyti um þá staðreynd að David Clarke sé á lífi auk þess sem deilurnar milli Emily og Victoriu munu aðeins harðna en nú loks- ins veit Victoria hver Emily í raun og veru er. n indiana@dv.is Ekki er allt sem sýnist í Revenge Emily Emily heitir réttu nafni Amanda Clarke. Skrítið og einmana landsbyggðarfólk É g er í hópi þeirra fjölmörgu sem biðu spenntir eftir loka- þætti Hraunsins á RÚV síð- astliðið sunnudagskvöld. Það er því miður ekki á hverj- um degi sem sjónvarpsglápurum býðst vandað íslenskt sjónvarps- efni og af þeim sökum höfum við jafnan óraunhæfar, og kannski ósanngjarnar, væntingar til þess. Hraunið bjó yfir mörgum góðum kostum; frábærri fléttu, gríðarlegri spennu og dramatík. Þættirnir hefðu að mínu mati mátt vera átta í stað fjögurra. Ég hefði viljað lengri tíma til að kynnast persónunum, tengjast þeim, en afar hratt var farið yfir sögu. Stundum, sérstak- lega þegar ég var hratt kynnt fyrir nýjum eignarhaldsfélögum í eigu nýrra persóna, missti ég þráðinn. Mögulega var kvikmyndagerðar- fólki sniðinn of þröngur stakkur fjárhagslega, sem oft áður. Hraunið var tekið upp á Snæ- fellsnesi, mínum heimaslóðum, og að loknum öðrum þætti fór ég ósjálfrátt að velta fyrir mér birtingarmynd heimamanna. Á þeim tímapunkti samanstóðu heimamenn af spilltum útrásarvík- ingi, grunsamlegum hótelstjóra, eiturlyfjafíklum með barn, skít- hæl sem áreitir fyrrverandi eigin- konu sína, lögreglustjóra sem sat og lagði kapal í miðri morð- og mannhvarfsrannsókn og undir lok þáttar bættist við barnaníðingur. Hverjar eru annars líkurnar á því að fyrsti maðurinn sem þú rekst á niðri á bryggju í Ólafsvík sé barn- aníðingur? (Ég get enn ekki séð hvernig barnaníðingurinn tengdist söguþræðinum. Hann lék ekkert hlutverk í þessari annars flottu fléttu og atriðið með honum stakk í stúf við allt annað í þáttaröðinni að mínu mati). Niðurstaðan sem ég fékk, að lokinni mjög óvísinda- legri athugun, er sú að persónur búsettar á Snæfellsnesi eru ólíkar persónum búsettum á höfuð- borgarsvæðinu. Fagfólkið kom til að mynda af höfuðborgarsvæðinu – sérfræðingarnir að sunnan. Ég geri þetta ómeðvitað í hvert skipti sem ég horfi á íslenskt sjón- varpsefni – fer í kynlega hausataln- ingu og velti fyrir mér birtingar- mynd landsbyggðarfólks. Get ekki að því gert. Nýverið sá ég til dæmis íslensku kvikmyndina París norð- ursins. Fáránlega fyndin og í senn falleg mynd, en þar mátti einnig sjá algengt þema. Íbúar Flateyrar voru furðulega fáir (fjórir?), skrítn- ir og einmana. Mannlífið ekkert. Nýbúinn af höfuðborgarsvæðinu utangátta og öðruvísi. Birtingar- mynd þessi ýtir undir þá staðal- mynd að fólk úti á landi sé á ein- hvern hátt frábrugðið því sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Af annarri tegund jafnvel. Sökum einangr- unar og eirðarleysis sé það orðið hálfskrítið. Í miðri tilvistarkreppu leitar borgarbarnið út á land, líkt og Hugi í París norðursins, en flýr þaðan aftur um leið og það hefur náð áttum. Það á nefnilega ekkert sameiginlegt með landsbyggðar- börnunum. Í daglegu tali er stundum talað um gjá milli landsbyggðar og höf- uðborgar. Mér leiðist þessi um- ræða. En á meðan staðalmyndirn- ar fá að blómstra í menningarefni þjóðarinnar verður sú hugmynd viðtekin að landsbyggðarfólk og höfuðborgarbúar séu af ólíkum tegundum. Höfundur er dreifbýlistútta bú- sett á höfuðborgarsvæðinu. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is Pressa Sérfræðingur að sunnan Björn Hlynur Haraldsson í hlutverki sínu sem rann- sóknarlögregluþjónninn Helgi í Hrauninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.