Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 8
Helgarblað 31. október–3. nóvember 20148 Fréttir Lyfjaverksmiðja í skattaskjóli n Eigendabreytingar á fasteignaverkefninu í Vatnsmýrinni n Veðsett hjá Arion F asteignafélagið Sæmund- ur ehf., nýr eigandi lyfja- verksmiðju Alvogen við Sæ- mundargötu í Reykjavík, sem nú rís, hefur veðsett fasteignina fyrir nærri 5,5 milljarða króna. Tæplega 200 milljóna króna skuldabréf frá Reykjavíkurborg hvílir á fyrsta veðrétti eignarinnar og 5,2 milljarða tryggingabréf frá Arion banka er á öðrum veðrétti. Fyrirsvarsmaður Alvogen á Íslandi er Róbert Wessmann fjárfestir. Eignarhaldið á meirihlutanum í Sæmundi ehf. endar á Cayman- eyjum í gegnum íslenska félagið Aztiq Pharma ehf. Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við byggingu hússins hófust í nóvember á síð- asta ári. Í vikunni voru auglýst til umsóknar 50 störf hjá Alvotech, sem er dótturfyrirtæki Alvogen, sem verður með starfsemi í húsinu. Húsið verður um 13 þúsund fer- metrar og verður opnað í ársbyrj- un 2016. Framleiða á samheitalyf í húsinu en í tilkynningu frá Alvogen í vikunni sagði meðal annars: „Sex líftæknilyf eru nú í þróun hjá Alvot- ech í samvinnu við erlenda sam- starfsaðila og fyrstu lyf fyrirtækis- ins fara á markað árið 2018 þegar einkaleyfi þeirra renna út. Lyfin eru háþróuð stungulyf og m.a. notuð við krabbameini og gigtarsjúkdóm- um. Sala frumlyfjanna á árinu 2013 á heimsvísu var um 15 milljarðar evra. Alvotech mun sjá um þróun og framleiðslu lyfjanna en Alvogen og önnur lyfjafyrirtæki munu sjá um markaðssetningu þeirra.“ Fasteignin skipti um hendur Fasteignin skipti um hendur í febr- úar, eftir að hafa upphaflega ver- ið skráð á fyrirtækið Alvogen Bio Tech. ehf. sem nú heitir Alvot- ech, og var skráð á Fasteignafélag- ið Sæmund ehf. Alvotech er í eigu Alvogen Iceland ehf. sem aftur er í eigu Alvogen Lux Holdings S.A.R.L., eignarhaldsfélags í Lúxemborg. Fasteignafélagið Sæmundur ehf. er hins vegar vegar í eigu fyrirtækis- ins Aztiq Pharma ehf. að 60 prósent leyti og Alvogen Iceland ehf. að 40 pró- sent leyti. Aztiq Pharma er í eigu fé- lags á Cayman-eyjum sem heitir Azt- iq Cayman L.P. Ekki liggur fyrir hver á Aztiq Cayman L.P. samkvæmt opinber- um upplýsingum á Íslandi. Lyfjaverk- smiðjan í Vatnsmýrinni er því komin í meirihlutaeigu ótilgreinds aðila. Alvotech ehf. og Sæmundur ehf. gerðu með sér samning í febrú- ar síðastliðnum um að síðarnefnda félagið tæki byggingaverkefnið yfir. Ekki er tekið fram í samningnum af hverju nýja félagið tók við verkefn- inu af dótturfélagi Alvogen á Íslandi. Leigja fyrir nærri 5 milljónir á mánuði Alvogen Bio Tech gerði í nóvem- ber í fyrra samning við félagið Vís- indagarða Háskóla Íslands um byggingu hússins. Vísindagarð- ar leigja Alvogen byggingaréttindi á lóðinni fyrir tæplega 5 milljón- ir króna á mánuði út samningstím- ann, til ársins 2038. Þá skuldbinda Vísindagarðar sig til að leigja 3.000 fermetra af húsnæðinu, nærri fjórð- ung, í allt að fimm ár. Með yfirfær- slu á samningnum yfir til Fasteigna- félagsins Sæmundar er nú kominn annar aðili að byggingu hússins og eigu þess. Alvotech mun hins vegar sjá um framleiðslu lyfjanna í húsinu. Keypti líka Borgarbókasafn Líkt og áður segir liggur ekki fyrir hver á Aztiq Pharma á endanum og þar með meirihlutann í lyfjaverk- smiðjunni í Vatnsmýrinni. Hins vegar greindi DV frá því í fyrra að þetta sama félag hefði keypt gamla Borgarbókasafnið í Þingholtsstræti af Ingunni Wernersdóttur. Þá sagði í frétt DV að eignarhaldsfélagið væri í eigu Róberts Wessmann, og fleiri aðila sem tengdir eru samheitalyf- jafyrirtækinu Alvogen. DV fékk hins vegar ekki nákvæmari upplýsingar um eignarhald félagsins en það. Gamla Borgarbókasafnið verður notað sem skrifstofuhúsnæði. Því liggur ekki fyrir nákvæm- lega hver á þetta félag sem nú á meirihluta í fasteignaverkefninu í Vatnsmýrinni. En fyrir liggur að opinberir íslenskir aðilar, eins og Vísindagarðar Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg, hafa verið í sam- vinnu við Alvogen enda er verk- efnið í Vatnsmýrinni stórt í sniðum. Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Alvogen í gær, fimmtudag. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Í eigu Róberts Lyfjaverksmiðjan í Vatnsmýrinni er nú komin í eigu félags á Cayman-eyjum sem er í eigu Ró- berts Wessmann og annarra aðila sem tengjast Alvogen. „Alvotech mun sjá um þróun og fram- leiðslu lyfjanna H öskuldur Þórhallsson, þing- maður Framsóknarflokks- ins, verður nýr forseti Norð- urlandaráðs eftir að hafa haft betur í kosningu um embættið gegn Steingrími J. Sigfússyni í Stokk- hólmi á fimmtudaginn. Flokkahópur Vinstri græningja í ráðinu ákvað að bjóða Steingrím fram gegn Höskuldi þrátt fyrir að ekki tíðkist að kosið sé á milli manna þegar forseti Norður- landaráðs er kjörinn. Yfirleitt tilnefnir hvert land bara einn fulltrúa á fimm ára fresti og við- komandi er svo sjálfkjörinn í emb- ættið. Löndin fimm sem mynda Norðurlandaráð skiptast þannig á að vera með sjálfkjörinn forseta í ráðinu á fimm ára fresti. Framboð Steingríms mæltist ekki vel fyrir hjá öðrum flokkahópum í Norðurlandaráði og tók valnefnd ráðsins ekki vel í það á fundi sínum á þriðjudaginn. Vinstri græningj- ar ákváðu samt að bjóða hann fram. Steingrímur fékk hins vegar aðeins 9 atkvæði af 62 í kosningunni, Hösk- uldur fékk 52 og 1 var ógilt. Ljóst má telja hins vegar að Vinstri græningjar hafa vitað að kosningin færi svo í ljósi viðbragða hinna flokkahópanna. Í viðtali við Steingrím á þriðjudaginn sagði hann við DV að ágætt væri að hrista að- eins upp í fyrirkomulaginu í forseta- kjörinu. „Margir telja að það sé allt í lagi að hrista aðeins upp í þessu og ýtt aðeins við þessu fyrirkomulagi. Ég man ekki til þess að forsetavalið hafi endað í kosningu. Það er ágætt að hafa smá fjör í þessu.“ Ætla má að Steingrímur hafi feng- ið sex atkvæði frá fulltrúum Vinstri græningja í Norðurlandaráði, eitt frá Róbert Marshall, þingmanni Bjartrar framtíðar, og svo tvö frá einhverjum öðrum óþekktum fulltrúum. n ingi@dv.is Höskuldur með öruggan sigur Lagði Steingrím með 52 atkvæðum gegn 9 Öruggur sigur Höskuldur Þórhallsson verður næsti forseti Norðurlandaráðs eftir að hafa lagt Steingrím J. Sigfússon örugglega í kosningu um embættið. Mynd FRaMsóKnaRFLoKKuRInn Vistaður á réttargeðdeild Héraðsdóm ur Reykja vík ur úr sk urðaði í vikunni 29 ára gamlan karlmann til að sæta ör ygg is gæslu á rétt ar geðdeild Land spít al ans á Kleppi til 27. nóv em ber næstkomandi. Þetta staðfestir lögfræðingur manns- ins í samtali við DV.is á miðviku- dag. Maður inn er grunaður um að hafa orðið eig in konu sinni að bana á heim ili þeirra í Breiðholti 28. september síðastliðinn. Maðurinn sætir enn geð- rannsókn og segir lögfræðingur hans að honum sé gert að sæta öryggisgæslu á Kleppi vegna ná- lægðar við lækni. Að sögn lög- fræðingsins er óvíst hvenær má vænta niðurstöðu úr geðrann- sókn og mati á sakhæfi manns- ins. Þá er einnig beðið eftir niðurstöðu krufningar. Maður- inn er grunaður um að hafa þrengt að önd un ar vegi konu sinn ar, sem var 26 ára göm ul, þannig að hún hlaut bana af. Börn hjón anna, tveggja og fimm ára, voru á heim il inu þegar at vikið átti sér stað, en þeim var komið í viðeig andi umönnun hjá barna vernd ar yf ir völd um í kjöl- far at viks ins. Maður inn var hand tek inn 28. sept em ber síðastliðinn og var í upp hafi úr sk urðaður til að sæta gæslu v arðhaldi á Litla-Hrauni til 17. októ ber á grund velli rann- sókn ar hags muna. Fyrsta hálfa mánuðinn var hann í ein angr- un í fang els inu. Hinn 17. októ ber var gæslu varðhaldið yfir hon um fram lengt til 14. nóv em ber. Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.