Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 10
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201410 Fréttir „Þarf ég líka að kveikja í mér?“ n Fólk á flótta grípur til örþrifaráða til að fá sanngjarnt svar A dam Ibrahim Pasha, 37 ára gyðingur frá Írak, hef- ur verið í hungurverkfalli á Fit hostel í Reykjanes- bæ frá 21. október, eða í 11 daga. Með hungurverkfall- inu vill Adam mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar frá 17. október um að taka umsókn hans um hæli á Íslandi ekki til efnislegr- ar meðferðar. Ekki er einsdæmi að fólk á flótta grípi til slíkra aðgerða hér á landi. Að sögn Toshiki Toma, prests inn- flytjenda, gerist það reglulega að svo virðist sem mál séu ekki skoðuð ofan í kjölinn áður en yfirvöld synja fólki á flótta um dvalarleyfi, vernd eða upptöku máls til efnislegrar með- ferðar. „Sagan endurtekur sig aftur og aftur. Fyrr á þessu ári fór ungur maður frá Afganistan í hungurverk- fall og fékk í kjölfarið dvalarleyfi á Íslandi.“ Hann nefnir einnig sem dæmi fjölskyldu frá Kólumbíu sem synjað var endanlega um dvalar- leyfi í byrjun árs en eftir að fjölmiðl- ar fjölluðu um málið var ákvörðun- inni snúið á þremur dögum. Örþrifaráð eftir synjun Fyrir þremur árum ætlaði Medhi Kavyanpoor frá Íran að kveikja í sér í húsnæði Rauða krossins í Reykja- vík. Hann hafði beðið eftir dvalar- leyfi í sjö ár og verið hafnað fjórum sinnum. Medhi hellti yfir sig bens- íni og hélt á kveikjara og gerði sig líklegan til að kveikja í sér en var yfirbugaður af lögreglu. Í kjölfarið samþykkti Alþingi að veita honum ríkisborgararétt. „Eftir þetta hitti ég ungan mann sem hafði beðið eftir úrlausn sinna mála í næstum því tíu ár. Hann spurði mig: „Þarf ég líka að kveikja í mér?“ Sem betur fer gerði hann það ekki. Því miður er raunveruleikinn sá að fólk þarf að grípa til slíkra ráða til að fá sann- gjarnt svar. Munum að í flestum til- fellum á fólk á flótta sér langa sögu og getur verið þreytt þegar það sækir um vernd hérlendis,“ segir Toshiki. Enginn ber ábyrgð Toshiki segir áhyggjuefni að ákvarðanir yfirvalda í málefnum fólks á flótta byggi ekki á traustari grunni og sveiflist eftir því hvort það njóti stuðnings samfélags- ins og komist í fjölmiðla. „Þannig á að sjálfsögðu ekki að vinna um- sóknir um alþjóðlega vernd, held- ur á að vanda til verka frá fyrstu stundu og byggja niðurstöðuna á haldbærum rökum.“ Við lestur úr- skurða Útlendingastofnunar segist Toshiki oft velta því fyrir sér hvern- ig hægt sé að kveða upp svo afdríf- aríkar ákvarðanir án ítarlegs rök- stuðnings. „Svo er hægt að snúa ákvörðuninni eins og ekkert sé. Maður spyr þá á hverju upphaflega ákvörðunin hafi verið byggð. Svo ber enginn ábyrgð. Ef þetta gerðist í Japan myndi einhver þurfa að axla ábyrgð og segja af sér.“ Styttri málsmeðferðartími Á undanförnum árum hefur verið markmið hjá yfirvöldum að hæl- isleitendur fái skjótari úrlausn sinna mála og er núna miðað við 90 daga. Toshiki segir það að mörgu leyti jákvætt en hefur áhyggjur af gæðum úrvinnslu mála við þær að- stæður. „Þetta snýst ekki aðeins um hraða, heldur líka vandaða upplýs- ingasöfnun og skilning á aðstæð- um fólks.“ n Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@dv.is Óttast um líf sitt verði hann sendur til baka A dam Ibrahim Pasha hefur verið í hungurverkfalli á Fit hostel frá 21. október, eða í 11 daga. Adam er 37 ára gyðingur frá Írak. Útlendingastofnun synjaði honum um efnislega meðferð um- sóknar um hæli því hann hafði þegar fengið dvalarleyfi í Slóvak- íu. Þar varð hann fyrir ofsóknum og óttaðist um líf sitt. Í viðtali DV við Adam fyrr í vikunni kom fram að hann hygðist svelta sig þar til niður- staða fengist og honum yrði heimilt að dvelja á Íslandi. „Ég vil deyja á Íslandi hvort sem það er núna eða sem gamall maður. Ég fer ekki til baka til Slóvakíu,“ sagði hann. Gyðingar í Írak eru örfáir og varð Adam fyrir ofsóknum þar og flýði til Slóvakíu árið 2010. Eiginkona hans býr í Ísrael og sótti Adam um hæli þar áður en hann kom til Íslands en var hafnað, meðal annars því hann gat ekki sýnt öll þau gögn sem stjórn- völd þar fóru fram á. Synjun Útlendingastofnunar hefur verið áfrýjað til innanríkisráðuneytis. Viðtalið við Adam má nálgast á vef DV. „Þetta snýst ekki aðeins um hraða, heldur líka vand- aða upplýsinga- söfnun og skilning á aðstæðum fólks Prestur innflytjenda Toshiki Toma segir áhyggjuefni að úrskurðir í málum fólks á flótta séu stundum byggðir á veikum grunni. MynD Sigtryggur Ari Reykjavíkurborg verðlaunuð Reykjavíkurborg hlaut á mið- vikudag Náttúru- og umhverfis- verðlaun Norðurlandaráðs 2014 fyrir „víðtækt og markvisst starf sveitarfélagsins að umhverfis- málum”. Verðlaunin nema um 7 milljónum íslenskra króna og eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hef- ur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt með sér- tækum aðgerðum náttúru og um- hverfi til góða. „Við erum ótrúlega stolt og ánægð,” segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við DV. „Það voru margir mjög flottir aðilar tilnefnd- ir þannig að þetta var eitthvað sem við vorum ekkert undirbúin undir. Það var mikill heiður að vera til- nefndur, hvað þá að hljóta verð- launin. Ég vil þakka öllum, bæði grasrótarsamtökum, áhugafólki og auðvitað okkar góða starfsfólki, sem hefur unnið að þessu mjög, mjög lengi. Þetta er uppskeran af margra ára hugsjónastarfi.” Spurður um hvað borgin muni verja verðlaunapeningunum í svar- ar hann: „Við erum ekki búin að ákveða neitt í því, en það verður sannarlega eitthvað sem tengist umhverfismálum.“ Í rökstuðningi dómnefndar sem valdi verðlaunahafa kemur fram að Reykjavíkurborg hafi gert ýmis- legt sem hún er ein um og sem get- ur orðið öðrum innblástur. Borgin hafi náð góðum árangri á mörgum sviðum, og um langt skeið unnið að þróun umhverfisvænnar nýt- ingar neysluvatns og framleiðslu fjarvarma og rafmagns með hjálp jarðhita. Borgin hafi jafnframt framfylgt þeirri stefnu að nota þau svæði sem ekki eru nýtt til annars í „grænum“ tilgangi til þess að koma í veg fyrir að þau verði gerð að bílastæðum. Þá gangi 87% ökutækja sveitarfé- lagsins fyrir rafmagni eða gasi. Ekki sé vitað af neinum sveitarfélögum sem hafi nálægt því eins umhverfi- svænan bílaflota. Reykjavíkurborg hafi auk þess um langt skeið átt í samstarfi um eftirlit og verndun vatnsbóla og sé nú eina höfuðborg Norðurlanda þar sem öll hús hafa aðgang að ómeðhöndluðu drykkj- arvatni í háum gæðaflokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.