Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 12
12 Fréttir Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 E ignarhaldsfélag Kára Þórs Guðjónssonar, Nolt ehf., hagnaðist um tæplega 860 milljónir króna í fyrra vegna viðskipta með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magni. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins sem samþykktur var á aðalfundi þess þann 25. sept- ember síðastliðinn. DV hefur ekki náð tali af Kára síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kári Þór var einn af starfsmönn- um fyrirtækjaráðgjafar Glitnis sem seldi þeim Svanhildi Nönnu Vig- fúsdóttur, Guðmundi Þórðarsyni og Birgi Bieltvedt meirihlutann í Skelj- ungi skömmu fyrir efnahagshrunið árið 2008. Aðrir starfsmenn fyrir- tækjaráðgjafarinnar voru meðal annars Einar Örn Ólafsson, sem var framkvæmdastjóri hennar, og Halla Sigrún Hjartardóttir, sem í dag er stjórnarformaður FME. Sem kunnugt er keyptu íslenskir lífeyrissjóðir Skeljung og P/F Magn fyrir rétt um átta milljarða króna í fyrra í gegnum sjóðstýringarfyrirtæki Arion banka, Stefni. Í viðskiptunum innleystu hluthafar Skeljungs mik- inn hagnað, 5 til 6 milljarða króna í heildina. Seljendur kaupa af kaupendum Þau þrjú, Kári, Einar Örn og Halla, eignuðust samtals 66 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Heddu ehf. sem átti 66 prósenta hlut í P/F Magni og 25 prósenta hlut í Skeljungi í við- skiptum við þau Guðmund Þórðar- son og Svanhildi – Birgir Bieltvedt seldi þeim Guðmundi og Svanhildi hlut sinn. Morgunblaðið greindi frá þessu á mánudaginn en samkvæmt frétt blaðsins hagnaðist Halla Sig- rún, sem Bjarni Benediktsson skip- aði sem stjórnarformann Fjármála- eftirlitsins síðla árs í fyrra, um 830 milljónir króna á viðskiptunum með Skeljung. Þremenningarnir keyptu hlutabréfin í Heddu árið 2012 en Guðmundur og Svanhildur áttu áfram 34 prósent í félaginu. Starfsmenn Glitnis sem seldu hlutabréf bankans í olíufélaginu eignuðust því hlutabréf í fyrirtæk- inu sem þau seldu þegar þau keyptu bréfin af þeim sem höfðu keypt hlutabréfin af bankanum. Við þetta högnuðust þau þrjú um meira en 800 milljónir króna samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Ekki er hægt að sjá hagnað Einars Arnar og Höllu svart- an á hvítu, líkt og hagnað Kára, þar sem eignarhaldsfélög þeirra sem héldu utan um hlutabréfin í Heddu, Einarsmelur ehf. og B10 ehf., hafa ekki skilað ársreikningum fyrir síð- asta ár. Halla Sigrún sendi frá sér tilkynn- ingu á miðvikudaginn þar sem hún greindi frá því að hún ætlaði að hætta sem stjórnarformaður FME í kjölfar á fréttaflutningi Morgunblaðsins. Hætti vegna trúnaðarbrests Þetta púsl Morgunblaðsins um hagnað þremenninganna á viðskipt- unum með Skeljung vantaði inn um- ræðu um starfslok þeirra Einars Arn- ar og Kára Þórs sem var í fjölmiðlum á sínum tíma. Einar Örn hætti snögg- lega sem framkvæmdastjóri fyrir- tækjaráðgjafar Íslandsbanka í lok apríl vegna „trúnaðarbrests“ og Kári fylgdi í kjölfarið. Báðir höfðu þeir séð um sölu Skeljungs til þeirra Svan- hildar, Guðmundar og Birgis. Nokkrum vikum síðar var Einar Örn svo orðinn forstjóri Skeljungs, fyrirtækisins sem hann hafði komið að því að selja út úr bankanum. Ís- landsbanki taldi að hagsmunir bank- ans og Einars Arnar færu ekki lengur saman en hann hafði þá um skeið ráðgert að hætta í honum og finna sér aðra vinnu. Aðgerð Íslandsbanka var fyrst og fremst fyrirbyggjandi en grunur lék á að Einar Örn væri þá þegar byrjaður að ræða við eigendur Skeljungs um mögulegt samstarf og átti bankinn ennþá 49 prósent í olíu- fyrirtækinu. Bankinn skoðaði störf Einars Arn- ar fyrir bankann í kjölfarið en fann ekkert sem leiddi til frekari aðgerða af hálfu bankans. Málinu lauk því með starfslokum Einars Arnar en til marks um óánægju Íslandsbanka vildu tveir stjórnarmenn bankans í stjórn Skeljungs ekki samþykkja hann sem forstjóra. Afneitaði Skeljungi Frétt Morgunblaðsins vekur mikla athygli fyrir ýmsar sakir. Í fyrsta lagi þá hefur ekki áður komið fram op- inberlega að Einar Örn, Kári og Halla Sigrún hafi átt svo stóra hluti í Skeljungi og P/F Magni. Sögusagnir gengu sannarlega um þetta en þær fengust ekki staðfestar. Ein af ástæð- unum fyrir því var sú að Halla Sigrún neitaði að eiga eða hafa átt hluta- bréf í Skeljungi og P/F Magni í des- ember í fyrra. Halla Sigrún hafði skömmu áður hætt snögglega hjá fjárfestingarbankanum Straumi og skipaði Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra hana sem stjórnarfor- mann Fjármálaeftirlitsins. Sú skip- un vakti nokkra athygli og nokkurt umtal þar sem Halla Sigrún er rétt- nefndur fjárfestir vegna umsvifa sinna í viðskiptalífinu. Í frétt DV í fyrra um tengsl Höllu Sigrúnar og Skeljungs sagði orðrétt: „Síðustu mánuði hafa gengið sög- ur um ástæður starfsloka Höllu Sig- rúnar hjá Straumi en hún hafði starf- að þar í tvö ár. Þar áður hafði hún unnið hjá Íslandsbanka frá 2002 til 2011. Sögursagnirnar sem um ræðir tengjast meðal annars olíufélaginu Skeljungi og einu af dótturfélögum þess, P/F Magni í Færeyjum, sem var í eigu olíufélagsins að ríflega 33 pró- senta leyti. Stærsti hluthafi Magns var eignarhaldsfélagið Hedda ehf. sem keypti hlutinn af fjárfestingarfé- lagi Pálma Haraldssonar, Fons ehf., en það félag átti tæplega 67 prósent í Skeljungi. Sögusagnirnar ganga út á að Halla Sigrún hafi átt hlut í um- ræddu olíufélagi í Færeyjum.“ Halla Sigrún sagði þá aðspurð að hún ætti ekkert í Skeljungi eða félög- um sem tengjast olíufélaginu. „Ég vil ekki tjá mig um fjárfestingar mínar í fjölmiðlum […] Ég hef ekki átt nein viðskipti við Skeljung umfram það að kaupa bensín.“ Í samtali við DV í fyrra neitaði Birna Káradóttir, yfirlögfræðingur fjárfestingarbankans Straums, því að starfslok Höllu Sigrúnar í bankanum hafi borið að með óeðlilegum hætti. Fjögurra milljarða hagnaður Í ársreikningi Heddu eignarhalds- félags ehf., sem Halla Sigrún, Ein- ar Örn, Kári og Svanhildur og Guð- mundur áttu saman, kemur fram að hagnaður félagsins hafi numið rúm- lega 3,8 milljörðum króna í fyrra. Fé- lagið átti sem fyrr segir hlutabréf í Skeljungi og P/F Magni. Í ársreikningnum er bókfærður hagnaður af „sölu eignarhluta“ ríf- lega 3,7 milljarðar króna og skiptist hann á milli eigendanna fjögurra, eignarhaldsfélaganna sem héldu utan um hlutabréfin. Félagið skuld- aði þá nánast ekkert – 10 milljónir króna – og var eiginfjárstaðan jákvæð um ríflega fjóra milljarða króna. Eignarhaldsfélag Höllu Sigún- ar, B10 ehf., og eignarhaldsfélag Einars Arnar Ólafssonar, Einarsmel- ur ehf., hafa ekki skilað ársreikningi fyrir síðasta ár og því er ekki hægt að sjá bókfærðan hagnað þeirra af viðskiptunum. Ætla má hins vegar að hann sé álíka mikill og hagnað- ur eignarhaldsfélags Kára Þórs þar sem þau áttu öll þrjú jafn stóra hluti í Heddu eignarhaldsfélagi ehf. Fyrrverandi starfsmenn fyrir- tækjaráðgjafar Glitnis, sem seldi meirihlutana í Skeljung út úr bank- anum árið 2008, hafa því sjálf hagn- ast ævintýralega á sölu Skeljungs til íslenskra lífeyrissjóða rúmum fimm árum síðar. Erlendir aðilar vildu Skeljung Öll sagan er hins vegar langt frá því að vera sögð þar með. DV greindi frá því í vor að erlendir aðilar hefðu haft áhuga á Skeljungi þegar Glitnir átti olíufélagið og hafði hug á því að selja það. Í frétt DV um þennan áhuga sagði: „Samkvæmt heimildum DV höfðu erlendir aðilar sem starfa í olíubransanum áhuga á að kaupa meirihluta í Skeljungi og greiða fyr- ir hlutinn í reiðufé. Þessir aðilar funduðu með þeim Einari Erni og Höllu Sigrúnu og lýstu yfir áhuga á Skeljungi árið 2008. Ekkert varð hins vegar af þeim viðskiptum þar sem n Starfsmenn Glitnis sem komu að sölu Skeljungs 2008 fá hver um 800 milljónir Högnuðust á dularfullum viðskiptum Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Ég hef ekki átt nein viðskipti við Skeljung umfram það að kaupa bensín. Halla Sigrún Hjartardóttir Fá meira en 800 milljónir Þrír fyrrverandi starfsmenn Glitnis, meðal annars Einar Örn Ólafsson, hagnast um meira en 800 milljónir á sölunni á Skeljungi og P/F Magn. Þremenningarnir komu að sölu Skeljungs út úr bankanum árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.