Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Side 13
Fréttir 13Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 meirihlutinn í Skeljungi var seldur til eignarhaldsfélagsins BG Partners, meðal annars með láni frá Glitni og með yfirtöku á eignum í Danmörku. Eigendur þess félags voru þau Guð- mundur Örn Þórðarson, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Birgir Bielt- vedt.“ Heimildarmaður DV sagði um þessar tilraunir erlendu aðilanna til að kaupa Skeljung að starfsmenn Glitnis hefðu tekið þeim heldur fá- lega. Áhuginn á Skeljungi virðist því sannarlega hafa verið meiri en bara frá þeim Guðmundi, Svan- hildi og Birgi. Árið 2010 keyptu þau Svanhildur Nanna og Guðmundur minnihluta Íslandsbanka – 49 pró- sent – í olíufélaginu. Nokkuð var sömuleiðis fjallað um það á sínum tíma að hluti kaup- verðsins fyrir Skeljung hefði ver- ið greiddur með fasteignum í Dan- mörku sem þóttu ekkert sérstaklega álitlegar síðsumars 2008. Fasteigna- markaðurinn í Danmörku var að hruni kominn og efnahagskrepp- an var handan við hornið með falli Lehman Brothers í september 2008. Heildarkaupverð þeirra Guðmund- ar og Svanhildar Nönnu á hlutafé Ís- landsbanka í Skeljungi nam um 2,5 milljörðum króna. Frá því Morgunblaðið birti frétt sína um hagnað þeirra Einars Arnar, Kára og Höllu Sigrúnar í viðskiptun- um með Skeljung hefur DV gert til- raunir til að ná tali af þeim. Þetta hef- ur hins vegar ekki gengið. Hýsti stuðnings mannafélag Bjarna Bjarni Benediktsson hefur ekki enn- þá svarað þeirri spurningu af hverju Halla Sigrún var skipuð stjórnarfor- maður FME. Greint var frá skipun hennar á vef fjármálaráðuneytisins þann 20. desember í fyrra. Þá var Samkeppniseftirlitið nýbúið – þann 4. desember – að heimila söluna á Skeljungi til lífeyrissjóðanna í gegn- um Stefni. Því var sannarlega búið að ganga frá sölunni á Skeljungi þegar Halla Sigrún var skipuð en það var einungis nýbúið að því. DV hefur lagt fram spurningar til Bjarna Bene- diktssonar um málið en ekki fengið svör. Halla Sigrún og Einar Örn Ólafs- son eru sannarlega viðskiptafélagar sem áttu saman Heddu eignarhalds- félag ehf. ásamt þeim Kára og Guð- mundi og Svanhildi og koma einnig bæði að eldisfyrirtækinu Fjarðalaxi á Tálknafirði. Þá koma þau einnig að fyrirtækinu Póstmiðstöðinni sem meðal annars sér um dreifingu Fréttablaðsins. Tengsl Einars Arnar og Bjarna Benediktssonar, sem skipaði Höllu í starfið, eru meðal annars þau að sá fyrrnefndi hýsti stuðningsmanna- félag Bjarna fyrir þingkosningarnar árið 2007 á heimili sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. Stuðningsmannafélag Bjarna var með heimilisfesti á heim- ili Einars Arnar. Þetta bendir auðvit- að til þess að Einar Örn sé sannar- lega stuðningsmaður Bjarna og að þeir þekkist. Fóru saman í golfferð til Skotlands Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is var sömuleiðis greint frá því að Bjarni hefði flogið í einkaþotu á veg- um Glitnis til Skotlands og farið þar í golf í boði bankans. Bjarni var þá stjórnarformaður olíufélagsins N1 og móðurfélags þess, BNT ehf. Einar Örn var með í þeirri ferð til Skotlands en þá var hann starfsmaður Glitnis. Í skýrslunni segir um þetta: „Bjarni Benediktsson alþingismaður ferð- aðist dagana 20.–22. september 2007 í einkaþotu með Glitnismönnum til Skotlands. Flogið var frá Reykja- víkurflugvelli og lent á Prestwickflug- velli við Glasgow. Í viðburðadagatali Glitnis kemur fram að dagana 20.– 22. september hafi verið „golfferð fyrirtækjaþróunar“. Í ferðinni voru þrír yfirmenn hjá Glitni: Einar Örn Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Helgi Eiríksson. Tveir fyrrverandi forstjórar Olíufélagsins, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, og Hjör- leifur Jakobsson, forstjóri Kjalar, sem er í eigu Ólafs Ólafssonar og á hlut í N1, voru með í för. Bjarni Benedikts- son var á þessum tíma stjórnarfor- maður N1.“ Mörgum spurningum ósvarað Frétt Morgunblaðsins um hagn- að þremenninganna úr fyrirtækja- ráðgjöf Glitnis vegna sölunnar á Skeljungi býr til enn frekari spurn- ingar um sölu Glitnis á fyrirtækinu árið 2008 og aðild umræddra starfs- manna að henni. Salan á Skeljungi til lífeyrissjóðanna vakti talsverða athygli í fyrra og valdi Markaðurinn, viðskiptakálfur Fréttablaðsins, hana sem viðskipti ársins. Þetta er alls ekki skrítið í ljósi þess að munurinn á kaupverði og söluverði Skeljungs og P/F Magns er á bilinu 5 til 6 milljarð- ar króna sem hluthafarnir halda þá eftir. Miðað við frétt Morgunblaðsins fer um helmingur af þessum hagn- aði til þremenninganna, Einars Arn- ar Ólafsonar, Höllu Sigrúnar Hjart- ardóttur og Kára Guðjónssonar. Til að mynda liggur ekki fyrir hvort samningur um aðkomu Einars Arnar, Höllu Sigrúnar og Kára að Skeljungi hafi legið fyrir strax árið 2008 þegar Glitnir seldi þeim Guð- mundi og Svanhildi Nönnu olíufé- lagið. Það er í meira lagi einkennilegt að sama fólk og seldi meirihlutann í Skeljungi út úr bankanum hafi svo fjórum árum síðar eignast 25 pró- senta hlut í þessu sama fyrirtæki og 66 prósenta hlut í dótturfélagi þess. Af hverju seldu þau Svanhild- ur og Guðmundur þeim umrædda hluti þegar fyrir lá að Skeljungur var á leiðinni að verða seldur með miklum hagnaði, hugsanlega til líf- eyrissjóða sem þyrsti í góðar fjár- festingar? Voru viðskiptaleg sjón- armið að baki þeirri sölu? Var það vilviljun að það var sama fólkið sem keypti hlutabréfin og unnið hafði að sölu Skeljungs út úr Glitni? Skeljungsviðskiptin voru, kannski eðlilega, valin viðskiptin ársins í fyrra vegna þess hagnaðar sem þau náðu að skapa fyrir hlut- hafa félagsins. Viðskiptin með Skelj- ung, allt frá árinu 2008 þegar Glitn- ir seldi meirihlutann í félaginu og fram til ársins 2013, eru sömuleið- is afar dularfull, einkennileg og líta alls ekki vel út fyrir þá sem komu að þeim. n Ótrúleg saga Saga viðskiptanna með Skeljung frá 2008 til 2014 5. nóvember 2008 Morgunblaðið greinir frá kaup- um BG Partners á meirihluta í Skeljungi af Glitni. Einar Örn Ólafsson fer fyrir fyrirtækja- ráðgjöfinni sem sá um söluna. 26. maí 2009 Greint frá ráðningu Einars Arnar Ólafs- sonar í forstjórastarf Skeljungs. 27. maí 2009 DV greinir frá því að Einar Örn Ólafsson hafi hætt í Íslands- banka vegna trúnað- arbrests. 9. júní 2009 DV greinir frá því að tveir stjórnarmenn Íslandsbanka í Skeljungi hafi verið mótfallnir ráðningu Einars Arnar Ólafssonar í starf forstjóra Skeljungs. Greint frá því að óháður aðili skoði söluna á Skeljungi innan Íslandsbanka. 4. júní 2010 Íslandsbanki selur 49 prósenta hlut í Skeljungi til BG Partners sem á olíufélagið að fullu í kjölfarið. Högnuðust á dularfullum viðskiptum nHalla Sigrún stígur til hliðar sem stjórnarformaður FME nÓ Sex ára saga 15. júlí 2011 DV greinir frá þeirri niður- stöðu úr skoðun Íslandsbanka að ekkert misjafnt hafi fundist þegar salan á Skeljungi var athuguð. 2012 Einar Örn Ólafsson, Kári Guðjónsson og Halla Sigrún Hjartardóttir eignast hlutabréf í Skeljungi og P/F Magn í Færeyjum í gegnum Heddu ehf. 13. desember 2013 Greint frá kaupum á félagi í rekstri Stefnis á öllu hlutafé í Skeljungi og P/F Magn fyrir um átta milljarða króna. Sölu- hagnaður hluthafa hleypur á 5 til 6 milljörðum króna. 20. desember 2013 Bjarni Benediktsson skipar Höllu Sigrúnu Hjartardóttur sem stjórn- arformann Fjármálaeftirlitsins. 28. desember 2013 Halla Sigrún Hjartardóttir greinir frá því í samtali við DV að hún hafi ekki átt hlutabréf í Skeljungi eða tengdum félögum. 28. október 2014 Morgunblaðið greinir frá því að Einar Örn Ólafsson, Kári Guðjónsson og Halla Sigrún Hjartardóttir hafi hagnast um ríflega 800 milljónir króna á hlutabréfaviðskipt- um í Skeljungi og P/F Magn. Bankinn fann ekkert Skoðaði söluna á Skeljungi „Á árinu 2009 fór fram ítarleg skoðun innri endurskoðunar og regluvörslu bankans á viðskiptum með hluti í Skeljungi á árinu 2008. Við þá skoðun kom ekkert í ljós sem gefur tilefni til að ætla að Einar Örn hafi ekki haft hagsmuni bankans að leiðarljósi í vinnu sinni fyrir bankann.“ Svar Íslandsbanka í júlí 2011 við fyrirspurn DV um niðurstöðu skoðunar á sölu Skelj- ungs innan Glitnis. Seldu til þremenning- anna Hjónin Guðmundur Þórðarson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir seldu hluti í Heddu eignarhaldsfélagi til þremenn- inganna. Mynd Gunnar V. andréSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.