Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201418 Fréttir Vaxandi kostnaður úr vasa sjúklinga Neðangreint er dæmi um kostnað einstaklings sem leitar lækninga við taugasjúkdómi. Sumar tölur eru rúnaðar af og áætlaðar. Athuga ber að tölurnar miðast við fullt gjald. Rétt er að benda á að hámarksgjald sem sjúklingur getur þurft að greiða fyrir komu er 33.600,- en það er sú fjárhæð sem sjúklingur þarf samtals að hafa greitt á sama almanaksári til þess að fá afsláttarkort. Heimsókn á heilsugæslustöð – komugjald + blóðprufa Heimsókn til augnlæknis – skoðunar- gjald Koma á bráðamót- töku LSH Rannsókn – sjónhrifrit LSH Lyfjagjöf (sterameð- ferð) 3 dagar á LSH Endur- koma til hjúkrunar- fræðings (MS lyf) Tölvusneið- mynd af heila x2 Segul- ómrannsókn heila og mænu Mænu- vökva- rannsókn Lyf (t.d. Gabapentin) og stórir skammtar af D-vítamíni Endur- koma til sérfræðings + blóðprufur eftir 3 mánuði Samtals: 87.835 kr. Kostnaðurinn, sem tekinn er saman í dæminu hér að ofan getur fallið til á skömmum tíma og hæglega innan eins mánaðar. Athuga ber að ótalinn lyfjakostnaður getur verið afar mismunandi eftir eðli veikinda og hversu langvinn þau eru. 3.500 kr. 16.000 kr. 15.000 kr. 2.300 kr. 15.000 kr. 6.000 kr. 7.500 kr. 6.000 kr. 5.435 kr. 9.600 kr. 2.000 kr. A llt bendir til þess að kaup al- mennings á heilbrigðisþjón- ustu úr eigin vasa séu orðin verulega íþyngjandi á mörg- um sviðum heilbrigðisþjón- ustunnar hér á landi. Hlutur heimil- anna í heilbrigðisútgjöldum nam alls um 30 milljörðum króna árið 2012 og greiðir almenningur nú um fimmt- ung allra heilbrigðisútgjalda úr eig- in vasa. Árlegar greiðslur almennings fyrir heilbrigðisþjónustuna hafa tvö- faldast á síðustu þremur áratugum og hafa hækkað um 15 til 16 milljarða króna á verðlagi ársins 2012. Kostnaður krabbameinssjúklinga getur numið hundruð þúsunda króna á ári hverju. Krabbameinssjúklingur greiðir nú að minnsta kosti 200 þús- und krónur fyrir skurðaðgerð en þá er annar kostnaður ekki talinn með. Kostnaður meiri hér á landi Þótt greiðsluþátttaka almennings sé orðin um fimmtungur heildar- kostnaðar við heilbrigðisþjónustuna í landinu er opinberi hlutinn, sem hefur þá minnkað niður í 80 prósent heildarkostnaðarins, engu að síð- ur á brauðfótum og illa samkeppnis- fær um hæft hjúkrunarfólk og lækna. Húsnæðismál Landspítalans og tækjabúnaður er auk þess í ólestri eins og rakið hefur verið í fjölmiðlum. Í skýrslu Krabbameinsfélagsins um kostnaðarþátttöku sjúklinga, sem birt var fyrir ári, eru tekin dæmi um Íslendinga búsetta í Svíþjóð og Dan- mörku sem greinst höfðu með krabba- mein. Hvorugur þurfti að reiða fram fé úr eigin vasa vegna meðferðar, upp- skurðar, lyfjagjafar og heimaþjónustu. Reyndar liggur fyrir að kostnaðarþátt- taka almennings vegna heilbrigðis- þjónustu er langt um meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum og víðar um Evrópu, svo sem í Bretlandi. Álag vegna sjúkdóms og sligandi kostnaðar Björn Logi Þórarinsson, sérfræðing- ur í tauga- og lyflækningum, varð við ósk DV um að leggja fram raunhæft dæmi um ungan sjúkling sem leit- ar sér lækninga vegna taugabólgu og byrjandi einkenna MS- sjúkdóms- ins. Fyrr í þessum mánuði birti Björn Logi eftirfarandi færslu á Facebook- síðu sinni: „Nú hafa tvær ungar kon- ur með MS grátið fyrir framan mig á einni viku yfir því að hafa ekki efni á heilbrigðisþjónustu. Það er sérkenni- legt að horfa á ungt fólk lamað og dofið gráta yfir slíkum hlutum, alveg nýr veruleiki sem maður þarf bara að venjast í störfum sínum.“ Dæmið hér til hliðar byggist á raun- hæfum aðstæðum sem blasa við sjúk- lingi sem leitar til Björns Loga. Eftir ótal ferðir til læknis, rannsóknir, lyfja- kaup, umstang og óbeinan kostnað er hlutdeild sjúklingsins fljótt komin upp í tugi, jafnvel hundruð þúsunda ef um langvinn veikindi er að ræða. Þrautaganga Björn Logi segir að algengt og raunsætt ferli sé á þann veg að sjúk- lingur fái á nokkrum dögum óskýra sjón á öðru auga oftast með öðrum einkennum eins og höfuðverk, skyn- truflun og fleiri einkennum. „Vegna þessara einkenna leitar sjúkling- ur fyrst til heimilislæknis sem tekur blóðprufur, pantar tölvusneiðmynd af heila og vísar sjúklingi til augnlækn- is. Við skoðun augnlæknis og með niðurstöðu tölvusneiðmyndar til hlið- sjónar vaknar grunur um að einkenni sjúklings stafi af bólgusjúkdómi í mið- taugakerfi, líklegast MS sjúkdómi, því vísar hann sjúklingi á bráðamóttöku þar sem sjúklingur er metinn og haft samband við taugalækna. Því næst er sjúklingi gefinn tími á göngudeild taugadeildar. Við komu þar er sjúklingur metinn af sérfræðingi í taugasjúkdómum og hafin er þriggja daga meðferð með bólguminnkandi sterum í háum skömmtum í æð til að flýta fyrir að bólgan í miðtaugakerfi hjaðni. Ster- arnir valda svefnerfiðleikum sem aukaverkun og því þarf sjúklingurinn að leysa út svefnlyf, hann er líka með verki vegna bólgunnar og þarf verkja- lyf. Einnig greinist D-vítamínskortur eins og algengt er við MS-sjúkdóm og hafin meðferð gegn því. Þannig fell- ur til ýmis lyfjakostnaður á stuttum tíma. Sjúklingur greiðir fyrir vottorð til atvinnurekenda um tímabundna óvinnufærni. Innan tveggja vikna er svo tekinn mænuvökvi í rannsókn og framkvæmd segulómrannsókn af heila og mænu til greiningar. Íþyngjandi fyrir langveika Eftir þetta kemur sjúklingur í niður- stöðuviðtal til sérfræðings og er sagt frá greiningu MS-sjúkdóms og sótt er um MS-lyfjameðferð til að hindra frekari bólgur. Þegar heimild ligg- ur fyrir að nota tiltekið MS-lyf, kall- ar sérhæfður MS-hjúkrunarfræðing- ur sjúkling inn í tvö skipti til viðtals, fræðslu og kennslu í gjöf lyfsins.“ Björn Logi lýsir því einnig hvern- ig meðferð og eftirfylgni haldi áfram mánuðum saman með tilheyrandi rannsóknum til að meta árangur. „Þannig fellur til ýmis ófyrirséður mik- ill kostnaður á hálfu ári sem sjúklingur og heilbrigðisstarfsfólk hafa enga yf- irsýn yfir og sjúklingur þarf að kljúfa þrátt fyrir að hann sé nú kominn með tímabundið skerta atvinnufærni.“ n Bugast undan kostnaðinum Fimmtungur heilbrigðiskostnaðar tekinn úr veski sjúklinganna Jóhann Hauksson johannh@dv.is 2004 1% 2% 3% 4% 5% 3,1 3,1 3,1 3,1 3,4 3 2,2 2,2 2,2 3,6 5 1 4,1 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 Hlutfall íbúa sem neitar sér um læknisþjónustu n Ísland n Meðaltal ESB (27 lönd) H ei m il d e u r o s ta t Ísland fór árið 2011 í fyrsta skipti yfir meðaltal ESB-landanna varðandi hlutfall þeirra sem neita sér um læknisþjónustu. 3,8 1,7 sjúklingar bugast Björn Logi Þórarinsson, tauga- og lyflæknir, rekur dæmi um þrauta- göngu sjúklings í rannsóknum og skoðunum. „Það er sérkennilegt að horfa á ungt fólk lamað og dofið gráta yfir slíkum hlutum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.