Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201420 Fréttir
S
jávarauðlindin og rafork-
an eru í dag stærstu nátt-
úruauðlindir Íslands. Útlit er
fyrir að olía finnist í vinnan-
legu magni á Drekasvæðinu
annars vegar og á svæði sem kallast
Gammur hins vegar. Lítið hefur ver-
ið fjallað um hugsanlega olíuvinnslu
á Gammi, enda engar fyrirætlanir um
vinnslu þar og raunar enn talið ólík-
legt að gas og olíu sé þar að finna í
nægilegu magni til að vinnsla borgi
sig. Þrátt fyrir að olía sé víða tengd
við auð og uppgang er það ekki
alltaf raunin að ávinningur vinnsl-
unnar verði eftir í nærsamfélaginu. Í
sögulegu samhengi hefur fylgifiskur
náttúruauðlinda – sérstaklega jarð-
efnaauðlinda – verið spilling, um-
hverfisvá, ofbeldi og jafnvel afturhvarf
í lífsgæðum samfélagsins.
Fiskurinn og heppnin
„Þróunarhagfræðin myndi telja fisk-
inn frekar góða og sérstaka auðlind
vegna þess að þú þarft, og sérstaklega
þurftir, mikinn mannafla til þess að
ná í hann,“ segir Kristinn Hermanns-
son, menntamálahagfræðingur við
Glasgow-háskóla í Skotlandi.
„Mannaflinn sem þarf hef-
ur kunnáttu vegna þess að það er
ákveðin list að veiða. Þess vegna
höfðu skipstjórar samningsstöðu og
þeir þurftu að hafa góðar áhafnir og
svona. Þess vegna fór ávinningurinn,
af þessari auðlind, inn í samfélagið í
gegnum laun og gegnum alla þessa
veltu iðnaðarins. Það var, sérstaklega
áður, ekkert hægt að sniðganga þetta
vinnuafl vegna þess að það var alveg
nauðsynlegt í ferlinu öllu. Það sem er
aftur hættulegra við jarðefnaauð eins
og olíu, demanta og slíkt er að þegar
náman er komin í gang og samband
þá þarf sáralítið frá samfélaginu til
þess að halda því gangandi. Þetta er
auðvitað sérstaklega áberandi í auð-
lindaríkum löndum Afríku. Vegna
þess hve auðvelt er að halda þessu
gangandi, þegar náman er komin í
gang á annað borð, þá er ekkert sjálf-
gefið að arðurinn skili sér eitthvað út
í samfélagið.“
Kristinn segir ekki víst að auð-
lindahagfræðingar taki undir þetta en
út frá sýn þróunarhagfræðinnar hafi
Íslendingar hingað til verið nokkuð
heppnir með sína auðlind, fiskinn.
Rentusóknin og spillingarhvatar
Auðlindaböl eru fylgifiskar náttúru-
auðlinda kallaðir en rentusókn er
einmitt einn fylgifiskur. Rentusókn er
hvatinn til að sækja í auðlindarentuna
með öllum tiltækum ráðum. Þor-
valdur Gylfason hægfræðingur hef-
ur skrifað töluvert um auðlindaböl,
þar á meðal í ritgerðinni Náttúra, vald
og vöxtur sem rituð var fyrir sjávarút-
vegsstofnun árið 1998.
Um rentu auðlinda segir Þorvald-
ur: „Renta af auðlind er frábrugðin
rekstrarhagnaði í venjulegum skiln-
ingi (það er tekjum umfram kostnað)
að því leyti, að flestar auðlindir nátt-
úrunnar aðrar en vatn og loft eru tak-
markaðar, svo að nauðsyn ber þá til að
hafa hemil á nýtingu þeirra með því að
skerða aðgang að þeim. Þeir, sem eig-
andi auðlindarinnar – almannavald,
fyrirtæki, einstaklingur – veitir aðgang
að auðlindinni og afnotarétt fram yfir
aðra, hreppa því ávinning umfram
þann arð, sem þeir gætu átt von á við
óskertan aðgang: þessi ávinningur er
rentan af auðlindinni.“ Vegna þess að
aðgengi að auðlindanýtingu er tak-
mörkað þá ýtir hátt rentuhlutfall ekki
undir innkomu fleiri aðila inn í iðnað-
inn en búast má við í umhverfi þar
sem aðgengi er ekki takmarkað. Renta
í olíuiðnaði á landi getur þannig verið
allt að 80 prósentum.
Alla jafna myndi slíkt ýta undir
meiri vinnslu og fleiri aðila en sökum
þess að auðlindir eru ekki ótakmark-
aðar gilda almennar reglur mark-
aðskerfisins ekki með sama hætti.
Vegna þess hve há rentan er myndast
hvati til að beita bolabrögðum til að
tryggja aðgengi fárra að henni í stað
þess að dreifa henni til samfélagsins.
Góðar og vondar auðlindir
Kostnaðurinn við að sækja og nýta
fiskinn virkar þannig sem eins konar
mótvægisaðgerð gegn óheftri rentu-
sókn. Kristinn segir að Íslendingar
hafi þannig um tíma notið ávinnings
þess að eiga „demókratíska auðlind“
en ekki olíu þar sem rentan er auð-
sótt.
„Auðlindahagfræðingar segja
reyndar að rentan sé ofsalega góð.
Þeir segja bara frábært, því það verð-
ur til öll þessi renta þarna. Hana má
nota til að gera alla skapaða og mögu-
lega hluti. Reynslan sýnir samt að
yfirleitt er það einhver sem tekur
rentuna með yfirgangi og frekju. Það
er líka svo ofsalega mikill hvati til þess
„Við
erum
ekki Noregur“
n Saga íslensks regluverks slæm n Sköpuðum auðlindaböl með kvótakerfi
Atli Þór Fanndal
atlithor@dv.is
Vorum heppin Kristinn
Hermannsson, lektor við
Háskólann í Glasgow,
segir Íslendinga hafa verið
heppna með sjávarauð-
lindina sem hafi nánast
innbyggða lýðræðislega
hvata. Mynd Atli ÞóR FAnndAl
„Sagan ætti samt
að kenna okkur
að vera ekki of bláeyg
„Þróunarhagfræðin
myndi telja fiskinn
frekar góða og sérstaka
auðlind.