Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 24
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201424 Fréttir Erlent
Unga fólkið
yfirgefur Obama
n Kjósendur óánægðir með forsetann n Stefnir í stórsigur repúblikana
Á
þriðjudaginn ganga Banda-
ríkjamenn til þingkosninga.
Að þessu sinni er kosið um
öll 435 sæti í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings, þar sem
kjörtímabil þingmanna er tvö ár og
36 af 100 öldungadeildarþingmönn-
um sem eru kosnir til sex ára í senn.
Auk þess er kosið til allra ríkisþinga
Bandaríkjanna og um 36 ríkisstjóra.
Svart útlit fyrir demókrata
Nú, þegar fáeinir dagar eru til
kosninga er útlitið mjög svart fyr-
ir Demókrataflokkinn, því fyrir-
séð er að repúblikanar vinni sig-
ur í kosningunum. Yfirleitt gengur
flokki forsetans illa í svokölluðum
„mid-term elections“, eða miðkjör-
tímabilskosningum, þingkosning-
um þegar ekki er kosið til forseta,
því kjósendur sem eru ósáttir við
frammistöðu forsetans eða vilja
refsa honum fyrir ástand mála, eru
yfirleitt líklegri til að mæta á kjör-
stað. Ástandið er hins vegar óvenju
slæmt fyrir demókrata að þessu
sinni. Samkvæmt síðustu könnun
NBC-fréttastöðvarinnar meðal lík-
legra kjósenda vildu 52 prósent að
repúblikanar hefðu þingmeirihluta,
meðan demókratar nutu ekki stuðn-
ings nema 41 prósents.
Minnkandi vinsældir Obama
Vaxandi óvinsældir forsetans
vega hér þungt, en 53 prósent
Bandaríkjamanna eru ósáttir við
frammistöðu Obama. Það þýðir
að andstæðingum forsetans hefur
fjölgað og þeir ákveðnari í að mæta
á kjörstað, en líka, að margir kjós-
endur demókrata munu sitja heima.
Það hefur vakið sérstakar áhyggj-
ur meðal demókrata að ungir kjós-
endur, sem voru lykillinn að sigri
Obama 2008 og 2012, virðast hafa
snúið baki við flokknum. Þannig
sýnir könnun á vegum Harvard að
51 prósent ungra kjósenda, sem eru
líklegir til að mæta á kjörstað, að
þeir ætli sér að kjósa repúblikana.
Ef ungir kjósendur eru að snúa baki
við flokknum er mikil hætta á að
flokkurinn eigi á brattann að sækja
í forsetakosningunum að tveimur
árum liðnum. Ástæður óvinsælda
Obama eru margar, annars vegar
eru margir kjósendur demókrata
óánægðir með hve litlu hann hafi í
raun breytt, og hefðu viljað sjá mun
róttækari uppskurð á heilbrigð-
iskerfinu og að harðar yrði tekið á
Wall Street, auk þess sem margir eru
ósáttir við að utanríkisstefna hans
hafi verið of herská. Á hægri vængn-
um hafa menn sakað Obama um
hið gagnstæða.
Óánægja með þróun mála
Gremja flestra Bandaríkjamanna
virðist þó fyrst og fremst beinast
að stjórnvöldum í Washington al-
mennt. Óánægja og reiði yfir þróun
mála og almennu ástandi er mikil.
Þannig sýnir nýleg könnun CNN að
68 prósent Bandaríkjamanna segj-
ast reiðir yfir þróun mála. Í huga
margra ber Obama líka ábyrgð á því
þrátefli sem ríkir í Washington, en
þingið hefur verið nánast óstarfhæft
vegna harðvítugra deilna repúblik-
ana og demókrata. Af því leiðir að
traust á Bandaríkjaþingi er nú nærri
sögulegu lágmarki, en samkvæmt
Gallup eru aðeins 15 prósent kjós-
enda ánægð með störf þingsins.
Það vekur athygli að heilbrigðis-
frumvarp Obama, „Obamacare“,
sem repúblikanar töldu fyrirfram
að yrði mikilvægasta kosningamál-
ið í ár, virðist ekki leika neitt hlut-
verk. Kannanir sýna að þótt al-
menningur sé enn fullur efasemda
um frumvarpið þá hefur stuðningur
við það aukist og mjög fáir vilja að
lögin verði með öllu afnumin, líkt
og repúblikanar hafa boðað. Ástæð-
an er ekki síst sú að umbæturnar
eru þegar farnar að bera árangur, og
dómsdagsspár fólks eins og Söruh
Palin og annarra andstæðinga
þeirra hafa ekki ræst.
Hversu stór verður sigurinn?
Enn er þó óvíst hversu stór sig-
ur repúblikana verður. Ljóst er
að flokkurinn mun bæta við sig
sætum í báðum deildum þings-
ins, en þó er ekki víst að þeim tak-
ist að ná meirihluta af demókröt-
um í öldungadeildinni, en til þess
þurfa þeir að bæta við sig sex sæt-
um. Lengi vel bjuggust stjórnmála-
skýrendur við að það verk yrði auð-
sótt, því demókratar þurfa að verja
fleiri ótrygg sæti en repúblikanar.
Þá hafa repúblikanar verið heppn-
ir með frambjóðendur að þessu
sinni. Í síðustu tveimur kosningum
lenti flokkurinn í alvarlegum vand-
ræðum vegna öfgafullra og furðu-
legra ummæla sumra umdeildari
frambjóðenda flokksins. Öruggt er
talið að repúblikanar vinni sæti í
Montana, Suður-Dakóta og Vest-
ur-Virginíu, og mjög líklegt talið að
þeir vinni að auki í Arkansas, Loisi-
ana og Alaska, en sigur í þessum
ríkjum myndi duga til meirihluta
í öldungadeildinni. Að auki gætu
repúblikanar unnið ný þingsæti í
Colorado, Iowa, Norður-Karólínu
og New Hampshire. Alls gætu því
tíu öldungadeildarsæti sen nú eru í
höndum demókrata skipt um hend-
ur. Demókratar eiga hvergi raun-
hæfa möguleika á að vinna sæti af
repúblikönum.
Skoðanakannanasérfræðingur-
inn Nate Silver spáir nú 64 pró-
sent líkum á að repúblikanar nái
meirihluta í öldungadeildinni, og
hann fái 52 eða 53 sæti. Demókrat-
ar binda nú helst vonir við að
snúa taflinu við í Alaska, þar sem
demókratinn Mark Begich, sitjandi
öldungadeildarþingmaður, hefur
verið að vinna á að undanförnu. Ef
demókrötum tekst að halda Alaska
verður umtalsvert erfiðara að fella
meirihluta þeirra.
Stóru tíðindin kunna að koma
frá Kansas
Áhugaverðustu kosningarnar eru
hins vegar í Kansas, sem hefur
um árabil verið eitt öruggasta vígi
Repúblikanaflokksins og höfuðvígi
kristinna íhaldsmanna. Nú er hins
vegar útlit fyrir að öldungadeildar-
þingmaður repúblikana, Pat Ro-
berts, gæti tapað fyrir Paul Davis.
Þótt Davis hafi ekki gefið upp hvor-
um stóru flokkanna hann myndi
starfa með nái hann kjöri, telja flest-
ir að hann muni sækjast eftir sam-
starfi við demókrata.
Kosningar til ríkisstjóra í Kansas
eru ekki síður spennandi. Núver-
andi ríkisstjóri, Sam Brownback,
sem er í miklu uppáhaldi meðal
kristinna íhaldsmanna, hefur fylgt
mjög róttækri hægristefnu síðan
hann tók við embætti 2011. Þannig
hefur Brownback þrengt mjög að
aðgengi kvenna að fóstureyðingum
í ríkinu og þá hefur hann barist fyr-
ir því að sköpunarsaga biblíunnar
verði kennd í líffræði í barnaskól-
um.
Fyrirmynd eða viðvörun
Það sem hefur grafið undan fylgi
Brownback er hins vegar efnahags-
stefna hans, en hann hét því að
stórfelldur niðurskurður fjárlaga
og stærstu skattalækkanir í sögu
þess myndu rétta við efnahag ríkis-
ins. Aðgerðir Brownback hafa not-
ið mikilla vinsælda meðal repúblik-
ana. Þannig hefur Grover Norquist
lýst því yfir að önnur ríki og alrík-
ið ættu að taka sér skattastefnu
Brownback til fyrirmyndar. En þótt
ýmsar hugveitur og þrýstihópar
á hægri væng bandarískra stjórn-
mála hafi lofsungið efnahagsstefnu
Brownback og lýst honum sem mest
„business friendly“ allra ríkisstjóra
Bandaríkjanna hafa aðgerðir hans
ekki náð að bæta kjör almennings
í ríkinu. Þvert á móti hefur fátækt
aukist, fjárhagur ríkisins er í molum
og almenn óánægja er meðal kjós-
enda með ástand mála. Samkvæmt
síðustu könnun NBC var Paul Dav-
is, frambjóðandi Demókrataflokks-
ins, með 1 prósent forskot á Brown-
back. Fréttaskýrendur vestanhafs
hafa bent á að tap Brownback og
Roberts í Kansas myndi vekja alvar-
legar spurningar um hversu langt
repúblikanar geti gengið til hægri,
jafnvel í íhaldssömustu ríkjunum.
Ráðast úrslitin 2016 í ríkis-
stjórakosningum nú?
Það er í ríkjunum sem demókrat-
ar eygja helst vonarglætu í þess-
um kosningum. Þótt útlit sé fyrir að
repúblikanar vinni á í ríkisþingun-
um, gætu demókratar bætt við sig
ríkisstjórum og jafnvel fellt nokkra
umdeildustu ríkisstjóra repúblik-
ana. Auk Sam Brownback stendur
Scott Walker, ríkisstjóri Wiscons-
in, mjög tæpt, auk Rick Scott í Flór-
ída. Walker hefur verið nefndur sem
hugsanlegur forsetaframbjóðandi
repúblikana 2016. Ósigur Walker
væri að auki alvarlegt áfall fyrir te-
boðshreyfinguna og Koch-bræður,
sem hafa fjármagnað ris hans.
Sigur í ríkisstjórakosning-
um kann einnig að styrkja stöðu
demókrata fyrir forsetakosningarn-
ar að tveimur árum liðnum, því rík-
isstjórar hafa umsjón með kosn-
ingum og líkt og reynslan í Flórída
í forsetakosningunum árið 2000
sýndi getur það skipt sköpum hvor
flokkurinn fer með framkvæmda-
valdið í ríkjum þar sem mjótt er á
mununum.
Ljóst er að repúblikanar leggja
mikla áherslu á að Rick Scott sigri
í Flórída og Scott Walker í Was-
hington, því eins og Chris Christie,
ríkisstjóri New Jersey og formað-
ur Ríkisstjórasambands repúblik-
ana, benti á í ræðu á fundi samtak-
anna þá myndi það skipta flokkinn
öllu í forsetakosningunum 2016
hvort ríkisstjórar úr röðum hans
eða demókrata hefðu umsjón með
kosningunum. n
Magnús Sveinn Helgason
Sagnfræðingur og sérfræðingur í
bandarískum stjórnmálum
Dvínandi vinsældir Vaxandi óvinsældir forsetans vega þungt þegar kemur að kosningunum.
„53 prósent
Bandaríkja-
manna eru ósáttir við
frammistöðu Obama.
Stór tíðindi í Kansas? Pat Roberts gæti tapað fyrir Paul Davis.
Vinsæll meðal íhaldsmanna Núver-
andi ríkisstjóri, Sam Brownback, er í miklu
uppáhaldi meðal kristinna íhaldsmanna.