Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 27
Umræða 27Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Ég ætla sko ekki að taka þetta út. Við vitum að það er mikil hús- næðiskreppa hér í borginni. Maður er orðinn lang- þreyttur á þessu eilífa basli. Kristján Hrannar Pálsson neitar að fjarlæga upplestur sinn af Veröld sem var eftir Zweig af netinu - DV Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur - DVDagbjört Þórunn Þráinsdóttir öryrki - DV Í ágætum pistli á Vísi bendir Hild­ ur Sverrisdóttir á að hjá sumum flugfélögum séu karlmenn látn­ ir skipta um sæti ef þeir sitja við hliðina á ókunnugum börnum. Í fyrstu virðist þetta skjóta skökku við, til dæmis færi allt í háaloft (ef svo má að orði komast) ef svörtum væri meinað að sitja við hliðina á hvítum eða múslímum við hliðina á kristn­ um, svo dæmi sé tekið. Neyðarúrræði? En ég efast ekki um að þetta sé neyðarúrræði sem gripið hefur verið til af illri nauðsyn. Vafalaust liggja miklar rannsóknir að baki sem sýna fram á að barnaníð hefur lengi ver­ ið sérstakt vandamál í millilanda­ flugi og flugþjónar hafa verið of sein­ ir að grípa inn í misnotkun í miðröð á meðan manneskjan í gluggasætinu horfir vandræðalega á skýin fyrir utan. Fróðlegt væri þó að sjá frek­ ari niðurstöður þessara rannsókna. Hvaða flugfélög eru það sem barna­ níðingar kjósa helst að fljúga með til að athafna sig í, til dæmis? Ferð­ ast barnaníðingar frekar með Wow eða Icelandair? Og fljúga þeir fyrst og fremst til útlanda eða eru þeir að kássast upp á börn í innanlandsflugi líka? Er forsvaranlegt, til dæmis, að fljúga til Norður­Ameríku ef það set­ ur börn í hættu á að verða fyrir að­ kasti barnaníðinga einhvers staðar yfir Nýfundnalandi? Er betra að við förum öll frekar bara til Grænlands og Færeyja? Eða er því öfugt farið, að menn sem leita á börn í flugvél­ um kjósi frekar styttri ferðir, misnoti krakkann í 14D dálitla stund og kom­ ist síðan í fríhöfn á leiðinni heim? Eru einhver dæmi um barnamis­ notkun á Saga Class, eða gerist það fyrst og fremst í ódýrari farrýmum? Eða er það kannski svo að menn í svokölluðum „bisnessferðum“ séu þar fyrst og fremst í þeim erindum að níðast á börnum óáreittir og að þau séu því óhultari í fjölskylduvænni þrengslum lággjaldaflugfélaga? Settir aftast? Allur er jú varinn góður og vafalaust mætti gera talsvert meira. Til dæmis mætti taka frá öftustu sætaraðirnar fyrir karlmenn sem ferðast einir síns liðs svo almennum farþegum standi ekki stuggur af þeim. Og jafnvel setja rimla á milla. Síðan mætti athuga hvort almennar öryggisráðstafanir dragi úr barnaníði í háloftunum. Dregur það til dæmis úr misnotkun að láta fólk taka af sér beltið áður en það fer upp í vél? Nú, eða að sjá til þess að það sé hvorki með vatns­ flöskur eða sjampóbrúsa á sér? Sænski leikstjórinn Ruben Öst­ lund sem var sérstakur gestur á RIFF í ár sagðist muna eftir þeim tíma þegar börn gengu um með heimilis­ fangið í vasanum og var sagt að leita aðstoðar fullorðinna ef þau villtust eða lentu í vandræðum. Vafalaust hljómar þetta í eyrum flestra í dag eins og mesta ábyrgðarleysi, því nú vitum við sem er að ókunnugir full­ orðnir eru flestir barnaníðingar eða raðmorðingjar. Og er ekki betur að sjá en að samfélag okkar sé stórum bættara fyrir vikið. n Barnaníðingar háloftanna Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kjallari „Og er ekki betur að sjá en að samfélag okkar sé stórum bættara fyrir vikið. MyND StefáN KarlSSoN A ð biðjast afsökunar á skoðunum sínum, er ein aumkunarverðasta smán sem nokkur maður getur leyft sér. Annaðhvort hafa menn skoðanir eða þeir hafa þær ekki. Hafi maður einhverju sinni haft einhverja tiltekna skoðun og ef hann skiptir um skoðun, þá er það í góðu lagi. En að biðjast afsökun­ ar og biðja landslýð um að fyrirgefa sér það að maður hafi einhvern tíma haft einhverja skoðun, það er ekki alveg að gera sig. Það er mín skoðun að slíkt lýsi afar veikgeðja manni. Í eina tíð skrifaði Geir Haarde: „Það væri fremur óskemmtilegt að heyra og sjá alls kyns blökku­ og múlattalýð tala móðurmál vort og telja sig til vorrar þjóðar. Það er nægilegt að sjá það, sem þegar er orðið. Við getum lært af ófagurri reynslu hinna Norðurlandaþjóð­ anna á þessu sviði.“ Og þess skal hér getið að Geir þessi er í dag sendiherra okkar Íslendinga, á meðan Lalli Johns fær enga vinnu. Geir hefur sjálfur gefið sér upp all­ ar sakir þrátt fyrir að vera dæmd­ ur maður fyrir drýgða glæpi gegn íslenskri alþýðu. Og ef það er mín skoðun að hann sé glæpamaður, þá mun ég flíka þeirri skoðun og ef ég skipti síðan um skoðun, þá ætla ég ekki afsaka fyrri skoðun mína. Ég ætti þá kannski að biðja þjóðina af­ sökunar ef það yrði nú mín skoðun að Geir teldist ekki til glæpamanna. Sá sem er dæmdur af dómstóli, er glæpamaður. Það er skilgreining og það er því mín skoðun að Geir þessi falli vel undir þá greiningu. Og jafn­ vel þótt hann hafi sjálfur uppreist æru sína, þá nær sá kattarþvottur ekki að breyta skoðun minni. Í samfélagi þar sem við treystum siðblindum mönnum fyrir fjöreggi þjóðarinnar, í þjóðfélagi þar sem frægir ofbeldismenn fá leyfi til að kaupa vopn; jafnvel sanka að sér vopnum í stórum stíl, í slíku þjóðfé­ lagi leyfa menn sér þann munað að ljúga svo rækilega að svarti blettur­ inn á tungunni er orðinn stærri en tungan sjálf. Við höfum embætt­ ismenn sem vita ekki hvenær þeir segja satt og hvenær þeir segja ósatt. Því ef þeir vissu það, þá væru þeir ekki íslenskir embættismenn. Hvað er með þessa menn sem stýra lögreglunni og landhelgisgæsl­ unni? Hvers vegna í andskotanum geta menn ekki bara svarað og sagt sannleikann, þegar þeir eru spurð­ ir um vopnakaup? Ef það er skoðun mín að ríkinu sé stjórnað af ofbeld­ isfullum lyddum; karlrembusvín­ um sem fræg eru fyrir að berja kon­ ur, þá mun ég leyfa þeirri skoðun að lifa þar til hún kafnar í eigin ágæti. Og ef ég skipti um skoðun, þá mun sú skoðun lifa þar til ég skipti aftur um skoðun. n Einstaklega trúleg telst sú trausta skoðun okkar, að yfirvald sé einna helst aumir drullusokkar. Það má skipta um skoðun Kristján Hreinsson Skáldið skrifar H áværar gagnrýnisraddir heyrðust á samfélagsmiðl­ um um síðustu helgi um skaðsemi útlitsdýrkun­ ar á tískubloggum og lífs­ stílsvefmiðlum. Margir mótmæltu síðunni Smartland sem hýst er á mbl.is vegna þess að þar virðast viðhöfð mótsagnakennd skilaboð til kvenna um það hvenær sé í lagi að breyta útliti sínu og hvenær ekki. Nafnlausa grínsíðan trendsetter­ inn.wordpress.com gekk einnig manna á milli þar sem hæðst var að dæmigerðum tískubloggum sem mörg hver virðast hafa svipað yfir­ bragð. Mörgum fannst þetta bráð­ fyndið, öðrum fannst þetta særandi og enn aðrir bentu á að tísku­ blogg séu einfaldlega vettvangur áhugasviðs margra og ef einhverj­ um fyndist þetta asnalegt skyldi hann bara sleppa því að lesa það. Vantar fjölbreytileika Margir virðast vera orðnir leiðir á þessum menningarafkima vegna þess að hann hefur ítrekað ver­ ið tengdur við öfgakennda útlits­ dýrkun og þröng skilyrði um æski­ legan líkamsvöxt sem aðeins fáir geta uppfyllt. Lífsstílsvefmiðlar og tískublogg eru ekki yfir gagnrýni hafin og mættu pistlahöfundar al­ veg taka meiri ábyrgð á þeim áhrif­ um sem þeir geta haft á lesendur og samfélagið í heild sinni. Þá er ekki þar með sagt að tíska og út­ lit séu ekki góð og gild áhugamál eins og hvað annað. Vel væri hægt að fjalla um það án þess að upp­ hefja sífellt þessa einsleitu ímynd af fegurð sem virðist vera allsráð­ andi. Það er slæmt að fólk finni sig knúið til að fara í skurðaðgerðir til að breyta líkama sínum til að sam­ ræmast óraunhæfum útlitskröfum sem meðal annars eru settar fram á þessum miðlum. Við þurfum öll að sýna ábyrgð þegar við tjáum okkur á netinu og vera meðvituð um að allt of margir eru óánægðir með lík­ ama sinn og fara á hættulega megr­ unarkúra til að reyna að þröngva líkama sínum í fyrirfram ákveðið form. Átröskun er alvarlegur vandi meðal ungs fólks sem má að miklu leyti rekja til þessarar útlitsdýrkun­ ar. Það er óásættanlegt að ungt fólk sé að veikjast og deyja úr þessum sjúkdómum og við þurfum öll að leggja hönd á plóg. Gaman væri að sjá fleiri bloggara og pistlahöfunda sýna fjölbreytta fegurð mannlífs­ ins og stuðla þannig að víðari skil­ greiningu á fegurð. einkaáhugamál kvenna? Lífsstílsvefmiðlar virðast vera nokkurn veginn einkaáhugamál kvenna, en sjaldan má sjá karlkyns pistlahöfunda inni á slíkum vef­ miðlum og ég þekki fáa sem skoða þá. Ætti engan að undra því út­ litskröfur til kvenna hafa lengi ver­ ið miklu meira áberandi en þær sem gerðar eru til karla. Talið er að konur eyði um það bil þrisvar sinnum meiri tíma í að huga að út­ litinu en karlmenn og ég velti því fyrir mér hvað konur gætu áorkað miklu á þeim tíma sem fer í þetta. Auðvitað er í lagi að fólk hafi áhuga á tísku, förðun, hárgreiðslu og því sem tengist útliti en þegar sjálfs­ myndin er orðin háð útlitinu og fólk skilgreinir virði sitt og annarra eftir sentimetrum og kílóum þá er ekki lengur um saklaust áhuga­ mál að ræða. Margar konur eyða óhemju miklum tíma í að lag­ færa eða hafa áhyggjur af eigin út­ liti þrátt fyrir að það sé ekki þeirra helsta áhugasvið og fara í staðinn á mis við margt annað vegna þess að tími þeirra, peningur og orka fer í þetta af skyldurækni. Kannski væru til fleiri bloggsíður um aðra hluti en tísku og útlit ef konur hefðu meiri tíma til að pæla í öðrum hlut­ um og útlitstengd atriði væru ekki svona stór hluti af menningarheimi kvenna. Fyrir mitt leyti væri það að minnsta kosti ágætis tilbreyting. Ég vildi óska þess að fjölbreytileika væri oftar tekið fagnandi í okkar samfélagi því við erum svo sannar­ lega alls konar! n Útlitsdýrkun á lífsstílsvefmiðlum Gabríela Bryndís ernudóttir sálfræðingur skrifar Kjallari „Það er óásættan- legt að ungt fólk sé að veikjast og deyja úr þessum sjúkdómum og við þurfum öll að leggja hönd á plóg. Mest lesið á DV.is 1 1.Sjáðu leynilegasta svæði Íslands Blaðamenn og ljósmyndari DV fóru á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Þar eru geymdar yfir 300 vélbyssur auk annarra vopna sem íslensk yfirvöld komast í ef svo ber við. lesið: 32.422 2 2.Klas Ingesson lést í nótt Sænski knattspyrnumað- urinn Klas Ingesson lést í vikunni eftir sex ára baráttu við krabbamein. Hann varð einungis 46 ára gamall. Ingesson var einn af leikmönnunum í sigursælu landsliði Svía á tíunda áratug síðustu aldar sem meðal annars landaði brons- verðlaunum á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. lesið: 21.447 3 3.„Ótrúlegt að gallinn hafi skilað sér“ Silja Dögg Baldursdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu í síð- ustu viku að glata sérprjónuðum galla af syni sínum, Tristani Baldri. Gallanum var skilað til hennar stuttu síðar eftir að hún hafði auglýst eftir honum. „Einhverjir hefðu örugglega brennt gallann eða hent honum í stað þess að skila honum,“ segir Silja. lesið: 19.683 4 4.Vagnstjórar Strætó óánægðir með reyni Óánægja ríkir með Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó bs., meðal vagnstjóra fyrirtækisins. Vagnstjórar segja Reyni meðal annars beita hörku, óréttlæti og lítilsvirðingu. Viðmælendur DV segja ástandið hafa verið slæmt í mörg ár. lesið 17.672 5 5.Tíu sagt upp hjá 365 Tíu starfsmönnum 365 var sagt upp á fimmtudag. Samkvæmt heimildum DV var þremur konum úr fréttadeild fyrirtækisins sagt upp. Þessi tíðindi vöktu athygli starfsmanna þar sem yfirstjórn fyrirtækisins hafði lýst því yfir í sumar að hann vildi auka hlut kvenna í fréttaskrifum. lesið: 15.068

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.