Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 32
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201432 Fólk Viðtal
Hefði kálað sér
Eftir fimm mánaða einangrun í
Síðumúlafangelsi og fjórtán mánaða
viðdvöl í fangelsinu við Skólavörðu-
stíg 9 fór Bjarni inn á réttargeðdeild,
fyrst í Svíþjóð, svo að Sogni í Ölfusi.
„Ég er lokaður samanlagt inni í átta
og hálft ár og eftir það fer að verða
svona stígandi í mínu lífi. Ég hafði
nægan tíma til þess að endurmeta
sjálfan mig í innilokuninni. Mér
veitti ekkert af þessum tíma,“ seg-
ir Bjarni sem er í djúpum þönkum,
og næstum eins og hann sé að tala
við sjálfan sig: „En djöfull er þetta
nú samt nöturlegt. Að ég hafi frels-
að sjálfan mig á þennan hátt, með
manndrápi. En það má að nokkru
leyti segja það. Ég veit að ef það
hefði ekki gerst þá hefði ég kálað
sjálfum mér innan árs – ég veit það
núna.“
Bjarni segist sjá mikil líkindi
með sjálfum sér og Sævari Raf-
ni Jónassyni, 59 ára manni sem
skotinn var til bana af sérsveitar-
mönnum í Hraunbæ í desember
síðastliðnum, en það hefur verið
gagnrýnt að kerfið hafi ekki brugð-
ist við þegar ljóst mátti vera að hann
var orðinn hættulegur sjálfum sér
og umhverfi sínu. „Mér finnst það
svona vera hin hliðin á samlokunni
við mig, þetta Hraunbæjardráp.
Þarna er maður í svipaðri stöðu
og ég, kominn alveg út á ysta enda
með sitt líf. Það grípur enginn inn
í. Það gerir enginn það rétta. Og
hann er stjörnuvitlaus þarna inni,
með paranoju og brjálaður í geð-
rofsástandi, alveg innikróaður og
lokaður af. En lögreglan var fyrri til
að drepa hann áður en hann drap
einhvern annan.“
Tóm tékkhefti
Bjarni hefur ekki fengið geðklofak-
ast í sjö ár eða síðan árið 2007. „Ég
er á ákveðnum skammti af geðlyfj-
um sem ég nota sem öryggisventil.
Það er allt undir og ég veit að ég er á
mínum síðasta séns. Ég er búinn að
taka út alla innistæðu, skrifa út allt
tékkheftið. Það er bara eitt blað eft-
ir í tékkheftinu – bara eitt blað. Nei.
Sýran krumpar mig ekki lengur.
Hún er alltaf í mér samt, hún kem-
ur fram í málverkunum mínum og
því sem ég skrifa. En ég er kannski
orðinn menntaðari sýruhausahöf-
undur í dag en ég var í gamla daga.“
Bjarni segist vinna ákaflega
mikið í dag og afkasta miklu. „Það
er skýtið og ég hugsa oft um það,
þar sem ég er hingað kominn og
lít til baka, að þrátt fyrir allt, þá sé
ég hugsanlega á besta stað í líf-
inu. Þrátt fyrir að ég hafi þurft
bera þennan þunga kross til þess
að komast hingað þá vildi ég ekki
skipta á neinu öðru hlutverki en því
sem ég er í í dag. Líf mitt er ákaf-
lega innihaldsríkt og gefandi og ég
er mjög hamingjusamur. Ég lifi fyr-
ir listina. Ég lifi fyrir bókmenntirn-
ar og myndlistina. Ég á mér ekk-
ert borgaralegt líf þannig. Það má
segja að ég sé múraður inni í þess-
um heimi.“
Bjarni segist líta á það sem sitt
hlutverk að skapa, mála og skrifa
fyrir framtíðina, „af því að maður
slær ekkert í gegn í þessu lífi, það er
greinilegt. Maður gerir engan stór-
kostlegan söksess þannig.“ Hann
kveðst þó ekki vera alveg búinn að
gefa upp alla von um að hann verði
uppgötvaður í lifanda lífi, „en það
eru hverfandi líkur,“ segir hann,
skellir upp úr, og bætir kíminn við
að hann veðji á framtíðina í þess-
um efnum, næstu hundrað ár jafn-
vel. „Ég veit að ég er góður málari
og ég er góður rithöfundur. Ég veit
það sjálfur. Þó er þetta ekki sagt af
neinum hroka eða yfirdrepsskap.
Ég er bara vel dómbær á það hvað
er góð list og ég sé að mín list er
góð.“
Grautarpotturinn Ísland
Ég spyr Bjarna hvort honum finn-
ist erfitt að vera alltaf neðan-
jarðarlistamaður. „Nei. Ég er sem
betur fer ekki froðulistamaður. Ég
vildi ekki vera það. Froðan er mik-
il plága í okkar þjóðfélagi. Froður-
itmennt og -tónlist og -myndlist
er það sem stjórnar menningunni
í dag. Krimmarnir, sem eru mikl-
ar vinsældabókmenntir í dag, eru
til dæmis froðumenning. Markað-
urinn er stór hluti af þessu, þetta
óargadýr sem vill gleypa hverja sál í
landinu. Hér ríkir bara flatneskjan.
Þetta snýst svona hringinn í kring-
um einhvern grautarpott sem heitir
Ísland sem ekkert er í nema einhver
... sætsúpa,“ segir Bjarni og skellir
upp úr: „Engar sveskjur í súpunni
– það eru engar sveskjur í súpunni.
Alvöru listamennirnir, þeir eru
undir, þeir eru neðanjarðar.“
Og þannig hefur það nú kannski
alltaf verið? „Já. Og þeirra hlutverk
er kannski ekki í deginum sem þeir
lifa. Svo greinir sagan og tíminn í
sundur. Greinir kjarnann frá hism-
inu. Hlutverk alvörulistamanna
er ekki í samtímanum, það heldur
áfram á meðan froðan kemur og fer,
stanslaust, ný og ný. Svo gleymast
líka höfundar, þeir rykfalla.“ Bjarni
veltir því upp hvort það vanti raun-
verulega hættu í líf íslenskra rithöf-
unda. „Ég held að þjóðfélag eins og
okkar geti ekki gefið af sér neinar
stórkostlegar bókmenntir. Það sé
orðið það sterilíserað innan frá, gelt
og hugmyndasnautt. Veistu það,
ég sá góða ljóðabók í fyrra, sem
hann Mazen vinur minn Maarouf
frá Palestínu gaf út, og þá varð mér
hugsað: Þurfa menn virkilega að
standa andspænis byssukjöftun-
um til þess að kalla fram góða bók-
menntir? Þurfa menn að lifa hættu-
legu lífi? Verður góð list einungis til
þegar ákveðin hætta steðjar að lífi
manns?“
Fær ekki ritlaun
Bjarni hefur gefið út um 15 ljóða-
bækur frá árinu 2003 en ekki fengið
ritlaun þrátt fyrir ítrekaðar umsókn-
ir. „Ég fékk ritlaun í gamla daga,
þegar ég var að gefa út rugluðu sýr-
hausabækurnar, en ekki núna. Ég
tók auðvitað út minn dóm með inn-
ilokun en hvort verið sé að leggja á
mig einhverja aukarefsingu veit ég
ekki.“ Hann hefur gagnrýnt þetta
opinberlega en segir engan hjá
Launasjóði rithöfunda hafa svarað
gagnrýni hans. „Ég vildi gjarnan fá
svar en á ekki von á því. Það þýðir
ekkert að segja mér að ég skrifi svo
vondar bókmenntir að ég eigi ekki
skilið ritlaun. Ekki þess vegna. Hver
er þá ástæðan?“ spyr Bjarni. „Mín
list, mínar bókmenntir, þær koma
þessu manndrápsmáli ekkert við.
Ég er búinn að gefa þessari þjóð
mikið af fallegum ljóðum, mikið af
fallegum bókmenntum.“
Bjarni hefur staðið á horni Aust-
urstrætis og Pósthússtrætis allt frá
árinu 2003 og selt ljóðin sín. „Ég
varð að taka mér þessa stöðu og
selja bækurnar mínar sjálfur. Ég sá
að það var útlit fyrir að það átti ekki
að gefa mér séns. Það var einu sinni
maður sem sagði við mig: „Heyrðu,
Bjarni minn, ég held að það sé eitt-
hvert þegjandi samkomulag um að
það verði ekkert farið að ræða þínar
bókmenntir eða ljóð fyrr en þú ert
dáinn.“ Minn glæpur var svo hrika-
legur að það verður aldrei fyrirgef-
ið. Hins vegar sagði ég við sjálfan
mig: Ég verð einhvern veginn að
finna út úr þessu og þá tók ég mér
því þessa stöðu á horninu. Og ég
sagði líka: Þetta fátæka land, and-
lega snauða, holaða land, það þarf
á mér að halda. Þjóðin, hún getur
ekki án mín verið, mín rödd þarf
að heyrast, sagði ég við sjálfan mig,
og hún skal gera það þó ég þurfi að
standa úti og selja bækurnar mín-
ar.“
„Ég trúi á lífið“
Bjarni er ekki hættur að skrifa þó að
hann hafi lagt ljóðið á hilluna – að
minnsta kosti í bili. Hann vinnur nú
að ævisögu sinni, Hin hálu þrep, og
stefnir á að gefa hana út í vor. „Þetta
verður alveg fanta bók, alvöru bók,
ekkert meðalmennskumoð eins og
yfirleitt með íslenskar bókmenntir.“
Hann segist vera búinn að taka ótal
vinkla í sínu lífi, fara inn á margar
blindgötur, hliðar- og öngstræti.
„En ég varð að fara þessa leið.
Það má segja að ég hafi þrætt í
gegnum lífið á hárfínan hátt. Trú-
in er kannski grunnurinn að þessu
öllu. Ég er mjög trúaður. Ekki samt
eins og trúin er skilgreind eft-
ir ákveðnu skipulagi Krists, Mú-
hameðs og Búdda. Ég hef eins kon-
ar frumtrú. Ég trúi á lífið sem er
óskrifað blað og lífsleiknin felst í því
að skrifa þetta blað. Einhvern veg-
inn þá hefur mér auðnast að þræða
mig í gegnum þetta – ég hef dansað
við örlaganornirnar með ákveðnum
hremmingum – og það má segja að
ég sé búinn að vinna mig algjör-
lega frá fortíðinni þannig að hún er
ekki að bögga mig. Í dag er ég ekki
að dragast með fortíðardrauga. Ég
verð samt var við það að þetta morð
hangir einhvers staðar í loftinu –
alltaf. Ég hef sagt að eini maðurinn
sem er frjáls frá þessu manndrápi er
ég sjálfur.“
Fegurð til framtíðar
Sem fyrr segir ætlar Bjarni nú að
einbeita sér að málverkinu. „Ég er
með milljón hugmyndir. Það er nú
sagt að málverkið sé dautt, að það
sé búið að mála allt saman, en það
er ekkert satt. Svo lengi sem mað-
urinn lifir þá þarf hann að skapa
og yrði ég 700 ára gamall þá gæti
ég málað öll þessi ár, ekki málið,
nýjar myndir. Ég skynja að þetta er
óþrjótandi brunnur, ég hef tilfinn-
gu fyrir ómáluðum myndum fyr-
ir framan mig og það nær langt út
fyrir grafarbakkann.“
Bjarni tekur þó fram að hann
viti ekki hvað framtíðin beri í
skauti sér. „Annars veit maður ekk-
ert, Jón. Ég veit ekkert hvaða vink-
ill verður í minni vitund. Ég get
sprottið upp einhvern tíma seinna
sem ljóðskáld,“ segir hann, puffar
pípuna og flissar. „Það er eitthvað
annað sem stjórnar þessu heldur
en maður sjálfur. Það eru einhverj-
ir kraftar þarna á bak við. Annars
held ég að maður sé ekki annað
en sendiboði í allífinu. Maður er
að koma verkum áfram inn í fram-
tíðina og ég lít þannig á að mitt
hlutverk sé að mála og skrifa fyr-
ir framtíðina. Við eigum að bæta
heiminn. Við eigum að leggja
heiminum til fegurð. Það er okkar
skylda. Og ég lít þannig á það að ég
sé að auðga lífið og auðga heiminn
af fegurð sem börn framtíðar geta
kannski notið.“ n
Á horninu Bjarni
Berharður hefur selt
ljóðabækur sínar á
horni Pósthússtrætis
og Aðalstrætis allt frá
árinu 2003.
Mynd SiGTryGGur Ari
Korn
Við erum korn
í brauðdeigi auðvaldsins
sem hefast drýgindalega
fyrir baksturinn
í glóandi ofni frjálshyggjunnar
stökk skorpan
er vitundarbyltingin sem aldrei varð
í morgunsárið er brauðunum
raðað snyrtilega
í rekkana
og seld ýmist sneidd eða heil
á verði við hæfi.
Við erum kornin
í brauði auðvaldsins
sem hinir lystugu gæða sér á.
Augnablikin
Á spunahjóli tímans
birtast augnablikin
á vængjum ljóssins
augnablik
sem fletta blöðum
í bók veruleikans.
Hin hálu þrep
Sýnishorn úr ævisögu Bjarna Bernharðs, Hin hálu þrep, sem hann vinnur nú að:
Svo kom höggið, hið ófyrirsjáanlega högg, hið þunga högg sem í einni svipan svipti hann
vegabréfinu að borgaralegri tilveru, högg sem feykti upp öllum hurðum veruleikans svo
nístingskaldir vindar næddu um sálarheiminn. Hann hafði þrætt einstigi myrkursins inn
að fordyri vítis í leitinni að eigin lífi, lífi sem hann hafði misst sjónar á í skarkala tilverunnar.
Hann hafði allt sitt líf verið að „knýja á“, knýja á án þess að dyrnar upplykjust honum.
Enginn jarðneskur kraftur gat stöðvað hann í leitinni að uppsprettunni, í leitinni að hinni
einu réttu leið út úr völundarhúsi tómleika og tryllings. Það gerðist á sama augnabliki
að hann fann leiðina og að skuggamættið svipti hann frelsinu. Lausnin sem lá á borði
veruleikans var blátt áfram hrollköld og djöfulleg. Þarna var það, óskapnaður sem glotti
sínum dýrskjafti – hann sjálfur! Leitin hafði þá borið hann að innstu rökum, að vængja-
hurð tveggja tíma þar sem hann hitti fyrir sjálfan sig í dýrslíki. Og hið blikandi hnífsblað
myrkursins, hnífsblað tveggja tíma sem í einni svipan fletti sundur augnablikinu þannig að
á borðinu lágu tveir helmingar, hvor um sig hálft augnablik – sjáöldur tímans.
„Ég lít þannig á það
að ég sé að auðga
lífið og auðga heiminn af
fegurð sem börn framtíð-
ar geta kannski notið.
„Þarna var geð-
klofinn kominn
á það harðan snúning
að ég réði ekki neitt
við neitt