Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 42
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201442 Sport
Þ
að tekur örugglega haustið
að komast niður á jörðina
aftur,“ segir Harpa Þor-
steinsdóttir, nýkrýndur
Íslands- og bikarmeist-
ari með Stjörnunni. Þessi 28 ára
gamla kona er ekki aðeins marka-
hæst knattspyrnukvenna í Pepsi-
deildinni á tímabilinu, heldur
langmarkahæst. Hún skoraði alls
27 mörk með Stjörnunni í sum-
ar, heilum 15 mörkum fleiri en
Shaneka Gordon, sem leikur með
ÍBV, og er næstmarkahæst. Það
er ekki hjá því komist að heillast
af þessum árangri, en blaðakona
DV heyrði í Hörpu og spjallaði við
hana um íþróttina, ferilinn, lífið og
jafnrétti í fótboltanum.
Lét engan vita
„Ég var svona sjö, átta ára þegar ég
rambaði inn á æfingu hjá Þrótti í
Reykjavík,“ segir Harpa um byrj-
unina á knattspyrnuiðkun sinni.
Harpa var að eigin sögn úti að leika
sér og lét engan vita þegar hún fór
á sína fyrstu fótboltaæfingu. Eftir
æfingu kom hún heim og tilkynnti
að hún væri byrjuð að æfa fót-
bolta. „Þannig að mér hefur örugg-
lega þótt mjög gaman,“ segir Harpa
hlæjandi, spurð hvernig henni lík-
aði íþróttin í byrjun.
Þegar Harpa var ellefu til tólf
ára gömul flutti hún í Garðabæ-
inn með fjölskyldu sinni og fór
þá frá Þrótti yfir til Stjörnunnar.
Að hennar sögn er hún uppalin í
Stjörnunni, eins og er gjarnan sagt
um íþróttafólk og þeirra svoköll-
uðu uppeldisfélög. Hefur hún æft
og spilað með Stjörnunni síðan
þá, ef frá eru talin þrjú ár sem hún
var í Breiðablik, á árunum 2008 til
2011. Þá fór hún einnig að láni til
breska félagsins Charlton í nokkra
mánuði árið 2007 og Stjarnan fékk
sömuleiðis lánskonu frá Charlton,
en liðin voru í samstarfi á þeim
tíma.
„Kemur ekki orðum að því“
Óhætt er að segja að mikil upp-
bygging hafi átt sér stað innan
Stjörnunnar á undanförnum árum
en liðið hefur orðið Íslandsmeist-
ari núna tvö ár í röð, en það hafði
ekki unnið titilinn fyrr en í fyrra.
Hafandi æft með Stjörnunni síð-
an hún var barn hefur Harpa upp-
lifað stigvaxandi velgengni liðsins
og óhætt er að segja að hún hafi átt
sinn þátt í henni.
„Það er náttúrulega bara
æðislegt og maður kemur eigin-
lega ekki orðum að því. Þegar ég
byrjaði í yngri flokkunum var ég í
rauninni í mjög sterkum árgangi og
við vorum að lenda kannski í efstu
sætunum í mínum flokki, þegar ég
var á eldra ári, það er að segja. En
liðið var ekki að vinna marga titla,
hvorki í yngri flokkum, né nátt-
úrlega í meistaraflokkum. Þannig
að þetta var kannski svolítið fjar-
lægt markmið, að geta náð svona
árangri með Stjörnunni, en það
er alveg æðislegt og eru búnar að
vera gríðarlega miklar breytingar á
þeim tíma sem ég hef verið,“ segir
Harpa.
Beðið eftir knattspyrnuhöll í
Garðabæ
Harpa byrjaði að spila með meist-
araflokki Stjörnunnar þegar hún
var fjórtán til fimmtán ára, þá fóru
æfingar fram á malarvelli. „Það er
búið að gerast svo mikið í fótbolta
á Íslandi á þessum tíma. Þannig
að það er gaman að sjá upp-
bygginguna sem er búin að eiga sér
stað. Ég meina, allt svæðið í Garða-
bæ hefur breyst rosalega mikið á
þessum tíma. Við vorum alltaf bara
með graskeppnisvöll og svo vorum
við með malarvöll. Svo vorum við
með lítið svona búr, svona sem við
köllum þetta, eins og gamla týpan
af gervigrasi var. Svona sandgras
í rauninni. Það var í rauninni að-
staðan. Svo æfðum við á veturna
og mölin náttúrlega frosin. Þannig
að við æfðum innanhúss á veturna,
á parketi. Ég meina, ég var að byrja
að æfa þannig í meistaraflokki,
þannig að það er búið að breytast,“
segir Harpa.
„Að fara úr því í aðstöðuna
sem er í Garðabænum, það er
mjög gaman að sjá og taka þátt í.
Núna erum við komin með marga
gervigrasvelli og mjög gott yngri
flokkastarf og bara bíðum eftir
knattspyrnuhöll í Garðabænum,
það er bara tímaspursmál hvenær
við fáum það í gegn.“
Ekki keyptur titill
Harpa hlær þegar henni er bent
á að það sé ljóst að hún er búin
að vera mikilvægur hlekkur í
Stjörnunni í gegnum árin. „Já, ég
allavega vona það,“ segir Harpa.
„Það hefur alltaf verið metnaður
fyrir því að vera með gott meistara-
flokkslið í Stjörnunni. En það hef-
ur kannski vantað rétta umgjörð og
markmiðasetningu. Það líka tekur
tíma að byggja upp svona gott lið
sem að nær svona árangri í svona
langan tíma, eins og við erum
búin að gera núna. Förum frá því
að Stjarnan hafi aldrei unnið tit-
il og núna upp í að taka fimm titla
á þremur árum. Þú gengur ekki að
því, þetta eru allt leikmenn sem
eru búnir að spila fyrir Stjörnuna í
mörg, mörg ár. Það er kannski það
sem er flottast við þetta. Það er ekki
eins og, eins og maður talar um,
ekki eins og þetta sé keyptur titill.
Það var ekki lélegt lið sem ákvað
að kaupa tíu góða leikmenn, það
er búin að vera mikil uppbygging
í gangi og sömu leikmennirnir og
sami kjarninn í mjög langan tíma,“
segir Harpa um félagið sitt.
Karlaliðið að spila vel
Í ár fetaði karlalið Stjörnunn-
ar í knattspyrnu í fótspor kvenna-
liðsins og varð Íslandsmeistari í
fyrsta skipti eftir dramatískan sig-
ur á FH í Kaplakrika í haust. Lang-
þráður draumur stuðningsmanna
liðanna hefur ræst á undanförnum
tveimur árum og skiptir varla máli
hvort fólk styðji félagið almennt,
slíkri velgengni og uppbyggingu
í starfi er auðvelt að samgleðjast.
„Nú er líka karlaliðið að spila rosa-
lega vel og það er alltaf gaman að
sjá svona nýtt félag vera að skila ár-
angri. Að það séu ekki alltaf sömu
félögin sem eru að gera það vel
eða að taka þessa titla. Þannig að
það er líka mjög ánægjulegt,“ seg-
ir Harpa.
Leit upp til Olgu og Ásthildar
Talið berst að fyrirmyndum og
hlutverki Hörpu sem fyrirmynd,
sérstaklega fyrir ungar stúlkur sem
eru að hefja sinn feril í knattspyrnu.
Harpa segist finna fyrir því að litið
sé upp til hennar, að hennar sögn
er það hluti af því að ganga vel. „Þá
hlýtur maður líka að vera að gera
eitthvað rétt og maður man það al-
veg þegar maður var lítill að mað-
ur leit alveg upp til þeirra sem voru
að standa sig vel í að spila. Mað-
ur leit upp til Olgu og Ásthildar
og þessara sem voru hvað bestar
þegar ég var svona í þriðja flokki.
Svona á þessum árum sem maður
byrjar að fylgjast eitthvað með af
alvöru í meistaraflokki,“ segir hún.
Harpa segist reyna að gefa af sér í
starfið hjá félaginu, til að mynda
með því að hvetja stelpurnar og
mæta á leiki.
Mesta umbunin í verkinu sjálfu
Spurð hvaða merkingu fótboltinn
hafi fyrir Hörpu almennt í hennar
lífi segir hún mesta umbun felast
í verkinu sjálfu. Þótt það sé gam-
an að fá og hún sé þakklát fyrir all-
ar viðurkenningar sem hún hefur
hlotið þá sé meiri umbun sem fylgi
verkinu sjálfu. „Það er miklu meiri
umbun í því að spila vel og þegar
liðinu gengur vel og maður finn-
ur að maður nær að leggja sitt af
mörkum í eitthvert verkefni sem
á sér í rauninni stað í miklu lengri
tíma en bara í lokaleikjunum,
þegar kannski hvað mesta umfjöll-
unin er um liðið. Það er gríðarlega
mikið sem maður leggur á sig yfir
vetrartímann og í rauninni frá því
maður byrjaði þá er maður búinn
að setja sér ákveðið markmið. Það
sem stendur upp úr eru einmitt
þessir leikir þar sem maður hef-
ur einhvern veginn lagt allt undir
og fengið eitthvað til baka. Það er
„Aldrei minnst á konurnar“
n Harpa Þorsteinsdóttir Stjörnukona er ósátt við Stöð 2 sport n Var langmarkahæst í Pepsi-
Erla Karlsdóttir
erlak@dv.is
„Ég er mjög ósátt
við Stöð 2 sport,
hvernig þeir bara virð-
ast „kötta“ algjörlega á
kvennaboltann.
„Ætli það lýsi mér
ekki mjög vel líka,
ég er mjög upptekin