Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 43
Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014 Sport 43 „Aldrei minnst á konurnar“ sama hvað það er í lífinu, hvort það er vinna eða íþróttir eða fjölskylda eða hvað sem það er. Þegar mað- ur leggur eitthvað á sig og fær eitt- hvað út úr því til baka og nýtur þess að gera það sem maður er að gera, það er það sem skiptir öllu máli,“ segir hún án þess að hika. Að hennar sögn væri hún ekki í fótboltanum nema henni liði eins og hún væri að fá eitthvað út úr því. „Líða vel og finnast gaman, það er kannski einna helst sú merk- ing sem þetta hefur fyrir mér. Það er þessi umbun sem fylgir þessu verki,“ segir Harpa. Er utan við sig Frá því að ræða hvaða merkingu fótboltinn hafi fyrir Hörpu yfir í að spyrja hana hvernig hún myndi lýsa sjálfri sér. Harpa hlær og seg- ir spurninguna erfiða. Fyrsta lýs- ingarorðið sem hún notar er metn- aðarfull, enda væri hún annars ekki búin að ná þeim árangri sem hún hefur náð. Þá setji hún sér háleit markmið. Sjálfslýsingin stendur ei- lítið á sér þangað til Harpa segir frá sínum helsta galla, að hún sé mjög óstundvís, að eigin sögn. „Ég myndi alltaf vilja taka það fram þannig að fólk haldi ekki að ég sé ómeðvituð um þetta vandamál. Þannig að alltaf þegar ég er beðin um að lýsa sjálfri mér þá finnst mér ótrúlega mikilvægt að taka það fram að ég átta mig á þessum galla og það er svona fyrsta skrefið í að vinna að því að bæta þetta. Það er allavega svona minn helsti löstur þessa stundina,“ segir Harpa. Þá heldur hún áfram. „Ég myndi segja að ég væri góður vinur, góð móð- ir, fjölskyldumanneskja, utan við mig,“ segir Harpa, en hún býr í Kópavogi ásamt manni sínum, Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þriggja ára syni þeirra og átta ára stjúpdóttur. Þá er hún í fullu starfi á leikskóla, er með BA-gráðu í upp- eldis- og menntunarfræði og er í meistaranámi í lýðheilsuvísindum. Það er því nóg að gera hjá fótbolta- konunni. „Eins og ég segi, ég set mér háleit markmið – ég segi ekki að ég myndi endilega ná þeim öll- um,“ segir Harpa. „Ætli það lýsi mér ekki mjög vel líka, ég er mjög upptekin. Og skipulögð, af því að það þarf að vera það ef maður er með þessa dagskrá. Það er kannski þess vegna sem ég er alltaf sein, af því ég er alltaf að detta úr einu í ann- að,“ segir hún, en dregur úr þeim fullyrðingum. „Nei, ég tek þetta til baka. Ég vildi að það væri af því að ég er alltaf ógeðslega upptekin. En ég fæddist held ég bara fimm mín- útum of seint.“ Jafnréttisstefnu innan klúbba Í gegnum árin hefur verið áberandi hversu lítið er fjallað um íþrótt- ir kvenna í fjölmiðlum, miðað við karla, og er knattspyrnan þar engin undantekning. Kvennaboltan- um hefur iðulega verið gerð verri skil en karlaboltanum. Harpa seg- ir jafnrétti kynjanna í fótbolta vera eitthvað sem þurfi alltaf að vera að tala um, annars batni hlutirn- ir ekki. Tónninn breytist og verður alvarlegur. „Það er bót á ýmsum málum, hvað varðar jafnrétti kynjanna í þessu, eins og svo mörgu öðru. Ég myndi segja að klúbbarnir þyrftu að skoða sín mál alvarlega, eins og hvað varðar jafnréttisstefnu. Það eru mjög fáir klúbbar, held ég, sem eru með skýra stefnu hvað það varðar, í meistaraflokki. Án þess að ég sé nokkuð búin að rannsaka það, það er bara svona mín upp- lifun og mín tilfinning,“ segir hún. Jafnréttisstefnu Stjörnunnar má nálgast á heimasíðu félagsins, en þar segir að stefna félagsins sé að vinna gegn því að fordómar, einelti og hvers kyns ójafnrétti þrífist inn- an félagsins. Þá eru tilteknar leið- ir til þess að stuðla að jafnrétti og sporna við fordómum og einelti. Engir „slúðurpakkar“ um konurnar Harpa segir stöðuna sem kon- ur í fótbolta eru í vera erfiða hvað umfjöllun um leikina þeirra varð- ar. „Auðvitað er ógeðslega leiðin- legt af því að maður er stelpa og er í fótbolta þá fær maður minni pening og það er fjallað minna um það sem maður gerir, inni á vellin- um og utan hans, og allt það. Mað- ur fær minni umbun þannig, fyr- ir það sem maður er að gera,“ segir hún og víkur máli sínu að hlutverki fjölmiðla. Hún segir erfitt að fara fram á það að umfjöllun fjölmiðla um karla- og kvennaboltann sé ná- kvæmlega eins, því eins og staðan sé núna er karlaboltinn vinsælli. En auðvitað megi alltaf gera betur. Harpa segir umfjöllunina í sum- ar oft hafa verið á öðrum nótum um kvennaboltann en um karlabolt- ann. Farið sé yfir helstu atriðin úr kvennaboltanum en víðtækari um- fjöllun fari fram um karlaboltann. Til að mynda hafi komið nokkr- ir „slúðurpakkar“ um karlabolt- ann, en þar er farið yfir orðróm um hvaða leikmenn og þjálfarar eru líklegir til hreyfings eftir tímabilið. Slúðurpakkar eru ekki skrifaðir um kvennaboltann, að Hörpu sögn. „Sumir eru að gera þetta mjög vel, þannig að ég vil ekki tala illa um það þannig en maður finnur fyr- ir mismuninum og það er bara þannig, einhvern veginn. En það eru margir að reyna að gera vel,“ segir hún. „Mjög ósátt við Stöð 2 sport“ Þá gagnrýnir Harpa 365 miðla fyrir að hafa barist fyrir því að fá réttinn til þess að sýna frá leikjum Pepsi- deildarinnar í sumar, en leggja nánast eingöngu áherslu á að sýna frá karlaboltanum. Hún segir Stöð 2 sport hafa sýnt frá leikjum allra umferða í karlaboltanum en fáa sem enga leiki í kvennaboltanum. „Svo var verið að gera upp allar umferðir í sjónvarpinu um Pepsi- deildina. Það eru frekar miðl- ar eins og Fótbolti.net og 433 og Sport TV náttúrlega sem eru búin að gera frábæra hluti í sumar, búin að sýna leik úr hverri umferð. Það eru svona netmiðlarnir einna helst. Ég er mjög ósátt við Stöð 2 sport, hvernig þeir bara virðast „kötta“ algjörlega á kvennaboltann,“ segir Harpa. „Það einhvern veginn virð- ist öllum vera sama um það, sem er mjög leiðinlegt.“ „Aldrei minnst á konurnar“ Spurð hvort ekkert hafi farið fyr- ir því að þetta hafi verið rætt seg- ir Harpa að það sé eins og fólk sé búið að sætta sig við hlutina. „Þetta var tekið upp fyrir tveimur árum og þá var öllu fögru lofað og svo líður veturinn og kemur sumar og þá er ekkert gert,“ segir Harpa. „Þetta er mjög leiðinlegt af því að það var al- veg verið að gera upp hverja ein- ustu umferð [í karlaboltanum]. Það er Messan og það eru Pepsi- mörkin í sjónvarpinu og allt þetta. Það er aldrei minnst á konurnar – ekki einu sinni farið yfir stöðurnar í leikjunum,“ segir hún. „Þegar RÚV var með umfjöllun á föstudögum um kvennaboltann, áður en Stöð 2 sport vildi kaupa þetta, voru þeir alveg með marka- þátt og voru að sýna úr leikjum og svona. Það er mjög gaman fyrir þá sem eru að fylgjast með kvenna- bolta, þó að þeir sem fylgjast með karlabolta séu kannski miklu stærri hópur,“ segir hún. Fínt að slappa af Harpa hefur uppskorið ríkulega eftir tímabilið, enda sáði hún vel. Sem fyrr segir var hún langmarka- hæst kvenna í Pepsi-deildinni, þá var hún valin besti leikmað- ur Pepsi-deildar kvenna í lokahófi Knattspyrnusambands Íslands sem fór fram 20. október síðastliðinn, af öðrum leikmönnum deildarinnar. En nú tekur við ögn rólegri tími hjá markaskoraranum mikla, sem tek- ur haustinu fagnandi. „Það er líka alveg fínt eftir svona tímabil að ná að slappa aðeins af,“ segir Harpa. n deild kvenna eftir tímabilið n Sagði engum frá því þegar hún fór á fyrstu fótboltaæfinguna„Líða vel og finn- ast gaman, það er kannski einna helst sú merking sem þetta hef- ur fyrir mér. Það er þessi umbun sem fylgir þessu verki. Á Pæjumóti Harpa byrjaði að æfa með Stjörnunni þegar hún var ellefu til tólf ára. Hér er hún á Pæjumóti í Eyjum, með 5. flokki félagsins. Harpa er lengst til hægri. Mynd Úr EinkASAFni Sigursæl Harpa hefur sannarlega verið sigursæl með Stjörnunni að undanförnu og var nýverið valin besti leikmaður Pepsi-deildar í lokahófi KSÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.