Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Side 48
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201448 Lífsstíll 365 hamingjudagar n Tóku „100 happy days“ skrefinu lengra n Stundum erfitt að finna nýtt myndefni Þ að eru eflaust margir sem tóku þátt í verkefn- inu 100 happy days, eða 100 hamingjudagar, sem tröllreið samfélagsmið- lunum Instagram og Facebook í byrjun þessa árs. Markmiðið var að taka eina mynd á dag, sam- fellt í 100 daga, af einhverju sem veitti hamingju eða gleði þann daginn og birta á Instagram und- ir „hashtaginu“, eða myllumerk- inu #100happydays. Margir deildu myndunum jafnframt á Facebook og urðu þessir samfélagsmiðlar því undirlagðir af eintómri hamingju sem fólk fann í hversdagsleikanum. Það voru þó ekki allir sem byrj- uðu á verkefninu sem héldu það út í 100 daga, en þeir sem kláruðu fengu flestir lof fyrir. Blaðamaður komst í samband við tvær ungar konur sem tóku verkefnið skrefinu lengra og eru í 365 hamingjudaga verkefni. Önnur var komin á dag 299 þegar blaðamaður ræddi við hana, og hin 258, og þær eru ekkert að gefast upp. n É g gerði 100 daga og þegar síð- asti dagurinn rann upp þá til- kynnti ég það á Facebook. Í kjölfarið kommentuðu margir og sögðu mér að hætta þessu ekki því þetta væri svo skemmtilegt. Ég ákvað því að halda áfram því mér fannst sjálfri svo gaman að gera þetta,“ segir hin glaðlynda og ham- ingjusama Salka Gústafsdóttir, sem búsett er í Englandi. „Núna eru samt komnir svo margir dagar að það er orðið erfitt að telja,“ bætir hún hlæjandi við. Þrátt fyrir að hafa birt dag 295 daginn áður en blaðamaður hafði samband telur Salka, við nánari athugun, að hún hafi merkt einhverjar myndir sama dagafjölda og því í raun verið komin á dag 299. Þegar þetta birtist er hún því komin yfir 300 daga hamingjumúrinn. Fann gleðina í ælupest Salka segist mynda allt milli himins og jarðar sem hún sér gleði og hamingju í. Myndefnið var þó ein- hæfara í fyrstu og hún viðurkennir að verkefnið hafi verið töluvert auðveldara þá. „Þegar þetta var svona nýtt og ferskt þá tók ég bara myndir af kærastanum, fjölskyldunni og mat. Svo áttaði ég mig á því að ég var að taka rosalega margar myndir af mat og hugsaði með mér að ég hugsaði greinilega bara um mat.“ Það ríkir þó ekki eintóm ham- ingja í lífi Sölku alla daga. „Það hafa alveg komið dagar sem mér hafa þótt ömurlegir. Ég var einu sinni með magapest og ælandi og þá hugsaði ég með mér hvað væri gott við þennan dag? En þá fékk ég svona kælistykki sem maður límir á ennið og er aðal- lega ætlað börnum með hita. Það var það besta sem hafði komið fyrir mig þann daginn og ég tók mynd af mér, mjög sætri, uppi í rúmi, með þetta fast á enninu. Maður finnur alltaf eitthvað eitt,“ segir hún jákvæð. Hugsanlega of hamingjusöm „Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta var að fá mig til að hugsa um það litla góða á hverjum degi. Það sem er skemmtilegt og gerir mig hamingju- sama. Ef ég hefði ekki verið að gera þetta, þá hefði ég til dæmis ekki átt- að mig á hamingjunni við þann dag sem ég var veik. Ég hefði bara hugsað með mér hvað dagurinn væri ömur- legur því ég væri veik,“ útskýrir hún. Verkefnið hefur því gert Sölku mjög gott og skilað þannig tilætluð- um árangri. Hún segir þó eina vin- konu sína í Englandi, hafa bent sér á að hún væri eiginlega of ham- ingjusöm fyrir. Hún gæti því gengið of langt með þessu 365 daga ham- ingjuverkefni sínu. Aðspurð viður- kennir Salka fúslega að hún sé mjög hamingjusöm. Fær hrós frá ókunnugum Hún segir þó flesta vini sína á Instagram og Facebook hafa tekið vel í uppátækið. Fólk skilji hins vegar sjaldan eftir komment við myndirn- ar, en lækin séu yfirleitt allnokkur. „Ég spái samt ekkert mikið í það hvort fólk sé að fylgjast með mér. Mér finnst sjálfri bara gaman að gera þetta.“ Salka hitti þó gamla skólafélaga sína um daginn, sem hún er ekki í neinu sambandi við í dag, fyrir utan á Facebook, og þeir hrósuðu henni fyrir uppátækið. „Ein manneskja sem ég talaði eig- inlega lítið við í skólanum á sínum tíma sagðist vera að fylgjast með myndunum mínum á Facebook og það væri ógeðslega gaman.“ Sölku fannst mjög skemmtilegt að heyra þetta, en hún hefur nokkrum sinn- um fengið hrós fyrir myndirnar frá fólki sem hún þekkir lítið. „Mér er alveg sama hvað fólki finnst en það er samt mjög gam- an þegar fólk kemur upp að mér og segir svona. Mér finnst þá eins og ég sé að gleðja fólk aðeins,“ seg- ir þessi hamingjusama og lífsglaða, unga kona að lokum. Þ etta byrjaði með 100 mynd- unum sem helmingur þjóðarinnar tók þátt í og þegar ég kláraði það þá ákvað ég bara að skora á sjálfa mig að gera þetta í heilt ár. Að finna eitthvað til að taka mynd af á hverj- um degi,“ segir hin metnaðarfulla og hamingjusama Íris Ósk Kjart- ansdóttir. „Þetta hefur gengið lúmskt vel. Það kemur samt fyrir öðru hvoru að ég er ekkert geðveikt hamingju- söm, en þá finn ég bara eitthvað til að taka mynd af. Það hefur tek- ist í svona 98 prósentum tilfella. Það eru kannski fjórar mynd- ir sem ég er með sem er ekkert endilega mik- il hamingja í,“ segir hún hreinskilin. Mamma kvart- aði yfir matar- myndum Íris segist gjarn- an taka tilviljun- arkenndar mynd- ir af umhverfinu í kringum sig. Þá hjól- ar hún mikið og það veit- ir henni hamingju. Eðli máls- ins samkvæmt hafa því nokkrar myndir tengst því áhugamáli. „Mér finnst líka rosa gott að borða ís og hann er víst oft þarna líka,“ segir hún hlæjandi. „Svo kvart- aði mamma yfir því um daginn að það væri óþarflega mikið af matar- myndum hjá mér. En það er bara svo klassískt að taka myndir af matnum sínum.“ Reddað með nammipoka Íris hefur reglulega hugsað af hverju hún manaði sig upp í þessa vitleysu. Aðspurð seg- ir hún þó að það hafi aldrei hvarflað að henni að gef- ast upp. „Þegar maður er búinn að ákveða eitthvað þá hættir mað- ur ekki við og gefst upp,“ segir hún ákveðin. „Ég hef alveg stundum áttað mig á því, klukkan ellefu á kvöldin, að ég á eftir að birta mynd og þá hef ég til dæm- is gripið í nammi- poka. Það getur ekki klikkað.“ Íris segir fylgj- endur á Instagram og vini á Facebook hafa tekið vel í uppá- tækið. „Ég hef samt al- veg fengið svona spurn- ingar: „Íris, hvað ertu að gera? Hvernig getur þetta gert þig ham- ingjusama?““ Þykir vænt um mynd 100 Aðspurð hvort einhver mynd sé eftirminnilegri en önnur, seg- ist hún alltaf halda upp á mynd númer 100, sem markaði upphaf- ið að hinum 265. „Ég var nýkom- in úr fjallgöngu. Var frekar mik- ið sólbrennd og eins og tómatur í framan. Ég hugsaði með mér að nú ætlaði ég að klára þetta. Síðasta myndin. Það er ein af mjög fáum „selfie“-myndum sem ég hef tekið á öllum þessum tíma. Þar sem sést í andlitið á mér.“ „Maður finnur alltaf eitthvað“ Finnst eins og hún sé að gleðja fólk með myndunum „Þetta hefur gengið lúMskt vel“ Kemur ekki til greina að gefast upp Snjór Nýfallinn snjór getur verið mikill gleðigjafi. Matur! Salka viðurkennir að hafa í fyrstu tekið mjög margar myndir af mat. Hamingja Salka hefur reynt að hafa myndirnar fjölbreyttar og finna nýtt myndefni á hverjum degi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Sól Íris segist hafa tekið margar tilviljunar- kenndar myndir af umhverfinu, af einhverju sem veitir henni hamingju. Til dæmis sól. Grill Mamma Írisar kvartaði yfir því að hún birti of margar myndir af mat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.