Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Side 50
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201450 Menning
Drengurinn á veggnum
Íslendingur
í austurvegi
Adolf var auðvitað bara eitt af
þessum 77.297 mannsnöfn-
um sem stóðu skýrum stöfum
uppi á rykhvítum kalkveggn-
um í gömlu sýnagógunni í Prag,
en það var samt eitthvað sem
gerði það að verkum að ég stöðv-
aði fyrir framan það innan um
allan þennan fjölda nafna af
fórnarlömbum gyðingaofsókn-
anna á síðustu öld. Kannski var
það nafnið sjálft, en þó líklega
fremur aldurinn og dagurinn og
þessi nöturlega tilviljun; réttra
fjögurra ára hefur hann staðið á
sjálfan afmælisdaginn sinn í ein-
hverri biðröð með móður sinni
og þremur eldri systrum og nálg-
ast þetta gráa dulræða hús með
stóra strompnum.
Annar dagur apríl var annars
bara einn af þessum stríðshrjáðu
dögum í sundurtættri Evrópu
vorið 1943. Það eina merki-
lega við hann fyrir Adolf litla var
sú lítilvæga staðreynd að hann
átti afmæli, fæddur heima í sót-
ugri þvergötu í Josefov-hverfinu í
Prag, aðeins örfáum dögum áður
en Þjóðverjar hernámu Tékk-
land. Og þótt stöku gestur í þessu
500 ára gamla bænahúsi geti á
engan máta ímyndað sér hvernig
mamma hans og systur reyndu að
gleðja hann í tilefni dagsins þar
sem þau hafa hokrað uppi í efstu
koju á einum ganganna í útrým-
ingarbúðunum í Terezín – og það
hafa þær örugglega reynt að gera
– er hitt nokkuð öruggt að ein-
hvern tíma þennan sama dag í lífi
Adolfs hefur háreystin og varga-
lætin gleypt í sig síðasta súrefnið
í skítugum skálanum og fólkinu
verið hent út á plan með vanalegri
fyrirlitningu – og þaðan rekið í
einni röð í átt að húsinu gráa.
Þegar maður stendur á miðj-
um aldri framan við eitt svona
mannsnafn í minningarsafni um
helförina miklu – og reynir að gera
sér í hugarlund hvað gerðist á
milli þessara ártala sem eru skrif-
uð á eftir kunnuglegu nafninu – er
ekki laust við að þögn manns hafi
mest að segja; bilið á milli 1939 –
1943 er auðvitað bara örstutt ævi,
en það sem Adolf litli hefur þurft
að reyna á þessum 1460 dögum
sem hann fékk að lifa er engu að
síður meira en meðalævi seinni
tíma getur megnað.
Einhvern veginn sé ég hann
fyrir mér með litlu höndina sína
djúpt í lófa móður sinnar, starandi
allt í kringum sig á meðan hvert
skólaust skrefið af öðru nálgað-
ist stóra strompinn. Og einhvern
tíma á þessum mínútum sem fóru
í hönd hefur hann tapað handa-
bandinu með óttafullum gráti.
Þegar komið er út fyrir sýna-
góguna í þessa einu og sömu sól
sem mannskepnan hefur alltaf
haft yfir höfði sér – og ráfað er
um gyðingakirkjugarðinn í gamla
gettóinu í Prag, reikar hugurinn
ósjálfrátt til þeirra staða í samtím-
anum þar sem fjögurra ára snáðar
og fjögurra ára hnátur eru í alveg
sömu sporum og Adolf litli var fyr-
ir heilum mannsaldri.
Því það er nefnilega svo að
enn er maðurinn að reisa múra.
Enn er hann að loka einhverja
ættbálka inni í gettóum. Enn er
maðurinn að miða vopnum sín-
um að yngstu og varnarlausustu
íbúum jarðar sem geta ekki ann-
að en þrúgað litlu hendinni sinni
dýpra ofan í lófa móður sinnar á
meðan gnýrinn af sprengjudríf-
unni ríður yfir. Og til hvers þá öll
þessi áminning ef lærdómurinn
er enginn.
Í rÍki fegurðarinnar
n Ófeigur Sigurðsson ræðir um nýjustu skáldsögu sína, Öræfi n nostalgísk bók um þrá mannsins eftir því að snerta hið ósnortna
H
ugmyndin var að demba sér
í ríki fegurðarinnar og vita
hvort maður gæti eitthvað
aðhafst þar. Það er svo yfir-
þyrmandi að koma á Öræfin,
það er svo áhrifaríkt að koma þangað,
manni finnst eins og maður geti ekki
hugsað neitt,“ segir Ófeigur Sigurðs-
son um nýjustu skáldsögu sína Öræfi.
Öræfi fjallar um ferðamann sem
lendir í hremmingum í ferð uppi á Ör-
æfajökli. Söguna segir læknir manns-
ins, Íslendingasöguóður héraðsdýra-
læknir með skáldadrauma. Í skýrslu
sinni reynir hann að gera aðdraganda
jafnt sem eftirmálum atviksins skil.
Þó að textinn á bókarkápunni gæti
gefið til kynna að um spennusögu
sé að ræða, er hér eitthvað annað og
meira í gangi. Þetta er allt í senn kó-
mísk ádeila, einlægur óður til feg-
urðarinnar, ýkjuskotin örævisaga og
lífleg heimspekileg vangavelta, en
kannski fjallar bókin fyrst og fremst
um lifnaðarhætti og hugsun manna í
sambýli við ægifagra en ógnvænlega
náttúru Öræfasveitarinnar.
„Ég gæti aldrei lagt upp með að
skrifa héraðslýsingu eða lýsa Öræf-
unum í einhverjum fótórealisma, af
því að maður er algjörlega máttlaus
gagnvart svona fjallabrjálæði. Þannig
að leiðin var þá frekar að fanga ein-
hvern anda, eða það hvernig þessi
veröld birtist mér, og miðla því í gegn-
um persónur,“ útskýrir Ófeigur.
Lítil bók með stóran titil
Ófeigur Sigurðsson er fæddur árið
1975. Eftir að hafa farið út til Dan-
merkur til að nema myndlist við
Konunglegu akademíuna en end-
að á því að spæna í sig íslenska bók-
menntasögu í gamla landsbókasafn-
inu í Kaupmannahöfn, lagði hann
stund á nám í íslensku og heimspeki
við Háskóla Íslands. Hann hafði gef-
ið út sex ljóðabækur og skáldsöguna
Áferð þegar hann hlaut Bókmennta-
verðlaun Evrópusambandsins árið
2011 fyrir litla bók með stóran tit-
il: Skáldsaga um Jón og hans rit-
uðu bréf til barnshafandi konu
sinnar þá hann dvaldi í helli yfir
vetur og undirbjó komu hennar og
nýrra tíma. Þessa bók um eldklerk-
inn Jón Steingrímsson segist hann
hafa unnið á undraskömmum tíma,
hamrað á lyklaborðið 16 tíma á dag.
Í kjölfarið dustaði hann rykið af bók
sem hann hafði unnið að mun leng-
ur. Skáldsagan Landvættir gerist í
kjötvinnslu á Kjalarnesi, þar sem
vinnupólitík og verksmiðjuvæðing
samtímans er skoðuð. Hugmyndin að
Öræfum fæddist árið 2007, en vinna
við hana hófst ekki fyrir alvöru fyrr en
eftir útgáfu Landvætta árið 2012.
Viljum snerta hið ósnortna
„Öræfi voru einangraðasta sveit í
vestrænum heimi fram undir síðari
hluta tuttugustu aldar. Svo lengi vel
er margt ónefnt og ósnortið. Þegar
það opnast þarna dyr inn í eitthvað
ósnert, þá opinberast svo mikill rán-
dýrsháttur sem birtist að hluta til í
ferðamannaiðnaðinum. Mig lang-
aði að skoða þessa bjögun sem á sér
stað, ásóknina í eitthvað heilagt eða
ósnortið, hvort sem það eru öræfin
uppi á hálendi eða eitthvað annað.
Það er ásókn í að upplifa þetta ein-
angraða sem fáir hafa komist í kynni
við og verða hluti af þessu ósnortna,
en það gerist ekki nema í gegn-
um snertingu. Það vilja allir snerta
hið ósnortna, en þá getur það ekki
viðhaldið sér.“
Þessi togstreita er greinileg í aðal-
sögupersónu bókarinnar: Bernharð-
ur Fingurbjörg er örnefnafræðingur
í rannsóknarferð á jöklinum. Hann
vill feta í fótspor landkönnuða sem
rannsökuðu ósnortin svæði og fengu
að hengja merkimiða á ónefnd lönd.
Þannig dreymir hann um að verða
hluti af þessari kynngimögnuðu
náttúru.
Að róa á móti tímanum
Kannski fjallar Öræfi um mismun-
andi leiðir manna til að nálgast nátt-
úruna og umhverfið. Í samtímanum
hættir okkur til að líta einungis á hana
sem hlutlausan efnivið fyrir mann-
lega nýtingu, eða misnotkun í nafni
framfara. Þannig stöndum við fyrir
utan náttúruna frekar en sem hluti
af henni. Nokkrum sinnum í bókinni
tala sögumenn nokkuð biturlega um
svokallaðar framfarir. Þessu sam-
sinnir Ófeigur: „Jú, að framfarir hafi
alltaf reynst afturfarir þegar uppi er
staðið. Það er bara þessi gamla trú
um hnignun andans samfara tækni-
hyggju.“ Værir þú ósáttur ef fólk segði
bókina nostalgíska, eða uppfulla af
fortíðarþrá? „Nei, það er í raun mik-
il fortíðarþrá í öllum mínum bókum.
Mér finnst nostalgía bara svo óend-
anlega fyndin. Ég stend sjálfan mig
svo rosalega oft að því að vera and-
tæknisinnaður og vilja hafa hlutina
bara eins og þeir voru. En nostalgí-
an er svo skemmtileg og fyndin af því
að í henni felst svo mikið vonleysi.
Þú ert að róa á móti tímanum, þú ert
að berjast við hið ómögulega og ert í
raun eins og hálfviti.“
Hömluleysi í alþýðuskrifum
Bókin er sett upp eins og bréf sem er
skrifað upp úr skýrslu sem byggir á
frásögnum ýmissa persóna – frásögn
inni í frásögn inni í frásögn í frásögn
og svo framvegis. Sögumennirnir eru
nokkrir og tala í gegnum hver annan,
hver endursegir sögu næsta manns
með eigin röddu, hver með sinn stíl
og sitt áhugasvið. Þessir ólíku sögu-
menn tala um og vitna í ólík fyrirbæri,
allt frá þýskri heimspeki, bandarísku
dauðarokki, belgískri myndlist og að
sögu Suðurlands og íslenskum al-
þýðufróðleik sem er fyrirferðarmikill
í bókinni. Hvað er það við íslensku al-
þýðufræðin sem heillar þig?
„Þetta er svo vítt svið, það er ekki
hægt að segja að þjóðlegur fróðleik-
ur sé bara eitthvað eitt. Hann er bara
eins fjölbreyttur og mennirnir og
konurnar sem eru að skrifa. Hann er
svo frjáls undan öllum hömlum. Ég
fæ á tilfinninguna að það sé hægt að
skrifa um hvað sem er: túnið heima
hjá sér, eyðingu byggðar, sjósókn eða
hvað sem það er. Þjóðlegur fróðleik-
ur er svo hömlulaus, svo rosalega
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is Róir á móti
tímanum
Rithöfundurinn
Ófeigur Sigurðsson
viðurkennir að
nostalgía og
fortíðarþrá ein-
kenni bækur hans.
Mynd SiGtRyGGuR ARi
„Nostalgían er
svo skemmtileg
og fyndin af því að í henni
felst svo mikið vonleysi.
Hross í oss fékk verðlaun Norðurlandaráðs
Benedikt skaut föstum skotum í átt að Illuga
L
eikhúsverkið Strengir, sem var
frumsýnt í Tjarnarbíói síðasta
föstudag, er þakklát hvíld frá
hefðbundnu formi atvinnuleik-
húsanna. Í verkinu taka 24 listamenn
úr ýmsum áttum höndum saman og
búa til ansi fjölbreytt gjörningalista-
verk sem samanstendur af mynd-
bandslist, leiklist, höggmyndalist,
danslist og tónlist. Verkið fjallar um
sjálft sköpunarferli listarinnar.
Verkið er sett upp í átta rýmum í
Tjarnarbíói og er húsnæðið nokkuð
vel nýtt. Þegar gengið er inn blasir
myndbandsverk við manni á stóru
tjaldi. Við sætin eru svo heyrnar-
tól sem magna upp tónlist verksins.
Myndbandið er nokkuð vel útfært og
fallegt á margan hátt. Heyrnartólin
gera það svo að verkum að maður
upplifir myndbandið mun sterkar
en ella. Vandinn er þó helst sá að
verkið er ofurlítið stutt miðað við að
gjörningurinnn stendur yfir í fjóra
tíma. Það eru svo þrjú herbergi þar
sem mesta fjörið á sér stað. Í einu
herberginu var Hinrik Þór, þar sem
hann nálgaðist hlutverk sitt með
afar pósmódernískum hætti. Þannig
reyndi hann að leika ekki og á sama
tíma átti hann að átta sig á því hvað
hann væri að vilja. Þetta heppnað-
ist vel, og tónlistin undir var afar
vel heppnuð, eins og raunar í öllum
rýmunum.
Líklega var mesta fjörið í rým-
inu hjá þeim Völu Ómarsdóttur, sem
jafnframt leikstýrir verkinu, og svo
Guðmundi Inga Þorvaldssyni. Þau
nýttu dansleikhúsið til þess að tjá
einhvers konar ástarsögu sín á milli
þar sem þau giftust og rifust og urðu
aftur ástfangin. Þessi tvö atriði voru
kannski það sem mætti segja pláss-
frekust, en þarna var einnig að finna
dansatriði, eldhússpjall leikkonu og
tvær stúlkur sem nýttu sér endur-
tekninguna í dansrútínu sem þær
endurtóku víða um Tjarnarbíó.
Verkið hefur mikla styrkleika,
meðal annars það frelsi sem áhorf-
andinn nýtur á sýningunni. Stund-
um verður verkið þó dálítið til-
gerðarlegt, jafnvel óreiðukennt. En ef
tilgangur þess er skoðaður, að kanna
sköpunarferlið, þá fellur það ágæt-
lega inn í hugmyndina og sleppur
þar af leiðandi fyrir horn. Eitt er þó
mikilvægara en annað hvað verk-
ið varðar, það er mikið afþreyingar-
gildi fólgið í því. Þannig eyddi gagn-
rýnandi nær öllu kvöldinu í að skoða
rýmin aftur og aftur, og alltaf var þar
eitthvað nýtt að finna. Niðurstað-
an er sú að hér er að finna eitt mest
spennandi leikhús borgarinnar
þessa stundina. Völu tekst að sam-
tvinna þessi listform með skemmti-
legum hætti og úr verður nokkuð
heildstæð sýning og frábær kvöld-
stund fyrir þá sem vilja brjóta upp
leikhúsupplifunina. n