Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Page 54
54 Menning Sjónvarp Helgarblað 31. október–3. nóvember 2014
Bergnuminn í fjögur ár
É
g hef verið bergnuminn í
næstum því fjögur ár. Þegar
ég hugsa til baka á ég í erf-
iðleikum með að ímynda
mér hvernig lífið var eigin-
lega fyrir þennan tíma. Hvað var
ég eiginlega að gera í ósköpunum?
Áttaði ég mig ekki á því að lífið var
bara einvítt en ekki þrívítt? Lífið
var gott en það var ekki í fullum
blóma. Svo kom frumbarn okkar
hjóna og allt breyttist. Þá varð allt
í einu svo skært ljós sem blessar
lífið og er alltumlykjandi æ síðan
– og svo kom barn númer tvö líka:
„Hughrif bliksins heiminn
prýða, Hallgrím okkur síðar bless-
ar.
Barnsins nautnin breytir tilvist,
berar hugans víddir þriðju. For-
tíð okkar fánýt jarðvist, færir anda
lífsins miðju.“
Svona reyndi ég í fyrravor að
ná utan um þá tilfinningu að hafa
eignast barn. Ég sat fyrir utan
skrifstofu sýslumanns í iðnað-
arhverfinu í Kópavogi og beið eftir
því að stökkva inn og sækja vega-
bréfið mitt. Ég var með gamlan
Parker-penna sem ég hafði fundið
og kassakvittun sem ég reyndi að
pára á hughrif mín í bundnu máli.
Ætli ég hafi ekki staðið í þeirri trú
að andinn hafi komið yfir mig og
úr varð atlaga að ljóði í fjórum er-
indum. Við fjölskyldan vorum að
flytja til útlanda. Ég var ekki búinn
að sjá tæplega árs gamla dóttur
mína og eiginkonu í nokkra daga
því þær voru farnar út en sonur
minn var með mér á Íslandi.
En auðvitað eru slíkar tilraunir
til að ná utan um eitthvað sem er
svo stórkostlegt heldur vonlausar
hjá flestum mönnum. Sérstaklega
ef maður er ekki Jónas Hallgríms-
son, Jóhann Sigurjónsson eða Jón
Helgason. Enn frekar auðvitað ef
maður kann ekki bragfræði nema
kannski upp á tæplega 1.
Æ, en samt: Tilraunir til að
fanga það besta og stórkostlegasta
í lífinu ganga yfirleit ekki upp. Þótt
ég væri bragsnillingur myndi ég
sjálfsagt grípa í álíka tómt þegar ég
reyndi að ná utan um hug minn til
barna minna. Líka ef ég reyndi að
segja frá tilfinningunni í óbundnu
máli. Sumt er eiginlega ekki hægt
að segja. Dýpstu tilfinningar
mannsins og líðan hans á bestu
stundum eru ósegjanlegar.
Hvernig leið þér þegar þú eign-
aðist fyrsta barnið þitt? Við reyn-
um að segja það en við getum ekki
einu sinni byrjað að koma tilf-
inningunum í orð og þess vegna
sleppum við því yfirleitt bara
vegna þess við viljum ekki segja
ófullkomin orð um eitthvað svo
fullkomið. Þá er kannski betra að
þegja bara og leyfa minningunum
að lifa fullkomnum í huganum
frekar en að skrumskæla þær með
takmörkuðum orðum sem ná ekki
markmiði sínu. Immanuel Kant
hefði líklega talað um upplifun á
„hinu fagra“ eða upplifun á „hinu
fagra sjálfu“. En ég er nú samt á
því að við eigum alltaf að reyna að
segja hug okkar frekar en að fela
hann í þögninni.
Það fallegasta við að eignast
barn eða börn er samt svo eigin-
lega hverdagsleikinn sem fylgir í
kjölfar þeirra töfra sem fæðingin
sjálf er og tilkoma barnsins í
heiminn. Hversdagslegu stundir-
nar þegar maður les fyrir börnin
sín, gefur þeim vatn að drekka fyr-
ir svefninn, kyssir þau góða nótt,
knúsar þau svo inn í drauma-
landið og horfir á þau sofa. Þess-
ar mundir verða svo miklu meira
en hverdagslegar af því maður
á þær með börnunum sínum og
maka. Þær verða magískar; hver-
dagsleikinn verður að galdri -
„hinu fagra“. Eilífðin er að svæfa
börnin sín.
Ég finn fyrir því að þegar ég sé
börnin mín ekki í nokkra klukku-
tíma – ég tala nú ekki um nokkra
daga – er eins og dimmi yfir mér
og þrívíð tilveran með þeim verð-
ur aftur einvíð. Það vantar eitt-
hvað; það vantar víddirnar. Svo
hitti ég börnin aftur og þá spr-
ingur maður út eins og blóm sem
baðar sig í vætu og sólskini.
Og eitt það fallegasta við þetta
allt saman er að flestir geta upp-
lifað það að eignast barn. Flestar
manneskjur, af öllum kynþáttum,
í öllum löndum og af öllum þjóð-
félagsstéttum - auðvitað eru sumir
sem af líkamlegum ástæðum eru
ófærir um að eignast börn og enn
aðrir sem af einhverri ástæðu vilja
það hreinlega ekki. En almennt
séð geta flestir menn upplifað það
sem er best í heimi. Eiginlega er
það dásamleg tilhugsun að það
besta í heimi skuli vera flestum
mönnum fært. Þannig geta svo
margir orðið bergnumdir.
Svo heldur tilfinningin bara
áfram að vera í brjósti manns, alla
daga og alltaf, eftir því sem börn-
in hækka og stækka, byrja að tala
og fá greinanlegan persónuleika
sem styrkist alltaf og styrkist. Þau
eru viðvarandi ljós, á endanum
auðvitað það sem skiptir öllu og
mestu máli, og þau næra mann og
gefa manni svo óendanlega mikið.
Þessi pistill er enn ein tilraun
mín til að ná utan um hið ósegj-
anlega sem kemur upp í huga
minn þegar ég hugsa um börnin
mín. Ég veit að það hefur mistek-
ist. Ég veit samt nú hvað ég hafði
ekki prófað áður en ég og konan
mín eignuðumst börnin okkar:
Það besta í heimi - sem líka er því
miður ósegjanlegt. En ég tel mig
vita að flestu fólki líði á svipað-
an hátt á mér - þessi ósegjanlega
fegurð fæðingarinnar og lífsins
sem fylgir - og það er svo fallegt
að svo margir fái að upplifa slíkar
kenndir því þetta besta í heimi er
sannarlega ókeypis sem slíkt. n
„Og eitt það
fallegasta við
þetta allt saman er að
flestir geta upplifað það
að eignast barn.
Sjónvarpsdagskrá
RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport
N
ý þáttaröð af skemmtiþættin-
um Orðbragð hefur göngu
sína á RÚV á sunnudaginn,
en alls verða þættirnir sex
talsins. Orðbragð er í umsjón Brynju
Þorgeirsdóttur og Braga Valdimars
Skúlasonar og slógu þættirnir ræki-
lega í gegn á síðasta ári. Í þáttun-
um er fjallað um íslenskt málfar á
skemmtilegan hátt og nýjar hliðar
uppgötvaðar á tungumálinu, sem er
er teygt og togað, faðmað, knúsað
og blásið í lífi, eins og segir í lýsingu
á þáttunum. Í þáttaröðinni verður
fjallað um bullmál, leynimál, kynjað
mál, unglingamál, hvernig íslenska
var töluð við landnám, innihalds-
laus orð og orð á merkingarflótta, svo
dæmi séu tekin. Fyrirmynd þáttanna
eru skandinavískir þættir af svipuð-
um toga, til að mynda norski þáttur-
inn Typisk norsk, þar sem fjallað er
um norska tungu.
Til að hita upp fyrir þáttinn hef-
ur verið samið nýtt lag sem heit-
ir S.T.A.F.R.Ó.F., en myndbandið við
lagið var frumsýnt í Kastljósi hinn 18.
september síðastliðinn. Lagið mun
vera það fyrsta sem samið er sérstak-
lega fyrir íslenska stafrófið og flutt
af þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur
og Óttari Proppé. Höfundur lags og
texta er að sjálfsögðu Bragi Valdi-
mar. Fyrsti þátturinn verður sýndur
a sunnudaginn, líkt og áður sagði, og
hefst klukkan 20.15. n
Tungumálið verður togað og teygt, knúsað og faðmað
Orðbragð hefur göngu sína á ný
Sunnudagur 2. nóvember
Stöð 2 Sport 2
Bíóstöðin
Gullstöðin
Stöð 3
07.00 Morgunstundin okkar
07.01 Smælki (5:26)
07.04 Kalli og Lóla (23:26)
07.15 Tillý og vinir (33:52)
07.26 Kioka (50:52)
07.33 Pósturinn Páll (9:13)
07.48 Ólivía (35:52)
07.59 Vinabær Danna tígurs
08.10 Kúlugúbbarnir (9:26)
08.34 Tré-Fú Tom (26:26)
08.56 Um hvað snýst þetta
allt? (39:52)
09.00 Disneystundin (43:52)
09.01 Finnbogi og Felix (13:13)
09.24 Sígildar teiknimyndir
09.30 Nýi skólinn keisarans
09.53 Millý spyr (64:78)
10.00 Chaplin (12:50)
10.06 Undraveröld Gúnda
10.20 Fisk í dag e (3:8)
10.30 Óskalög þjóðarinnar e
(3:8) (1964 - 1973)
11.25 Hraðfréttir e
11.45 Nautnir norðursins 888
e (8:8) (Noregur - seinni
hluti)
12.15 Djöflaeyjan 888 e (5:27)
12.45 Trúin flytur fjöll e
(Leap of Faith)
14.30 Svipmyndir frá Noregi
(Norge rundt)
14.35 Hringfararnir - Aron,
Gaui og Bjöggi e
15.10 Challenger: Lokaflug e
(Challenger - Final Flight)
16.40 Táknmálsfréttir (63)
16.50 Forkeppni EM í handbolta
karla (Ísland - Svartfjalla-
land) Bein útsending frá leik
Íslands og Svartfjallalands
í handbolta karla sem fram
fer í Laugardalshöll. Leik-
urinn er annar leikur íslenska
karlalandsliðsins í forkeppni
EM í handbolta sem fram fer
í Póllandi 2016.
18.30 Stundin okkar (5:28)
19.00 Fréttir
19.20 Íþróttir
19.35 Veðurfréttir
19.40 Landinn 888 (8)
20.10 Óskalögin 1964 - 1973 (1:5)
20.15 Orðbragð (1:6) Skemmti-
þáttur um tungumálið á
reiprennandi íslensku. Við
höldum áfram að uppgötva
nýjar hliðar á íslenskunni,
þessu sérviskulega og
kröftuga máli. Umsjón:
Brynja Þorgeirsdóttir og
Bragi Valdimar Skúlason.
20.50 Downton Abbey 8,8 (3:8)
Breskur myndaflokkur
sem gerist upp úr fyrri
heimsstyrjöld og segir
frá Crawley-fjölskyldunni
og þjónustufólki hennar.
Meðal leikenda eru Maggie
Smith, Hugh Bonneville,
Shirley MacLaine, Elizabeth
McGovern, Jessica Brown-
Findlay, Laura Carmichael
og Michelle Dockery.
21.40 Innrás frá tunglinu (Iron
Sky) Ævintýra- og gaman-
mynd frá 2012. Árið 1945
komu nasistar sér fyrir í fel-
um á myrka hluta tunglsins
og skipuleggja heimsyfirráð
árið 2018. Aðalhlutverk: Jul-
ia Dietze, Christopher Kirby
og Götz Otto. Leikstjóri:
Timo Vuorensola.
23.10 Afturgöngurnar e (5:8)
(Les revenants)
00.05 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok
10:30 UEFA Champions League
12:10 Þýsku mörkin
12:40 Dominos deildin 2015
14:10 NBA (Sounds of the Finals)
15:00 NBA 2014/2015
16:50 Meistaradeild Evrópu
17:20 League Cup Highlights
17:50 Spænski boltinn 14/15
19:30 Formula 1 2014
22:30 Spænski boltinn 14/15
00:10 Spænski boltinn 14/15
08:20 Premier League
10:00 Premier League
11:40 Premier League
(Newcastle - Liverpool)
13:20 Premier League (Man. City
- Man. Utd.)
15:50 Premier League (Aston
Villa - Tottenham)
18:00 Premier League (Man. City
- Man. Utd.)
19:40 Premier League (Aston
Villa - Tottenham)
21:20 Premier League (Chelsea
- QPR)
23:00 Premier League (Everton -
Swansea)
00:40 Premier League
07:20 One Fine Day
09:10 Big
10:55 Airheads
12:25 Bridges of Madison County
14:40 One Fine Day
16:30 Big
18:15 Airheads
19:45 Bridges of Madison County
22:00 42
00:05 Sherlock Holmes: A
Game of Shadows
02:10 Anonymous
04:20 42
16:00 The Carrie Diaries
16:45 World Strictest
Parents (5:6)
17:45 Friends With Benefits (11:13)
18:10 Guys With Kids (17:17)
18:35 Last Man Standing (13:18)
19:00 Man vs. Wild (4:13)
19:45 Bob's Burgers (16:23)
20:10 American Dad (5:20)
20:35 The Cleveland Show (18:22)
21:00 Allen Gregory (1:7)
21:30 The League (10:13)
21:55 Almost Human (10:13)
22:40 Mind Games (2:13)
23:25 Graceland (9:13)
00:05 The Vampire Diaries (16:23)
00:45 Man vs. Wild (4:13)
01:30 Bob's Burgers (16:23)
01:55 American Dad (5:20)
02:20 The Cleveland Show (18:22)
02:45 Allen Gregory (1:7)
03:10 The League (10:13)
03:35 Almost Human (10:13)
17:20 Strákarnir
17:45 Friends (12:24)
18:10 Arrested Development
3 (1:13)
18:35 Modern Family (22:24)
19:00 Two and a Half Men (18:22)
19:25 Viltu vinna milljón? (6:19)
20:15 Suits (8:12)
21:00 The Mentalist (8:22)
21:40 The Tunnel (3:10)
22:30 Sisters (1:24)
23:15 Hunted
00:15 Viltu vinna milljón? (6:19)
01:05 Suits (8:12)
01:50 The Mentalist (8:22)
02:30 The Tunnel (3:10)
07:00 Barnatími Stöðvar 2
07:01 Strumparnir
07:25 Könnuðurinn Dóra
07:50 Latibær
08:00 Algjör Sveppi
08:05 Doddi litli og Eyrnastór
08:15 Ben 10
08:40 Elías
08:50 Grallararnir
09:10 Lukku láki
09:35 iCarly (22:25)
10:00 Villingarnir
10:25 Kalli kanína og félagar
10:35 Ævintýraferðin
10:45 Ozzy & Drix
11:05 Tommi og Jenni
11:25 Scooby-Doo!
11:45 Töfrahetjurnar (6:10)
12:00 Nágrannar
12:20 Nágrannar
12:40 Nágrannar
13:00 Nágrannar
13:20 Nágrannar
13:45 Stelpurnar (6:10)
14:10 The Big Bang Theory (2:24)
14:35 Heilsugengið (4:8)
15:05 Um land allt (2:12)
15:40 Louis Theroux: Miami
Mega Jail Magnaður
heimildarþáttur með Louie
Theroux þar sem hann
heimsækir eitt alræmdasta
og hættulegasta fangelsi í
Miami í Bandaríkjunum.
16:45 60 mínútur (5:52)
17:30 Eyjan (10:20)
18:23 Veður
18:30 Fréttir Stöðvar 2
18:55 Sportpakkinn (62:100)
19:10 Ástríður (12:12) Ætlar Davíð
í alvöru að láta verða af
því að flytja til Danmerkur?
Skilur hann ástina eftir eða
munu þau á endanum ná
saman?
19:35 Sjálfstætt fólk (6:20)
20:10 Neyðarlínan (7:7)
20:40 Rizzoli & Isles (15:16)
21:25 Homeland 8,5 (5:12) Fjórða
þáttaröð þessarra mögnuðu
spennuþátta þar sem við
höldum áfram að fylgjast
Með Carrie Mathieson,
starfsmanni bandarísku
leyniþjónustunnar. Líf henn-
ar er alltaf jafn stormasamt
og flókið, föðurlandssvikarar
halda áfram að ógna öryggi
bandarískra þegna og hún
og Sal takast á við erfiðasta
verkefni þeirra til þessa.
22:15 Shamelsess 8,7 (2:12)
Fjórða þáttaröðin af
þessum bráðskemmtulegu
þáttum um skrautlega
fjölskyldu. Fjölskyldufaðir-
inn er forfallinn alkóhólisti,
mamman löngu flúin að
heiman og uppátækjasamir
krakkarnir sjá um sig sjálfir.
23:05 60 mínútur (6:52)
23:55 Eyjan (10:20)
00:40 Brestir (2:8)
01:10 Outlander (3:16)
02:05 Legends (7:10)
02:50 Boardwalk Empire (8:8)
03:40 The Devil Wears Prada
05:25 Neyðarlínan (7:7)
05:55 Fréttir
06:00 Pepsi MAX tónlist
10:45 The Talk
11:25 The Talk
12:05 The Talk
12:45 Dr.Phil
13:25 Dr.Phil
14:05 Survivor (4:15)
14:50 Kitchen Nightmares (6:10)
15:35 Growing Up Fisher (7:13)
16:00 The Royal Family (7:10)
16:25 Welcome to Sweden (7:10)
16:50 Parenthood (6:22)
17:35 Remedy (6:10)
18:20 Reckless (9:13) Bandarísk
þáttaröð um tvo lög-
fræðinga sem laðast að
hvort öðru um leið og þau
þurfa að takast á sem and-
stæðingar í réttarsalnum.
19:05 Minute To Win It
Ísland (7:10)
20:05 Gordon Ramsay Ultima-
te Cookery Course (18:20)
Frábærir þættir þar sem
Gordon Ramsey snýr aftur
í heimaeldhúsið og kennir
áhorfendum einfaldar
aðferðir við heiðarlega
heimaeldamennsku.
20:30 Red Band Society (4:13)
Allir ungu sjúklingarnir í Red
Band Society hafa sögu að
segja og persónuleg vanda-
mál að yfirstíga. Vandaðir
og hugljúfir þættir fyrir alla
fjölskylduna.
21:15 Law & Order: SVU (12:24)
22:00 Fargo (6:10)
22:50 Hannibal 8,6 (6:13)
Önnur þáttaröðin um lífs-
nautnasegginn Hannibal
Lecter. Rithöfundurinn
Thomas Harris gerði hann
ódauðlegan í bókum
sínum og kvikmyndir sem
gerðar hafa verið, hafa
almennt fengið frábærar
viðtökur. Þótt erfitt sé að
feta í fótspor Anthony
Hopkins eru áhorfendur
og gagnrýnendu á einu
máli um að stórleikarinn
Mads Mikkelsen farist það
einstaklega vel úr hendi.
Heimili fjöldamorðingins,
mannætunnar og
geðlæknirisins Hannibals
Lecter er á SkjáEinum. Lík
borgarfulltrúa finnst og
aðstæður benda til þess
að morðæði Rippers sé í
fullum gangi.
23:35 Ray Donovan 8,2 (9:12)
Vandaðir þættir um
harðhausinn Ray Donovan
sem reynir að beygja lög og
reglur sem stundum vilja
brotna. Ray segir Bridget
að hún verði að ljúga til
um hvar hún var þegar
skotárásin átti sér stað.
00:25 The Tonight Show
01:05 Fargo (6:10)
01:55 Hannibal (6:13)
02:40 Pepsi MAX tónlist
Leikið með tungumálið Ný þáttaröð
af Orðbragði hefur göngu sína á RÚV á
sunnudaginn klukkan 20.15.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Helgarpistill