Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Síða 56
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201456 Fólk n Sumir hafa aldrei jafnað sig n Nokkrir hafa valdið banaslysi með glæfra- eða ölvunarakstri Dæmdur í lífs- tíðarfangelsi Árið 2003 fannst Lana Clarkson látin á heimili Phils Spector en hún hafði verið skotin til bana. Spector var kærður fyrir morðið og árið 2009 var hann fundinn sekur og dæmdur í 19 ára til lífstíðarfangelsis. Lentu í alvarlegu bílslysiÞegar Matthew Broderick og þáverandi kærasta hans, Jennifer Grey, voru í sumarfríi á Írlandi árið 1987 lentu þau í alvarlegu bílslysi. Broderick ók bíl sínum röngum megin sem varð til þess að hann keyrði á bíl sem kom á móti. Bílstjóri og farþegi í hinum bílnum létu báðir lífið. Grey hafði nýlega leikið í Dirty Dancing og þótti ein frambærilegasta leikkona Hollywood. Atvikið hafði hins vegar mikil áhrif á hana. „Ég jafnaði mig aldrei eftir slysið. Ég missti allan metnað,“ sagði Grey sem sagði skilið við leiklistina þegar hún var 27 ára. Var sýknaður Rapparinn Snoop Dogg og lífvörður hans voru ákærðir fyrir morð á meðlimi óvinagengis. Johnny Cochran varði Snoop í dómsal og eftir nokkurra ára baráttu var rapparinn sýknaður. Stjörnur sem hafa mannslíf á samviskunni Stakk kærustuna Sid Vicious, bassaleikari Sex Pistols, stakk kærustu sína, Nancy Spungen, til bana árið 1978. Fyrst sagðist bassaleikar- inn hafa fundið Spungen látna en viðurkenndi síðar að hafa stungið hana en þvertók fyrir að hafa ætlað að drepa hana. Hann var ákærður fyrir morð en lést af of stórum eiturlyfjaskammti áður en málið var dómtekið. Skaut eiginkonuna Leikarinn Robert Blake var fundinn sekur um að skjóta eiginkonu sína, Bonnie Lee Bakley, til dauða árið 2002. Hann var síðar sýknaður. Keyrði á 9 ára stúlku Árið 2001 keyrði leikkonan Rebecca Gayheart á níu ára stúlku sem lést á sjúkrahúsi af völdum áverkanna. Leikkonan hvarf í fjögur ár úr sviðsljósinu. Í dag er hún gift leikaranum Eric Dane, sem er best þekktur sem dr. Mark Sloan úr Grey's Anatomy, og á með honum tvær dætur. Með tvö mannslíf á samviskunni Boxgoðsögnin Don King hefur tvö mannslíf á samviskunni. Fyrri mann- inn drap hann í sjálfsvörn eftir að sá hafði brotist inn til hans. Í seinna skiptið stappaði hann ofan á höfði manns sem skuldaði honum 600 Bandaríkjadali með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Lenti í bílslysi Árið 2006 lenti söng- konan og America's Got Talent-dómarinn Brandy Norwood í bílslysi með þeim afleiðingum að einn maður lést. Keyrði inn í bakarí Bollywood-ofurstjarnan Salman Khan bíður nú dóms eftir að hafa keyrt inn í bakarí árið 2002. Einn maður lét lífið og þrír slösuðust í bakaríinu. Bekkjar- félagi lést Þegar Laura Bush var í háskóla láðist henni að stoppa við stöðvunarskyldu sem varð til þess að hún keyrði á annan bíl. Í slysinu lést Michael Dutton Douglas, vinur hennar og bekkjarfélagi. Fær enn martraðir Leikarinn Michael Massee, sá sem óvart skaut og myrti Brandon Lee við tökur á The Crow, fær enn martraðir um atvikið. Harður árekstur Árið 2010 ók Melrose Place-leik- konan Amy Locane bíl sínum á þreföldum leyfilegum hámarks- hraða og lenti í árekstri við ann- an bíl. Í árekstrinum lést sextug kona, Helene Seeman, auk þess sem eiginmaður hennar, Fred, slasaðist alvarlega. Locane var dæmd í þriggja ára fangelsi. Myrti eldri konu Árið 2012 braust leikarinn Johnny Lewis, sem var frægastur fyrir að leika í Sons of Anarchy, inn á heimili hinnar 81 árs Catherine Davis, rændi hana og myrti. Vitni segja leikarann hafa dottið ofan af þaki eftir innbrotið en fallið varð honum að bana. Leikarinn hafði átt við eiturlyfjafíkn að stríða en engin efni fundust í blóð hans þegar hann lést. Drukkinn undir stýri Vince Neil, frontur Motley Crue, settist drukkinn undir stýri árið 1984 sem varð til þess að farþegi hans, Nicholas „Razzle“ Dingley, lést. Tveir aðrir farþegar hlutu alvarlega höfuðáverka. Áfeng- ismagn í blóð Neils mældist 0,17 en samt dvaldi hann aðeins í 15 daga á bak við lás og slá. Keyrði fram af brú Árið 1969 keyrði Ted Kennedy bíl sínum niður af Chappaquiddick-brúnni. Bíllinn end- aði í vatninu og þótt Ted tækist að synda í land var farþegi hans ekki svo heppinn. Mary Jo Kopechne komst ekki út úr bílnum og drukknaði. Ted flúði af slysstað og beið í níu klukku- stundir með að tilkynna slysið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.