Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.2014, Qupperneq 58
Helgarblað 31. október–3. nóvember 201458 Fólk
J
arvis Cocker, söngvari Pulp
og þáttastjórnandi Wireless
Nights á BBC Radio 4, gerði tvo
hálftíma langa þætti um sum-
arnætur á Íslandi. Þættirnir eru
hluti af seríu þar sem söngvarinn
kannar allar mögulegar hliðar næt-
urinnar.
Jarvis, ásamt föruneyti, hafði
samband við rithöfundinn Andra
Snæ Magnason og bað um aðstoð
hans við gerð þáttarins. Andri sem
staddur var á Melrakkasléttu bauð
teyminu þangað til þess að ræða
um, Bláa hnöttinn og gömlu íslensku
kvöldvökuna.
Ferðalagið að miðju jarðar
Fyrsti þátturinn var fluttur í bresku
útvarpi í upphafi vikunnar og má
nálgast upptökuna á vef BBC. Í
þættinum blandar Cocker saman
íslenskri sagnahefð við sögu Jules
Verne um ferðalagið að miðju jarð-
ar. Hann skoðar sig um á Snæfells-
nesi og virðir fyrir sér sögufræga
staði, hittir fyrir kynjaverur og kemst
inn í hulda heima í föruneyti ís-
lensku sauðkindarinnar. Þá ræðir
hann einnig stuttlega við Hilmar Örn
Hilmarsson allsherjargoða um kveð-
skaparhefð.
Hlutur Andra Snæs í þættinum
er þá einnig drjúgur. Andra var falið
að halda utan um kvöldvöku fyr-
ir útvarpsfólkið. Það gekk þó ekki
átakalaust fyrir sig greinir Andri frá
á bloggsíðu sinni. „Nánast enginn í
mínum ættlegg fyrir norðan kann að
syngja og vindur snerist í norðan-
átt eftir einmuna blíðu og svo að
helstu söngspírur ættarinnar frest-
uðu norðanför,“ segir hann.
Fráfall ættmóðurinnar útvarpað
Andri gafst þó ekki upp og fékk til
liðs við sig söngna ábúendur næsta
bæjar og til stóð að halda kvöldvöku
að kvöldi 31. júlí síðastliðinn.
Um morguninn sama dag bár-
ust þó vestur sorgartíðindi en
amma Andra hafði þá
látist fyrir sunnan.
„Amma var sólin
sjálf, ættmóðirin
og miðpunkt-
ur alls norður
á Sléttu – en
hvað skyldi
gera við
BBC og kvöldvökuna? Við ákváðum
að halda henni til streitu og breytt-
um kvöldvökunni í minningarstund
um ömmu í gamla bænum að Odd-
stöðum á Melrakkasléttu,“ segir
Andri.
Hlutirnir atvikast þá þannig að
söngvarinn knái úr Pulp, poppgoð-
ið sjálft, útvarpaði broti af minn-
ingarstund um ömmu Andra Snæs.
Spurður hvað honum hafi þótt um
þáttinn segist Andri hæstánægður.
„Frábær þáttur og mjög skemmti-
legur,“ segir hann og bætir við
að honum hafi fundist hann
allt í senn „fríkaður, uppá-
tækjasamur og einlægur.
Mamma er þarna, pabbi
og dóttir mín. Sjálfur
heyrist ég syngja smá,
sem er verra.“ n
Cocker gerir
útvarpsþátt
um Ísland
Poppgoðið útvarpaði meðal annars kyrrðarstund
til minningar um ömmu Andra Snæs
María Lilja Þrastardóttir
maria@dv.is „Nánast
enginn í
mínum ættlegg
fyrir norðan kann
að syngja
Myrkra-
höfðinginn
Andri
Þáttastjórn-
endur vildu
fá Andra til að
ræða um myrkr-
ið á Íslandi.
Húsið þar sem kvöldvakan var haldin
Andri Snær Magnason bauð Jarvis Cocker að
koma til sín á Melrakkasléttu. Mynd bbc rAdio 4
H
vort sem fólki líkar betur eða
verr þá er hrekkjavaka kom-
in til að vera. Hrekkjavöku-
viðburðum hefur fjölgað síð-
ustu árin og mun Páll Óskar halda
á ný alvöru hrekkjavökuball í Rúbín
næstkomandi laugardag milli 23 og
4. Hann mun klæðast þremur mis-
munandi búningum um kvöldið en
einnig verður boðið upp á förðun
fyrir þá sem kaupa sér hressingu á
barnum milli 23 og 2.
Silfur frá hvirfli til ilja
„Ég ætla að byrja kvöldið frekar ró-
lega í mjög „glamúrös“ skarti. Ég
mun draga fram allt það skart sem ég
á og treð því á mig. Ég mun svo þeyta
skífum rólega og þægilega á meðan
fólk kemur sér inn í hús. Þegar kjöt-
ið er komið í hús byrjar fjörið. Ég
mun breyta mér í Pál Óskar en þar
eru hæg heimatökin. Ég þarf nefni-
lega að breyta mér í hann líka og eyði
stundum gríðarlega miklum tíma í
að breyta mér í þessa manneskju.
Í þeim ham verð ég og dansararnir
klæddir í silfur frá hvirfli til ilja. Þegar
það er allt búið, er ég venjulega svo
sveittur að ég verð að fara úr þeim
galla. Þá mun ég breyta mér í hrafn.
Ég verð í sérsaumuðum jakka sem er
þakinn svörtum fjöðrum, en Coco,
klæðskerinn minn, gerði hann. Ég
ætla mér alla leið með þetta partí.
Þessi sérviðburður er það skemmti-
legasta sem ég geri fyrir utan júró-
visjónböllin, það er ofsalega sérstök
orka í þessu öllu.“
nýársdagur ákveðin útgáfa af
Halloween
Páll Óskar er sáttur við að Íslendingar
eru farnir að taka upp hrekkjavökuna
hér á landi og segir að nýársdagur sé
ákveðin útgáfa af halloween. „Upp-
runalega var hrekkjavaka fyrst og
fremst náttúruhátíð. Haldið var upp
á að náttúran væri að leggjast í dvala.
Laufin falla og náttúran fer að sofa.
Talið var að skilin milli hins and-
lega heims og veraldlega yrðu óskýr
þann 31. október. Þá gat fólk feng-
ið sér göngu í andlega heiminum
og þeir sem búa þar komið til okkar.
Við eigum okkar eigin pælingu á bak
við nýársdag þar sem álfar og huldu-
fólk flytur búferlum og maður á kost
á að hitta þau á krossgötum. Siðirn-
ir smitast inn í hver annan. En mér
finnst aðallega gaman að dressa mig
upp. Það koma dagar þar sem mig
langar bara að vera Barbarella og þá
er frábært að hafa stökkpall til þess,“
segir Páll Óskar að lokum. n
helgadis@dv.is
„Stundum vil ég bara vera Barbarella“
Páll Óskar heldur hrekkjavökuball
Páll Óskar
Söngvar-
inn leggur
mikið upp úr
búningunum
sínum og
mun hann
vera í þremur
mismunandi
búningum á
ballinu.
Mikil ánægja
með sambandið
Tónlistarmaðurinn Snorri Helga-
son og leikkonan Saga Garðars-
dóttir opinberuðu samband sitt
í vikunni á Facebook. Féll sú
tilkynning í mjög góðan jarð-
veg meðal Facebook-vina þeirra
og yfir 330 manns hafa „lækað“
hana. Þá skapaðist mjög áhuga-
verður og heimspekilegur um-
ræðuþráður við tilkynninguna,
allt að því ljóðrænn á köflum.
Með þeim fyrstu sem skildu
eftir athugasemd við færsluna
var systir Snorra, Heiða Kristín
Helgadóttir, framkvæmdastjóri
þingflokks Bjartrar framtíðar.
Sagðist hún hafa verið stödd á
kjúklingastaðnum í Suðurveri
þegar fjallað var um stórtíðindin á
útvarpsstöðinni FM 957. Þá skildu
Jakob Frímann Magnússon, Logi
Bergmann og Bubbi Morthens
einnig eftir athugasemdir. Var
hinn síðastnefndi ansi ljóðrænn:
„Saga er nær stjörnum himins en
Snorri og Snorri er nær Sögu en
stjörnur himins.“
Svekktur yfir
að vera ekki
í skýrslunni
Rapparinn Erpur Eyvindarson,
sem kallar sig Blaz Roca, var
frekar svekktur yfir því að vera
ekki nafngreindur í búsáhalda-
skýrslunni, sem kom út í síð-
ustu viku, ef marka má orð hans
á Facebook. „Ekkert um mig
þarna :( enda var ég að mótmæla
í Kópavogi,“ skrifaði rapparinn
á síðuna sína og var þá vænt-
anlega búinn að lesa skýrsluna
spjaldanna á milli.
Þegar lögreglan afhenti fjöl-
miðlum skýrsluna í síðustu viku
var ekki gengið úr skugga um að
viðvæmar persónuupplýsingar
hefði verið fjarlægðar til fulls. Lit-
að hafði verið yfir nöfn og kenni-
tölur 75 einstaklinga með svörtum
lit, en þar sem liturinn var mun
ljósari en letur skýrslunnar sást
allt í gegn.