Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 25.–27. nóvember 20146 Fréttir Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Skertum að- gangi að skólum mótmælt Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinn- ar og menntamálaráðherra að skerða aðgang nemenda eldri en 25 ára að bóknámi í framhalds- skólum. Þetta kemur fram í álykt- un sem kennararnir sendu frá sér og Vikudagur á Akureyri vitnar í í frétt á vef sínum. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að fækka ársnem- endum í framhaldsskólum um tæplega þúsund, meðal annars með því að meina eldri nemend- um um aðgang að skólunum. „Menntun er mikilvæg leið að bættum hag og betri líðan einstaklinga á öllum aldri og fjár- festing í menntun, hvort sem nemandinn er tvítugur eða þrí- tugur, skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Kennarar skora því á menntamálaráðherra að draga þessar tillögur sínar þegar í stað til baka og hvetja Alþingi til að sjá til þess að frelsi allra Ís- lendinga til náms verði tryggt,“ segir ályktuninni. Maðurinn í lífshættu Karlmaðurinn, sem stunginn var með hnífi á Hverfisgötu á sunnu- dagskvöld, liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er í lífshættu, þegar þetta er skrifað. Lögreglan handtók fjóra menn grunaða um verkn- aðinn. Fram hefur komið að þolandinn og árásarmennirnir þekkist en lögregla hefur varist frétta af málinu. „Ég er enn Á stæðan fyrir því að ég er enn í Reykjavík er sú að ég vil ekki fara heim. Ég er enn í upp- námi,“ segir erlendur maður á fertugsaldri sem hefur kært starfsmenn lögreglunnar á Vestfjörð- um til ríkissaksóknara fyrir húsbrot og líkamsárás. Þá hefur vinur hans einnig kært lögreglumann fyrir hót- un en sá segir lögreglumann hafa dregið skammbyssu úr slíðri og beint henni að honum þannig að hann ótt- aðist um líf sitt. Lögreglan á Vestfjörð- um sendi frá sér tilkynningu á mánu- dag þar sem hún neitaði því að byssur hefðu verið teknar úr slíðrum og sagði aðgerðina réttmæta. Umræddir atburðir áttu sér stað á Ísafirði aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember síðastliðinn. Aðdrag- andinn var með þeim hætti að mað- urinn hafði greint umræddum vini sínum frá því að hann væri í sjálfs- vígshugleiðingum, en hann hefur glímt við þunglyndi og kvíða og tek- ið við því lyf. „Vinur minn hafði sam- band við lögregluna og bað hana um aðstoða mig. Ég var á slæmum stað andlega á þessum tíma og í tilfinn- ingalegu uppnámi. Þegar lögreglan mætti á vettvang vildi ég ekki hleypa henni inn á heimili mitt því hún hafði ráðist á mig áður,“ segir hann. Til Reykjavíkur í aðgerð Hann sakar lögreglumennina um að hafa farið inn á heimili hans án heim- ildar þegar hann reyndi að loka dyr- unum. Lögreglumennirnir úðuðu þá piparúða í tvígang á andlit hans og slógu hann með kylfum í höndina með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa. Hann þurfti að undirgangast skurðað- gerð í Reykjavík vegna áverkanna þar sem sett var málmplata, sex skrúfur og tveir pinnar í handlegg og fingur hans. Vinur hans hefur kært lögregluna fyrir hótun en hann sakar annan lög- reglumannanna um að hafa dregið skammbyssu úr slíðri og beint henni að honum þannig að hann óttað- ist um líf sitt. „Hann spurði lögreglu- manninn hvort hann ætlaði að skjóta hann,“ segir maðurinn sem segir lögregluna hafa í kjölfarið slíðrað byssuna og beðið vin hans um að leita skjóls en vinur hans náði að sannfæra manninn um að koma út. „Ég opnaði því dyrnar og sagði lögreglunni að ég ætlaði að koma út. Þeir handjárnuðu mig og fóru með mig á stöðina þar sem ég dvaldi í sex tíma með brotinn handlegg og fing- ur,“ segir hann. Lögreglan á Vestfjörð- um sagði í tilkynningu um málið að læknir hefði verið kallaður til strax. Maðurinn segir svo vera en sá læknir hefði ekki gert að áverkum hans held- ur einungis tekið blóðprufu. Seinna meir kom læknir á lögreglustöðina á Ísafirði og skoðaði áverka hans og mat það svo að hann væri brotinn á hand- legg og fingrum. Maðurinn segist hafa síðan verið settur aftur í klefann áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Uppi á sjúkrahúsi segist hann hafa tjáð starfsfólkinu að hann vildi ekki fara aftur niður á stöð. „Ég var virki- lega hræddur við að fara aftur niður á stöð,“ segir maðurinn en þangað var hann hins vegar fluttur aftur og tek- inn í skýrslutöku. Veitti sjálfum sér áverka Í tilkynningunni sem lögreglan á Vestfjörðum sendi frá sér á mánu- dag kemur fram að lögreglumennirn- ir hefðu reynt að hjálpa honum en hann hefði verið vopnaður hnífi og bæði hótað og reynt að ítrekað að veita lögreglumönnunum áverka með hnífnum. Hann segir það vissu- lega vera rétt að hann hafi verið með hníf í höndinni en hefði notað hann til veita sér sjálfum áverka. Þegar lög- reglan kom á vettvang óttaðist hann að hún myndi beita hann ofbeldi og því hefði hann reynt að varna lög- reglumönnunum inngöngu. „Í skýrslutökunni var ég sakaður um að hafa ráðist á lögregluna en ég sagði: „Þið komuð inn á mitt heim- ili af því vinur minn hafði sagt ykkur að ég þyrfti á hjálp að halda og sjá- ið ástandið á mér,“ segir hann og vís- ar þar til áverkanna sem lögreglu- mennirnir höfðu veitt honum. Hann segist hafa spurt lögregluna hvers vegna hún hafi ráðist á hann: „Ég spurði hvort það væri út af því að ég væri samkynhneigður. Þeir sögðust ekki geta svarað því. Þá spurði ég hvort það væri af því ég væri útlendingur en þeir sögðust ekki geta svarað því heldur.“ Tognaði á handlegg í sumar Auk þess að hafa verið í tilfinninga- legu uppnámi sökum sjálfsvígshug- leiðinga segist hann hafa verið að reyna að varna lögreglunni inngöngu því hann óttaðist að hún réðist á hann en hann segist áður hafa orðið fyrir harkalegum aðgerðum lögreglu. Hann segir lögregluna hafa bank- að upp á hjá honum fyrr í sumar og beðið um að fá að tala við vin hans. Hann segist hafa hleypt lögreglu- mönnum inn en þegar þangað var komið fóru þeir fram á að fá að gera húsleit. „Ég neitaði því og bað um ástæðu. Ég spurði hvort þeir hefðu til þess leitarheimild en þeir sögðust ekki þurfa á henni að halda. Ég fór þá fram á að hringja í lögmanninn minn en þeir leyfðu mér það ekki og sögð- ust geta leitað á heimili mínu núna eða handtekið mig og gert í kjölfarið húsleit. Um það leyti missti einn lög- reglumannanna þolinmæðina, skellti mér í gólfið og handjárnaði mig. Ég varð að fara á sjúkrahús það kvöld því ég tognaði á handleggnum og ég gat ekki rétt úr honum í nokkra mánuði,“ segir hann. „Verð að fara aftur heim“ Staðan á málinu er sú að hann hef- ur kært lögreglumennina til ríkissak- sóknara fyrir húsbrot og líkamsárás og vinur hans hefur kært lögreglu- mann fyrir hótun. Lögreglan á Vest- fjörðum segir málið frá sinni hlið vera statt þannig að rannsókn þess sé á lokastigi og verði síðan sent til ríkis- saksóknara til meðferðar. Lögreglu- stjórinn á Vestfjörðum telur aðgerð- irnar hafa verið réttmætar miðað við aðstæður en harmar meiðsli manns- ins og vonar að hann nái sér að fullu. Lögreglan segir hegðun mannsins hafa verið óboðlega, stórháskalega og hættulega lífi og heilsu lögreglu- manna á vettvangi og eins hans eig- in lífi. Líkt og kom fram í upphafi greinar þá segist maðurinn ekki vilja fara aft- ur til Ísafjarðar eftir þennan atburð. „Ég verð þó að fara aftur heim. Ég á hús þar og er með vinnu en get þó ekki unnið næstu þrjá mánuðina sök- um áverka.“ n n Kærir lögreglu fyrir húsbrot og líkamsárás n Lögreglan neitar sök Birgir Olgeirsson birgir@dv.is „Ég var á slæmum stað andlega á þessum tíma og í tilfinninga- legu uppnámi í uppnÁMi“ Málmplötur og skrúfur Maðurinn þurfti að fara til Reykjavíkur í aðgerð vegna áverkanna sem hann hlaut í átökum við lögreglumenn á Ísafirði. Læknar neyddust til að koma fyrir málmplötu, sex skrúfum og tveimur pinnum í handlegg hans vegna bein- brotsins. Mynd SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.