Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Page 13
Fréttir 13Vikublað 25.–27. nóvember 2014
Dæmi um þetta er stofnun sem
hingað til hefur að öllu leyti búið við
eignar- og boðvald opinbera geirans
en kýs svo að bjóða hluta starfsem-
innar út til einkareksturs. Slíkt er
einkavæðing frá því sem fyrr var.
Flestar kannanir sýna mikla and-
stöðu við einkavæðingu. Könnun
eftir könnun sýnir þetta. Við þessu
hafa stjórnmálamenn brugðist
með því að skapa ný hugtök eins og
einkarekstur, valfrelsi og samkeppni
þegar kallað er eftir einkavæðingu.
Merkilegur samhljómur
„Auðvitað viljum við einkaaðila,“
sagði Áslaug Friðriksdóttir í samtali
við Morgunútvarp Rásar 2 skömmu
fyrir síðustu kosningar. „Nú eru
einkaskólarnir mjög vinsælir. Nem-
endum í einkaskólum hefur fjölg-
að mjög undanfarin ár.“ Áslaug
endurómaði þar stefnu flokksins
fyrir borgarstjórnarkosningarn-
ar. „Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að
stuðla að því að fjölga valkostum í
menntun reykvískra barna. Við vilj-
um efla samkeppni og fjölbreytni
með sjálfstæðari skólum og fleiri
sjálfstætt starfandi skólum,“ segir í
stefnuplaggi flokksins.
Áslaug sagði í sama viðtali að
foreldrar sem ekki hefðu efni á að
greiða meira fyrir nám barna sinna
ættu að forgangsraða með öðrum
hætti. „Skoðum foreldrana sem
eru núna hjá einkaaðilum. Þetta
eru foreldrar sem eru með engum
hætti öðruvísi en aðrir foreldrar
hjá borginnni. Þau hins vegar for-
gangsraða þessum fimm þúsund
kalli sem skólagjöldin eru meiri.“
Hún sagði vinstrimenn kreddufulla
og mótfallna arði. „Það er algjör
kredda vinstrimanna að arðsemis-
krafan sé slæm. Hún er það ekki,“
sagði Áslaug. „Einkaaðilar standa
miklu, miklu verr heldur en opin-
berir aðilar í allri sinni vinnu,“ bætti
Áslaug við og taldi þetta afar vont.
Bitnar á opinberum skólum
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins setti
fram merkilega fullyrðingu í við-
talinu um afleiðingar einkavæð-
ingar á hið opinbera skólakerfi.
„Mér skilst að meirihlutinn sé núna
að standa í vegi fyrir því að nemend-
ur fari inn í einkaskóla vegna þess
að það mun koma niður á borgar-
reknu skólunum. Það verða laus þá
pláss þar. Þannig að frelsið í skóla-
málum er ekki algjört.“ Yfirlýsingin
vakti ekki mikla athygli þegar við-
talið var veitt en þar opnar Áslaug
á umræðu sem flokkur hennar hef-
ur alla jafna ekki verið mjög opinn
fyrir. Það er að segja að einkavæðing
geti haft veruleg áhrif á hið opin bera
kerfi sem þegar er til staðar.
Hinir digru sjóðir
„Íslenskt menntakerfi er að megn-
inu til fjármagnað af hinu opinbera
og fyrir slíku fyrirkomulagi má færa
sterk rök,“ segir í menntaskýrslu
Samtaka atvinnulífsins. Samtök-
in virðast þó mjög áfjáð í að einka-
aðilum verði hleypt að fé því er hið
opinbera leggur til og gerir ekki sér-
staka athugasemd við þá forgangs-
röðun samfélagsins að leggja tals-
verðan metnað í menntun.
„Menntamál eru þó víðfeðmari
en flestir málaflokkar á forræði
hins opinbera, einkum þegar áhrif
á lífskjör eru metin. Þannig mótar
menntakerfið einstaklinga á marg-
víslegan hátt; byggir upp hagnýta
hæfileika, leggur grunn að samfé-
lagslegum viðmiðum, eflir tilfinn-
ingaþroska og styður við félags-
lega tengslamyndun. Á sama tíma
er menntakerfið grunnstoð verð-
mætasköpunar í hagkerfinu og
styrkir getu þess til að mæta alþjóð-
legri samkeppni. Með öðrum orð-
um er menntun stærsta efnahags-
mál framtíðarinnar.“
Í skýrslunni kemur þó ítrekað
fram að Ísland eigi eitthvert dýrasta
grunnskólakerfi landa Efnahags-
og framfarastofnunarinnar. Raun-
ar hefur þetta ítrekað komið fram
en Ísland er eina landið sem ÖSE
kannar þar sem grunnskólakerfið
er dýrara á hvern nemanda en há-
skólakerfið.
Blessuð umræðan
Þrátt fyrir eldræðu Margrétar Pálu
á Ársfundi atvinnulífsins þá kallar
skýrslan eftir uppbyggilegri og
lausnamiðaðri umræðu. „Af þeim
sökum hefur reynst erfitt að skapa
farveg fyrir uppbyggilega og lausn-
amiðaða umræðu. Til að hægt sé að
nýta sóknarfæri í menntamálum
þarf þetta að breytast.“
Samtök atvinnulífsins benda á
að íslenskt menntakerfi standi sig
vel þegar kemur að ánægju nem-
enda. „Árangur er grundvallar-
markmið menntakerfisins, hvort
sem litið er til námsárangurs,
ánægju í námi eða starfi, fram-
fara í samræmi við getu eða upp-
byggingar víðsýni og þekkingar.
Rannsóknir sýna
fram á ánægju, vellíðan og heil-
brigt líferni íslenskra barna og að
tengsl við foreldra eru nánari en
þekkist víða annars staðar.“
Sjávarútvegurinn með
Samhliða stefnumótun Samtaka at-
vinnulífsins hafa ný Samtök fyrir-
tækja í sjávarútvegi boðað eigin
menntastefnu. Samtökin eru reist
á grunni Landssambands íslenskra
útvegsmanna, LÍÚ, sem nýlega var
lagt niður. Jens Garðar Helgason,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarða-
byggð, er formaður nýrra sam-
taka. Það skal tekið fram að hann
keyrði síðustu kosningabaráttu á
stefnu sem boðaði styrkingu skóla-
rekstur undir væng bæjarfélagsins.
„Á traustum grunni ætlum við að
tryggja skólastofnunum sveitarfé-
lagsins fjármagn til að halda áfram
uppbyggingu á metnaðarfullu og
öflugu skólastarfi.“
Samtök fyrirtækja í sjávar-
útvegi eru meðal eigenda
Tækniskólans og skipa með-
al annars stjórn skólans. Í
fréttatilkynningu um boð-
aða menntastefnu kem-
ur fram að kortlagt verði hvaða
menntastarfi samtökin taka þegar
þátt í auk þess að samtökin hyggi á
stofnun menntasjóðs. „Samtök fyrir-
tækja í sjávarútvegi vinna á næstu
misserum að ítarlegri menntastefnu
og virðiskeðju menntunar í sjáv-
arútvegi, hér nefnd Ægiskeðja, þar
sem dregnar eru fram áherslur og
markmið til að efla þekkingu, þró-
un og rannsóknir. Samhliða því er
safnað saman upplýsingum um þau
fjölmörgu verkefni á sviði mennta-
mála sem samtökin og fyrirtæki
þess vinna nú þegar að. Í kjölfarið
munu samtökin stofna menntasjóð,
Ránarsjóð, sem gerir fræðimönn-
um, kennurum, fyrirtækjum og öðr-
um kleift að sækja um
fjármagn til að fram-
fylgja markmið-
um stefnunnar.
Umsýsla Ránar-
sjóðsins verður
á forræði fram-
kvæmdaráðs
Samtaka fyrir-
tækja í sjávarút-
vegi.“
LÍÚ/SFS út-
hluta þegar
styrkjum til
fræðsluverk-
efna í gegn-
um sjóð sem
heitir Rann-
sóknarsjóður
síldarútvegs-
ins. Sjóður-
inn styrkti
árið 2013
gerð
kennslu-
efnis um
sjávar-
útveg
fyrir
framhaldsskólanema og mynda-
söguna frá veiðum til vöru.
Vel undirbúið
Árið 2013 var tilkynnt um stofnun
sérstaks mennta- og nýsköpunar-
sviðs Samtaka atvinnulífsins.
„Stofnun menntasviðs er
liður í aukinni áherslu
Samtaka atvinnulífs-
ins á menntamál og
nýsköpun,“ seg-
ir í tilkynningu
samtakanna.
Valin til að leiða
starfið var Þor-
gerður Katrín
Gunnarsdóttir,
fyrrverandi
menntamála-
ráðherra. „Ég
hlakka til að
takast á við
spennandi og mikilvægt verkefni
í þágu atvinnulífsins. Efling
menntunar er tvímælalaust liður
í að tryggja undirstöður bæði at-
vinnulífs og samfélags til lengri og
skemmri tíma,“ var haft eftir henni
í tilkynningunni. Þorgerður Katrín
hefur verið kölluð menntamálaráð-
herra atvinnulífsins en hún vann
ötullega að stofnun Tækniskólans,
sem varð til með niðurlagningu
Iðnskólans. Aðgerð sem átti sér stað
skömmu fyrir kosningar árið 2007.
Þurfti enga heimild
Þegar kom að niðurlagningu Iðn-
skólans og stofnun Tækniskól-
ans lagði Þorgerður Katrín nokkra
áherslu á að henni væri sem ráð-
herra heimilt án aðkomu þings-
ins að leggja skólann niður og færa
reksturinn í ríkara mæli en áður var
í hendur einkaaðila. „Hvað varðar
beina aðkomu Alþingis að málinu
tek ég fram að ekki þarf laga-
breytingu til að sameining þessara
tveggja skóla gangi eftir. Þessu er
því ólíkt farið og við sameiningu
Tækniháskólans og Háskólans í
Reykjavík – sem vinstri grænir voru
á móti – og við væntanlega sam-
einingu Kennaraháskólans og Há-
skóla Íslands þar sem í þeim tilvik-
um hefur þurft að nema úr gildi lög
um viðkomandi stofnun. Engin sér-
lög eru til um einstaka framhalds-
skóla og breyting á rekstri þeirra því
ekki háð breytingu á lögum.“ Örfá-
um árum eftir að Þorgerður færði
Samtökum atvinnulífsins skól-
ann skipuðu samtökin hana
í stjórn sama skóla. Hún er í
dag fulltrúi Samtaka iðnað-
arins og Samtaka atvinnu-
lífsins.
Samtrygging
atvinnulífs
og stjórnmála
Ferðalag Þorgerðar úr
ráðherrastól yfir í hags-
munasamtök atvinnu-
lífsins þar sem stofn-
að var sérstakt svið
menntunar svipar
til þess sem kallað
er „revolving door“
en hefur verið kall-
að samtrygging at-
vinnulífs- og stjórn-
mála hér á landi.
Það sem átt er við
er hvernig aukið
vald atvinnulífsins í
opinberri stefnumót-
un og rekstri reiðir sig
meðal annars á einstak-
linga sem tilbúnir eru að
fljóta á milli stjórnmála,
viðskiptalífs og hins opin-
bera geira. n
„Sjálfstæðisflokk-
urinn ætlar að
stuðla að því að fjölga
valkostum í menntun
reykvískra barna.
„Auðvitað viljum
við einkaaðila
Eigin menntastefna Jens Garðar
Helgason er oddviti Sjálfstæðisflokksins
í Fjarðabyggð. Hann er formaður nýrra
samtaka, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,
sem hafa boðað eigin menntastefnu.
Leiðir starfið Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, fyrrverandi
menntamálaráðherra, leiðir sér-
stakt mennta- og nýsköpunarsvið
Samtaka atvinnulífsins.
Mynd Sigtryggur Ari
Fleiri einkaaðilar Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur talað fyrir auknum einkarekstri í menntakerfinu. Aðrir flokkar, á vinstri væng stjórnmálanna, hafa þó
verið mótfallnir þeim hugmyndum. „Það er algjör kredda vinstrimanna að arðsemiskrafan sé slæm. Hún er það ekki,“ sagði Áslaug í viðtali fyrir skemmstu. Mynd Sigtryggur Ari