Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2014, Blaðsíða 29
Vikublað 25.–27. nóvember 2014 Lífsstíll 29
Heilagir kransar „Þetta er eiginlega eini tími ársins þar sem fólk leyfir sér að vera með allt
í glimmeri og dóti. En fólk vill samt hafa það hlýlegt hjá sér.
Ég reyni yfirleitt að búa líka til kransa sem eru aðeins öðruvísi en ekki þannig að fólk hrökk-
list í burtu, kransarnir verða að vera svolítið heilagir.
Fyrir utan rauðan og hvítan, þá kemur fjólublár alltaf sterkur inn og stundum svartur.“
n Færri kaupa tilbúna aðventukransa
R
étt tæpur mánuður er til jóla
og flestir farnir að huga að
öllu því sem þarf að gera fyr-
ir þau. Aðventukransinn er
ómissandi á mörgum heim-
ilum og misjafnt hvernig fólk útbýr
hann. Sumir halda sig við klassíska
kransa með greni, rauðum eða hvít-
um kertum og slaufum. Síðan eru
þeir sem fara í naumhyggjuna og eru
með bakka með fjórum merktum
kertum og smáskrauti. Svo eru auð-
vitað allir hinir líka.
DV hitti á Áslaugu Hlíf Servo
Jensdóttur, blómaskreyti og eiganda
Reykjavíkurblóma, sem sagði okkur
aðeins frá því sem er að gerast hvað
aðventukransa varðar.
Endurnýjanlegir kransar
„Fólk er farið að kaupa kransa sem
endast lengur. Ég til dæmis geri
fleiri kransa í dag sem eru gerðir úr
mosa frekar en greni. Það er hægt að
nota undirlagið og slíkt aftur og aft-
ur en svo er hægt að breyta skraut-
inu ef fólk vill. Vinsældir hinna hefð-
bundnu aðventukransa hafa líka
minnkað, fólk kaupir frekar falleg
kerti, bakka og skraut. Það er auð-
vitað einfalda leiðin en fólk er mjög
upptekið á þessum tíma árs og hefur
kannski ekki tíma til þess að föndra
við stóra kransa. Þá er fínt að vera
bara með bakka og skraut.“
Ýmislegt er í boði fyrir þá sem
ekki vilja kaupa tilbúna aðventu-
kransa. „Við bjóðum fólki upp á til-
búna grenihringi sem fólk getur
skreytt sjálft. Það þarf ekki mikið til,
smávegis af borða og einhverju litlu
skrauti. Fyrir utan kertin auðvitað.
En fólk getur líka keypt járnhringi
sem hægt er að skreyta á ýmsan
máta, vafið greni utan um eða með
einhverju öðru. Svo er greninu bara
hent eftir jólin og hægt að gera eitt-
hvað öðruvísi á næstu jólum.“
„Fyrir þá sem eru ekki tilbúnir
til að leggja grenikrönsunum eru til
nokkrar leiðir til að halda greninu
við svo það fari ekki að hrynja fyrir
jólin. „Það er hægt að úða reglulega
vatni á grenið. En ég á það til að úða
á það húsgagnabóni eða jafnvel dýfa
kransinum ofan í það.
Bón hylur vel, það kem-
ur fallegur glans og held-
ur rakanum lengur inni.
Svo eru aðrir sem úða
hárlakki á hann, en það
er meira til að fá glans-
inn frekar en að halda
rakanum inni,“ segir Ás-
laug að lokum. n
Klassískir
kransar
vinsælir
Helga Dís Björgúlfsdóttir
helgadis@dv.is
Áslaug Hlíf Hún hefur rekið Reykja-
víkurblóm í þrjú ár, en hún er lærður
blómaskreytir og hefur verið í bransanum í
um fimmtán ár.
Rautt, grænt og
hvítt Fólk er ekki
mikið að breyta til
hvað varðar jóla-
litina og eru rauður,
grænn og hvítur
ávallt vinsælastir.
MynD SigtRygguR ARi
Eldhætta „Það er alltaf ákveðin eldhætta af kertum, þannig að við setjum kertastæður í suma kransana,“ segir Áslaug. „Eins setjum við
ljósaseríur í suma kransa sem hægt er að hafa kveikt á þó að ekki logi á kertunum.“
Kransar eftir pöntun Áslaug og starfsmenn hennar gera sýnishorn af nokkrum krönsum
en svo gera þau líka kransa eftir pöntunum. „Þessir hefðbundnu, sem eru bara grænir og
með könglum og kertum eru alltaf sígildir. En svo reynum við líka að sýna hvað hægt sé að
gera annað, án þess að fara út í eitthvað allt annað.“
Hvíti og rauði liturinn eru alltaf langvinsælastir milli ára og það breytist lítið. „Það koma
alltaf einhverjar tískubylgjur en fólk er hefðbundið í jólaskreytingum. Ég sjálf breyti til dæm-
is lítið fyrir jólin. Ég fæ ekki allt í einu löngun til þess að henda öllu út og hafa allt bleikt,“
segir Áslaug og hlær.