Fréttablaðið - 10.05.2016, Síða 8

Fréttablaðið - 10.05.2016, Síða 8
Ferðaþjónusta Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru fyrir í land- inu þrátt fyrir að eiga að sinna eftir- liti með velferð hrossanna. Hesta- leigum og aðilum sem bjóða upp á hestaferðir fyrir ferðamenn hefur fjölgað gríðarlega meðfram fjölgun ferðamanna. MAST vinnur nú að því að kort- leggja stöðu hestatengdrar ferða- mennsku og hefur haldið fundi með félagi hrossabænda og völdum ferðaþjónustuaðilum í geiranum til að ná utan um starfsemina hér á landi. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir stofnunina vinna að þessu til að tryggja velferð íslenska hestsins. „Bæði er það í verkahring Mat- vælastofnunar samkvæmt nýjum lögum að sinna eftirliti með velferð hrossanna í þessum hestaleigum. Einnig erum við að brýna fyrir hestaleigum þörfina á því að kynna viðskiptavinum þeirra reglur um smitvarnir við bókanir ferða og ganga úr skugga um að ferðamenn fylgi þeim reglum við komuna til landsins,“ segir Sigríður. „Nú erum við að biðla til hesta- leiga að skrá sig á vef stofnunar- innar svo hægt sé að halda utan um fjöldann. Þó við vitum ekki nákvæmlega hversu margar hesta- leigurnar eru í landinu erum við þó með nokkuð góða mynd af stöð- unni.“ Samkvæmt Ferðamálastofu eru 146 hestaleigur í landinu sem hafa sótt um og eru með rekstrarleyfi frá stofunni. Hefur þeim fjölgað gríðarlega í takt við fjölgun ferða- manna sem hingað koma til lands- ins. Hestaleigur sem slíkar hafa ekki með sér samtök né sameiginlegan málsvara en unnið er að því að búa til þau regnhlífarsamtök, greininni til hagsbóta. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta, segir fyr- irtækið skrá ítarlega notkun á hverju hrossi til að tryggja velferð þeirra. „Við erum með um 120 hross og verðum að hafa yfirsýn yfir notkun og hreyfingu okkar hesta. Bæði hvað varðar að nýta hross sem og að ofbrúka þau ekki. Þannig skráum við hreyfingu hvers hross sem MAST getur svo skoðað og farið yfir,“ segir Skarphéðinn Berg. sveinn@frettabladid.is Reyna að ná utan um fjölda hestaleiga Matvælastofnun á samkvæmt lögum um dýrasjúkdóma að hafa eftirlit með velferð hrossa í hestaleigum. Unnið er að því að skrásetja allar hestaleigur landsins. Alls eru 146 leigur með rekstrarleyfi frá Ferðamálastofu. Fjölgun gríðarleg í takt við fjölgun ferðamanna. Matvælastofnun veit ekki nákvæmlega hversu margar hestaleigur eru starfandi í landinu. Fréttablaðið/SteFán Skarphéðinn berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Íshesta Sigríður björnsdóttir, dýra- læknir hjá MaSt Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. verður haldinn miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Dagskrá • Skýrsla stjórnar • Kynning á ársreikningi • Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri athugun • Gerð grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins • Kosning eins varamanns • Kjör endurskoðanda • Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins • Laun stjórnarmanna • Önnur mál  Tillögur til ályktunar, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6- 15 17 Frá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 25. júní 2016 Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis kemur saman til fundar í Menningar- húsinu Hofi, v/Strandgötu, Akureyri, nánar tilgreint í Setbergi, fundarsal á 2. hæð, föstudaginn 20. maí nk. kl. 13:00, til þess að gefa vottorð um með- mælendur forsetaefna samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945, um framboð og kjör forseta Íslands. Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar, Menningarhúsinu Hofi, v/Strandgötu, Akureyri, Setbergi, fundarsal 2. hæð, þriðjudaginn 17. maí nk., milli kl. 9 og 14, til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfirkjörstjórn frumrit meðmæl- endalista. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis gefur eingöngu vottorð um meðmælendur úr eigin kjördæmi. Til að flýta fyrir yfirferð og vinnslu er mælst til þess að meðmælendalistar verði skráðir með rafrænum hætti á þar til gerðu vefsvæði á www.Ísland.is áður en þeim er skilað til yfirkjörstjórnar. Þá skal og fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum hverjir tveir menn séu umboðsmenn viðkomandi framboðs.. Akureyri, 22. apríl 2016. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis, Gestur Jónsson oddviti Inga Þöll Þórgnýsdóttir Ólafur Rúnar Ólafsson Katý Bjarnadóttir Páll Hlöðvesson DanMÖrK Helmingur íbúa Árósa í Danmörku er andvígur byggingu stórrar mosku í borginni, að því er niðurstöður nýrrar skoðanakönn- unar sýna. Könnunin var gerð eftir að fulltrúar nokkurra flokka í borgarstjórninni kváðust vilja hætta við sölu lóðar undir moskuna. Borgarfulltrúarnir lýstu þessu yfir í kjölfar heimildar- þáttar í danska sjónvarpinu þar sem meðal annars var greint frá því að í fjórum moskum í Árósum væru þau sjónarmið uppi að kona mætti ekki neita manni sínum, sem ætti rétt á að eiga fleiri en eina konu, um kynlíf. – ibs Andvígir stórri mosku nOreGur Eitt af hverjum ellefu börnum í Noregi, eða alls 85 þús- und börn, býr við bágan efnahag. Heilsufar fátæku barnanna er oft verra en hinna, að því er könnun á vegum norsku lýðheilsustofnunar- innar sýnir. Rúmlega fimmta hvert fátæku barnanna býr í Ósló. Meirihlutinn er börn innflytjenda frá Sómalíu, Írak og Afganistan. Bent er á að samhengi sé á milli tekna og skólagöngu foreldra og þátta eins og ofþyngdar, hreyfing- ar, mataræðis, tóbaksnotkunar og neyslu vímuefna. – ibs Heilsa fátækra barna lélegri 1 0 . M a í 2 0 1 6 þ r I ð j u D a G u r8 F r é t t I r ∙ F r é t t a B L a ð I ð 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 6 0 -5 5 1 8 1 9 6 0 -5 3 D C 1 9 6 0 -5 2 A 0 1 9 6 0 -5 1 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.