Fréttablaðið - 10.05.2016, Page 20
Síðustu dagar hafa verið annasam-
ir hjá Gretu. Dagarnir þétt skip-
aðir. Í gær var dómararennsli sem
er ákaflega mikilvægt fyrir kepp-
endur þar sem stigin frá dómur-
unum gilda helming á móti sjón-
varpsáhorfendum. „Ég finn ekki
fyrir kvíða heldur miklu fremur
tilhlökkun,“ sagði Greta í samtali
við blaðið í gær, rétt fyrir dóm-
ararennslið. „Við erum tilbúin og
hlökkum mikið til að koma þessum
góða boðskap okkar á framfæri.
Við erum búin að undirbúa okkur
eins vel og við getum,“ segir hún.
Á sunnudag var haldin heljar-
innar veisla til að bjóða keppend-
ur velkomna til Stokkhólms. Kepp-
endur gengu eftir rauðum dregli
í veisluna þar sem mikill mann-
fjöldi hafði safnast saman til að
fylgjast með. Greta segir að þetta
hafi verið mjög skemmtileg veisla
og gott andrúmsloft. „Við byrjuð-
um á stað sem er kallaður Euro
Fan Club þar sem keppendur,
fréttamenn og fleiri komu saman
til að blanda geði. Síðan var farið
í ráðhús borgarinnar þar sem var
gríðarlega flott móttaka og marg-
ir frábærir listamenn komu fram.
Það var létt yfir þessu og mjög góð
stemning,“ segir hún.
Greta hefur ekki haft tíma til að
skoða borgina en segist vera með
frábært útsýni úr hótelherberginu.
„Ég næ eiginlega að skoða borgina
út um gluggann þegar ég vakna á
morgnana,“ segir hún.
Óútreiknanleg keppni
Greta vildi ekki spá hvort við
fengjum að sjá hana á laugardag
líka. „Það er eiginlega ómögulegt
að segja til um það. Eurovision-
keppnin er óútreiknanleg og erfitt
að spá um hvernig atkvæðin falla.
Vonandi náum við að koma boð-
skap okkar til skila en það hefur
verið stefna mín frá upphafi að ná
því. Keppnin er góður vettvangur
fyrir boðskapinn í laginu.“
Greta segir að keppnin hafi
stækkað og breyst töluvert frá því
hún steig síðast á svið árið 2012 en
það var í Bakú í Aserbaídsan. Þá
söng Greta með Jónsa lagið Never
forget sem komst í aðalkeppnina.
„Það er ótrúlega gaman að sjá
hversu mikil fjölbreytni er í þess-
ari keppni núna. Mér finnst vera
sérstaklega jákvætt andrúms-
loft yfir keppninni og gaman að
taka þátt aftur. Það eru tveir aðrir
flytjendur í þessari keppni sem
voru með mér í Bakú, Kaliopi frá
Makedóníu og Donny Mont ell frá
Litháen. Síðan sér maður ótrúlega
mörg andlit sem virðast fylgja
keppninni hvar sem hún er haldin.
Mér finnst æðislegt að sjá svona
kunnugleg andlit úti um allt. Ég
hef kynnst mörgum hér og suma
hafði ég hitt á Eurovision-kvöldum
í Amsterdam og London áður en ég
kom hingað. Það léttir mikið á and-
rúmsloftinu að hafa hitt keppend-
ur áður. Hér eru allir vinir,“ segir
Greta.
Æðri tilgangur
Dönsku keppendurnir eru á sama
hóteli og Greta. „Keppendur frá
Norðurlöndum héldu sameigin-
lega veislu og þar hitti ég aðra nor-
ræna keppendur en gott samband
hefur verið á milli okkar. Ég var
með minn eigin blaðamannafund
þar sem var létt og góð stemning.
Þar var mikið talað um boðskap
lagsins sem var ánægjulegt. Menn
höfðu greinilega kynnt sér texta
lagsins áður en þeir komu á fund-
inn.“ Textann má sjá hér á síðunni.
Greta segist upplifa svakalega
tilhlökkun fyrir kvöldinu. „Ég held
að það sé einhver æðri tilgangur
með þessu lagi, ekki bara keppni
heldur boðskapur sem skipt-
ir máli. Svo er ég með fimm frá-
bærar bakraddir, Pétur Örn Guð-
mundsson og Gísla Magna Sig-
ríðarson, sem voru með mér í
Bakú, og síðan Hafstein Þórólfs-
son, Kristján Gíslason og Lilju
Björk Runólfsdóttur. Þau leika
stórt hlutverk í sýningunni. Ég er
á svo mikilli hreyfingu þannig að
góðar bakraddir eru gríðarlega
mikilvægar. Við erum samhentur
og góður hópur. Raddirnar
eru ekki einungis lag heldur
líka listaverk. Ég hef fund-
ið mjög góðan stuðning að
heiman og ég held að allir
geti hlakkað til kvöldsins.“
Greta Salóme á rauða dreglinum ásamt Jónatan Garðarssyni.
Úti dansa skuggar og þeir skríða á eftir mér. Læðast inn í huga minn og leika sér. Og yfir svarta sandana við
stígum hægt. Svo ég heyri þegar kallað er, segir í lagi Gretu, Raddirnar, en boðskapurinn hefur vakið athygli.
Raddirnar
Úti dansa skuggar o
g þeir skríða á eftir
mér
Læðast inn í huga m
inn og leika sér
Og yfir svarta sanda
na við stígum hægt
Svo ég heyri þegar k
allað er
Ég heyri raddirnar, þ
ær eru alls staðar
Ó, leiðið okkur að lo
kum heim
Og yfir auðnina, og
inn í nóttina
Leiðið okkur að loku
m heim
Ó … ó …
Nístir inn að beini, n
apur vindur þenur s
ig
Og það er sama hva
ð ég reyni, ó, hann
fangar mig
Og yfir svarta sanda
na við stígum hægt
Svo ég heyri þegar k
allað er
Ég heyri raddirnar, þ
ær eru alls staðar
Ó, leiðið okkur að lo
kum heim
Og yfir auðnina, og
inn í nóttina
Leiðið okkur að loku
m heim
Ó … ó …
Ó, ég heyri, ég heyri
raddirnar, ó …
Ó, ég heyri, ég heyri
raddirnar, ó …
Ég heyri raddirnar, þ
ær eru alls staðar
Ég heyri raddirnar, é
g heyri
Ég heyri raddirnar, þ
ær eru alls staðar
Ég heyri raddirnar, þ
ær eru alls staðar
Ég heyri raddirnar, þ
ær eru alls staðar
Ég heyri raddirnar, þ
ær eru alls staðar
Ó leiðið okkur að lok
um heim
(Og yfir auðnina, og
inn í nóttina)
Leiðið okkur að loku
m heim
Allt sem þú þar ...
Skv. prentmiðlakönnun Gallup, janúar–mars 2016
íbúa á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 12–80 ára lesa
Fréttablaðið daglega.*
59,5%
Sá öldi myndi fara langt með að fylla
sæti Laugardalsvallar tíu sinnum.
59,5% lesa
Fréttablaðið
28,6% lesa
Morgunblaðið
ÚtGefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSJónaRmaðUR aUGLýSinGa
Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429
ÁbyRGðaRmaðUR
Svanur Valgeirsson
VeffanG
visir.is
eUROVíSiR Kynningarblað
10. maí 20162
1
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
6
0
-5
E
F
8
1
9
6
0
-5
D
B
C
1
9
6
0
-5
C
8
0
1
9
6
0
-5
B
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K