Fréttablaðið - 10.05.2016, Side 30

Fréttablaðið - 10.05.2016, Side 30
Hér er tvenns konar popp sem gaman er að prófa fyrir Eurovision- kvöldið. Karamellupopp 3 msk. olía 1/4 bolli poppbaunir 6 msk. ósaltað smjör, skorið í bita 1/3 bolli ljós púðursykur 3 msk. ljóst kornsíróp 1 tsk. vanilludropar 1/4 tsk. salt Stillið ofninn á 150 gráður. Hitið olíuna í stórum potti á miðl- ungshita. Setjið poppbaunirnar í og poppið þar til tvær til þrjár sek- úndur líða á milli popphljóðsins. Setjið poppið í stóra skál. Blandið saman í potti smjöri, sykri og korn- sírópi. Hitið við miðlungshita og hrærið oft þar til blandan kraum- ar og verður ljósari að lit (um 3-5 mínútur). Blandið vanillu og salti út í. Hellið yfir poppið og bland- ið vel. Setjið poppið nú á bökunar- plötu með bökunarpappír og hitið í ofninum í 30-35 mínútur. Hrærið í einu sinni á þessum tíma. Popp með smjöri og parmesan Poppkorn poppað í potti 3 msk. ósaltað smjör 3 msk. rifinn parmesanostur 1/4 tsk. salt Brúnið smjörið í potti yfir meðal- hita. Hrærið þar til smjörið fer að freyða og takið þá af hitanum. Um leið og það verður gullinbrúnt að lit er því hellt yfir poppið. Dreifið síðan parmesanostinum og salti yfir og hristið vel. Poppið er ómissandi Eurovision-keppnin er tilefni til mann- fagnaða af ýmsu tagi og eru fáir sem láta sig vanta í fjölskyldu- eða vinapartí þegar úrslitakvöldið rennur upp. Það er tilval- ið að gera sem mest úr kvöldinu og efna til keppni á milli gesta. Þá er um að gera að fá fólk til að mæta í búningi og láta til dæmis hvern og einn velja uppáhaldsflytj- anda fyrr og síðar til að herma eftir. Eins má hvetja gesti til að koma með veiting- ar í stíl við landið sem það heldur með. Til dæmis sænskar kjötbollur, svissneskt súkkulaði eða pólskan vodka svo dæmi séu nefnd.  Undirbúningur fyrir Eurovision- keppnina í Stokkhólmi hófst árið 2015. Í júlí á síðasta ári var ákveð- ið að keppnin skyldi haldin í Globen- höllinni í Stokkhólmi. Allnokkrar breytingar voru gerðar í kringum Globen vegna þessa viðburðar. Í febrúar var búið að teikna upp hvern- ig sviðið kæmi til með að líta út. Kynnar kvöldsins voru ákveðnir í desember en það verða Petra Mede og Måns Zelmerlöw. Ástralía verður með í keppn- inni í annað skiptið á laugardag en lag Ástrala hafnaði í fimmta sæti í Vín í fyrra. Það verður Guy Sebast- ians sem syngur fyrir Ástralíu lagið Tonight again. Ákveðið var að 43 lönd myndu keppa til úrslita í ár en þar sem Rúm- enía datt út verða lögin 42. Miðasala fyrir Eurovision hófst í nóvember. Globe-höllin í Stokkhólmi er stærsta viðburðahús í Skandinavíu. Yfir tvær milljónir manna heimsækja Globe á ári hverju. Þar fara fram ýmiss konar sportviðburðir og tón- leikar. Síðar í þessum mánuði verður Rod Stewart með tónleika þar.  Langur undirbúningur www.ora.is Við erum á Facebook Prófaðu að nota túnfisk í karrísósu ofan á brauð, með fersku salati og harðsoðnum eggjum, en það er líka gott að borða hann beint upp úr dósinni. Túnfiskur í Chillisósu er ekki síður framandi, kröftugur og hentar mjög vel í matargerð. Túnfiskur NÝTT LaufLétt sPuriningaKePPni Hér eru nokkrar tillögur að spurningum sem má dreifa til gesta í upphafi kvölds. Þeim þarf að skila inn til dómara áður en stigagjöf hefst.Hvaða lönd lenda í 1.-5. sæti Í hvaða sæti lendir Ísland? Hvað gefa Danir Íslendingum mörg stig? Hvað gefa Íslendingar Svíum mörg stig? Hverjum gefa Serbar 12 stig? Hverjum gefa Armenar 12 stig? Hverjum gefa Grikkir 12 stig? Hvernig verður stigakynnir Spánar klæddur? Hvort er stigakynnir Norðmanna karl eða kona? Hvað verða margir flytjendur í hvítum fötum? Hvað skipta kynnar kvöldsins oft um föt? Eurovísir Kynningarblað 10. maí 201612 1 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 6 0 -6 3 E 8 1 9 6 0 -6 2 A C 1 9 6 0 -6 1 7 0 1 9 6 0 -6 0 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.