Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 B jörgólfur Thor Björgólfs­ son, Björgólfur Guð­ mundsson, faðir hans og Magnús Þorsteinsson, stofnendur og eigendur Bravo International­bjórverksmiðj­ unnar í Pétursborg seldu hana árið 2002 fyrir liðlega 40 milljarða króna. Kaupandinn var Heineken og ágóðinn ævintýralegur. Þeir eign­ uðust síðar Landsbankann þegar hann var einkavæddur. Uppgang­ ur Björgólfs Thors var ævintýra­ legur í alþjóðlegu samhengi. Fallið var mikið í hruninu og þar misstu feðgarnir nær allt. Björgólfur Thor gerir upp þennan tíma í nýrri bók, Billions to bust – and back, og segir frá uppgangi, háu falli og hvernig honum tókst að halda velli og hvaða lærdóm hann dró af ævin­ týralegri reynslu sinni. Með góð­ fúslegu leyfi er birtur hér hluti úr þriðja kafla bókarinnar sem segir frá útrás feðganna til Pétursborgar og ótryggum aðstæðum í viðskipta­ lífi borgarinnar. Millifyrirsagnir eru á vegum DV. Uppgjör Björgólfs Thors – Brot úr þriðja kafla bókarinnar: Heilmikið af rugli hefur verið skrif­ að eða bloggað um svokallaða tengingu mína inn í rússnesku mafíuna, en mikill meirihluti þess er ósannindi. Ég segi mikill meirihluti af því það er hreinlega ómögulegt að rekast ekki á það sem Rússarnir kalla „bandítta“ þegar maður er með starfsemi í landinu. Fjölmiðlar vilja láta eins og samfé­ lagið í Rússlandi sé vel skipulagt og það glími síðan við vel skipulagð­ an óvin sem heitir rússneska mafí­ an. Þetta er að mínu viti bara mýta. Samfélagið í Rússlandi er nákvæm­ lega jafn lagskipt og hvar annars staðar með endalausa undirhópa, allt frá smáglæpamönnum til svika­ hrappa og spilltra einvaldsherra. Þegar ég kom fyrst til Rússlands var það helst óreiða sem einkenndi hagkerfið og samfélagið í bland við óreiðukennda glæpi. Hvað rúss­ nesku mafíuna varðar þá man ég eftir grein í The Economist sem birtist árið 1994 og sagði frá þre­ faldri lagskiptingu. Vöðvastæltir á Benz Fyrsta stigið eru stórir, vöðvastælt­ ir náungar í sportgöllum sem héldu yfirleitt til í kringum sjoppur sem seldu ódýrt áfengi og búið er að banna núna. Annað stig eru ná­ ungar sem keyra um á Mercedes­ Benz­bílum með dökkum rúðum og eru í símanum að semja um eitt­ hvað vafasamt. Þriðja stigið eru yfir­ völd sjálf, og þarna ertu kominn á alvarlegasta stigið. Ég rakst aðeins á fyrsta stigið á árunum 1993–94, og síðan annað stigið á árunum 1995– 97 og 2000–01. En ég komst að­ eins tvisvar sinnum í snertingu við þriðja stigið. Ég komst í kynni við fyrsta stigið snemma eftir að ég kom til Rússlands árið 1993 og reyndi að endurlífga gamla, niðurnídda verk­ smiðju á útjaðri Pétursborgar sem við ætluðum að nota til að fram­ leiða gosdrykki. Engum þótti slíkt sérlega glæsileg iðja. Það fól ekki í sér viðskipti með bíla, sígarettur eða áfengi. Við komumst því óséð­ ir framhjá. En þegar framkvæmdir við verksmiðjuna hófust fóru ná­ ungarnir á fyrsta stiginu að láta sjá sig. „Þú þarft einhverja vernd hérna af því annars kemur einhver og stel­ ur tækjunum þínum,“ sögðu þeir. Við vorum sammála því og sömd­ um við samtök sem voru með eft­ irlitsmenn og hunda á sínum snær­ um. Starfsmenn þeirra sögðu að ef einhver myndi angra okkur, hóta okkur eða bara spyrjast fyrir um hverjir við værum ættum við ein­ faldlega að láta þá fá númerið sitt. Og það komu upp nokkur mál. Stundum mættu náungar á jepp­ um og sögðu: „Hei, hvað eruð þið að bralla? Þið verðið að borga okk­ ur prósentu.“ Við sögðum bara: „Strákar, hringið bara í þetta númer hér.“ Og við heyrðum ekki frá þeim aftur. Þeir voru aðallega að athuga hvort þeir kæmust eitthvað áfram með okkur. Kom af fundi með glóðaraugu Það komu upp mál á öðru stigi þegar við færðum okkur yfir til annarra verndarsamtaka sem í voru fyrrver­ andi hermenn, fyrrverandi lögreglu­ menn og aðilar hjá innanríkisráðu­ neytinu. Þá kom dálítið fyrir sem fékk hárin til að rísa. Árið 2000 lentum við í deilum við ítalskan framleiðanda sem hafði selt okkur búnað. Við borg­ uðum fyrir búnaðinn en hann virk­ aði miklu verr en hann átti að gera svo við fengum fólk frá Pepsi til að skoða málið og það staðfesti það sem við höfðum óttast. Okkur hafði verið talin trú um að við værum að kaupa sportbíl en fengum í raun hægfara trukk og takmarkaðri framleiðslu­ geta var að naga af hagnaðinum. Við kröfðumst afsláttar en seljandinn féllst ekki á það, svo við fórum fyrir gerðardóm. Ítalirnir seldu kröfu sína upp á eina milljón dollara til ein­ hverra Tsjetsjena sem héldu því fram að þeir væru með löglegan samning og neituðu að semja. Við sendum að­ alöryggisvörðinn hjá ölgerðinni okk­ ar á fund við þá en hann kom til baka með tvö glóðaraugu. Ég hafði aldrei séð svona áður. Síðan var bíl stolið af einum af viðskiptafélögum mín­ um úr öruggri bílageymslu að nóttu til. Kristín bjó með mér í Rússlandi þegar þetta var að gerast, en í kjöl­ farið sagði ég henni að hún þyrfti að flytja aftur til London. Ekkert hægt án verndar Við færðum okkur enn eitt skipt­ ið til annarra öryggissamtaka þar sem tengiliður minn var fyrrver­ andi háttsettur KGB­maður að nafni Nikolai Rusinov. Hann leysti út flest­ um öryggisvandamálum mínum þegar fram liðu stundir. Rusinov rannsakaði tsjetsjenska gengið vandlega og komst að því að aðal­ maðurinn þar átti frænda eða bróð­ ur í fangelsi í Síberíu. Hann komst í samband við hann og sagði honum að hann gæti valið á milli þess að eiga náðuga daga í fangelsi eða erf­ iða. Allt í einu dró gengið sig til baka en á þeim tíma vissi ég reyndar ekki af hverju. Ég lenti ekki aftur í vand­ ræðum af þessu tagi í Rússlandi. Rusinov gaf mér heilræði um það hvernig ætti að takast á við ógnir, bæði raunverulegar og uppspunn­ ar. „Hvað er að finna hér?“ spyr fólk sig. „Ertu nagli eða ekki?“ Ef þú hélst andliti og svaraðir ekki yrðir þú að mestu látinn í friði. „Það er ekkert að hafa upp úr þessum,“ myndu þeir segja sín á milli, eða „Hann má al­ veg missa sín þessi“. Skotin í stigagangi Í grunninn var ég ungur og harð­ snúinn maður sem átti ekki fjölskyldu og bjó einn. Það var erfitt að buga mig nema þá með því að lumbra á mér eða drepa mig. Ég lenti nokkrum sinnum í því að mér var hótað með slíku en það gerð­ ist yfirleitt upp á rússneskan máta með nokkur vodkastaup í blóðinu. Þá gat maður spurt sig: „Er þetta raunveruleg ógn? Er það áfengið sem talar eða er þetta raunveru­ legt?“ Mikilvægast var að láta lítið fara fyrir sér. Við vorum eins fyrir­ ferðarlitlir og við mögulega gátum á þessum árum í Rússlandi. Ég þekkti sjálfur tvær manneskjur sem voru myrtar. Önnur var Lucky, Nígeríu­ maður sem stofnaði og átti nætur­ klúbb í borginni, hin hét Galína Starovojtova, rússnesk þingkona fyrir okkar umdæmi sem kom eitt sinn með mér til Íslands. Hún fékk leiðsögn um Alþingi Íslendinga hjá Geir H. Haarde sem síðar varð for­ sætisráðherra. Galína veitti mér heilmikinn stuðning þegar kom að hagsmunagæslu vegna skattamála í Dúmunni, rússneska þinginu. Hún og Lucky voru bæði skotin til bana á stigagangi fyrir utan íbúðir sín­ ar. Starovojtova var mikils metin og samkvæmt grein í The Economist hafði Boris Jeltsín boðið henni að taka við stjórn rússneska varnar­ málaráðuneytisins. Morðingjar Luckys fundust aldrei og þótt tveir menn hafi verið dæmdir fyrir morðið á Starovojtovu fundust þeir aldrei sem pöntuðu morðið og borguðu fyrir. Spilling upp allan stigann Á þriðja stiginu komst ég nokkrum sinnum í snertingu við yfirvöld. Ég hafði ekki áhuga á að hitta vafa­ sama karaktera innan stjórnsýsl­ unnar svo ég fékk öryggisfyrirtæk­ in til að sjá um samskiptin. En af og til kom upp sú staða að öryggisfyrir­ tækið ráðlagði mér að fara og hitta einhvern. Eitt sinn var ég boðaður á fund með rússneskum þingmanni. Hann var greinilega spilltur og vildi einhvers konar greiðslu fyrir að „hjálpa“ mér og gera líf mitt „auð­ veldara“. Þetta var allt mjög óskýrt „EkkErt sEm þú gErir Eftir rússland gEtur orðið Erfiðara“ n Björgólfur Thor gerir upp fortíðina í nýrri bók n Óreiða í viðskiptalífi og stöðugt áreiti í Jóhann Hauksson johannh@dv.is Bókarkápan Bók Björgólfs Thors og Andrews Cave er komin út á ensku. Hluti úr kaflanum um uppgang Bravo-verksmiðj- unnar í Pétursborg er birtur hér á opnunni. „Þetta var í eina skiptið sem ég sá yfirmann öryggisgæsl- unnar verða virkilega áhyggjufullan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.