Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 18
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 201418 Fréttir F átækt er inngróinn þáttur í menningu okkar og mun ekki hverfa nema við ákveð­ um sjálf að breytast,“ segir Bjarni Karlsson prestur. Bjarni hefur starfað á þriðja áratug sem sóknarprestur auk þess sem hann sat um skeið í velferðarráði Reykjavíkur og vann þá sérstaklega að málefnum fátækra. Hann vinn­ ur nú að doktorsverkefni í siðfræði við Háskóla Íslands þar sem hann beinir sjónum að fátæktarvandan­ um. Samhliða náminu starfar hann við sálgæslu og rekur eigin stofu í félagi við son sinn Andra sem er sálfræðingur. Bjarni hafnar því út­ breidda viðhorfi að fátækt sé nátt­ úrulögmál og fullyrðir að fátækt sé menningarfyrirbæri fremur en fjár­ skortur. „Hvers vegna voru sömu fjöl­ skyldur fátækar á sama hátt hvort heldur við lifðum efnahagsbólu eða hrun? Það var þannig vegna þess að fátækt snýst ekki um skort á pen­ ingum heldur skort á menningu. Við höfum lengi verið samtaka hér í þeirri trú að fátækt sé náttúrulög­ mál og það hljóti alltaf að vera til fá­ tækt fólk,“ segir Bjarni. „Fátækt birt­ ist í svo mörgu, hún birtist ekki bara í efnislegum hlutum heldur líka sem skortur á menntun eða heilsugæslu og mörgum fleiri þáttum. Segja má að fátækt sé langvarandi reynsla af varnarleysi og óöryggi. Slíkt fer illa með fólk.“ Enginn pólitískur vilji Aðspurður hvort að hann telji stjórnvöld vera að bregðast í þessu segist hann ekki hafa trú á því að stjórnmálamenn geti leyst fátækra­ vandann. „Það munu aldrei koma stjórn­ málamenn, stofnanir eða sér­ fræðingar sem leysa fátæktarvand­ ann, hann á rætur í samfélagsgerð okkar og breytist ekki nema við breytumst sjálf. Ég þekki það frá starfi mínu í velferðarráði. Það var engin pólitísk geta til að breyta þessu. Ég hef fylgst með kjörum fá­ tækra Íslendinga allt frá tíunda ára­ tugnum og veruleikinn er sá að það hefur ekkert gerst í þessu sem máli skiptir. Það má segja að sama fólkið hafi verið fátækt á sama máta hvort sem við höfðum efnahagsbólu eða hrun og það er löngu orðið ljóst að fátæktin í samfélaginu er ekki skortur á fé heldur skortur á póli­ tískum vilja almennings.“ Bjarni segir að með því að viðhalda aðstæðum sem þessum sé meirhlutinn að friða eigin sam­ visku en á sama tíma að tryggja eig­ in stöðu. „Endaleysa fátæktarvandans birtist í því að í stað þess að viður­ kenna mannréttindi gaukum við ölmusu að fólki og með ölmusu­ gjöfum okkar sem allar eru fallega meintar erum við engu að síður að taka meira frá þiggjandanum en við gefum honum. Við gefum mat í poka eða aðrar nauðsynjar en ræn­ um fólk reisn sinni í leiðinni. Það eru slæm býtti,“ segir hann. „Við þurfum að vinna með samfélags­ gerð okkar og þetta hugarfar sem viðheldur ölmusumenningu.“ Viljum láta bera skömm okkar á brott Mikið hefur verið fjallað um fátækt á Íslandi á undanförnum árum, eink­ um eftir hrunið. Fyrir hátíðir er um­ fjöllunin sérstaklega áberandi þar sem greint er frá örtröð hjá hjálpar­ stofnunum. DV hefur fjallað ítrekað um framtakssemi einstaklinga sem koma bágstöddum til aðstoðar með ýmsum hætti. Bjarni segir að mik­ ið og gott starf sé unnið hjá hjálpar­ stofnunum, en að í þjóðfélagi okkar eigi ekki að vera þörf á þeim. „Það er unnið frábært hjálpar­ starf í landinu á vegum margra samtaka og án þess starfs væri enn meira neyðarástand. Það sem ég á við er það að hjálparstarf mun ekki leysa vandann frekar en póli­ tíkin eða heilbrigðiskerfið,“ segir hann. „Við erum mjög upptekin af því að skamma hvert annað og sigta út hópa sem eigi að skammast sín meira en aðrir. Þannig hentar það okkur ágætlega að vita af fólki sem er svo óheppið að vera fátækt og þurfa að standa í röð eftir mat, því um leið og það ber burt pokann sinn er það að bera burt skömm fyrir okkur hin. Þannig virkar ölmusumenningin. Við löppum upp á samviskuna með því að veðja á aumingjagæskuna úr því við treystum okkur ekki til þess að iðka mannréttindi og töpp­ um af okkur smá skömm í leiðinni. Þannig verður fátækt mikilvægur liður í þjóðlífinu. Fátæka fólkið gef­ ur okkur hinum tilfinninguna af því að vera góðborgarar,“ segir Bjarni. „Um leið og við erum þakklát þeim sem eru reiðubúin að gefa af sínu til þeirra sem fara halloka, tel ég mikil vægt vil benda á endaleysuna í þessu.“ Ekki eins og að skipta um dekk „Við lifum í sigurvegaramenningu sem krefst þess að til séu taparar.“ segir Bjarni „Við hefjum til vegs hug­ myndina um hinn sterka einstak­ ling sem ekki þurfi að reiða sig á neinn og allan tímann erum við að hafna samhengi okkar og þeirri staðreynd að enginn er sjálfsprott­ inn og að öll erum við hvert öðru háð.“ Að mati hans er því fyrst og fremst þörf á hugarfarsbreytingu. En það verður ekki auðvelt. „Það að breyta hugarfari í heilu þjóðfélagi er ekki eins og að skipta um dekk á fjölskyldubílnum. Að læra að tala saman með gagn­ kvæmri virðingu í stað þess að skamma hvert annað og skipta síðan aumingjagæskunni út fyrir mannréttindi er ekkert íhlaupa­ verk. Samt er það eina færa leiðin,“ segir hann. Árið 2012 kom út skýrsla Rauða krossins í Reykjavík og Hjálp­ arstarfs kirkjunnar þar sem bent var á mikilvægi þess að viðurkenna lág­ marksframfærslu í landinu. Bjarni var einn skýrsluhöfunda. „Gert verði samkomu­ lag um skilgreind grunnfram­ færsluviðmið sem tryggir að enginn einstakling­ ur eða fjöl­ skylda búi við slíkan skort að varan­ legur skaði hljót­ ist af,“ segir í skýrslunni. Eins og staðan er núna er enn djúp gjá á milli lægstu launa í samfélaginu og neysluviðmiða. „Kannski væri ráð að byrja á því að viðurkenna lágmarksfram færslu í landinu og horfast í augu við helstu fátæktargildrurnar sem blasa við þannig að sárasta ranglætinu væri aflétt,“ segir Bjarni. „Svo þurfum við að byrja að fikra okkur út úr Morfís­menn­ ingunni sem allt ætlar að drepa hérna en hefja rökræðu til vegs ásamt list­ um og skap­ andi grein­ um. Við þurfum líka að tileinka okkur alvöru fjölmenn­ ingu í stað pólitíska rétttrúnað­ arins sem gerir samfélagið svo grunnt og van­ máttugt,“ segir Bjarni. „Eitt besta dæmið sem afsann­ ar hugmyndina um óhjákvæmileika fátæktarinnar eru þúsaldarmark­ mið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru um aldamótin. Þótt enn sé langt í land hefur mikill árangur náðst á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt. Fyrst unnt var að fækka sveltandi jarðar­ búum um helming á 15 árum er hægt að útrýma fá­ tækt á Íslandi með mark­ vissu sam­ tali og að­ gerðum.“ n Viljum ekki eyða Bjarni Karlsson prestur segir skort á pólitískum vilja almennings valda íslenskri fátækt fátækt Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Fyrst unnt var að fækka sveltandi jarðarbúum um helming á 15 árum er hægt að útrýma fátækt á Íslandi. Þurfum breytingar „Við höfum lengi verið samtaka hér í þeirri trú að fátækt sé náttúrulögmál og það hljóti alltaf að vera til fátækt fólk,“ segir Bjarni. Mynd Sigtryggur Ari „Við gefum mat í poka eða aðrar nauðsynjar en ræn- um fólk reisn sinni í leiðinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.