Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 24
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 24 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 Þetta voru mistök Mjög skemmtilegt grín Hún kýldi mig strax Ríkislögreglustjóri hleður á ný Björgólfur segir Landsbankann sín stærstu mistök. – Viðskiptablaðið Margrét Vera plataði Fréttablaðið. – RÚVÁkærð segist hafa barið höfði brotaþola í glugga. – DV F urðufréttirnar streyma upp á yfirborðið undan núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar eins og hraunið úr gígnum Baugi í Holuhrauni. Hver nýr dagur ber ný undur í skauti sér, stórfenglegri en þau fyrri. Það er ekki bara að málin sem stjórnin kýs að setja í forgang séu mörg hver með sérviskulegum blæ fortíðar, þar sem þróun í átt til framfara er snúið við og fingraför sérhagsmunanna fara að klínast upp um alla veggi. Til viðbótar virðist það nánast orðin regla að undirbúningur mála, málflutningur og málatilbúnaður ríkisstjórnarflokkanna sé svo óhönduglegur að það hleypir öllu upp í loft. Og hér eru ummæli Vig­ dísar Hauksdóttur, formanns fjár­ laganefndar, ekki einu sinni tekin með í reikninginn. Tökum byssumálið, sem DV særði fram úr skúmaskotum stjórnar­ ráðsins og leynihirslum lögreglunn­ ar og Landhelgisgæslunnar eftir að það hafði verið hjúpað leynd í marga mánuði, mjög líklega þó með vitund og vilja innanríkisráðherra. Það er þó fyrst núna sem ríkislögreglustjóri segist ætla með málið þá eðlilegu leið að óska eftir því við innanríkis­ ráðherra að keyptar verði hríðskota­ byssur fyrir almennu lögregluna á Ís­ landi. Upprunaleg frétt DV var um að lögreglulið landsins hefði þegar í haust hafið þjálfun á nýja tegund vopna, Heckler & Koch MP5­hríð­ skotabyssur sem samkvæmt ráða­ gerðum ríkislögreglustjóra skyldu settar í alla lögreglubíla landsins. Samkvæmt ósk ríkislögreglustjóra áttu lögregluembættin að fá samtals 150 slíkar byssur úr byssusendingu norska hersins til Landhelgisgæsl­ unnar. Þrátt fyrir furðuleg undanbrögð embættis ríkislögreglustjóra þess efnis að um eðlilega endurnýjun vopnabúrs lögreglunnar væri að ræða er ljóst að þetta er eðlisbreyting á vopnanotkun lögreglu og mesta breyting á vopnabúnaði hennar frá stofnun Víkingasveitarinnar 1982. Síðast þegar fréttist, eftir ótal undanbrögð og skollaleik með það hvort byssurnar hefðu verið gjöf eða hvort greiða ætti fyrir þær, virtist niðurstaðan vera sú að skila byssun­ um til Noregs. En þá bregður svo við, sama dag og tilkynnt er um aukin framlög úr ríkissjóði til Landhelgisgæslunn­ ar, að ríkislögreglustjóri segist ætla að óska eftir því við innanríkisráð­ herra að byssurnar verði keyptar því hann telji viðbúnaðargetu lög­ reglunnar varðandi vopnamál verða óforsvaran lega. Í svari sínu til RÚV í fyrradag segir Haraldur Johannes­ sen að þó að ekki sé fjárveiting nú til að kaupa byssur breyti það ekki því að þörf lögreglunnar á vopnum sé óbreytt og reyndar hafi hún aukist samkvæmt hættumati sem var kynnt í allsherjar­ og menntamálanefnd Alþingis í síðustu viku. Samkvæmt frétt RÚV fannst nefndarmönnum lögreglan fara rækilega yfir strikið í þessari kynn­ ingu þar sem sviðsmyndir á borð við Columbine­árásina í Bandaríkjun­ um og Útey í Noregi voru notaðar til að undirstrika byssuþörfina. Skrif­ stofustjóri embættisins, Jón Bjart­ marz, bætti svo um betur í viðtali við RÚV í gær og sagði að byssukaup­ in væru til að mæta ógn frá hryðju­ verkasamtökum eins og IS, Íslamska ríkinu. Í frétt DV í vikunni var því haldið fram að skammbyssu hafi verið beint að manni sem kom að lög­ regluaðgerð á Ísafirði í síðustu viku. Vestfjarðalögreglan er eitt þeirra lög­ regluembætta landsins þar sem sú stefna hefur verið tekin upp að setja skotvopn í alla lögreglubíla. Nái sú stefna ríkislögreglustjóra fram að ganga, sem embættið hefur nú loks gengist við og kynnt, má ætla að at­ vikum eins og lýst var í fréttinni fari fjölgandi. Ógnin sem almenning­ ur fyndi fyrir vegna vopnaðra sveita gæti þá allt eins stafað af lögreglulið­ um landsins. n Einkavæðingin var upphaf hrunsins Bók Björgólfs Thors Björgólfs- sonar sem birtur er kafli úr í DV í dag er smekkfull af gullkornum og eitthvað hef­ ur líka sýn hans á bankahrunið verið að skýrast. Ævin­ týrakapítalistinn Björgólfur segir söguna af því hvernig hann margfaldaði upprunalegan auð sinn oft og mörgum sinnum með smá höfuðstól og heilmiklum skuldum og varð á skömmum tíma einn af 250 ríkustu mönnum í heimi. Við fylgjumst með hon­ um hlusta á persónulega kveðju frá æskuhetjunni Sean Connery og tóna Ziggi Marleys og 50 Cent í fertugsafmælinu sínu og síðan tapa 99 prósentum af öllum auð­ æfunum innan 18 mánaða, með sjö stóra banka á bakinu, orðinn útlagi í eigin landi. Meðal safa­ ríkra bita hjá Björgólfi er hvern­ ig hann rekur upphaf íslenska bankahrunsins beint til þess bulls sem pólitísku helmingaskiptin í einkavæðingu bankanna voru: „Ég hefði átt að ganga burt frá þessu um leið og ég áttaði mig á hvað var að gerast.“ Svívirðilegasta dæmið um pólitíska handstýringu segir hann hafa verið kröfu for­ manns Framsóknarflokksins um að Landsbankinn seldi S hópn­ um hlut sinn í VÍS. Fjölskylda formannsins [Halldórs Ásgríms- sonar] hafi átt þarna milljóna­ hagsmuni og það ótrúlega var að þetta styrkti bara pólitíska stöðu hans í stað þess að verða honum að falli eins og hefði gerst í öðrum löndum. Fleira bitastætt Um Jón Ásgeir Jóhannesson og Baug segir Björgólfur ekki mikið, nema að hann hafi haft óseðjandi lyst á að kaupa allt en ekki selja neitt. Hann segist aldrei hafa náð sam­ bandi við hann eða skilið hvað hann var að fara og hafi haft vara á sér gagnvart honum og ekki fund­ ið samstarfsflöt. Það hafi verið mikill belgingur kringum Jón Ás­ geir og starfsemi hans. Af Kaup­ þingsmönnum segist Björgólfur Thor mest álit hafa haft á Ár­ manni Þorvaldssyni og hafa kynnt Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson fyrir Deutsche Bank í London þegar þeir hafi ekki þekkt neinn þar. Forvitnileg korn Það var heimskulegt og síngirni að tryggja innistæður í íslensku bönkunum í topp … Frægt óbirt símtal Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar gæti geymt upplýs­ ingar um hvers vegna þeir ákváðu að Kaupþing fengi neyðarlán en ekki Landsbankinn … Björgólfi var sagt að Geir Haarde hafi verið í miklu áfalli sunnudagskvöldið fyrir hrunið með skjálfandi hend­ ur og hann hafi varla mátt mæla … Þó að hann telji Geir Haarde hafa fengið óréttláta meðferð í pólitísku leikriti landsdóms þá sé samt sam­ ræmi í því að fjármálráðherrann, sem vitnaði í Ronald Reagan við undirskrift samninganna um sölu Landsbankans í Þjóðmenningar­ húsinu á gamlárskvöld 2002, hafi síðan verið dæmdur í sama sal. Tilvitnun Geirs í Reagan var: „The government is not the solution to our problems, the government is the problem.“ Bandaríkin og Ísland T vö lönd skera sig að einu leyti úr hópi „gömlu“ iðn­ ríkjanna. Þessi tvö lönd eru einu löndin í hópnum, sem sökuð eru af fullum þunga heima fyrir um að hafa leyft lýð­ ræði að víkja fyrir fáræði, fyrir auð­ ræði. Með fáræði er átt við það, sem á ensku er kallað „oligarchy“, veldi fárra, í andstöðumerkingu við fjöl­ ræði (e. pluralism), veldi fjöldans, sem fylgir virku lýðræði. Bandaríkin: Fölnuð fyrirmynd Veldi Bandaríkjanna á heimsvett­ vangi hefur dvínað allar götur frá 1970, þótt innri styrkur landsins sé enn til staðar. Árið 1975 töpuðu Bandaríkin sínu fyrsta stríði, það var í Víetnam, og nötruðu í innanlands­ ófriði, sem færðist utan af götunum inn á vettvang stjórnmálanna og hef­ ur smám saman náð að eitra stjórn­ málalíf landsins. Ófriðurinn stafaði öðrum þræði af styrjöldinni í Víet­ nam og einnig af því, að Nixon for­ seti hrökklaðist úr embætti 1974 fyr­ ir að hylma yfir innbrot sinna manna í höfuðstöðvar demókrata í Water­ gate­byggingunni í Washington. Auðmýking repúblikana af völdum afsagnarinnar sáði fræjum óvildar. Nú er svo komið, að stjórn­ málaflokkarnir tveir, demókratar og repúblikanar, talast varla við, svo mikil er úlfúðin. Leyndir gall­ ar í stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 1787 eiga trúlega einhverja sök á þessu. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hefur nú tvö ár í röð lýst Vladi­ mír Pútín Rússlandsforseta valda­ mesta mann heims. Obama Banda­ ríkjaforseti skipar annað sæti listans. Skv. nýjum mælingum Alþjóðagjald­ eyrissjóðsins sigldi Kína fram úr Bandaríkjunum á þessu ári í efna­ hagslegu tilliti og er nú ríkasta land heims í dölum talið, en þó ekki mælt í tekjum á mann. Á þann kvarða eiga Kínverjar ennþá langt í land. Eftir sem áður er efnahagsstyrkur Banda­ ríkjanna mikill. Bandaríkjamenn kunna að framleiða margs konar vörur og þjónustu, sem aðrar þjóðir vilja kaupa. Bílaverksmiðjur Banda­ ríkjanna, löngum hryggjarstykk­ ið í efnahagslífi landsins, reyndust þó vera svo illa reknar, að þær voru þjóðnýttar til að halda í þeim lífinu. Bandaríkin geta tekið lán erlend­ is í eigin gjaldmiðli og þurfa ekki að óttast að geta ekki staðið í skilum. Fyrr myndi Bandaríkjastjórn rýra virði skulda sinna með því að hleypa verðbólgunni af stað heima fyrir. Þarna skilur milli feigs og ófeigs. Meðalþingmaður í Washington þarf nú að verja þrem dögum á viku til fjáröflunar. Hæstiréttur Banda­ ríkjanna hefur nýlega úrskurðað, að engin bönd megi leggja á fjárframlög til stjórnmálastarfsemi. Peningarnir hafa tekið völdin. Þessu andrúms­ lofti hefur fylgt aukinn ójöfnuður í skiptingu auðs og tekna. Sá þúsund­ asti hluti (0,1%) Bandaríkjamanna, sem hefur mestar tekjur, jók hlut sinn í þjóðartekjum úr 14% 1990 í 24% 2008 eins og lýst er í rómaðri bók franska hagfræðingsins Thomas Piketty (Capital, 2014). Ný rannsókn Gallup sýnir, að 73% Bandaríkja­ manna telja spillingu vera útbreidda í stjórnkerfi landsins borið saman við 80% Rússa, 67% Íslendinga – og 15% Dana, svo að dæmi sé tekið af hinum enda skalans. Ísland: Útreiðartúr á tígrisdýri Ýmislegt af því, sem amar nú að Bandaríkjunum, amar einnig að Ís­ landi. Þó er einn mikilvægur mun­ ur á. Íslendingar tóku lán í erlendri mynt og geta því ekki staðið í skilum við útlönd með því að prenta pen­ inga, sem enginn vill taka við. Þess vegna stendur Ísland nú, sex árum eftir hrun, í svipuðum sporum og Argentína og önnur óreiðulönd og bisar við að velja milli samninga við erlenda kröfuhafa og einhliða vald­ boðs, t.d. með útgönguskatti, sem virðist líklegur til að rýra lánskjör og aðgang að lánsfé og kosta áhættu­ söm málaferli innan lands og jafn­ vel utan. Alþingi bjó með einu pennastriki til auðstétt úr útvegsmönnum fyrir 30 árum og gerði þá þar með smám saman að ríki í ríkinu. (Alþingi fór eins að við einkavæðingu bankanna, en veldi þeirra stóð stutt). Reynslan sýnir, að stjórnmálaflokkarnir sitja og standa eins og útgerðin býður þeim. Hvergi birtist auðsveipni flokkanna gagnvart útvegsmönn­ um skýrar en í þeirri staðreynd, að Alþingi heldur nú í gíslingu nýrri stjórnarskrá, sem 2/3 hlutar kjós­ enda samþykktu í þjóðaratkvæða­ greiðslu 2012. Morgunblaðið – í eigu útgerðarinnar! – birtir leiðara eftir leiðara gegn nýju stjórnarskránni án þess að nefna þjóðaratkvæðagreiðsl­ una einu orði. Af þessum merkj­ um að dæma er Ísland ekki lengur fullburða lýðræðisríki. Peningarnir hafa tekið völdin – illa fengið fé úr almannasjóðum skv. ákvörðun Al­ þingis, ekki sjálfsaflafé einkafram­ taksins eins og í Bandaríkjunum. Út­ reiðartúrar á tígrisdýrum fara allir á sömu leið. Alþingi hefur í reyndinni lýst stríði á hendur fólkinu í landinu. Við bætist, að væntanlegt frumvarp til nýrra fiskveiðistjórnarlaga gengur í berhögg við ákvæði nýju stjórnar­ skrárinnar um auðlindir í þjóðareigu – ákvæði, sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. n „Alþingi bjó með einu pennastriki til auðstétt úr útvegsmönn- um fyrir 30 árum og gerði þá þar með smám saman að ríki í ríkinu. Þorvaldur Gylfason Kjallari MynD: SiGTRyGGuR ARi JóHAnnSSOn Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.