Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 31
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 Fólk Viðtal 31 nánara, þeim mun verra verður það. Danski rithöfundurinn Kim Leine lýsir þessu ágætlega þegar hann leit- aði sér hjálpar við fíkn. Hann hringdi í lækninn sinn og sagði, hjálp, það er morðingi á hælunum á mér. Hvað heitir morðinginn? spurði læknirinn. Hann heitir Kim, svaraði Kim Leine.“ Glöð þegar starfið bauðst Þóra Kristín bendir þó á að þrátt fyr- ir að iðjuleysi sé vanmetin dyggð þá fari fljótt að molna undan fjárhags- lega ef dögunum er eytt í lestur bóka, hlaup, hjólreiðar og innhverfa íhug- un. Í haust var verkefnastaðan orðin þannig að hún sat og fletti blöð- unum til að kanna hvort númer- ið hennar hefði komið upp í Happ- drætti Háskóla Íslands. Það gerðist hins vegar ekki og fjárhagsáætlun næsta mánaðar komst í uppnám. En þá kom kallið, akkúrat á réttum tíma. „Síminn hringdi og það var Krist- ín Þorsteinsdóttir að bjóða mér að koma á Stöð 2. Ég var dálítið hissa og glöð og fannst hún svolítill töffari enda held ég að hún sé það. Ég sló til og hér er ég. Það er auðvitað allt breytt, nýtt fólk, ný tölvukerfi, nýtt umhverfi og ég er á hlaupum að reyna að rata og setja mig inn í allt,“ segir Þóra Kristín, en hún starfaði áður sem fréttamað- ur á Stöð 2 í mörg ár. Henni var sagt upp störfum árið 2007 eftir að Stein- grímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Halldórs Ásgríms- sonar, var ráðinn sem fréttastjóri. Hún var ósátt við ráðninguna og lá ekki á skoðunum sínum. Fljótlega eftir að Steingrímur tók við var hún svo látin fara og engin skýring gefin á brottrekstrinum. ,,Hann var síðan rekinn sjálfur skömmu seinna. Það hefur aldrei verið nein lognmolla á Stöð 2. Þar kembir enginn hærurn- ar,“ segir hún hlæjandi. „Nú mun blóðið renna“ Þóra Kristín hóf sinn feril í fjölmiðl- um á Pressunni, og það af miklum krafti, þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Fyrsta fréttamálið hennar snerist um málverkafalsanir en það mál varð síðan fréttamál út ára- tuginn og ratar stöku sinnum enn í fréttir. Hún segir það í raun hafa ver- ið hálfgerða tilviljun að hún datt inn í blaðamennsku en þó langaði hana til að skrifa. „Ég fékk strax bakteríuna en ég kunni ekki einu sinni á ritvél þegar ég kom inn á ritstjórnina,“ seg- ir hún hlæjandi. „Ég er ekki enn þá með fingrasetninguna á hreinu þrátt fyrir að ég vélriti mjög hratt.“ Á þessum 25 ára ferli hefur Þóra komið víða við, starfað á öllum helstu fjölmiðlum landsins og stung- ið á hinum ýmsu kýlum samfélags- ins. Árna Johnsen-málið og þáttur hennar og Ríkisútvarpsins vakti til að mynda mikla athygli. ,„Árni Johnsen skrifaði grein þar sem hann hélt því fram að ég hefði lokkað hann í við- tal eftir að ég birti reikningana fyr- ir kantsteinunum sem hann hafði skrifað hjá Þjóðleikhúsinu og lagt í garðinn hjá sér. Það voru skraut- legar lýsingar, þar sem ég átti að hafa hlaupið um ganga Ríkisútvarpsins og hrópað, „nú mun blóðið renna!“ Sem betur fer þá fann ég hráspóluna með viðtalinu, þar sem heyrist að Árna er fullkunnugt um að viðtalið er tekið í hljóðstofu RÚV með upp- tökutækin í gangi,“ segir Þóra Kristín, sem er að vonum stolt af sínum þætti í þessu stóra fréttamáli. Ekki fengið hlutina upp í hendurnar „Ég hef aldrei haft þörf fyrir að vera einhver fígura, púðruð bak við myndavélarnar. Ég hef alltaf verið svona sveitt á hlaupum að keppast um að ná fyrstu frétt. Það er bara ég. Það er ekki þar með sagt að ég geti ekki gert margt annað, en mér finnst það vera starfið. Ég held að það eigi rætur sínar að rekja til þess að kem ekkert úr einhverri bómull. Ég hef verið í töff aðstæðum oft á tíðum og hef þurft að takast á við þær, án þess að ég sé að segja að mér hafi tek- ist eitthvað sérstaklega vel til alltaf.“ Hún telur að fyrir vikið eigi hún auð- veldara en ella að setja sig í spor annarra. „Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu að fá hlutina fyrirhafnarlaust upp í hendurnar,“ bætir hún við. Ósætti innan Blaðamannafélagsins Þóra starfaði á mbl.is um tíma en var ein af þeim sem var látin fara þegar Davíð Oddsson settist í ritstjóra- stólinn. Hún taldi það í raun næsta víst þegar hann tók við að hún fengi reisupassann. Hún sá á eftir starfinu enda líkaði henni vel á Morgunblað- inu. „Áhorf á Mbl – sjónvarp hafði aldrei verið meira og ég var kjörinn blaðamaður ársins 2008, en það var náttúrlega ekkert venjulegt frétta- ár, Það ár skipti okkur svo gríðarlegu miklu í fréttum. Ég er mjög stolt af því.“ Þóra Kristín var varaformaður og síðar formaður Blaðamannafé- lags Íslands og sinnti því embætti í miklum ólgusjó. „Mér fannst félag- ið orðið of værukært, hálfgerð sum- arbústaðaleiga, og vildi stokka það upp, gera breytingar. Þá fannst mér stjórninni haldið utan við upplýs- ingar um fjárreiður félagsins og ég gat ekki sætt mig við það. Fjórð- ungur stéttarinnar var atvinnulaus, vinnuframlag hafði aukist og laun lækkað. Það er ekki góð vígstaða fyrir stéttarfélag. Þá voru deilur um eignarhald og mbl.is, sem var minn vinnustaður, lenti þar í brennidepli þegar Davíð Oddsson var ráðinn rit- stjóri. Mörgum fannst ósmekklegt að félagið beitti sér í því máli, mér fannst það hins vegar nauðsynlegt. Þegar ég tók við Smugunni var það notað gegn mér og sagt að ég væri komin í pólitík og gæti þess vegna ekki verið formað- ur allrar stéttarinnar.“ Þóru Kristínu þótti þessi gagnrýni bæði fáránleg og óréttmæt í ljósi þess að eigendur nánast allra fjölmiðla voru persónur og leikendur í frétt- um á þessum tíma. „Niðurstaðan var sú að ég fór frá og hálf stjórnin fylgdi mér. Ég sakna þess ekki persónu- lega að vera formaður Blaðamanna- félagsins og ég get vel unnt öðrum þess. Þessi sumarbústaðaleiga rekur sig ágætlega án mín.“ Smugan ekki pólitískt málgagn Hvað Smuguna varðar segir Þóra Kristín það vissulega ekki hafa verið óskastöðu fyrir blaðamann sem vill halda sjálfstæði sínu, að ritstýra fjölmiðli sem var að hluta til í eigu stjórnmálaflokks. „Smugan var ekki flokkspólitískt málgagn þrátt fyrir að margir vildu að það væri það. Bæði þeir sem stóðu utan við það og þeir sem stóðu innan við. Það var ekki flokkspólitískt málgagn á meðan ég ritstýrði því. Það var hins vegar málsvari ákveðinna sjónarmiða sem hafa ekki átt upp á pallborðið í venjulegum miðlum. Til dæmis umhverfisverndar, félagshyggju og femínisma og sem slíkt átti það fullan rétt á sér,“ segir Þóra Kristín ákveðin og teygir sig í súkkulaðimola úr skál á borðinu. Hún tekur fram að það sé sykurlaust og býður blaðamanni, sem hafði fram að þessu ekki kunnað við að fá sér. „Mér fannst gaman að ritstýra Smugunni og sérlega gaman að skrifa leiðara og sakna þess. Allt hefur sinn sjarma, mér hefur raun- verulega þótt mjög gaman á öllum fjölmiðlum þar sem ég hef unnið.“ Hugsa vel um trúnað við heimildamenn Þetta spjall okkar um fjölmiðlana færir okkur að lekamálinu svokall- aða, en Þóra Kristín hefur sterkar skoðanir á þætti heimildamanna í málinu. „Lekamálið sem slíkt hef- ur ekki bara afhjúpað misnotkun valds heldur líka ótrúlega meðvirkni. Núna beinast augu manna að lög- reglustjóranum sem hélt því leyndu að hann hefði látið aðstoðarmann ráðherra fá upplýsingar um hælis- leitanda þótt það væri lögreglu- rannsókn í gangi. Áður en aðstoðar- maðurinn játaði brot sitt, var mikið rætt um samband heimildarmanna og blaðamanna, trúnað sem ekki mætti undir nokkrum kringumstæð- um rjúfa. Gott og vel, en blaðamenn ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir gerast trúnaðarmenn aðstoðar- manns ráðherra sem vill koma höggi á hælisleitanda, einstaklings sem er að leita réttar síns innan kerfisins. Vernd heimildarmanna á ekki við um samskipti við ráðherra eða að- stoðarmenn hans, nema blaðamað- urinn lofi slíkri vernd. Er blaðamað- urinn þar með að skuldbinda sig til að þegja yfir mannréttindabrot- um? Blaðamenn eru málsvarar al- mennings og trúnaður blaðamanna er fyrst og fremst við almenning, við einstaklinga, við þjóðina, ekki við valdið,“ segir Þóra Kristín. „Það geta örugglega margir dregið lærdóm af lekamálinu. Þetta er í raun stór- merkilegt mál.“ Hún virkar ánægð að vera komin aftur í gamla gírinn. Að lifa og hrær- ast í heimi fréttanna. „Mér finnst þetta skemmtilegt og er opin fyrir nýjum tækifærum. Mér finnst gam- an að koma aftur, sérstaklega ef það voru einhverjir búnir að afskrifa mig. Það er gaman að afskrifa það,“ segir hún sposk á svip. Missti barnsföðurinn í sjóslysi Þóra Kristín er, eins og áður sagði, fædd og uppalin í Keflavík og var frekar óstýrilátt barn. Hún vill þó ekki meina að hún hafi verið óþekk. „Ég var svolítil strákastelpa í mér, svolítill villingur. Ég hefði örugg- lega verið greind með ADHD ef það hefði verið í umræðunni. Ég átti erfitt með að sitja kyrr, var mjög hvatvís og átti erfitt með að fylgja reglum. Mér gat til dæmis dottið í hug að mæta klukkutíma of seint í skólann í öfugri úlpunni með hundinn minn.“ Að- spurð segist Þóra Kristín þó ekki hafa verið í uppreisn, heldur hafi hennar persónuleiki bara verið svona. Þetta hafi svo með tímanum hugsanlega þróast út í uppreisn sem varð hluti af henni sjálfri. Barnsföður sínum kynntist hún á unglingsárunum. „Við vorum jafn- gömul og miklir mátar. Hann var ægilega sætur og ég var ógurlega skotin í honum,“ segir Þóra og lítur ofan í kaffibollann sinn. Hann var æskuástin hennar og hún varð ólétt sextán ára. Hann lést hins vegar í sjó- slysi á Ísafjarðardjúpi áður en barnið kom í heiminn. „Ég varð því barn með barn, þegar Ragnheiður Júlía, dóttir mín, kom í heiminn en við höf- um alið hvor aðra upp.“ Samkynhneigðin opinberun Það var skammt stórra högga á milli og nokkrum árum síðar kom Þóra svo út með samkynhneigð sína. „Ég vissi samt alltaf að ég væri einhvern veginn öðruvísi. Ég vissi samt ekki að ég hefði í mér samkynhneigð- ar tilfinningar, ég hugsaði það ekki þannig. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en dóttir mín var fædd, að ég hefði þessa þörf. En af því að ég er þannig skapi farin þá var það opinberun fyr- ir mig að uppgötva það og fór strax alla leið. Þetta var á þeim tíma sem samkynhneigð var algjört tabú, sér- staklega þegar maður kom úr svona litlum bæ. Það var svolítið bratt að koma fram með þetta á sínum tíma og taka þátt í þessari baráttu, en ég gerði það.“ Hún hafði alltaf leyft sér að vera öðruvísi og hélt áfram sínu striki hvað það varðaði. „Ég gaf í rauninni bara skít í viðbrögðin. Að því leytinu til hafði ég ekkert undan viðbrögð- unum að kvarta.“ Varð hálfgerð fígúra Þóra Kristín fluttist til Reykjavíkur um þetta leyti og því áttu miklar breytingar sér stað í lífi hennar á skömmum tíma. „Það er mikil gerjun á þessum tíma og þetta er mjög lit- ríkur „subkúltúr“. Það var mjög ein- kennilegt að koma til Reykjavíkur og vera enn þá hálfgerður krakki með krakka og lenda inn í svona galeiðu. Fara inn í þessa baráttu og verða ein- hvers konar fígúra. Mér færðist að vissu leyti of mikið í fang. Þetta var meira en ég réði við en ég gerði það samt. Þetta var ofboðslega skrýtinn tími, það var svo mikið að gerast. Þetta var neðanjarðar kúltúr og það var mikil fordæming og hneykslan í gangi.“ Þóra Kristín segist nýlega hafa heyrt viðtal við höfund bókarinnar Náðarstund, en höfundurinn, sem er ástralskur, dvaldi sem skiptinemi á Sauðárkróki um tíma og upplifði töluverða einangrun. „Hún sagði eitthvað á þessa leið: „Það er ofboðs- lega skrýtið að vera svona mikið ein en samt svona áberandi.“ Þessi orð hittu mig fyrir og ég hugsaði með mér að nákvæmlega svona hafi mér liðið. Hún sagði líka að það væri eng- um hollt að vera í slíkum aðstæðum og ég er sammála því. En það hef- ur allt tvær hliðar, þetta væri bæði skemmtilegur og erfiður tími. Ég var náttúrlega ein með barn og það gerði málið engan veginn auðveldara.“ Gaman og skrýtið að vera amma Þóra Kristín kynntist sambýliskonu sinni, Björgu Evu Erlendsdóttur, þegar hún fór að vinna á Ríkisútvarp- inu. „Við kynntumst á fréttastofunni þegar við vorum báðar að vinna þar,“ segir Þóra Kristín glaðleg, en sam- bandið fór leynt í fyrstu. „Það þótti svolítill skandall þegar það byrjaði en ég var ógurlega skotin í henni, mér fannst hún svo skemmtileg. Bæði var hún allt öðruvísi en ég, og mér fannst það svo hressandi, svo var hún líka að vissu leyti mjög lík mér – einhver kjarni. Mér fannst strax eins og við hefðum þekkst lengi.“ Þóra á eina dóttur og dótturson- inn Kolbein Gest, sem er fimm ára. „Ég er amma,“ segir Þóra montin og fær sér annan súkkulaðimola úr skálinni og blaðamaður fylgir nú fordæmi hennar. „Hann Kolbeinn Gestur er algjör draumastrákur og ég er rosalega hrifin af honum. Hann er oft hjá mér og ég ligg á húninum hjá dóttur minni til að fá að vera með hann,“ segir Þóra og hlær. „Við erum miklir mátar,“ bætir hún við. „Ég var mikil ömmustelpa sjálf þegar ég var lítil þannig að mér finnst mjög spennandi að vera amma. Þetta er öðruvísi en að vera mamma. Þegar maður er einstætt foreldri þá verður maður mjög náin börnunum sínum.“ Þóra ljómar þegar hún talar um Kolbein Gest og ömmuhlutverkið. „Mér finnst frekar fyndið að vera svona mikil amma. Þegar maður er ung móðir þá verð- ur maður ung amma. Mér finnst þetta svo skrýtið því mér finnst ég alltaf vera yngri en ég er. Þó ég vilji vera ung að eilífu þá vil ég samt vera amma,“ segir Þóra Kristín. Blaða- maður stingur upp á því að hún verði þá bara ung amma að eilífu, og hún er til í það. n „Ég hætti líka að drekka og það er einhver besta ákvörðun sem ég hef tekið. Gaman að vera amma Þóra Kristín og ömmustrák- urinn hennar, Kolbeinn Gestur, eru miklir mátar. Var ýtt til hliðar Þóra Kristín upplifði það þannig að skoðnir hennar væru notaðar gegn henni, til að ýta henni til hliðar. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.