Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 og ég hunsaði það. Síðar birtust nokkrir menn sem sýndu skilríki upp á að þeir væru frá skrifstofum Jeltsíns forseta. Þeir sögðu mér að þeir vildu fá einkarétt á því að fram­ leiða áfenga svaladrykki. Þetta var í eina skiptið sem ég sá yfirmann öryggisgæslunnar verða virkilega áhyggjufullan. En þessu var ekki fylgt eftir. Þessir gaurar treystu á að fólkið sem þeir hótuðu fylltist skelf­ ingu og borgaði. Ég gerði það ekki svo þeir héldu áfram leiðar sinnar. Þrjóska dugði mér betur en skelf­ ing. Í upphafi var líka ansi margt fólk sem reyndi að notfæra sér óreiðuna til að hjálpa fólki við að stytta sér leið. Það skaut upp koll­ inum og sagðist geta hjálpað okkur að kippa málum í liðinn. Ef okkur vantaði til dæmis leyfi fyrir nýrri verksmiðju og það tæki yfirleitt sex mánuði í afgreiðslu þá bauðst ein­ hver til að redda því á einum degi fyrir 10.000 dollara. Sumir stóðust ekki freistinguna og borguðu. Þeim var svo sagt að leyfið væri komið og hófu framkvæmdir, en þá mætti „reddarinn“ og sagði að það sem hefði fengist í gegn passaði ekki al­ veg. Næst þyrfti því að tala við ein­ hvern hærra settan sem þyrfti að fá 100.000 dollara. Svona hlutir gerð­ ust á meðan Rússar einkavæddu hvert ríkisfyrirtækið á fætur öðru á 10. áratugnum. Margt var hrein og klár svikastarfsemi. Fólk skrifaði undir samninga við einn aðila og síðan birtist einhver allt annar og sagði að samningurinn hefði raun­ ar verið gerður við sig. Þá kemur eitthvað leiðinlegt fyrir þig Eitt sinn komst ég í kynni við Baltic Financial Industrial Group, stóran framleiðanda neytendavöru. Við hittumst á hádegisverðarfundi á glæstum skrifstofum þeirra, drukk­ um mikið vodka og þeir sögðust vilja kaupa alla framleiðsluna okkar á fimm prósenta afslætti. Ég svaraði því til að slíkur samningur hljóm­ aði mjög vel ef þeir gætu selt allt saman, en hvaða tryggingu hefði ég ef þeir gætu það ekki? „Þú veist hverjir við erum. Við getum það,“ svöruðu þeir. En ég hafði enn­ þá áhyggjur af því að ég yrði allt of skuldbundinn hópnum. „Málið snýst ekki um það,“ sögðu þeir. „Ef þú gerir þetta ekki mun eitthvað mjög leiðinlegt koma fyrir þig. Við munum einfaldlega þurfa að drepa þig til að fá þetta í gegn.“ Þannig stigmagnaðist samtalið. Ég leitaði því ráða hjá yfirmanni í lögreglunni sem hét Andrij en hann hafði ég hitt vegna sameiginlegs áhuga okkar á mótorhjólum þegar ég var styrktar­ aðili mótorhjólakeppni í Rússlandi. Það var svo Andrij sem kynnti mig fyrir Rusinov. En Andrij gaf mér ekki þær ráðleggingar sem ég bjóst við. „Ég get reynt að stilla upp öryggis­ vörðum í kringum þig svo lítið beri á,“ sagði hann, „en þú munt aldrei sigrast á þessu með því að beita sömu meðulum. Ef þú færð þér stóra og áberandi lífverði verður þú skotinn til bana í bílnum þínum. Ef þú færð þér bíl með skotheldu gleri verður þú sprengdur í loft upp. Þetta magnast út í hið óendanlega. Þú verður að taka annan pól í hæð­ ina, þykjast vera vitlaus og láta lítið á þér bera. Vertu bara á útkikkinu og leyfðu þessu að líða hjá.“ Þetta voru góðar ráðleggingar og ástæða þess að við vorum aldrei með neina lífverði í Rússlandi. Ef einhver hót­ aði mér á bar rétti ég viðkomandi einfaldlega símann minn og sagði: „Bíddu við! Getur þú talað aðeins við þennan?“, og viðkomandi spjall­ aði við Rusinov eða einhvern hinna náunganna. Þannig fannst mér ég vera öruggur og svona var eðlilegur gangur hlutanna. Týndi lífi í skot- og sprengjuárás Ég hringdi seinna meir í Baltic og lét eins og ekkert væri. Að lok­ um misstu þeir allan áhuga á okk­ ur. Maðurinn sem við áttum í sam­ skiptum við, Valentín Tatura, flutti eitthvert í burtu. Hans yfirmaður og stofnandi Baltic, Pavel Kapysh, varð fyrir árás þremur árum síð­ ar í Pétursborg þegar hann var á ferð í skotheldum, brynvörðum bíl með lífverði sína í öðrum bíl á eft­ ir sér. Sendiferðabíll nam staðar við hlið hans og það voru skotnir und­ an honum báðir fótleggir með vél­ byssu og sprengjuvörpu. Hann lést 90 mínútum síðar á spítala, sex aðr­ ir voru lagðir inn. Þetta gæti kall­ ast stigmögnun. Meinti hann hót­ unina eða var þetta bara vodkað? Ég var ekki með lífverði á þessum tímapunkti, þótt ég notaðist við þá síðar þegar ég umgekkst fólk í efstu lögum þjóðfélagsins í Búlgaríu. Þess í stað var mín aðferð að passa alltaf upp á að hafa skjótan aðgang að 50.000 dollurum í reiðufé allan sólarhringinn. Ég geymdi pening­ ana heima, í bílnum eða í skjala­ töskunni: Fimm lítil 10.000 dollara seðlabúnt. Í þá daga voru þetta gífur lega miklir peningar og líklega tíu sinnum meira en gangverðið fyr­ ir leigumorð en mín hugsun var sú að ef mér yrði einhvern tímann rænt gæti ég samið mig út úr því. Væri verið að borga einhverjum fyrir að skaða mig gæti ég boðið þeim meira en þeir fengu gegn því að þeir létu mig í friði. Þetta var samningur sem ég gerði við sjálfan mig. Með byssur uppi á borðum Önnur atvik komu líka upp. Ég fór á salernið í rússneskum næturklúbbi árið 1994 og sá þar blóðslettur upp um alla veggi. Fljótlega birtist ein­ hver og sagði öllum að fara. Einhver hafði verið skotinn. Í annað skipti kom Kristín í heimsókn og við fór­ um út að borða með rússnesku pari. Stór hópur manna sat á næsta borði við okkur, nokkrir þeirra voru með byssurnar sínar uppi á borðum og fóru að syngja lög um vist sína í fang­ elsi. Átta ára dóttir kunningja eins af viðskiptafélögum mínum í Bravo hvarf einn daginn í sex klukkutíma. Hún dúkkaði upp ómeidd og sagði móður sinni glaðlega frá því hvern­ ig hópur manna hafði sótt hana og keyrt með henni um Pétursborg og gefið henni ís og aðrar gjafir. Fað­ ir hennar var rússneskur ríkis­ borgari og vann sem fjármálastjóri hjá spænsku fyrirtæki með starf­ semi í Rússlandi. Mennirnir vildu að þetta fyrirtæki borgaði einhverj­ um eitthvað og dóttir fjármálastjór­ ans var veikasti hlekkurinn. Þetta voru kuldaleg skilaboð. Mennirn­ ir gætu alltaf fundið stúlkuna og valdið henni skaða ef þeir fengju ekki það sem þeir vildu. Svona lag­ að var að gerast allt í kringum mig þennan klikkaða áratug. Ofbeldi eða ofbeldis ógn, hversu þögul sem hún var, var aldrei langt undan og hluti af hversdagslífinu í Rússlandi. Vertu sveigjanlegur, græddu og farðu Þetta hljómar svakalega núna en ég var á þrítugsaldri og vann eins og brjálæðingur og fannst kringum­ stæðurnar vera frekar óraunveru­ legar. Ef ég stæði frammi fyrir sömu áhættu í dag með fjölskyldu mína myndi þetta horfa öðruvísi við mér, en á þeim tíma vildi ég ekki vera sá sem lúffaði. Ég fann að þetta var rétta andartakið. Ég var í hörðu um­ hverfi en ég varð að halda út og spila með. Hætturnar voru til staðar en þetta var minn tími til að skapa mér auð. Ég gerði mér grein fyrir því að tímarnir væru sérstakir og tækifær­ in líka og ég sagði við sjálfan mig: „Ekkert sem þú gerir eftir Rússland getur orðið erfiðara en þetta.“ Ég reyndi alltaf að vera einbeittur. Ég vildi byggja upp fyrirtæki, fara út úr því og byrja upp á nýtt. Allt annað en þetta var truflun í mínum huga. Ég áleit sem svo að ég hefði tekið að mér verkefni til allt að tíu ára. Ég myndi klára það og fara síðan ann­ að og koma mér þar fyrir. Vinir mín­ ir voru allir að kvænast og eignast börn en það kom ekki til greina hjá mér á þeim tíma. Ég var vel meðvit­ aður um að falla ekki í þá gildru að kynnast rússneskri konu sem síðan yrði ólétt. Ég vildi ekki lenda í því að verða á einhvern hátt hluti af Rúss­ landi. Spurningin snerist alltaf um að fara inn, græða peninga og fara út aftur. Ég ber auðvitað ennþá til­ finningar til Rússlands vegna tímans sem ég átti þar. En mín einkunnar­ orð voru: „Aldrei hleypa neinu inn í líf þitt sem þú getur ekki yfirgefið með fimm mínútna fyrirvara. Vertu fullkomlega sveigjanlegur af því að heimurinn getur breyst á einni mín­ útu.“ Þetta hljómar harðneskjulega en þannig starfaði ég. n Drykkjarverksmiðjurnar í Pétursborg Íbúafjöldi 5 milljónir Þriðja verksmiðjan Botchkarev Afurð: Bjór 50.000 m2 Starfrækt frá 1998 (seld til Heineken árið 2002) Önnur verksmiðjan Bravo International Afurð: Áfengir svaladrykkir 5.000 m2 Starfrækt: 1996-2008 Fyrsta verksmiðjan Baltic Bottling Plant Afurð: Gosdrykkir 3.000 m2 Starfrækt: 1993-1996 Pétursborg Uppgjörið Björgólfur Thor Björgólfsson lýsir ógnandi til- veru í Pétursborg í kafla nýrrar bókar þar sem hann gerir upp feril sinn í viðskiptum. Verksmiðjurnar Björgólfur Thor opnaði fyrstu verksmiðjuna í Rússlandi árið 1993. Þriðja verksmiðjan var seld til Heineken árið 2002.„Sendiferðabíll nam staðar við hlið hans og það voru skotnar undan honum báðir fótleggir með vél- byssu og sprengjuvörpu. Hann lést 90 mínútum síðar á spítala. „Við munum einfaldlega þurfa að drepa þig til að fá þetta í gegn Þú velur náttúrulega Án Parabena og SLS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.