Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2014, Blaðsíða 17
Helgarblað 28. nóvember –1. desember 2014 Fréttir 17 Þurfum netvarnir en ekki vélbyssur L ögregluyfirvöld á Íslandi ættu frekar að einbeita sér að net- vörnum landsins í stað þess að kaupa hundruð vélbyssa til að verjast aðsteðjandi hættu á hryðjuverkum hér á landi. Þetta eru sérfræðingar í netöryggi, sem DV ræddi við, sammála um. Lögreglan verjist ekki slíkum árásum með vopnum heldur öflugum netvörnum sem ekki eru til staðar hér á landi. Þessu virðist Jón F. Bjartmarz, yfir lögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra, ósammála en hann segir lög- regluna ekki geta leyft sér að horfa fram hjá vaxandi hættu á hryðjuverk- um í Evrópu og nefnir þá sérstaklega Íslamska ríkið máli sínu til stuðn- ings. Þessi málflutningur er meðal þess sem kemur fram í greinargerð lögreglu til ráðherra vegna beiðni um heimild til vélbyssukaupa. Yfir- lögregluþjónninn segir í viðtali við Morgunblaðið að staðan í Evrópu hafi breyst mikið vegna IS-samtak- anna og leiðir líkur að því að samtök- in nái að heilaþvo Íslendinga til þess að fremja voðaverk hér á landi. Auðvelt að kippa Íslandi úr sambandi „Þrír menn með skóflu gætu tekið niður internetsam- band Íslands við umheim- inn á hálftíma,“ segir Ólaf- ur Vignir Sigurvinsson, sérfræðingur í netöryggi og stofnandi gagnaversins DataCell á Íslandi. Hann segir fjármunum betur var- ið í að tryggja góðar varn- ir gegn netárásum; það sé hin raunverulega hryðju- verkaógn sem snýr að Íslandi. „Það væri til dæm- is auðvelt að klippa á alla sæ- strengina þrjá sem tengdir eru landinu þar sem þeir liggja á köfl- um óvarðir ofanjarðar. Þeir sem eiga línurnar í landið eru ekki að spá í þessa hluti,“ segir Ólafur Vignir og bendir á fleiri staði þar sem Ísland er hreint og beint óvarið gegn árásum. Reykjavíkurborg er óvarin „Reykjavíkurborg er með sína miðju á ákveðnum stað sem mjög margir vita um. Þar er til dæmis hægt, án þess að leggja mikla vinnu í það, að klippa á alla tengingu borgarinnar við um- heiminn.“ Samkvæmt heimildum DV á þetta mikla óör- yggi einnig við um gagnaverin en ekki er langt síðan tölvu- árásir voru gerðar á eitt af stærstu gagna- verunum hér á landi. Ólafur Vignir veit af þeim árásum og segir það í raun varla fyndið að net- öryggismálum skuli vera háttað hér á landi eins og raun ber vitni, á sama tíma og landið auglýsir sig sem „land gagnaveranna.“ Berskjaldað gagnvart netárásum Þá segir Ólafur Vignir að á meðan lögreglan einbeitir sér að auknum vopnaburði og kaupum á nýtískuleg- um búnaði líkt og skotskýlingarbún- aði þá sé landið berskjaldað gagn- vart netárásum, hvort sem þær eru framkvæmdar hér á landi eða annars staðar. „Byltingin í Líbíu er ágætisdæmi um hvernig hægt er að kollvarpa þjóð með árás á innviði netsam- bandsins. Ljósleiðarar, gsm- sendar og fjarskiptabúnaður var eyðilagður á meðan landið var tekið yfir og engar fréttir fengust á tímabili um hvað var í gangi,“ segir Ólafur Vignir. „En auðvitað gæti Ís- lamska ríkið komið hérna á Zodiac-bátum og ráðist á landið. Tyrkjarán 2. Ætli þeir eigi ekki bara von á því í ljósi sögunnar,“ segir Ólafur Vignir og hlær. n Sérfræðingar í netöryggi segja hættuna leynast í netárásum Atli Már Gylfason atli@dv.is „Þrír menn með skóflu gætu tekið niður internetsamband Íslands við umheiminn á hálftíma. Jón F. Bjartmarz Yfirlögregluþjónn hjá ríkislög- reglustjóra tekur Íslamska ríkið sem dæmi um að- steðjandi hættu á hryðjuverkaárásum hér á landi. Tölvuárás Þeir sem DV ræddi við segja pen- ingunum betur varið í varnir gegn netárásum en vélbyssur. Símagögn bentu á Gísla Spjótin beindust snemma að Gísla Frey eftir að símagögn hans og annarra starfsmanna höfðu verið skoðuð. Þar kom fram að hann hefði átt í ítrekuðum símasamskiptum við blaðamann 365 miðla og ritstjóra Morgunblaðsins dagana 19.–20. nóvember í fyrra. Líkt og DV hefur áður rakið áttu símtölin sér stað á svipuðum tíma og upplýsingar úr gögnum innanríkisráðuneytis- ins og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum enduðu í fjölmiðlum. Gísli Freyr hefur játað að hafa lekið gögnunum til fjölmiðla og var fyrr í mánuðinum dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. DV hefur rætt við lögfróða menn innan og utan stjórnsýslunnar sem furða sig á því að símanotkun ráð- herra hafi ekki verið rannsökuð á meðan símanotkun ráðuneytis- stjóra, skrifstofustjóra og aðstoðar- mannanna tveggja var undir smá- sjá. DV spurði Sigríði Friðjónsdóttur meðal annars að því hvers vegna sérstaks meðalhófs hefði verið gætt gagnvart ráðherra umfram aðra, til dæmis ráðuneytisstjóra eða skrif- stofustjóra, og á hvaða lagastoð þessi ákvörðun hefði verið tekin. Sigríður svaraði þessum spurn- ingum ekki en í svörum Helga Magnúsar kom ítrekað fram að í ákvörðuninni hefði falist viðleitni til að gæta meðalhófs, og þá hefðu böndin snemma borist að Gísla Frey. Spurður hvort Hanna Birna hafi með einhverjum hætti sett sig upp á móti því að símanotkun henn- ar yrði könnuð segist Helgi Magnús ekki vita til þess: „Mér vitanlega var þetta ekki rætt við hana sérstaklega eða hennar afstöðu leitað. Böndin bárust snemma að Gísla.“ Afskipti af rannsókn Í samtali sínu við umboðsmann Al- þingis í sumar, sagði Stefán Eiríks- son, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, að ráðherra hefði „ýtt á eftir“ lögreglunni, sett á hana tímapressu, hellt yfir hann „dágóðri gusu af gagnrýni“, kvartað undan umfangi rannsóknarinnar, deilt á einstakar rannsóknarathafn- ir lögreglu, beðið um að flýta yfir- heyrslum og lýst því yfir að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkis- saksóknara. Meðan á þessum samskiptum stóð mátti Hanna Birna vita að síma- notkun hennar væri ekki til athug- unar. Vitandi það að rannsóknin beindist ekki með neinum hætti að henni má velta því upp hvort hún hafi sett sig upp á móti rannsókn á síma- gögnum sinna nánustu samstarfs- manna með vísan til fyrrgreindr- ar meðalhófsreglu, sem hún hefur haldið fram að hafi verið brotin. Enn er á huldu hvernig Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðar- maður innanríkisráðherra, komst yfir upplýsingar sem hann bætti við minnisblaðið og sagði með- al annars komnar úr rannsóknar- gögnum lögreglunnar á Suðurnesj- um. Komið hefur fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þáverandi lög- reglustjóri á Suðurnesjum, hringdi í hann að fyrra bragði úr leyninúm- eri að morgni dags 20. nóvember í fyrra. Þá áttu þau tvö samtöl í síma síðar sama morgun þar sem málefni hælisleitendans Tonys Omos bar á góma, auk þess sem Sigríður Björk sendi honum yfirheyrsluskýrslu yfir Tony sem og greinargerð með upp- lýsingum úr rannsókn embættisins á hendur Tony. Minnast ekki símtals Í tilkynningu sem Sigríður Björk sendi frá sér 18. nóvember síðast- liðinn sagðist hún hafa hringt í Gísla „til að svara skilaboðum“. Gísli neit- aði þessu hins vegar í samtali við fréttastofu RÚV sama dag, og sagð- ist ekki hafa skilið eftir nein skila- boð til lögreglustjórans. Í samtali við fréttastofu RÚV síðastliðinn laugar- dag sagði Sigríður svo að hún hefði hringt í Gísla þar sem hann hefði reynt að hringja í hana kvöldið áður: „Vegna þess að hann reyndi að hringja í mig kvöldið áður og ég svaraði ekki.“ Ekki er hægt að finna því stað í símagögnum að Gísli hafi hringt úr sínum síma í Sigríði að kvöldi dags 19. nóvember, en mögu- legt að slíkt sjáist ekki, þar sem um „missed call“ hafi verið að ræða. Í viðtalinu við RÚV sagðist Sig- ríður Björk „ekki minnast þess“ að hafa talað við Hönnu Birnu í síma daginn sem gögnunum var lek- ið eða daginn eftir. DV fékk svipað svar frá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, aðstoðarkonu Hönnu Birnu, síð- astliðinn miðvikudag. „Ráðherra minnist þess ekki að hafa átt sím- tal við Sigríði Björk þennan dag,“ sagði Þórey spurð hvort málefni Tonys Omos og Evelyn Glory Jos- eph hefði borið á góma í samskipt- um þeirra 19. nóvember í fyrra. DV spurði Þóreyju í kjölfarið hvort hún gæti staðfest að þær hefðu ekki átt í neinum samskiptum þennan dag en Þórey hefur ekki svarað þeirri spurningu. Beðið svara DV hefur beðið innanríkisráðu- neytið um að afhenda blaðinu afrit af fundarskrá Hönnu Birnu dagana 19.–20. nóvember í fyrra. Þá hefur DV einnig falast eftir því að fá að vita hvort einhver símasamskipti, þeirra á milli hafi verið skráð þessa daga, samkvæmt reglum um formlega skráningu innan stjórnarráðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrnast síma- gögn almennt á sex mánuðum. Óvíst er hvort nokkru sinni fáist svar við því hvort fráfarandi innan- ríkisráðherra ræddi við þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum sama dag og upplýsingar úr gögnum sama lögregluembættis bárust fjöl- miðlum fyrir milliöngu aðstoðar- manns ráðherra. Hefði símanotkun ráðherrans hins vegar verið skoðuð, rétt eins og allra hennar helstu sam- starfsmanna, hefði verið tiltölulega auðvelt að skera úr um þetta atriði. Þrátt fyrir að ýmsir viðmælendur DV furði sig á því að þetta hafi ekki verið gert, benda aðrir á að rann- sókn lögreglunnar hafi beinst að lekanum út úr ráðuneytinu. Ekki því hvernig ákveðnar upplýsingar bárust inn í það. n Eðlileg vinnubrögð Sigríður Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari segir embættið ekki hafa komið að þeirri ákvörðun að skoða ekki símanotkun ráðherra. Rannsakaði ráðherraskrifstofu Stefán Eiríksson fór fyrir rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á lekamálinu sem síðar endaði með dómi. „Það er farið yfir allar tölvur í ráðu- neytinu. Það er farið yfir alla tölvupósta. Það er farið yfir öll símtöl. – Hanna Birna í Kastljósi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.